Vísir - 28.02.1928, Blaðsíða 3
VlSiR
BARNAFATAVERSLUNIN
filapparstíg 37. Síml 2035.
Nýkomið: Samstœðir issarnskjól-
ar og treyjur, hvitir silkitreflar,
vetlingar í stóru úrvali o. m. fl.
lllsis-Hð oerit alls olala.
margra ára viðkynningu viö
íangana í Rvík. Þaö hefði ekki
veriö neitt „kraftaverk“ fyrir þá
-Strma aö strjúka, ef þeir heföu tal-
iö þaö ómaksins vert.
‘Jafnframt þarf aö breyta ýmsu
í hegningarlögunum, svo aö unt sé
,a_ö framkvæma alveg dæmda dóma.
Náöuu eöa uppgjöf saka á miöju
.■dpmsrimabili, ætti að vera aðeins
veröláim fyrir greinilega stefnu-
breytingu, en ekki eins og nokk-
tu'skonar almenn þrotabúsyfirlýs-
iíig um, að betrunarhúsið verði
ilgið að sleppa við vandræðamenn-
ina sem fyrst. — Og auðvitað þarf
að setja alveg nýjar reglur fyrir
fangana á lögformlegan hátt.
Þær þurfa ekki að vera marg-
brotnar né miðaðar við forherta
glæpamenn, en þeim reglum, sem
settar eru, á að fylgja hiklaust.
Má vel vera, að hyggilegt sé,
aieðal annars vegna kostnaðarins,
að „letígarður" eða „slæpingja-
hæli“ sé í sambandi við betrunar-
húsið. Samt kann eg ekki við þau
nöfn, miklu betra að kalla þá deild
yinnustofnun, vinnuhæli, eða eitt-
'í?vað þvílíkt, svo að nafnið sjálft
sé ekki hnefahögg á tilfinningar
heimilismanna og ættingja þeirra.
—> Því að auðvitað á i öllu þessu
að hugsa um uppeldi, en ekki um
'jhefndir. — Sumir kunna að halda
að betrunarhúsfangar muni hafa
iil áhrif á letingjana, ef þeim sé
ætlað að vinna saman. En mér
finst að þeir, sem nenna ekki að
vinna fyrir konu sinni og böm-
tyn, eða hlaða niður bömum sitt
nieð hverri stúlkunni, en hafa ald-
rei eyrisvirði afgangs til að gefa
með þeim, séu svo óvandaölr, í
raun og veni, að mörgum fanga
sé hálfgerð hneisa að vera nteð
þeim.
Frh.
□ EDDA. 59282287-1
Dánarfregnir.
Guttormur Andrésson bygginga-
meistari hefir orðið fyrir þeirri
þungbæru sorg að missa konu
sina, Louise Margrethe, f. Peter-
sen. Lést hún af bamsförum i
fyrradag. Frú Margrethe var um
þrítugt að aldri, vel metin kona
og vinsæl. Varð sambúð þeirra
hjóna ekki nema tæp þrjú ár.
Hinn 23. þ. m. andaðist að Felli
i Biskupstungum öldungurinn Ein-
ar Guömundsson frá Vatnsleysu
og hafði hann dvalist þar mestan
hlut ævi sinnar. Einar heitinn var
háaldraður maður, fæddur 10.
október 1842. Hann var alkunnur
ágætismaður, fróður og minnugur,
síkátur og hvers manns manns
hugljúfi."
F östuguð sþ j ónusta
í dómkirkjunni á morgun kl. 6
síðdegis. Síra Bjami Jónsson pré-
dikar.
Föstuguðsþjónusta
í fríkirkjunni annað kveld kl. 8.
Síra Arni Sigurðsson prédikar.
E.s. ísland
kom hingað laust eftir miðdegi
í dag frá útlöndum.
Fjárdrápið á Litlu-Þverá.
Eins og skýrt var frá hér í blað-
inu í gær, hafa nú bræður tveir,
12 og 10 ára að aldri, Sigurður
og Sigmundur, játað á sig fjár-
drápið. Ekkert hefir enn komið
fram i réttarhöldunum, er bendi
til þess, að drengirnir hafi verið
hvattir til illvirkjanna af öðrum,
en væntanlega verður ekki skilist
við rannsókn málsins fyrr en
gengið hefir verið úr skugga um
það, hvort aðrir kunni að hafa
staðið þar að baki og lagt á ráð-
in. Skýrsla sú, sem FB. átti von á
frá Hvammstanga, er ókomin enn.
The Europa Year-Book
heitir merkikg fræðibók, sem
fyrst kom út árið 1926. Þriðji ár-
gaugur, aukiiln og endurskoðaður,
er kominn út, og kostar kr. 25,20,
og geta menn pantað bókina hjá
bókaverslun Snæbjarnar Jónsson-
ar, Bankastræt'i 7. Þar eru ritgerð-
ir um fólksfjðlda, atvinnuvegi,
verslun, viðskifti o. s. frv., í öll-
um álfum heims, ævisöguágrip 18
þúsund kunnustu manna, sem nú
evu uppi, víðsvegar um heim, skrá
tmi allskonar félög, verslanir,
verksmiðjur o. s. frv., og yfir höf-
uð margskonar fróðleikur, sem of
langt yrði upp að telja. Þeir, sem
eignast hafa þessa bók hér á landi,
segjast aldrei hafa keypt betri bók
af því tagi. Meðal erlendra manna,
sem ótilkvaddir hafa lofað bók-
ina á prenti, má nefna Ramsay
MacDonald, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands, dr. Friðþjóf Nan-
sen, House ofursta, Ed. L. Keen
forseta United Press fréttafélags-
ins o. m. fl. — Bókin er einkum
talin ómissandi eign öllum kaup-
sýslumönnum, blaðamönnum, lög-
fræðingum, bankamönnum og hag-
fræöingum, en yfirleitt geta allir
sótt þangað margháttaðan og ó-
tæmandi fróðleik.
Fiskverðið.
V'erð á nýjum fiski hér í gær
var 10—15 aurar ýú kíló, nema hjá
tveim fisksölum. Þeir seldu fisk-
inn á 20 aura. — Fisksalarnir ættu
að auglýsa verðið daglega, svo að
almenningur glæptist ekki á því
að skifta við þá, sem dýrast selja,
þegar nóg er af fiski annarsstaðar.
Útvarpið síðdegis í dag.
Kl. 7,30: Veðurskeyti. Kl. 7,40:
Landbúnaðarfyrirlestur. Kl. 8:
Esperanto-námskeið (ól. Kr.). Kl.
8,45: Hljóðfærasláttur frá Hótel
Island.
K. R.
Fundur fyrjjr alla þriðja flokks
drengi verður í fiinleikahúsi
bamaskólans annað kveld. Sjá
augl.
Ríkarður Jónsson
óskar að láta þess getið, að hann
sé ekki höfUndur greinar þeirrar
um ,,hnefaleik“, sem birt var í Al-
þýðublaðinu' fyrir skönunu og
gerð var að umtalsefni í grein eft-
ir „boxer“ hér í blaðinu í gær.
Ríkarður Jónsson listamaður hefir
engan áhuga á þvílíkum íþróttum.
Gjöf
til drengsins á Sauöárkróki, af-
hent Vísi 5 kr. (áheit) frá konu.
Til hægðarauka.
Ein af ráðstöfunum ihalds-
stjómarinnar var sú, að krefjast
þess, að á hverjum innkaups-
reikningi frá útlöndum skyldi
vera vottorð um að reikningurinn
væri réttur. Þetta mun hafa átt
að vera til tryggingar því, að rétt-
ur tollur væri greiddur. Eins og
vænta mátti, hefir erlendum firm-
um viljað gleymast að gefa þetta
einkennilega vottorð, og hafa
kaupmenn haft af því mörg og
rnikil óþægindi og jafnvel fjár-
tjón, því að þegar þetta vill til,
verður að skrifa þeim ogbiðjaum
nýjan reikning með vottorðinu á.
Fást ekki vömrnar afhentar fyrr
en hann kemur, nema þá að greidd
sé sekt. Nú hefir Félagsprent-
smiðjan eftir tilmælum nokkuma
kaupmanna, látið búa til á ensku
laglegan st-impil sem setja má á
pöntunarbréfin til áminningar
þeim er vörurnar selja. Ætti það
að geta sþarað kaupmönnum mikil
umsvif og óþægindi, að setja
þenna stimpil ávalt á erlend bréf
Adolf Ppíops
Soyur og matarlitur.
H. Benediktsson & €o*
Siml 8 (fjórar línur)
MOQOOOOQQQOOOOQOQOQQOQOQOC
ð
Hlnir marg-eítlrsparöu,
Kven-lnnlskór ern ný-
komnir.
Eínnig margar falleg-
ar tegnnðir al skófatn-
aðl með lægsta verði.
11 bunnar;
Skóversl. Austurstr. 3.
2OQ0Q000Q00Q00Q00Q00QQQQ0Q1
sln. Hann kostar einar 3 kr. og
litur þannig út: „Please remember
to certify that your invoices are
comect both as regards prices and
quantity.“
Framsókriarfélagsfundur
er í kvöld kl. 9 í Sambandshús-
inu.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. í Reykjavik 8
st„ Vestmannaeyjum 7, Isafirði 9,
Akureyri 9, Seyðisfirði 5, Grinda-
vík 7, Stykkishólmi 8, Grímsstöð-
um 5, Raufarhöfn 5, Blönduósi 7,
Iiólum í Homafirði 5, Færeyjum
6, Angmagsalik -f- 2, Kavtpmanna-
höfn -f- 2, Utsira -f- 1, Tynemouth
4, Hjaltlándi 6, Jan Mayen -f- 1
st. — Mestur hiti hér í gær 9 st.,
minstur 7 st. Úrkorna 0,9 mm.
Lægð fyrir suðvestan land á norð-
urleið. — Horfur: Suðvesturland:
Stormfregn. I dag' og nótt lvvass
suðaustan. Rigning. Faxaflói,
Breiðafjörður, Vestfirðir: í dag
og nótt: Allhvass suðaustan. Sum-
staðar rigning. Norðurland, norð-
austurland, Austfirðir: í dag og
nótt sunnan átt. Úrkomulaust og
hlýtt. Suðausturland: í dag og
nótt suðaustan. Dálítil rigning.
Þörf breyting.
Fyrir Alþingi liggur till. til
breytingar á sölu legstaða, að
vísu mjög smávægileg, en hefir
j)ó mikil þægindi í för með sér
fyrir þá Reykvíkinga, sem jarðar-
farir þurfa að annast. Nú er j>að
svo, að venjulega verður fólk að
fara þrjár feröir til að fá grafreit,
þ. e. tvisvar i kirkjugarðinn og
einu sinni til lögreglustjóra, þar
sem legkaup er nú goldið. Breyt-
ingin er í því fólgin, að fólk fái
sig afgreitt í garðinum og þurfi
ekki að fara til lögreglustjóra og
svo aftur í garðinn til að sýna
kvittun. — Það virðist svo sem
nógir sé erfiðleikar og and-
streymi Jveirra, sem þurfa að ann-
ast um útfarir vina og vanda-
manna, þótt ekki sé }>eim gert
óþarflega erfitt fyrir með ójvarfa
vafstri. Og j)egar innheimta á
þessu gjaldi, þ. e. legkaupinu, er
lika með breytingunni gerð trygg-
ari, er jæss að vænta, að hún nái
fram að ganga.
,Kaupandi.
Súkkulaði.
Ef þér kaupið súkkulaði, þá
gætið þess, að það sé
Lillu-súkkulað!
eða
Fjallkonu-súkkulaði.
1
H.I. Eínaeerð Reykjavíkur.
Ný bók,
Eyrri hluti hinnar ágætu og
vinsælu unglingasögu „Flemming"
eftir G. Jörgensen, er nú nýútkom-
in í íslenskri þýðingu eftir Hanni-
bal Valdemarsson, kennara á ísa-
firði. Hefir þýðandinn breytt
nafni bókarinnar og gefið henni
og um leið aðalsöguhetjvmni nafn-
iö „Gunnar“. Sömuleiðis hefir
þýðandinn breytt öllum vandlesn-
ari persónuheitum og fengið þeim
íslensk heiti í' staðinn; er slíkt vel
farið, þar sem bókin fyrst og
fremst er ætluð ungmennum, sem
litla æfingu hafa fengið í fram-
burði erlendra mála.
\rið fljótan yfirlestur hefi eg
eigi rekið mig á neina verulega
galla, frá þýðandans hendi, en í
heild virðist þýðingin lipur og all-
nr frágangur bókarínnar hinn
snotrasti.
Það er góðra gjalda vert, þegar
kennarar vorir og aðrir leiðtog-
ar á sviði fræðslu- og uppeldis-
mála gerast til þess, að greiða götu
barna og unglinga um lestur
góðra báka og reyna með því að
vernda þau frá því að sleppa sér
út í lestur lélegra eldhúsrómana-
þýðinga og annara rusl-bókmenta,
sem blöð vor sum og- bókaútgef-
endur hafa veitt í stríðum straum-
vim inn yfir okkar fámenna og
fátæka þjóðfélag síðasta manns-
aldurinn, sjálfum sér til lítils sómá
en engum til neins gagns.
Eg vil því með þessum fáu lín-
um leyfa mér að vekja athygli
foreldra og kennara á því, að hér
er á ferðinni bók, sem á erindi tíl
allra bama og unglinga og jafn-
framt, ef vel er að gáð, hefir að
innihalda góð ráð og leiðbeining-
ar, bæði fyrir foreldra og kenn-
ara, ráð, sem geta verið ómetan-
lega mikíls virði um meðferð hinn-
ar viðkvæmu barnssálar.
Með þýðingu þessarar bókar er
stigið spor í rétta átt. Slíka við-
leitni er rétt að styrkja, og það
gera menn best með því, að kaupá
bókina og á þann hátt flýta fyrir
útkornu seinni hlutans og fleíri
bóka af líku 'tagi, er sigla munu
t kjölfar þessarar, verði henni vel
tekið.
1