Vísir - 16.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1928, Blaðsíða 2
V IS 1 R í kvartilum og kössum. Kaptöflup. Lauk. Nýkomið: Kartttflumjöl, Ríú-kaffi. Síríns, Konsum, Husholdning. A* Obenliaupt* Símskeyti —o—* Khöfn, 15. júni. FB. Frá hjálparliði Nobiles. Frá Kitigsbay er símað: Hjálp- a: skipinu Hobby Braganza gengur ei fiölega að komast í gegnum ísinn norðan við Spitzbergen. Óhagstaett veður hindrar stöðugt flugferðir. Riis-Larsen hefir sent af stað sleðaleiðangur til norðausturlands* ins. Stjómarmyndun í Þýsfealandi. .Frá Beriíti. er simað : Stjórnar- my-ndún Herinanns Mtiller mœtir allmiklum erfiöleikum. Þjóðflokk- uriitn heimtar, að ríkisstjórnin fall- ist á byggingu brynvarins. beiti- skips, «1 rikisráðið feldi það í vet- ur. Ennfremur krefst Þjóðflokkur- inn einnig' sætis i stjórn Prúss- lands.. Socialistar og demokratar eru andvígir beitiskipsbygging- imní. Stjórnarforseti Prússlands segir, að þingið i Prússlandi leyfi ekki ríkisþinginu að fyrirskipa breytingar á stjóm Prússlands. Khöfn. 16. júní. FB. Helgisiðabókin breska. Frá Lon'dpn er síma'ð : Helgisiða’- l>ókin, dálítið breytt, var lögð að nýju fyrir þingið. Neðri málstofan feldi hana í fyrradag. Þekt kona látin. Kvenréttindakonan Emmeline Pankhurst er látin. (Emmeline Pankhurst, f. Goul- den, breska kvenréttindakonan al- kunna, var fædd í Manchester. Flún gekk í óháða verkalýðsflokkinn 1892, en stofnaði í október 1903. ásamt dóttur sinni Christabel, fé- Iagið „Women’s Social and I’olitic- al Union“ og var tilgangurinn að sameina breskar konur, sem viklu vinna að því marki, að konur fengi kosningarrétt og i öllu jafnrétti á við karla. Unnu meðlimir félagsins i fyrstu að framgangi áhugamála sinna á vanalegan og löglegan hátt, en írá árinu 19Q5 fóru þær að grípa til óvægilegri bardagaaðferð- ar. Er sú barátta breskra kvenna alkunn. — Mrs. Pankhurst var oft- OOOOOOOOOC XX >000000000000 OOOOOOOOOOOC X K k >ooooooooo< sinnis dæmd til fangelsisvistar. Hún hefir skrifað æfisögu sína („My öwn story“, 1914). Bæði Christabel og Sylvia, dætur hennar, eru kunn- ar kvenréttindakonur, og starfsemi þeirra allra hefir átt mikinn þátt í ]jví, aö breskar konur íengu kröf- um sinum franigengt. Mrs. Pank- hurst mun hafa verið komin á átt- rséðisaldúr er hún lést). Utan af landi. Iveflavík, 15. júní. FB. Engimi afli vegna heituleysis. Bátar vcrið á sjó margar nætur til þess að veiða síld til beitu, en ekk- ert fengið. Fimm bátar farnir norður, þrír þeirra konmir þangað. Fengu þeir 30—40 skpd. eftir fyrsta túr. Sláttur byrjaður hér. Einn mað- nr heyjaði 35 hesta. Akranesi, 15. júní. FB. Bátar hættir fyrir alllöngu. Óá- kveðið hve margir fara á sildveið- ar, sennilega færri en vant er. — Túnasláttur víða byrjaður. Víða búið að slá og hirða litil tún. Akureyri, 15. júní, F.B. Fyrsta stúdentspróf á Akureyri. í dag útskrifuðust þessir fimm stúdentar úr Akureyrarskóla: Haukur Þorleifsson, Gunnar Jó- hannesson, Baldur Steingrimsson, Guðmundur Benediktsson og Bragi Steingrimsson. Haukur fékk fyrstu einkunn, hinir aðra. Mannalát. Benedikt Einarsson hreppstjóri á Hálsi er nýlátinn á spitalanum hér. Carl Schiöth kaupmaður lést í dag i Hrísey.. Flugslysið í Kaupmannahttfn. Rannsóknum úl af flugslys- 'inu þar cr ekki lokið ennþá, en menn þykjast þó geta gert sér nokkra grein fyrir því, sem skeð hefir. Það hafði verið talsvcrður rosi i lofti, þegar flugvélin hóf sig til flugs, og hefir hún lent í hvirfijvind inni í þrumuskýja- þvkni. Hvirfilvindar þessir mynda sumstaðar tóm (vaeu- um) í loftinu og liarða kast- vinda og óreglulega á víxl. Ó- veður þessi kalla flugmenn „gims“. Hefir veðrið livolft flugvélinni, svo að liún steypt- ist áfram kollhnísu, en menn- irnir þrír, sem í henni voru, slöngvuðust út úr lienni, flug- vélin sjálf sveif siðan áfram spölkorn, mannlaus og á livolfi Yfirmaður flugliðsdeildar flot- ans Grandjean flotaforingi, hefir gefið þá skýringu á því, að flugmennirnir liöfðu ekki hundið sig fasta i sætun- um í flugvélinni, að það værl ekki venja flugmanna í sjólið- inu, vegna þess, að flest slys, sem hentu flugvélar þessar, yrðu venjulegast þegar verið væri að lenda eða liefja sig til flugs, og þá gætu jafnvel smá- vægileg óliöpp valdið mann- tjóni, ef flugmennirnir væru fastir i sætunum. En fallhlífar væri eklci liægt að liafa á flug- mönnunum, sem jafnan væru með sundbelti um sig, vegna þrengsla í flugvélinni. I’á væri og ástæðulaust, að telja flug- vélina hafa verið ofhlaðna, þó henni i rauninni aðeins væri ætlað að bera tvo menn, cn i þetta sinn liefðu þrír verið í henni. Tveggja manna ákvæð- ið ætti við það, að flugvélin, auk mannanna, bæri skotvopn og það sem þar til heyrði, og i þetta sinn liefði flugvélin ver- ið búin að eyða um 50 lítrum af bensínforða sínum, áður en lagt var af stað í þessa síðustu ferð liennar. Grandjean flota- foringi lieldur því fram, að rannsóknin út af slysinu liafi fullkomlega leitt í Ijós, að þvi verði ekki um kent, þó að þrír menn liafi verið í flugvélinni. Veðrinu einu sé þar um að kenna. Vegna þar að lútandi fyrirspurnar lýsir flotaforing- inn yfir því, að menn viti eng- in dæmi til flugslyss af þessu tægi. Slys þetta sé algerlega einsdæmi. Flugslysið hefir vakið mikla sorg hvervetna, og blöðin láta öll í ljósi samúð sína mcð ætt- ingjum liinnalátnu.llátíðahöld, sem áttu frám að fara, vegna heimsóknar hretskrar flota- deildar lil Kaupmannaliafnar, verða ekki haldin. Hans liátign konungurinn liefir falið lier- varnaráðlierranum að tjá sam- úð sina aðstandendum þeirra, sem íétust, og ráðherrann hef- ir símleiðis tjáð ríkisstjórn Is- lands liluttekningu sína i til- efni af slysi þessu. Brottför „IIejmdal“, æfinga- skips danska flotans, hefir verið frestað lil þess að gefa sjóliðsforingjaefnumim . tæki- Teofani Fine 20 stk. 1.25. " Seldar livarvetna. 1 u færi til að lieiðra útför þess- ara félaga sinna. í fyrrakveld var haldin sorgarguðsþjónusta i spitalakirkju Ríkisspitalans, þar sem líkin stóðu uppi,og var þar samankomið margt stór- menna úr sjóliði og flugliði Dana. Ivista Leifs heitins Guð- mundssonar var sveipuð ís- lenska fánanum, en Poetzolds danska fánanum. Sjóliðið hafði scnt marga blómsveiga. Að lokinni sorgarathöfninni, þar sem Hornbeæk prestur f'lutti ræðu, fylgdu sjóliðsfor- ingjaefnin líkvögnunum til „Holmens“ kirkju, en þar vcrða kisturnar geymdar í lik- liúsi, þangað til jarðarförin fer fram, sem væntanlega verður á þriðjudaginn kemur. Menn búast við því, að slys þetta verði til þess, að bann verði lagt við æfingaflúgi yfir borginni. (Úr tilkynningu frá sendi- lierra Ðana). Búnaðarfél. íslands. Aðalíundur íélagsins var hald- imi í Stykkishólmi fyrir skömmu. Af hálfu Búnaðarfélags íslands sóttu fundinn: búnaðarmálastjór- arnir báðir, ]>eir Sigurður Sigurðs- son og Metúsalem Stefánsson, og enn fremur Guðjón Guðlaugsson, gjaldkeri félagsins, og Bjarni al- þm. Ásgeirsson á Reykjum. Eins og kunnugt er, hefir tals- vert borið á óánægju meðal fé- lagsmanna og annara út af stjóm- arfyrirkomulagi félagsins og ýms- -um starfsháttum. Þykir ]>að t. d. mikil rausn og ]>ó ónauðsynleg, að hafa tvo búnaðarmálastjóra, því að ekki ætti einum manni að vera of- ætlun að stjónia slíkum félags- skap. Fyrirkomulag Jiatta, að hafa tvo menn til þess ryö fara með yfir- stjórn félagsmálanna, mun og af öðrum rótum runnið en þeim, að starfið sé einum mamii ofvaxið. — Margt fleira mætti nefna og sumt alvarlegra, sem að hefir verið fundið, ])ó að ])ví verði slept að simii. Einn fundarmanna, Maggi Júl. Magnús, læknir, flutti erindi á fundinum og deildi allmjög á skipulag félagsins, einkum að ]>ví er tekur til skipunar stjórnarinnar og kosninga til búnaðarþingsins. Kvað hann alla stjórn félagsins hafa verið í hinum megnasta ólestri síðari árin. — Að lokúm bar hann fram svohljóðandi tillögu til fundarálykt'unar: „Fundurinn lýsir þvi yfir, a‘ð hann lítur á Búnaðarfélag íslands sem sérstakan, sjálfstæðan félags- skap, sem eigi að skipa sjálfur málum sínum. Enn fremur lítur hami svo á, að skipulag félagsins sc óhentugt og álítur því nauðsyn- legt, að endurskoða lög þess og alt fyrirkomulag, og skorar því á næsta búnaðarþing að setja sér- staka nefnd innan félagsins, serrí semji frumvarp til laga fyrir fé- lagið, og korni fram með ákve'ðn- ar tillögur, sem sérstaklega marki skýrt afstöðu jxcss gagiivart Al- þingi og landstjórn." Tillaga þess var feld og verður ekki glögglega séð, að það Iiafi ver- ið gert af umhyggju fyrir BúnaiSar- félaginu eða bændastétt landsins. — Hins vegar var samþykt vægi- lega orðuð og óákveðin tillaga frá Bjarna Ásgeirssyni, þar sem sagt er að vísu, að skipulag Búnaðar- félagsins sé „að ýmsu Ieyti óhent- ugt“ og „þurfi að endurskoðast." — En ekki er með einu oröi að því vikið, hvaða ákvæði sé tiltak- anlega óhentug og nauðsjmlegt að endurskoða. Gera má ráð fyrir, að tillaga Magnúsar læknis sé mjög að skapí þeirra manna, sem vilja auka sjálfstæði og gengi Búnaðarfélags- ins, og óska þess af alhug og í éín- lægni, að það geti fengið að starfa í friSi Iandbúnaði vorum og allrí þjóðiimi til heilla og hagsældar. Buxup og Belti, Spaðar, Boltar og Net og m. fl. Gerum við spaða, sem keyptir eru hjá okkur ef þeir bila.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.