Vísir - 26.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1928, Blaðsíða 2
v í a t « \ !íyvi r\VTi líft-J! )\ \muj á K-!fVí 11 !rVíri: '-,|! w’ /f%n ...... .. ...f* Ái} Ui: tj ú u bu uu u vba Hn <sf™ ím OLb)l£iNi %lw\[ Höfum til: Fiskbursta Stormvax Þvoítabíáma Kry stalsá pu Sápuspæni Vito ræstiduft. FyFÍPliggjandi: Rio-kaifi, prima teg A* Obenhaupt. Björn Kristjánsson alþingismaður. Maöur sá, er Vísir birtir hér mynd áf í dag, Björn Kristjánsson aíþingisnuvöur og fyrv. ráöherra og- bankastjiiri, cr sjötugur á ]>ess- um degi. Hefir hann um fullan aldarfjóröung tekio svo mikinn og merkan þátt í stjórnmálum og’ op- inberum rnáluin þjóöarinnar, aö vart mun fjarri, aö hver maður á landinu, sem köminn er til vits eg ára, ktinni á honum nokkur deili og kannist viö nafn hans. Þegar Vísir baö mig aö láta árn- aöarósk sinni til hans á þessum merku tirnamótum hans íylgja nokkur minningarorö, þá fann eg mer þaö aö visu Ijúft og skylt aö veröa viö þeim tiimælum, en þótt- ist þó varbúinn til þess, því að | írá svo atburöaríkri og merkri æfi | sem Björns Kristjánssönar veröur ] ekki sagd í skjótri svipan, eöa án þess, aö safna til þess drögum, sem mér er ekki afmarkaður næg- ur timi til. Að segja sögu hans, yrði sama sem aö segja stjómmála- sögu landsins þann rúman fjórö- ung, sem af er þessari öld, því að um þann tíma hefir hann tekið meiri og minni þátt í flestum mál- um þjóöarinnar, og verið frum- kvöðull að ýmsum hinum nierk- ustu málum. Hér verður ]>ví ekki nenia drepiö á nokkuö hið helsta, og má þó vænta, að ýmislegt falli undan, vegna naumleika rúms og tíma, sem síður skyldi, og eg elcki vildi. Björn Knstjánsson cr af alþýöu- þergi brotinn, kominn af fátæku foreldri, enda var hann í æsku ti! engra menta settur, ekki svo mikiö, sem að hann fengi tilsögn í baniaskóla, og mér vitanlega heldur ekki hjá einstökuni mönn- um. En siálfur hefir hann aflað sér, svo fljótt sem hann hafði nökkur tök á og smám saman á æfinni, með bóklestri og óslökkv- andi þekkingarþorsta, þeirrar mentunar og þekkingar, að ]>ótt honum þyki sig í ýmsu bresta á við þá, er gengiö hafa bókmcnta- veginn, ]>á er hann þeim flestum í svo mörgu fremri, ab hann stend- ur þar hvergi höllum fæti, er saun- mentaður maður í tungumálum, almennum fræðigreinum og ýms- um sérgreinum. Björn Kristjánsson er fæddur 26. febr. 1858 í Hreiðurborg, er var hjáleiga frá Kaldaðarnesi í Árnes- sýslu. Foreldrar hans hétu Krist- ján Vernharðsson og Þórunn Hall- dórsdóttir, er bjuggu þar, en ekki kann eg aö relcja ætt þeirra. Dvaldi þann hjá þeim fyrstu árín, en á 6. ári fór hann í fóstur til föður- öminu sinnar, Sigríðar Bjarnadótt- ur, i Garðhæ á Eyrarbakka, og ólst upp hjá henni ogöðrum skýld- mennum til fermjngaraldurs, |en upp frá ]>ví varð hann að öllu leyti að hafa ofan af fyrir sér sjálfur. Var hann fyrst vinnupiltur austur í Grímsnesi 3 ár, en fluttist þá 17 ára gamall á Seltjarnarnes, og litlu síðar til Reykjavíkur. Jafnframt og hann leitaðist við að menta sig, sem hann þráði mjög, tók hann fyrir sig að læra skó- smíði hjá Jóhanni Árnasyni, og fluttist með honum til Isafjarðar. En ekki stundaði hann ]>á iðn lengi. Hefir hugur hans hiíeigst að mörgu, og ]>aö jafnan einkent harin, að hvað sem hann hefir lagt tvrir sig, hefir hann sökt sér niður í það, uns hann hefir numið það svo ti! lilitar, að veniulega hefir borið af öörum. Eitt hið fyrsta, er hann lagði fyrir sig og hafði óslökkvandi htieigð til, var hlióð- íærasláttur og söngur. Hljóðfæri hafði hann i fvrstu ekkert, en bjó sér þá ti! sjálfur orgelnótnastig- ann (Claviatur), til að geta æft ftngra-tilhurðinn við hljóðfæra- sláttinn. Árið 1878 sigldi hann til Kaunmannahafnar, til að læra tón- fræði og hlióðfæraslátt, og ]>ótti. er heim kom, bera af flestum í 1 eirri grein. Lagði hann ]>á um sinn samhliða handiðn sinni all- miög stund á söngkenslu. Árið 1881 fluttist hann til Ákureyrar og var þar organleikari við kirkj- una og kendi jafnframt söng, en árið eftir fór hann utan á ný, til bess að fullkomna sig enn betur í söngfræði. Árið i88t kom hann upp aftur til Reykiavíkur; gerðist hann verslunarmaður hjá Sigurði Magnússyni kaupmanni frá Bráð- ræði, en stundaðf þó enn söng- kenslu og hélt uppi söngfélagi með Steingrími kenriara Johnsen. Nokkur sönglög hefir Biörn sam- ið. sem eg ætla að megi ráða af, að hann mnndi hafa komist nokk- uð langt áleiðis, á þeirri braut, hefði hann haldið áfram aö iöka söngíþróttina. En fram af þesiti tók hugur haris Árið 1927 hafði Chevrolet meiri sölu en nokkur önnur bifreiða- verksmiðja í heirniuum. NýF Clievrolet kemur i mars mánuði. — Sta3l*?l, sterkari, kraftmeiri, fegurri, skrautlegri og þægilegri í akstri en nokkru sinni áður. J6H. Olafsson Co* Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir General Motors. ao hneigjast í fleiri áttir, og áhugi hajis að vakna á því, aö störf hans r.iættu verða að nokkuru þjóðnýti- leg, og gefa sig viö almennum og opinberum málum. Áriö 1886 var honum veitt bæjargjaldkeraslarfið í Rcykjavik, og jafnframt fékk hann atvinnu við skriftir hjá bæj- at fógetaimm. Launin voru ekki mikil, cn ekki_ mun fjarri, að fyrir honum hafi vakað að kynnast meö- ferö ýmsra opinberra mála, enda taldi sig hafa síðar haft mikiö gagn af því. Nokkru síöar, áriö 1888, stofnaði hann sjálfur versl- un, en hafði jafnframt á hendi vöruútvcgun fyrir ýms kaupfélög. Vildu þau líka reyna ab selja fé á fæti, og var Birni einnig falið ]>aö starf, aö selja 1000 sauöi. En keppinautar gátu komið því til leiðar, að bannað var að flytja íéð í land, er til Skotlands kom. Spunnust út úr því málaferli; höfðaöi Björn mál til skaðabóta, aö ráði góös ensks lögfræðings. En svo fór þó, að málið tapaðist, fyrir óvænt og ólíkleg atvik. Og þótt hann séldi sauðina í umboði fyrir aðra. þá höfðaði hann máliö i eigin nafni, en galt fjáreigendum liverjum sitt. Gengu efni hans fyr- ir allan ]>ann kostnaö allmjög til ]>uröar. En fram af þvi hætti hann starfi fyrir kaupfélögin. Á þessum árum mun hafa vakn- að hjá honum sú hugmynd, að hér á landi mætti finna leir- og stein- tegundir, er vinna mætti úr málma, og löngun til að rannsaka þetta ti) Iilítar. Má heita, að hann hafi a!la stund síðan óslitiö ttnniö aö því, jafnframt öðrum störfum. En ekki var ]>að vandkvæðalaust. Sá hann brátt, að hann varö sjálfur að læra að rannsaka efriasamsetn- inguna. Réð hann þegar af að komast til hlítar niður í því, sem oöru, er liann hefir lagt fyrir sig. Sigldi hann til Hamborgar, því að hann var oröinn vel fær í þýskri tungti, hafði numið hana að mestu eða öllu tilsagnarlaust. Læröi hann þar trygga aðferö til rannsóknar- innar, og liefir síöan stundaö liana hvenær, sem hann hefir komist liöndum undir, jafnframt og hann hefir víða ferðast á sumrum til aö rannsaka og leita aö stein’tegund- útu. Mun hann oröinn allra manna íróðastur um þessi efni, og telur miklar líkur til, að hér á landi muni mega vinna dýra málma til nvtja, þótt enn hafi hann ekki ritað um það efni. Áriö tqoo var hann kiörinn AI- |>ingismaður fyrir Gullbringu- og Kiósarsýslu. og er ]>að enn i dag. >'ið síðustu kosningar hafði hanri fastráðiö aö láta af þingmensku. En fyrir eindregnar áskoranir Icjósenda og samherja, lét hárin undan, og bauö sig enn, og var sem fvrri kosinn. Hefir hann jafn- an haft örugt traust og fylgi k.jós- cnda, enda munu lítt skiftar skoö- anir um ]>aö, aö hann hefir veriö með hinum nýtustu og hæfustu inönnum. er á þingi hafa setið. Var hanti með þessu kominn inn á þá braut, sem hann síöan hefir haldið, og lengst mun halda uafni hans á lofti. Það eru engin tiltök að segja þingsögu Biörns Krist- jánssonar í stuttri blaöagrein; til ],ess hefir hún v.eriö alt of viö- burðarík og margþætt. Það mál, sem fyrst og aðallega dró hann til þingsetu, mun verið hafa sjálf- stæðismálið, og’ mun þeim, er lengst voru samherjar hans í því, minnisstætt, hversu hann á allan hát.t og flestum fremur studdi það mál og þann flokk, er fyrir því beittist. Af öðrum málum, sem hann hefir verið frumkvöðull og höfundur að, ínan eg að nefna kosningalögin, vörugjaldslögin og náinltlögin, alt hin merkustu lög og miklar réttarbætur, sem hann að vanda lagði í mikla vinnu og vandvirkni. í meðferð bankaniála og verslunarmála liefir hann átt manna mestan þátt, og þótt hann hafi ekki komið þ^r í framkvæmd öllum skoðunum sinum, mun ]>ar á margan hátt gæta mjög tillagna hans eins og i hverju máli, sem hann’hefir gert sér að álutgamáli. J árnbrautarmálið liefir hann látið mjög til sín taka, og sýnt fram á, að það væri þjóðinni enn ofvax- ið, og fært að því rök, sem vart munu hafa verið hraldn. Ekki er þess að dyljast, að hann hefir mætt harðhentri mótstöðu og árás- um af andstæðingum. En þótt hann hafi í móti litt tamið sér persónulegar árásir á aöra, en á- lmgamál lians og málstaður veriö honum fyrir öllu, þá hafa andmæl- endur ekki komiö aö tómum kof- um hjá honum, því aö áöur en liann hefir beitst fyrir nokkru máli, hefir hann kynt sér þaö til hlítar. Lítt hefir hann sótst eftir mannhylli. ef til vill of lítiö, en fús hefir hann sæst viö andstæð- inga, ef samþýöst hafa getaö skoö- anir og samvinna tekist. Enda hafa sttmir siöar skilið hann og inetið, þótt áður hafi á hann ráö- ist. Get eg hugsað mér, eins og oft mun eiga sér stað um þá, sem eru meiri en meöalmenn, aö enn sé saga hans of nálæg-, til þess að hann fái aö fullu notið óhlut- drægra og sanngjarnra dóma. Marga ritlinga hefir Björn ritað um áhugamál sín, og íjölda blaða- greina; ritar hann látlaust og gott mál; liefir honuin komið þar að haldi, að hann í Kaupmannahafn- ardvöl sinni naut tilsagnar í ís- lensku hjá Eiríki garðprófasti Jónssyni, sem reyndist honum sannur vinur og hjálparma'ður. Á J'ingi og mannfundum hefir Björn verið i besta lagi máli farinn, og þá ekki síst, er reynt hefir á, að lialda uppi svörum í kappræðum um áhugamál hans. Eitt af þeim málum, sem hann hefir léð eindregið fylg'i sitt, er bindindis- og bannmálið. Iíefir liann í því hvergi hvikað; ]>ó svo, aí> ekki immu andstæðingar þar hafa sakað hann um ofstæki, sem oft má í því máli heyra menn .hvora liregða öðrum um. Þá hefir Björn enn, með öllum öðrum störf- um sínum, gefið sér tima til aö sinna sálarrannsóknamálinu, og hefir í því meðal annars fyrir eig- iu ýtarlegár rannsóknir, sannfærst um sannleikisgildi ]>ess, og að það eigi eftir aö ver'ða, er fram Ííða stundir, lyftistöng fyrir andlega og siðferðilega þróun mannkyns- ins. Árið 1909 tók hann, fyrir áeggj- an Björns Jóiissonar, sem bar mik- ið traust til hans, að sér banka- stjórastöðu við Landsbankann, og munu flestir játa, að hann stjórn- aði bankanum með hyggindum og gætni, og því markmiði, að efla hann sem hest ti! að geta fullnægt þeim IGíimmístímpiar eru búnir til i Félag'*prentsmlðjuniii. Vandaðir og ódýrir nammmpmmmmmimaBmmseammaesammmmmm kröfum, sem til hans mætti gera. Stundaði hann starfið af þeini á- liuga, aö hann hefir orðið og mun vera einn hinn bankafróðasti mað- ur, er á þingi hefir setið. — Þeg- ar Björn varö bankastjóri, taldí hann sér skylt, aö leggja niður verslun sína, með því að reglur bankans lieimta, að forstjóri reki ekki aöra atvinnu. Fékk hanu þá Jóni syni sínum verslunina, og hef- ir hann síðan rekiö hana og látið hana bera nafn föður síns, þó að hann sé ekki eigandi liennar. Á aukaþiriginu 1916—17, er þaS varð aö ráöi aö taka upp þriggja ráögjafa stjórn, varö Björn fjár- málaráðgjafi í hinu nýja ráðuneyti. En ekki 'feldi hann sig við ]>aÖ, né fanst hann geta unnið það gagn cr hann vildi, og sagði ]>ví lausri stöðunni á næsta þingi, en tók aít- ur up]> bankastjórástarfið, en fékk einnig lausn frá því áriö eftir, 1918. Hefir liann síðan, auk þingstarf- anna, unnið mest að stein- og málmrannsóknum, bæði með ferða- lögum á sumrum og efnarannsókn- um endrarnær. Á þirígí hefir hann hin síðari ár einkum tekið ]>átt í meðferð bankamálanpa,, en einnig utan þings í meðferö verslunar og viðskiftamála, í ræðum og ritum, og hefir komið þar enn í ljós þekk- ing hans og glöggskyni á ]>eim málum. Árið 1885 kvæntist Björn Sig- ]>rúði, dóttur Guðinundár Þórðar- sonar, merkisbónda, á Hól hér í Reykjavík. Var hún ekkja eftir Jón Steffensen verslunarstjóra Fischersverslunar. Þau hjón hafa eignast tvö börn, Jón, einn af fremstu kaupmönnum hér í Revkiavík, pg Jónu Valgerði, á- gætiskonu, er gift var L. Fanöe stórkaupmanni í ICaupmannahöfn, ev andaðist á síðastliðnu ári. Hér veröur þá staðar aö nema, ]>ótt lauslega sé snert viö atríð- unum. en mundi verða langt mál, ef segja skvldi til hlítar. længi hefir nokkuð skort á, að Björn hefði trygga heilsu, en áhuga sinil og andlegan þrótt á hann enn. í nafni Vísis, sem ljær línum þessuin rúm, og í eigin nafni 0g niargra vina, árna eg honum allra heilla, það sem enn er ólifað. Kristinn Daníelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.