Vísir - 28.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1928, Blaðsíða 3
B ARN AFAT AVERSLUNIN jKlapparstíg 37. Sími 2035. Reifakjólaefnin eftirspurðu komin Æftur, ódýr svifaflónel og margt fl. íblóma meðan á sýningunni stóS og •.einnig á eftir. Hún er nú á Siglu- firÖi, því a'ð skorað var á hana að koma þangaÖ og dansá. Hún kemur suður me'Ö „Dr. AJexandríne". 0. Nýja laugin. í gær var brá'Öabirgðamæling ¦gero á þrýstingi vatnsins í nýju lauginni viS þvottalaugarnar, og tókst aÖ ná vatninu um f jóra metra upp fyrir yfirborÖ holunnar. Má af því marka, að allmikill þrýstingur ,er á þessu vatni. — Eins og kunn- ugt er, liggja gömlu laugarnar lægra en þvottahúsin, svo að vatn- :ÍS rennu ekki inn í þau. En frá nýju lauginni er hægðarleikur aS veita vatninu inn í húsin, og er nú .-.auðgert að gera þarna nýtísku bvottahús, svo að ekki þurfi fram- ar- a<5 .standa að þvotti undir beru lofti. Verða það ómetanleg þægindi fyrir þvottakonurnar. Þó að ekki næðist meira vatn úr nýju lauginni ,en nú streymir þar upp, þá er það meir en iióg til allra þvotta, og má þá nota gömlu laugarnar til annars, t. d. hitunar á íbúöarhúsum eða •vermihúsum. Auk þess má búast -við, að finna megi þarna margar .aðrar uppsprettur og getur það orð- ¦ið bjænum til ómetanlegs gagns. Kappróðrarmótið. hefst kl. 3 e. m. á morgun út -yið sundskáiann í Öfirisey. Kepp- .eridur eru: Grindvíkingar, Hafna- -rnenn, Árnesingar, skipverjar af .„Skúla fógeta" og skipverjar af yarðskipinu ,,Þór". Flokkur Hjalta Jónssonar framkvstj., trésmiðir, .drengjafl. K. R. og skátafélagiö ,„Ernír". Þátttakendur í þolsundinu rumhverfis Örfirisey eru frú Char- lotte Einarsson og Jón Lehmann. Sá róðrarflokkurinn, sem sigrar á 'þessu móti, hlýtur hið fagra rœð'ara- Ji'prn er Olíuverslun íslands h.f. hefir gefið. Auk þess verða veitt tvenn verð'Iaun, og þeir, sem verð- laun fá, eiga svo að keppa við sjó- liða. af „Fyllu'" ly. ágúst n. k. — Búast má við að margir verði við- staddir þennan kappleik, sem bæ'ði er nýst,árlegur og þjóðlegur. Skemtiferð v fer „Suðurland" á morgun að Hi'afneyri í Hvalfirði, og kostar fariS sex krónur báðar leiðir. — Hvalfjörður er einhver fegursti. staður hérí nánd, og þeir, sem ætla eitthvað a'ð fara um helgina, munu varla fá iíetra tækifæri en þetta til ' þess að fara út úr bænum með Jitlunr tilkostnaði. Sjá augl. Hin margeftirspnrðn PeileraMekk eru loks komin. ígill Vilhjámsson. Hjúskapur — . A morgiin (sunnud.) verða gef- in saman í hjónaband í Danmörku 'ungfrú Ellen Poulsen og Einar Einarsson f rá Garðhústim í Grinda- vík. Heimilisíang brúðhjónanna er : Progess, Marslev, Fyn. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band á Akureyri ungfrú Þorbjörg Þorkelsdóttir nuddlæknir og Bjarni Bj'arnason skólastjóri í Hafnai-- firði. Sigurður Skágfeldt söng í Gamla Bíó í gasrkveldi við gó'ða aðsókn, og var^ söng hans tekið me'ð miklum fögnuði. Nova kom í gær norðan og vestan um land frá Noregi. Hún fer héðan aðra nótt á miðnætti. 1 Goðafoss fer á miðnætti í nótt norður og, vestur um land. Hrossaútflutningurinn. Sámband ísl. samvinnufélaga hefir sent út nokkuð af hryss- um undanfarið, með Lagar- fossi frá Norðurlaildinu' og með Gullfossi héðan á dögun- um, um 500 á báðum skipun- um. Með Goðafossi sendir það út um 200 hryssur, sendir lík- lega út um 1000 hryssur i sum- ar, allar til Danmerkur. Verðið lágt og salan treg. — Garðar Gisíason stórkaupmaður hefir sent til Englands um 80 hesta. Markaðurinn fyrir isl. hesta i Englandi er slæmur sem stend- ur, enda er kolanámurekstur- inn ekki i góðu ásigkomulagi i Englandi nú. — Horfurnar um hrossasölu til útlanda nú eru þær, að ekki verði flutt út nema nær % á móts við það, sem út er flutt af hrossum í meðalútflutningsári. (FB). Lokað verður fyrir rafmagnsstrauminn í nótt kl. 4-—8. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur ¦ lög við sundskál- ann í Örfirisey á meðan kappróð- urinn fer fram. Stúkan Drö'fn heldur fund annað kveld kl. 8. Embættismannakosning. — Félagar. fjölmenni. Stigstúkan heldur fund á morgun kl. 4 i Brattagötu. Indriði Einarsson tal- ar. Áheit á Strandarkirkju afhent Vísi: 2 kr. frá G. J., 5 kr. frá N. N., 15 kr. frá S. J. á ísafirði. Reykvíkingar! Notið sjóinn og sólskinið! Upplýsingastofu stúdentaráðsins hafa borist nokkrar bei'önir frá erlendum og inniendum stúdentum um útvegun húsnæSis eSa fæðis gegn heimiliskenslu. Vill skrifstof- an því beina því til húsráðanda eSa heimilisfeíSra, sem útvega vilja börnum sinum ódýra og hentuga heimiliskenslu, að þeir spyrjist fyrir hjá forstöðumanni skrifstof- ____________VISIR____________ unnar, Lárusi Sigurbjörnssyni, sími 1292 dagl. kl. 3—4, um kjör þau, sem stúdentar bjóSa. Sem ste'ndur Hggja fyrir tvær slíkar beiönir frá þýskum stúdentum, önnur frá kvenstúdent, sem talar og skilur NorSurlandamálin og ætlar sér aS lesa viS nor- rænudeild Háskólans í* vetur, en hin frá ÞjóSverja, sem dvelja vill héf í bænumi e'öa nærsveitis næstu Lrjá mánuSi. Upplýsingaskrifstofan Lárus Sigurbjörnsson. Símskeyti Khöfn, 28. júli. FB. Ráðaherrafundur í París. Frá Paris er símað: Opinber- lega tilkynt, að Briand, Kel- logg, Ghamberlain, Strese- mann, Zaleski og Benes, utan- ríkismálaráðherrar, komj sam- an í París 27. ágúst til þess að skrifa undir ófriðarbanns- samninginn. Mussolini og Tan- aka segjast ekki geta komið vegna annríkis. Ný stjórn í Júgóslavíu. Frá Belgrad er símað: Koso- setsch Slovenaforingi hefir myndað stjórn. Marinkowitch situr enn þá við völd sem ut- anríkismálaráðherra, Utan af landi. Holti, 28. júli. FB. Slys. Á fimtudaginn fór vélbátur úr Eyjum að Eyjafjallasandi með allmargt fólk. Fór fólkið i land i smákænu, en bátnum, er í voru 7 manns, hvolfdi i lendingu. Var talsverður sjór við sandinn. Ein kona drukn- aði, Elsa Skúladóttir úr Mýr- dal, gift Guðjóni Guðlaugssyni frá Eyrarbakka, en þau voru til heimilis i Vestmannaeyjum. Einn karlmannanna, er í bátn- um var, Andrés Andrésson, slasaðist allmikið. en er nú að batna. Bjargaði hann tveimur stúlkum undan sjó, og hefði sennilega líka tekist að bjarga konunni, sem druknaði, ef hann hefði ekki meiðst. Hann hafði dottið með aðra stúlkuna sem hann bjargaði, og meiðst í fallinu. Heyskapur gengur vel. Tals- vert var hirt af túnum í gær. Fáir eða engir búnir að alhirða af túnum. 1 kartöflugörðum lít- ur ágætlega út, eru þegar komnar stórar kartöflur undir grös, enda stöku menn að byrja að nota þær, en það mun fátitt að nýjar kartöflur séu mat- reiddar svo snemma sumars. Persil sótthreinsar þvottinn, enda þótt hann sé ékki soðinn, held- ur aíeins þveginn úr volgum Persil- legi, svo sem gert er við ullarföt. Persil er því ómissandi í barna- og sjúkraþvott og frá heilbrigðissjónar- mi5i ætti hver húsmóðir að teija það skyldu sína að þvo úr Persil. Kaupið plK^ BLENBEIXTEA þá fáid þép þad besta te, sem fá- anlegt ep. Fypipliggjandi i heildsölu hjá H. B^nediMtsson & Co. ^límS $ (fjópap lfnup). ffl MllHslBIi!!!!. —o— Heimferðarmálið. í Lögbergi er birt hréf frá Cunard gufuskipafélaginu þess efnis, að félagið ætli að senda eitt af hinúm stóru skipum sín- um til Reykjavikur 1930, beina leið frá Montreal. Tildrögin til þessa eru, þau, að nokkrir borg- arar íslenskir í Winnipeg stofn- uðu með sér nefnd til þess að koma málinu í þetta horf. Eru þeir í nefndinni dr. Brandson, Bergman lögfræðingur o. fl., sem hafa staðið framarlega í deilunum um heimferðarmálið gagnvart heimferðarnefndpjóð- ræknisfélagsins og þeir, sem nú, að heimferðarmálið sé kom- ið í gott horf, en engar líkur eru til, að heimferðarnefnd pjóð- ræknisfélagisns óg þeir, sem eru stuðningsmenn liennar, telji svo vera. Er þetta er skrif- að, höfðu ekki borist blöð hing- að með neinu um þessa ráða- gerð Cunardfélagsins og sjálf- hoðanefndarinnar, frá heim- f erðarnef nd }?j óðræknisf élags- ins. Geta má þess, að pórstína Jackson kvað vera ráðin starf s- kona^ Cunardfélagsins, til þess að annast fræðslustarfsemi um heimförina á meðal Vestur-Is- lendinga. Stendur í Lögbergi, „að hún hafi tekist þetta þýð- ingarmikla starf á hendur fyrir" tilstilli yfirræðismanns Dana í New York." — Af því, sem hér er sagt, er það augljóst, að sætt- ir hafa ekki komist á milli þeirra, sem deiídu um heim- ferðarmálið vestra, og er það illa farið.; Mannalát. * Síðast liðið ár önduðust í Mountainbygð í Dakota öldruð \ frumhyggjahjón, Jóhannes Torfason og Helga' Daníelsdótt- ir. Helga var fædd 8. mai 1831 og var fullra 96 ára, er hún lést. Hún var fædd á Eiði á Langa- nesi. Jóhannes var fæddur 1. júlí 1837 og var fullra 90 ára, er hann lést. Hann vár sonur Torfa Illugasonar og Matthildar konú hans i Hlíð á Langanesi. Jóhannes og Helga bjuggu fyrst i Hlíð, en siðan á Eldjárnsstöð- um í sömu sveit, en flut'tu svo vestur um haf 1883 og nárnu heimilisréttarland i Víkurbygð i Norður-Dakota. — BjuggU þau góðu búi úm* langt skeið, þóttu gestrisin og sæmdarhjón í hvivetna. Síðustu æfiár sín voru þau hjá dóttur sinni og tengdasyni. 27. maí andaðist að Gimlí í Manítoba Gisli Jónsson kaup- maður, á fimta ári hins níunda' tugar. Hann var ættaður úr Hjaltastaðaþinghá og fluttist vestur um haf 1876. Nam hanrl land i Árnesbygð og nefndi bsé sinn Lau'fhól. Bjó hann þar um langt skeið, en stofnaði siðan verslun þá á Gimli, sem hann starfrækti til dauðadags.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.