Vísir - 17.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 17.06.1928, Blaðsíða 2
V I S I R )) itoiKm & Olsieki f Höfum tils Svínafeiti í kvartilum og kössum. Kartöflup. Lauk. Fyrsta flokks píanó Konefa frá kongl. l&ollenskpi píanóverksmlðju, mahogni, polep- að, 2 pedalar. Með afborgunum, A. Obenliaapt, Aðalfundur SUppfélagsins í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 3. júlí þ. á. kl. 2 e. h. í samkomusal Verslunarráðs íslands (Eimskipafé- lagshúsinu). Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Re.ykjavík, 16. júní 1928. STJÓRHIM, Fyrirliggjandi í heildsölu málningarvörur frá B U R R E L & C 0., L T Ð., London: Calcitine-Distemper-Powder. Calcitine-penslar. Copallökk. Do- do-hvítt japanlakk. Dodo-Car Enamel-bílalökk. Dodoine-Dist- emper-utanhúss. Ferrogen-þakfarfi. Fernisolía. Terpentína. Kitti í olíu. Zinc Oxide kemisk breint. Vörurnar að eins fyrsta flo^'ts, og verðið er lægsta markaðsverð. G. M. B J O R N S S O^N . Innflutningsverslun og umboðssala. Skólavörðustíg 25. Reykjavík. Símskeyti Kliöfn, 16. júríí. FB. Herbert Hoover útnefndur forseta- efni samveldismanna í hæstu kosningum. Frá Kansas City er sínmð : Her- bcrt Hoover verslunannálaráð- herra var kosinn íorsetaefni sani- veldismanna með 834 atkvæðum. Lowden, fyrverandi ríkisstjóri, fekk 74 atkv. Hinir mun minna. Flokksþingið feldi tillögur bænd- aima um ríkishjálp til landbúnað- arins, samþykti kosningastefnu- skrá flokksins, en aðaiatriði henn- ai eru þessi: Flokkurinn er and- vígur ujipgjöf ófriðarskuldanna, vill vinna að þeirri hámarksstærð lierskipaflotans, sem heimiluð er samkvæmt Washington-samningn- uin, og' Ioks er flokkurinn hlyntur remdartollum. Leitin að Nobile. 'Frá Osló er símað : Nohileflokk- inn hefir rekið töluvert austur eft- ir síðústu daganá, en enginn veit um afdrif hinna tveggja flokkanna. Stjómin í Frakklandi hefir boðið Amundsen stóra flugvél til þess að hjálpa til að leita að Nobile. Flýg- iir hann af stað til Spitzhergen næstu daga. 17. júní, Vafalaust er 17. júní besl til þess fallinn, að vera þjóðhátíð- ardagur Islendinga. Þann dag má óhikað telja merkasta dag- inn í endurreisnarsögu þjóðar- innar, af því að hann er fæð- ingardagur Jóns Sigurðssonar. ÖII viðreisn lands og þjóðar síðan á dögum Jóns Sigurðs- sonar, er ávöxtur af starfi lians Ef hans hcfði ekki notið við, þá liefði engin stjórnarskrá verið „gefin“ 2. ágúst 1874, þá liefði landið ekki verið viður- kent fullvalda ríki 1. desember 1918, þá ' væri islenskur fáni ekki til. Vist mundi Jón Sigurðsson gleðjast yfir mörgu, sem fyrír augu hans bæri, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni í dag. Fáninn, sem blaktir við liún á iiyerri stöng, mundi fvrst vekja athygli Iians. Og þetta tákn fullveldisins mundi la lionuni ósegjanlegrar gleði, því að liann vissi, að sjálfstæði lands- ins og sjálfstjórn þjóðarinnar var ómissandi gruudvöllur allra framfara í landinu. Hann mundi líka gleðjast >-fir því, að sjá fylkingar vaskra drengja á leið til iþróttakappleika, því að þar mundi hann þykjast sjá vott um þann þrótt og dreng- skap, sem þjóðin verður að eiga, til þcss að geta varðveitt sjálfstæði silt. En liann mundi ekki láta sér nægja að skygnast um á yfir- borðinu, hann mundi skygnast dýpra, og varðaði þá miklu, að hann fvndi ekki rot eða fúa undir. Það væri leiðtogum þjóðar- innar Jiolt, að ganga til skrifta hjá Jóni Sigúrðssyni hvern 17. júní. Allir vilja þeir það sama og liann, á vörunum, og allir eru þeir reiðubúnir að lialda um liann lofræður. E11 mundu ekki slíkar ræður hljóma í munni sumra þeirra eins og þeir væri að friðmælast við minningu .Tóns Sigurðssonar? Þjóðinni er sjálfsagt gott að heyra slíkar ræður, en betra væri henni að lieýra dóm Jóns Sigurðssonar um þjóðmálaleið- togana, sem fremstir standa á liverjuin tíma. Jón Sigurðsson krafðist sjálf- stæðis handa landinu, svo að landsmenn gætu sjálfir ráðið yTir þ\d og notið gæða þess. Nú vilja ýinsir af pjóðmálaléið- togum þjóðarinnar selja gæði landsins í hendur útlendingum, í þeirri von, að landsmenn fái að hirða molana, sem af borð- um þeirra kunna að falla. -r- Hvers vegna vildi Jón Sigurðs- son ekki að íslendingar héldi áfram að lifa af danskri náð? Var það af því, að liann héldi að molar af borðum einhverra annara útlendinga væri betri en danskir molar? .Tón Sigurðsson krafðist þess, að Islendingar tæki verslunina i sínar liendur, og öll verslun landsins hefir siðustu áratugi verið að flytjast meira ogmeira í hendur íslendinga, og lög liafa verið sett til þess að bægja útlendingum þar frá. — Nú eru ýmsir þjóðmálaleiðtogar þriggja stærstu stjórnmála- flokkanha i landinu bornir þeim sökum, að þeir hafi gerst „leppar“ fyrir útlend verslun- arfyrirtæki, til þess að þau gæti komið ár sinni betur fyrir borð hér á landi, í trássi við lögin. — Mundi það liafa vakað fyrir Jóni Sigurðssyni, er íiann barð- ist fyrir þvi að gera verslunina íslenska, að með þeim liætti gæti stjórnmálaleiðtogar lands- ins í framtiðinni grætt fé á því að verða „leppar“ fyrir útlenda kaupsýsluménn ? Jón Sigurðsson var sómi ís- lands, sverð og skjöldur, og iiann á að vera það eun. En landsmenn verða að hafa það liugfast, að sómi lians getur orðið að vanvirðu þeirra, ef þeir, þegar marldnu er náð, hlaupast undan merkjum hans og glala aftur sjálfstæði lands- ins. Islendingar verða að gera sér það ljóst, að þeir geta því að eins lialdið sjálfslæði sínu, að aðrar þjóðir vilji virða rétl þeirra til þess að vera sjálf- stæð þjóð. En til þess verðum vér sjálfir fyrst og fremst að láta það sjást, að vér virðum sjálfstæði vorl svo mikils, $ð vér viljum ekki á nokkurn hátt gerast undirlægjur annara eða lifa af annara náð. Fáni íslands má aldrei blakta vfir öðru en því, sem íslenskt er. Það er skilyrði fyrir því, að aðrir gcti borið virðingu fyrir honum og vér sjálfir elskað líann. Guðm. Guðnason skipstjóri fimtugur. Guðm. Guðnason skipstjóri er af fátækum foreldrum kom- inn. Ólst liann upp lijá Magn- úsi hónda Einarssyni á Miðfelli í Hrunamannahrepp. Fjórtán vetra fór hann til sjós, og var eina vertið mat&veinn á skútu. Næstu sex árin var liann háseti á þilskipum, en fór þá á stýri- mannaskólann og tók þar skip- stjórapróf. Árin hin næstu var hann skipstjóri á þilskipunum Sigríði og Hildi, og þótti fiski- rnaðúr með afbrigðum. Skömmu fyrir lieiinsstyrjöld- ina tók liann við skipstjórn á togaranum „Nirði“. Aflaði liann ágætlega og var lieppinn mjög. A stríðsárunum aflaði liann í is, og var hann einasti íslenski skipsljórinn, sem öll ófriðarárin sigldi með afla sinn til Englands. Seldi liann afla skipsins eitt sinn fyrir 10 þús. sterlingspund, sem er meira en nokkur annar isl. skipstjóri liefir fengið fvrir einn farm. En haustið 1918, nokkrum vik- um áður en vopnalilé var sam- ið, kom þýskur kafbátur að honum í einni af þessum íerð- um lians, og sökti skipinu, lilöðnu fiski, alllangt norður af írlandi. Skipsmenn lcomusl með naumindum í bátana og liröklust matax-litlir og fá- klæddir í illviðri í tvo sólar- Iiringa. Varð þeim ]>á það til bjargar, að vopnaðan enskan logara bar þar að, og flutti hann ]>á til lands. Var G. G. þá um nokkurn tíma skipslj. á enskum togara. Þegar Njörðnr binn nýi var bygður, tók hann við stjórn hans (1921) og var skip&tjóri á honuni fram á síðastl. haust. Fiskaði hann jafuan afburðft- vel. Guðmundur Göðnason heör lítil afskifti haft af opinberulu málum, eu helgað alla kraftíi sína starfi sínu og beiinlli. Hann er ósérHiifinn og’ haiið- duglegur, enda þróttmenui hið mesta ag mikill að vallax’sýn. Hefir liann jafnan átt miklum vinsældum að fagnu hjá há- setmn sínum og öllum öðnusa, ér nokkur kynni hafa haft írf honum. Guðmundur er kvæutur Ktalt- ínu Helgadóttur Matthíassonar á Miðfelli, og ólust þau upp á sama bæ. Þau eiga sjö hörn á lífi, 2 syni og fimm dætur. Guðmuiidur dvekir nú sem stendur erlendis. Senda vinir hans lionum liugheilar tinuið- aróskir, með þakklæti f)TÍr góða viðkynningu og mikiS starf í þágu efnalegs sjálfstœð- is islensku þjóðarinnar. Hjá Lofti. Ljósmyndalistin virðist ekki eiga nein takmörk á framfara- brautinni, frekar en anuað,sen> menn fást við. Erlendis er alt af verið að finna upp eittlivað nýtt, sem l\d'ti þessari líst og geri liana auðveldari. íslend- ingar hafa til þessa ekki lagt mikið af mörkum í þessari við- leitni, a. m. k. ekki livað upp- fundningar snertir, en þó fylgst með í því, að hagnýta sér upp- fundningar annara, jafnóðum og þær liafa fram komið. Eitt af því, sem miklu máli skiftir við myndatökur, er birt- an. Sé dagsbirtan ónóg, verður að auka við hana með lampa- ljósi, og tekst að vomun mis- jafnlega. Einn okkar slyngasti ljós- myndari,Loftur Guðmundsson, liefir um langt skeið gert marg- víslegar tilraunir með kolaljós- lampa við myndatökur. Lampi þessi er frá hinu heiinskunna firma Jupiterliclit, Berlín, sem selur flestum kvikmynda- félögum og „fag“-ljósmyndur- um þessa vörutegund. Skrifaði Loftur firma þessu, og lagði á ráð, hvernig brevta þvrfti notk- un lampans svo, að betri árang- ur fengist. — Firma þetta hj^gst nú að hagnýta sér bendingar Lofts, og liefir sent honum nýj- an lampa í viðurkennmgar- skvni, fyrir þessa nýju aðferð, sem liann liefir fundið upp. Hefir Jupiterliclit lokið miklu lofsorði á myndir Lofts og tel- ur þær framúrskarandi góðar, og er mjög lirifið af aðferð lians, með tilliti tii notkunar þeirra eigin kolaljóslampa. Loftur er um þessar muudir að senda nokkurum erlendum mynda-tímaritum úiwalsmynd- ir til birtingar, teknar með „Iians aðferð“, bæði vegna myndastofu sinnar og einnig eflir bendingu .Tupiterliclit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.