Vísir - 05.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) MariHffli & Olsem ((li Hveiti: Cream of Manitoba, Glenora, Canadian Maid, Onota, Buffalo. Rúgmjöl frá Havnemöllen. do. frá Bleg damsmöllen. Malfsigtimj ol. FypMiggjandi: Plómur, Jarðarber, Stikkilsber, Plómusultutau, Kandíserað Ana- nas, Gelee, Yrurae Bat vindlar, smávindlar. A. Obenliaupt, BJtGALDIN E P L I, rauð P E R U R GLÓALDIN, 7 teg., t. d. Jaffa, stór, Messina — blóð, Murcia — (oval blood). 12 stk. á 1 krónu. ALDIN löguð (í dósum) — kílódósir 2 krónur. Engin verslun í bænum hefir jafn falleg og góð aldin, og verðið hvergi jafn lágt. rraa i Bergstaðastr. 49. Vesturgötu 3. Laugaveg 49. Glugga tjölð og Glugga- tjalda- efni, Ijölbreytt úrval. Verslunin Bjðrn Kristjánsson. Jón Bjðrnsson & Ca. Fjpé Alþingi. í gser voru þessi mál til meö- feröar: Efri deild. í. Frv. til 1. um atvinnurekstr- arlán, frh. 3. umr. (atkvæöagr.). Fra.m kom rökstudd dagskrá frá jóni Baldvinssyni, svohljóöandi: ,.í trausti þess, aö ríkisstjórnin, í samráði vi'ö stjórn Landsbanka Islands, taki til yfirvegunar og láti rannsaka á hvern hátt veröi sem ,!>est bætt úr rekstrarlánaþörf landsmanna, tekur deildin fyrir ttæsta mál á dagskrá." Dagskráin var feld me‘S 7:6 atkv. Móti henni voru íhaldsmetin og Guömundur Ólafsson, en fjárm.rá'öh. greiddi ekki atkvæði. Síöan var frv. samþ. rneð 8:2 atkv., og afgreitt til Nd. 2. Frv. til 1. um Strandar- Jdrkju og sandgræðslu í Strandar- landi (3. umr.) var samþykt ó- breytt og* afgreidd sem lög frá Al- þingi. 3. Frv. til I. um að undanþiggja íslandsbanka inndráttarskyldu seðla árið 1928 (2. ttmr.) var sent til 3. umr. óbreytt. 4. Frv. til I. um samþyktir um sjúkraskýli og læknisbústaði, 2. utnr. Allshn. lagði til, að frv. væri vísaö til stjórnarínnar, sökum ó- nógs tmdirbúnings, og var sú til- laga samþykt. — Frv. hafði áðttr verið samþykt í neðri deild. 5. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1929, 3. ttmr. Umr. stóð enn, er blaöið fór í prentun. Neðri deild. 1. Frv. til I. um Menningar- sjóð (3. umr.) var samþykt og endursent Ed. 2. Frv. til 1. um hlunnindi fyr- ir lánsfélag, 2. umr. Fjhn. lagði tií að frv. værí samþykt með litl- i'm breytingum. Taldi líklegt, að jrað gseti orðið til þess að bæta 6DI1LHÖRK um hæl aftur fyrir FRÍMERKL Eicberg, Berlin 39, TegeHrstrasse 40. úr lánsþörfinni. Var frv. vísað til 3. ttmr'. 3. Frv. til I. unt friðun Þing- valla (3. umr.) var samþ. og end- ursent Ed. með litlum breytingum. 4. Frv. til 1. um varðskip lands- ins og sýslunarmenn á þeim, 2. umr. Allshn. var klofin í þrjá hluta um málið. Tveir nefndarmenn, Há- kon og M. Guðm., vildu fella frv. og endurtóku þær ástæður, er frarn komu í Ed. á móti því. — Héð- inn Vaklimarsson sagði, að sér virtist frv. „aö sumu leyti skárra" en gildandi lög, og lagði til all- miklar breytingar, um leyfi háseta til verkfalla o. fl. Vildi hann, að launakjör hásta yrðu hin söniu, sem hjá Eimskipafélagi íslands, og að réttindi þeirra og skyídur íæri eftir siglingalögunttm. Brtt. Héðins voru feldar. — Þriðji hluti nefndarimar, G. Sig. og Bernharð vildu samj>. frv. með einni brtt. í írv. var gert ráð fyrir, að starfs- samningur yfirmanna væri gerð- ur til 6 ára i senn, og bindandi þann tíma fyrir báða aðilja. Brtt. fór fram á, að samningurinn væri ekki bindandi fyrir yfirmennina lengur en til eins árs í senn. Töldu Jteir J>að „samræmdra meginregl- um laga urp starfssamninga". Þessi brtt. var samþykt, og frv. vísað til 3. umr. 5. Till. til þál. um endurskoðun fátækralaganna, frh. einnar umr. Umr. var frestað kl. 7 í gærkveldi og málið tekið af dagskrá. Hin frjálslynda kaþölska kirkja. Síra Edwin C. Bolt, prestur frá Edinborg á Skotlandi, kom hing- að 2i. f. m. og verður hér til næsta Jaugardags, en heldur þá heimleið- is. Hann hefir flutt mörg erindi hér í bænum, einkanlega meðal guðsp.ekinga, en hefir í hyggju að flytja erindi í Nýja Bíó í dag, skír- dag, kl. 4 síðdegis, um tilgang hinnar frjálslyndu allsherjar kirkju (The Purpose of The Liberal Uni- versal Church). Erindið verður flutt á ensku, en síra Bolt hefir skýrt Vísi svo frá et’ni Jæss og stefnu hinnar frjáls- lyndu, kaþólsku kirkju, setn hér scgir: „Hin frjálslynda kaþólska kirkja (Thc Liberal Catholic Ghurch) er stofnun, sem gefur oss kost á að greiða fyrir etarfi drottins Jesú Krists hér í heimi og veitir oss tækifæri til að kynnast hinni miklu innri þekkingu, sem er i öruggri varðveislu allsherjar kirkjunnat*. Kirkjan öðlast hinn mikla starfs- þrótt sinn frá öruggri trú á lifanda Krist, og cflist að völdum og áhrifum að því skapi sem einstak- ir meðlimir hennar hætta að hugsa um Krist sem lifði fyrir nær 2000 árutn, og láta sér skiljast, að hann er jafnan með oss- Drottinn sjálfur sagði: „Sjá, eg* er með yður alla daga, alt til ver- aldarinnar enda,“ og þess vegna reynum vér að hjálpa íélögum vor- um til J>ess að skilja, að Jieir verða að gerast verkfæri, sem hinn eilífi Kristur geti opinberast í. Hin frjálslynda kajiólska kirkja er sjálfstæð stofnun, hvorki róm- versk-Jiaþólsk né heldur mótmæl- andakirkja, en hún er í sannleika allsherjarkirkja, Jiví að sakramenti hennar eru veitt öllum, sem ganga til altaris með réttu hugarfari. Kirkjan rekur postullega vígslu- föð stna til hinnar fornu kajiólsku kirkju í HoIIandi og liún leitast við að sameina hin upprunalegu sakramenti hinum hátíðlegu kirkjusiðum, hinni djúpu dulspeki cg hinum ævarandi sannindum um helga dóma sakramentanna, með hinum rýmstu takftiörkunum and- legs frjálslytidis gagnvart sam- visku hvers einstaklings. Kirkjan veitir meðlimum sínum frjálsræði til skýringa á ritning- ttnni, trúarjátningum og kirkju- siðum, Jiví að vér teljum skynsem- ina eina af aðalleiðúm andlegrar liugsunar, á sama hátt sem hún getur leiðbeint oss til vtsindalegra og heimspekilegra hugsana. Vér höfum engar fastbundnar trúarsetningar og getum þess vegna boðið alla velkomna, sem koma að altárinu með einlægni og auðmýkt. Vér leitumst ekki við að snúa meðlimum annara kirkjufélaga til vorrar trúar, en vér getum fært þeim Jiau sannindi, sem gera þeim auðveldara en áður að skilja trú sína. Eftirfarandi trúariátning skýr- i/, hve kenningar kirkju vorar eru afar víðfeðmar: „Vér trúum því, að guð sér kær- leikur, máttur, sannleikur og Ijós, að fullkomið réttlæti stjórni heim- inum, að öll guðs börn muni að lokum falla honum til fóta, hversu sem þau hafa farið vill vega. Vér trúum á föðurhandleiðslu guðs og bræðralag manna. *Vér vitum, að vér þjónum honum best, þegar vér þjónum meðbræðrum voram best. Þá mun blessun hans hvíla yfir oss, og friður að eilífu.“ Slik trúarjátning glæðir mdnn- um hinar hæstu vonir, því að hún tekur ekki óttann í sína þjónustu og* ketuiir ekkert um reiði guðs, en hjálpar mönnum hins vegar til Jiess að finna hið guðlega í sjálf- um sér. Vér viljum öðlast meiri Jiekkingu á kærleika guðs, svo að oss megi skiljast þau miklu sann- indi, að vér erum í raun og veru börn guðs. Það er mikið gleöiefni að finna trúarjátningu, sem lætur svo skýrt í ljós, að vér þjónum guði best með því að þjóna meðbræðrum vorutn. Vér leitumst við að kenna með- limum vorum, að drottinn vor sjálfur veiti oss öll sakramenti, og að presturinn sé að eins verkfæri um stundarsakir, til þess að út- deila náð guðs. í öllu voru starfi reynum vé.r að vinna í einingu með englunum, J.ví að þeir cnt oss lifandi sann- indi, seni jafnan vilja af alhug vinna með oss, mannlegum bræðr- um sínum, að J>ví að stofna guDfe- riki, svö á jörðu sem á hinmum. Við allar vorar guðsþjóuuslur áköllutn vér hjálp }>essara mikiu, starfandi anda, og vér vitrnn, að }>eir muni aldrei bregðast oss, og með J>ví að reyna að láta oss skilj- ast nálægð þeirra, tfngjum vér saman þessa heima, —• sýuilegan og* ósýnilegan, — og reisum must- eri, ósýnilegt dauðlegum augutn, sem }k> er að vísu raunverulegt. Vér erum einnig að leitast við að færa meðlimum vortun aftur dýrlega kenningu, sem vanrækt ltefir verið að miklu ieyti í löndum mótmælanda, um hina miklu og dýrlegu veru, sem nefnd hefir ver- ið „hin heilaga mær“. Sannlega verður heimurinn auðugri, ef hann hefir fyrir augum ímynd ' hinnar alfullkomnu móður. Svo ástúðleg fyrirmýnd hlýtur að hjálpa öllum tnönnum til þess að Skilja þá mijklu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.