Vísir - 05.03.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.03.1928, Blaðsíða 2
ViSlR Þupkaðip ávextirs Apríkósur. Bláber. Blandaðir ávextir. Döðlur. Epli. Fíkjur. Ivirsuber. Ivúrenur. Perur. Rúsínur. Sveskjur. Fypipliggjandi: Plómur, jarðarber, klrsuber, plómusultutau, kandiserað an- anas, Gelee, Vindlar Yrurae Bat, Cigarlllos. A. Obenliaupt. t fiíliiílrliflðilsitir kona Björns Kristjánssonar al- þing'ismanns, andaðist að heimili sínu hér í bænum í gær eftir lang- vinnan sjúkleik. Hún var dóttir Guðmundar ÞórSarsonar bónda á Hóli hér í bænum, er alkunnur var á sinni tíð og mikill merkis- ma'ður. Frú Sigþrúður giftist Birni Kristjánssyni árið 1885, en tiafði áður verið gefin Jóni Steff- ensen verslunarstjóra, en misti hann eftir fárra ára sambúö. Frú Sigþrúður og Björn Kristjánsson eignuðust tvö l>örn, frú Jónu Fanöe, sem látin er á undan móð- ur sinni, og Jón kaupmann. Frú Sigþrúöur var fríð sýnum, höfðingleg í framgöngu og mikils- nietin af þeim, er náin kynni höfðu aí henni. Símskeyti Khöfn 4. mars. FB. Yfirgangur ítala í Týról. Frá Rómaborg er símað : Musso- lini hefir haldið mikla ræðu í þing- inu og sagði,.að hann talaði nú í síðasta sinn um Suður-Týról. Næst léti hann athafnirnar tala. Hann neitaði því harðlega, að ítalir kúg- uðu íbúana í Týról og taldi af- skiftasemi útlendinga af málum Týróls skaðlega Týrólbúum. Út- gáfa þýskra blaða í Suður-Týról verði bönnuð, þýskumælandi em- bættismenn settir af eða fluttir, vegna framkomu Týrólsvina. Frá Berlin er símað : lYfirvöldin í ítalíu hafa lagt bann á -sölu Vossische Zeitung innan hins ítalska rikis. Útgáfustjórn blaðs- ins hefir borið fram kvörtun yfir banninu við utanríkisráðuneytið. Utan af landi. —o— Stórholti 5. mars. FB. Búfræðiskandidataniir Guðmund- ur.Jónssön frá Torfalæk og Gunn- ar Árnason héldu hér námsskeið i 2 daga. Aðsókn góð. Almenn brifni yfir áhuga og lærdómi þeirra. Þeir lialda og námsskeið á Króksfjarðarnesi og Reykhólum. Marauð jörð,' snjólitið í allan vetur. Heilsufar gott. Akureyri 5. mars. FB. „Lögin í gildi.“ Við nánari athugun á gildandi lögum hefir komið í Ijós, að bæj- arbúar en ekki bæjarstjórn, eiga ao kjósa hér bæjarstjóra. Hefir breyting þessi algerlega farið fram hjá bæjarstjórn. Mun kosn- ing verða tekin upp að nýju og kjörstjórn bæjarstjórnar auglýsa stöðuna. Mjolkursamlag Kaupfélags Ey- firðingá tekur til starfa 6. þ. m. Er mjólkurskálinn þegar fullger. Meiri álögnr. Frumvörpum um hækkun tolla og skatta hefir rignt yfir þingið, síðan það hófst. Að tilhlutun stjórnarinnar á að framlengja gengisviðauka aí vörutolli o. fl., framlengja og hækka verðtollinn upp í það, sem hann var hæstur, og hækka vörutoll á kolum, salti o. fl. Stjórnin vill með öðrum orð- um koma verð- og vörutolli i það horf, sem komið var 1924. Menn munu nú minnast þess, að þegar verðtollurinn var lögleidd- ur, í sinni upphaflegu myncf, þá var mikill hluti núverandi stjórn- arflokks á móti honum. Tollurinn, átti þó þá að vera að eins til bráðabirgða, og ráðgert var að, Iækka hann eða afnema svo fljótt sem unt væri. Hann var lagður á aðallega með það fyrir augum, að af!a ríkissjóði fjár, til að greiða með lausar skuldir, sem safnast höfðu undanfarin ár. Tekjur af þessum tolli urðu miklu meiri, en, gert hafði verið ráð fyrir, og lausu, skuldirnar voru greiddar að fullu á tveimur árum, auk þess sem ágætis árferði gerði það að verk- um, að ríkissjóði á sania tíma safnaðist álitlegur sjóður. í raun, réttri hefði því, þegar svo var komið, átt að afnema þennan. Lráðabirgðatoll. En í þess stað var liann að eins lækkaður, allverulega að visu, en jafnframt lækkaðir aðrir tollar, sem ranglátari voru, taldir. Nú vill stjórnin, og væntanlega allur flokkur hennar, hækka þessa tolla aftur. Ekki til að borga skuldir, heldur til að fá meira fé til umráða. Og þeim tillögum fylgja ummæli eitthvað í þá átt, að þingið hafi farið gálauslega að, er það samþykti lækkun tollanna. En þessi ummæli eru algerlega, óréttmæt. Hlutverki því, sem verö- tollinum var ætlað að vinna, var lokið, og því var beinlínis skylt a'Bj afnema hann, eða lækka aðra tolla i þess stað. Og þetta var þeim mun, sjálfsagöara, sem hagur ríkissjóðs var orðinn svo góður, að satnast höfðu miljónir i sjóð. Því mun verða svaraö til, að þær miljónir séu nú ekki lengur i, sjóði, heldur sé ríkissjóður þegar íarinn að safna lausum skuldum aftur. En sökin á j>ví er ekki hjá þinginu. Það er ekki, nenia þá 5ð litlu leyti, vegna halla á fjárlög- um, að sjóöurinn hefir eyðst og skuldir safnast. — Hins vegar hef- ir fyrrverandi stjóm eytt því sem næst 3yz miljón króna umfram það, sem veitt var í fjárlögum ár- in 1925—26, og vafalaust bætist ist eitthvað við á árinu 1927. Það er þetta, sem gerir það ab verk- nm, að hagur ríkissjóðs er ekki betri nú en hann er. Þar er ekkL um að ketma neinu gáleysi af hálfu Alþingis. — Ef um gáleysi ei að ræða, þá er það gáleysi í- haldsstjórnarinnar, sem eyddi öll- iim tekjum góðu áranna, svo að segja jafnótt og þeirra var aflað. Það er nú svo, hér á landi, að, sífelt skiftast á góð ár og erfið ár. Fyrir 1924 höfðu farið erfið ár, og hag ríkissjóðs var þá svo komið, að óhjákvæmilegt var úr því að bæta. Það var gert, og meira til. En stjðrn sú, sem þá fór með völd, hefir ekki hugsað nógu langt fram í tímann. Ef hún hefði gert það, þá hefði hún ekki hraðaö sér svo mjög að eyða tekjum góðu ár- anna. Reynsla undanfarinna ára átti að kenna okkur það, að okk- t:r er nauðsynlegt, að safua okktir sjóði á góðu árunum, til þéss að bæta upp hallann á vondu árú'n- um. —Auk þess sem það er full- kcmin óhæfa, að stjórnin taki sér í hendur fjárveitingavaldið í svo stórum stil, seni gert hefir verið hér. Hins vegar virðist núverandi stjórn fara alt of geyst í því, að hækka aftur álögurnar. Hag ríkis- sjóðs er ekki kornið í það öng- þveiti, að nú sé ástæða til að grípa til svo víðtækra ráðstafana til aö auka tekjurnar. Það eru miklar ltkur til þess, að aíkoma ríkissjóðs. verði ntun betri á þessu ári, en á því siðasta. Árið 1927 var miklu hagstæðara atvinnuvegunum en f.æsta ár á undan. Þess vegna tná gera ráð fyrir jtví, að vöruinn- ílutningurinn og um leið tolltekjur ríkissjóðs verði meiri á yfirstand- Árið 1927 hafði Chevrolet meiri sölu en nokkur önnur bifreiða- verkamiðja í heirninum. Nýr Ctievirolet kemur i mara mánuði. — St»nl| stepkarl, kraftmeirl, fegurrl, skrautlegri og þaagilegri í abstri en nokkru sinni áður. Jóh. Olafsson & Co. Áöalumboðsmenn á íslandi fyrir General Motora. Ein krðna SWASTIKA Cigarettan með Þórsme pkinu. Þvottaduft ÍO aura pakkinn. Versl. FOSS Laugaveg 25. andi ári. Horfttr eru líka á því, að fiskverðið verði mun hrerra i ár eti í fyrra. — Þá er hins vegar ekki ástæða til þess að setja það svo mjög fyrir sig, þó að ekki verði veitt eins mikið til verklegra framkvæmda á árinu 1929 eins og gert muncli ef hagur ríkissjóðs væri upp á það besta. Bæði er það, að undanfarin ár hefir veriö var- ið miklu meira fé til slíkra frarn- kvæmda, en Alþingi hafði ráðgert, og eins hitt, að ef vel gengur, má veita fé til slíkra hluta á næsta jttngi. Það má ekki gera leik að þvt, að hringla upp og niður með tolla og skatta fyá ári til árs. Og þing- iö getur gert sig sekt um gáleysi engu síður með þvi aö hækka en, með því að lækka álögur lands- manna. 1 .4» 1 ■ Nýkomid Úpval af fataefn- um. Nýjustu gerðlr. Guðm. B. Vikap klœðskeri. Laugaveg 21. Símt 658. liapðip og linip. Ávalt best úpval. mji'matoK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.