Vísir - 03.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 03.08.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Nýjar tegundir af VEEDOL bifreiðaolíum eru komn- ar á markaðinn. pær eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola því miklu meiri hita en aðrar bifreiðaolíur. pessar oliur er liyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeim eftir að liafa reynt J>ær á bifréiðupum og á efnarannsóknarstofum sínum. Júli. Ólafsson & Co. Bími 884 Reykjavílc. Sími 584. I. 0. 0. F. 110838V2- ' Dánarfregnir. í gær andaðist snögglega á pingvöllum Sverrir Sandholt húsgagnasmiður. Hann fór aust- ur í gærmorgun sér til skemt- unar, en veiktist alt í einu, J>eg- ar austUr var komið, og andao- ist litlu síðar. Hann var maður á besta aldri, og er liið sviplega fráfall lians rnikið sorgarefni ættingjum hans og vinum. Húsfrú Björg Eiríksdóttir, kona Kristjáns Gíslasonar 'kaupmanns á Sauðárkróki and- aðist að iieimili sínu 31. J>. m. Banameinið var heilablóðfall. Björg heitin var mesta merkis- kona í hvivetna, liöfðingi heim að sækja og liin mesta rausn- arlcona og skörungur um alla hússtjórn, enda komin af hin- um bestu ættum, frá Svalberð- ingum að langfeðgatali. 79 ára verður á morgun Margrét pórólfsdóttir frá Bakka, nú til ’heimilis á Gretlisgölu 30. Forsætisráðherra Tryggvi pórhallsson veiktist um miðja fyrri viku, en er nú á batavegi. Magnús Kristjáns- son fjármálaráðherra er og á batavegi, en þó ekki farinn að klæðast. ;Lúðrasveit Reykjavíkur . leikur i kveld á Austurvelli kl. 8%, ef veður leyfir. H.f. Hamar á 10 ára starfsáfmæli á morg- un og býður þá öllu starfsfólki sínu — um 80 manns — austur í prastaskóg. Yatnsbólin í Kaplaskjóli eru gamlir brunnar, sem ná- ;Sega liafa þornað í þurkunum í sumar. En það vatn liefir verið bragðvont, sem náðst hefir og illhæft til neyslu. Rannsókna- stofa rikisins hefir rannsakað vatnið, og fundið, að i því er mjög mikið salt og járn, og jafnvel saltpéturssjæa. Rann- sókn vatnsins er ekki lokið, en augljóst er, að liér þarf mikilla og skjótra umbóta og mun bæjarstjórn ekki láta standa á framkvæmdum í því efni. Álafosshlaupið fór fram í gær og hófst með því að hlaupinn var iy2 liringur á íþróttavellinum, síðan hlaup- ið niður Suðurgötu, Aðalstræti, Austurstræti og inn Laugaveg sem leið liggur að Álafossi. — Fyrstur kom að marki Bjarni Ólafsson (í. K.), sem virðist vera með efnilegustu þolldaup- urum okkar nú, er óhætt að full- yrða, að hánn liefði sett nýtt met, ef hann hefði hlaupið frá Álafossi eins og vant er, því sú leiðin er töluvert liægari. Timi Bjarna var 1 stund og 8 mín. 56,8 sek. Annar kom að marki Magnús Guðbjörnsson, hinn ágæti þolldaupari okkar, sem í fjögur undanfarin ár hefir unnið Álafosslilaupið, var timi hans 1 stund, 10 min. og 3 sek., og þriðji máður var Ingimar Jónsson sem mörgum ' er að góðu kunnur sem ágætur hlaup- ari. Skemtiför Fáks. Vísir hefir verið beðinn að minna þá á, sem þátt ætla að taka í skemtiför Fáks á sunnu- daginn kemur, að mæta á til- teknum tíma, þvi að lagt verð- ur á stað kl. 10 stundvíslega, hvernig sem veður verður. Fóllc ætti að athuga, áður en lagt verður á stað, að hestar séu vel járnaðir og reiðver i góðu lagi, og hyggilegt er, að hver auðkenni sinn hest og reiðbún- að. Kostnaður við slíkar ferðir er jafnan töluverður, og verða þvi seld mcrki í förinni, og kosta þau 1 kr. íOnKSOOÖtHJOíXSSXXXSCOOOOOOOOt I SWASTIKOFstkTp | SPECIALS 1 króna. | sbtsoöooooooosstxsísooooooGco: Meðal farþega á Dronning Alexandrine í fyrrakveld voru: Ingvar Sig- urðsson og frú, A. Obenhaupt og frú, prófessor Halldór Her- mannsson, Reinh. Andersson og tvær dætur lians, síra Boot í Landakoti og tveir drengir með honum, þeir Jón Hjálmarsson og Ilörður pórhallsson, Ríkarð- ur Jtsnsson, Braun kailpm., frú Anna Friðriksson, ungfrúrnar Anna Friðriksdóttir, Stella Briem, Karólína Benedikts, Rósa pórarinsdóttir, Guðbrand- ur Jónsson, Steingrímur Guð- mundsson, Ove Malmberg og nokkurir útlendingar. Súlan flaug norður á Reykjarfjörð í Strandasýslu 1. ágúst. Var. 11/2 stund norður og 1% st. suður, en stóð við í sex stundir. í dag flýgur Súlan norður á Arnar- vatn til þess að sækja menn, sem þar eru í .„útilegu“. Skipafregnir. Selfoss fór frá Akureyri í gær, austur um land, áleiðis til Ham- borgar. Lagarfoss fer frá Kaupmh. í dag til Austfjarða og Norður- lands. prjú fisktökuskip kornu hingað í gær og dag. Barðinn 'fór lil veiða í gær. Enskur botnvörpungur kom hingað í morgun. Brúarfoss fer í kveld til útlanda. Varild kom í gær með sementsfarm til firmans J. porláksson & Norðmann. GuIIfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær. Goðafoss fór frá Sauðárkróki kl. 8 i morgun. Esja fór frá Búðardal kl. 9 y2 í morgun áleiðis til Stykkis- hólms. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 st., ísa- firði 6, Akureyri 9, Seyðisfirði 9, Vestmannaeyjum 10, Stykk- ishólmi 9, Blönduósi 7, Rauf- arhöfn 9, Hólum i Hornafirði 11, Grindavik 9, Færeyjum 10, (engin skeyti frá Julianehaab og Angmagsalik), Jan Mayen 5, Hjaltlandi 12, Tynemouth 12, Kaupmamiahöfn 13 st. — Mestur hiti liér í gær 16 st., minstur 8 st. — Lægð fyrir suð- austan land á austurleið. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður, Vestfirðir: í dag og nótt norðan og norð- austan kaldi. Þurt veður. Norð- urland, norðausturland, Aust- firðir: I dag og nótt norðaust- an og austan kaldi. Þykt loft og rigning, einkum í útsveitum. Áletruð bollapör og. barnadiskar, djúpir og grunnlr og bollapöp og könnur með myndum, Mjóikurköimur, vasar o. fl. nýkomlð. K. Einapsson & Bjðpnsson Bankastræri 11. Simi 916. Málningavörup bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, fernis, þurkefni, ter- pentína, blackfernis, carbolín, kreólín, Titanhvitt, zinkhvitt, blýhvíta, copallakk, krystallakk, húsgagnalakk, hvítt Japan- lakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi litum, lagað bronce. — Þurrir litir: Krómgrænt, zinkgrænt, kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, kassel-brúnt, ultramarine-blátt, emaille-blátt, ítalskt rautt, ensk-rautt, fjalla-rautt, gull-okk- ur, málm-grátt, zink-gráit, kimrog, lím, kítti, gólf-fernis, gólf- dúka#úkk, gólfdúkafægikústar, ¥ald. ^Ponlsoia. Biikialkjötið er lækkað um 20 aura kílóið Matarhúð Sláturfélagsins. Sími 812. — Laugaveg 42. Til Þingvalla fastar ferðir. Til Eyrartiakka fastar ferðir alla miðvikudaga. Austur í Fljðtshlíð alla daga kl. 10 f. h. ÍSLANDS Goðifoss fer héðan á mánudag kl. 8 síðd. til Hull og Hamborgar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. Ný kæfa Afgreiðslusimar: 715 og 716. BifreiSastöíJRYíkur.j; J. C. Klein, Frakkastlg 16. Sími 78. Suðausturland: í dag og nótt norðaustan átt. Allhvass og rigning austan til. Hljóðfærahúsið er útgefandi að hinum nýja vals er það auglýsir í blaðinu i dag. St. Skjaldbreið nr. 117 liefir fund í kveld kl. 8y2 e. li. í Bröttugötu. Sjá augl. í dag. INýjar kartöflur, á 15 aura, ný egg á 15 au. stk., og ísl. smjör. Herniann Jönsson, Bepgstaðastrasti 49, Sunnudaginn 5. þ. m. skemtun á Álfaskeidi. ^ Bílferðip fpá fGuðjóni Jónssyni, Hverfisgötu 50. Nýtt dilkakjöt lækkað um 20 aura kílóið. Gamla Bíó sýnir nú í kveld í síðasta sinn líina góðu mynd „En ástin sigr- ar“. Nýja Bíó sýnir þessi lcveldin myndina „Sjóræningjaforinginn", sem þykir ágæt. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. frá Göggu, 5 kr. frá Lóu, 5 kr. frá G. A„ 10 kv. (gamalt álieit) frá N. N. Versl. Kjöt & Fiksur, Laugaveg 43. Simi 828. Gr r a t i S sender vi Dem vor store nye katalog og pris- liste over alie slags varer, saa- som.lommeur, armbaandsur, ur- kjeder, Manufakturvarer, bar- berhövler, lommeknive, skeer, gafler, knive og mange andre ting. Skrif idag. Merkur liandclskompani a.s. Tollbodgaten 8 b. Oslo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.