Vísir - 11.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.08.1928, Blaðsíða 2
VISIR IMmtnaH&OtsEwCM Höfum til: Blandað hænsnafóður, Mafs, iieilan, Maísmjöl, íslensk egg. Nýkomið: Alnminmm pottar 2 teg. 20-26 cm. og 20-30 cm., galv. fðtur og balar. A. ObenbLaupt. B.P —o— Símskeyti Khöfn, 10. ágúst. F. B. Brctar og Arabar. Frá London er simað: Samn- ingatilraunir erindreka Bret- lands við konunginn í Hedjaz hafa farið út um þúfur. Öttast menn, að Wahabitar muni vaða inn í írak. Breskir herflokkar með brynvarðar bifreiðir hafa verið sendir til landamæranna. Japansmenn og Kínverjar. Frá Tokíó er símað: Stjórnin i Japan hefir sent kínversku þjóðernissinnastjóminni í Nan- king allharðorða orðsendingu. Kveðst stjórnin vera til neydd að gera ráðstafanir tii þess að vernda japanska þegna í Kína, ef kínverska stjómin reyni að þvinga þá til þess að hlýðnast kínverskum lögum. Lundúnablaðið Daily Mail hermir, að forsætisráðherra Japana hafi sagt á ráðherra- fundi, að stjórnin muni af alefli reyna að koma í veg fyrir, að þjóðernissinnar í Kína taki þátt i stjórninni i Mansjúríu. Frá Olympíuleikunum. Frá Amsterdam er símað: I 200 metra bringusundi fyrir kvenmenn vann ungfrú Schrad frá pýskalandi, í 400 inetra karla-frísundi vann Zorilla frá Argentínu, annar varð Carlton frá Ástralíu, þriðji Svíinn Arne Borg. Eldgos í Austur-Indlandi. Frá Batavia er símað: Feikna eldgos í Rokatinda í hollensku nýlendunpi í Austur-Indlandi. Sex þorp eyðilögðust í eldinum, 1000 menn fórust og 600 meidd- ust. Khöfn, 11. ágúst. F. B. Tveir stórbrunar. Frá Prag er símað: Eldur kom upp í þorpinu Szeezu við Parkany. Eitt hundrað og sjö- tíu hús brunnu. 2000 menn hús- viltir. Orsök brunans var sú, að neistar hrukku frá þreskivél. Frá Berlín er símað: Eldur kom upp í þorpinu Luhe í Efri- Fals. Stormur var á. 50 íbúðar- lms og 120 hlöður brunnu með uppskerunni. Rússar leita að Amundsen. Frá Moskva er símað: Stjórn- arnefnd hjálparleiðangursins skipaði rússneska isbrjótnum Sevov í gær að leita að loftskip- flokknum og Amundsen á svæð- inu umhverfis Victoriaeyju. Álíta rússneskir sérfræðingar hugsanlegt, að loftskipsflokk- inn hafi rekið þangað á ísnum. Frá Nobile. Frá Rómaborg er símað: Nobile hefir átt langt viðtal við Mussolini og sótt um leyfi til loftferðaráðuneytisins að snúa aftur til Spitzbergen til þess að taka þátt í leitinni að loftskips- flokknum og Amundsen. Vænt- anlega gefur ráðuneytið leyfið. Minningar frá língverjalandi. Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. —<>—*'' VI. „Fróðleikur“ um ísland. Það eina, sem ég held þeir hafi allir vitað, sem ég átti tal viS um ísland suður í Ungverjalandi og Czechoslóvakíu, var að ísland væri til, og flestir — þó ekki allir — vissu að það var eyja, — og þar meS var almenna þekkingin úti. Þeir svo sem töldu oss ekki meö Danmörku né Noröurlöndum, — nei, ó, nei, — þeir bygöu oss lang- oftast út úr Noröurálfunni, — minna mátti þaö ekki vera! Þeir kurteisustu héldu að við töluðum ensku, hinir tæptu á eskimóamáli, en voru ekki vissir um, hvort ís- land tilheyrði Canada eða Banda- ríkjum, hölluðust þó margir að því, að Englendingar „ættu ísland eins og Canada“. — — Og öll önnur þekking á Islandi var eftir 'því. En þegar ég var að segja þeim, að íslendingar væru umi ioo þúsund, og væru sjálfstæð þjóð, þá þótti þeim það meir en lítið ctrúlegt. Mér skildist það á þeim, að þeim þætti konungar nágranna- rikja vorra ærið ólíkir Habsborg- arkeisurunum! Ég reyndi sannarlega að kenna landafræði þeim, sem ég átti-tal við, en einhvern veginn hefir mér samt ekki tekist að koma íslandi inn í Norðurálfuna hjá þeim. — í blaðafregnum, sem einn af rriál- kunningjum mínum í Budapest stendur að, er verið að segja frá K. F. U. K.-þinginu í Budapest og ]jar er sagt: „Fulltrúar komu frá illiii-bliil gerir alii glaU. öllum löndum Norðurálfunnar og auk þess frá þessum löndum : .... .. Eru þá talin upp ýms Asíu, Af- riku og Ameríku lönd og síðast þá nefnd: „Palestína, Nýja Sjáland og ísland“. — Er það greinileg bending um, að ísland er ekki i Norðurálfunni — líklegast ein- hversstaðar í Eyjaálfunni! Það er áhrifalítið í þessum efn- um, þótt einstaka norrænufræðing- ur á Þýskalandi og jafnvel sunnar viti dálítið um vora hagi, það er ekki einn af þúsund, sem nokkuð veit eða man um ísland fyrir það, nema ef það væri einhver fáránleg lygasaga, — þegar dagblöðin þar- lendu minnast aldrei á ísland og ekkert er gert héðan að heimian til að vekja eftirtekt á landinu. „Ekkert“ er raunar of mikið sagt, en það er harla lítið í saman- burði við það, sem aðrar þjóðir gera. Eg er ekki enn farinn að sjá nokkurt rit eða auglýsingu um ísland í nokkurri íerðamarinaskrif- stofu erlendis. í stærstu skrif- stofu ferðamanna í Budapest gat ég fengið myndablöð frá og upp- lýsingar um öll lönd, sem mér- datt í hug að nefna — nema ísland. Og þegar ég svo gat gefið skrií- stofunni ensku árbækurnar um ís- land og Iceland frá „Heklu“, þá vildi afgreiðslan að ég fengi svo mikið af ferðamannaritum! í stað- inn, sem ég gat borið; svo „ný- stárleg“ rit vildi hún ekki þiggja endurgjaldslaust. Annars eru þessar árbækur ágætar fyrir fræðimenn og sér- staka íslandsvini, en gagnvart þorra manna væru minni ferða- bækur eða blöð miklu hentugri, og það þyrfti að koma þeim víðar en í feramannaskrifstofur. Stór * gistihúg eru ágætlega fallin til að útbreiða þau, en lang ráðlegast er, að þau séu ekki nema fáeinar blað- síður og með góðum myndum. íslenskir ferðamenn geta gert stórmikið meira en þeir gera flest- ir í þessu efni. Ef þeir gæfu hverju gistihúsi, setn þeir koma í, eitthvað af ferðamannaritum, sem til eru um ísland og hverjum góð- kunningja erlendum íslenskt borð- flagg og nokkur íslensk nrynda- bréfspjöld, — þá væri þeir landi sinu þarfari, en þegar þeir sitja á knæpunum í Höfn. Fyrirhöfnin við flutninginn margborgar sig fyrir mann sjálfan, — það get ég boriö urn, — og enginn veit hvað ritin og miyndirnar koma fyrir niargra augu, sem áður höfðu rammskakka hugmynd um ísland. Eg get ekki stilt mig um að nninnast á þetta opinberlega, enda ]jótt hún hafi nokkuð til sins máls, ein fundarkona á K. F. U. K þinginu í Budapest, —• hún var Malayj.aættar frá Ceylon, sem ég mintist á þetta við: „Þetta geng'ur svona urn allan heim,“ sagði hún, „fjölmennu Jijóðirnar hirða ekkert um að læra um þær fámennu. — Lundúnabúar spyrja okkur Ceyl- cn-búa að því, hvort við lifunr ekki ujrpi í trjánum eins og- apa- kettir. — Það er ekki til neins að ergja sig yfir þvi, en best að hlæja að þvi öllu." —------ Hin nýja olíustöð á Klöpp var sýnd í gær bæjarstjórn, - hafnar- stjóra, lögreglustjóra, slökkviliðs- stjóra og blaðamönnum. Er stöðin nú fullgerð að öllu leyti. Hefir hún verið bygö á uppfylling út í sjóinn rétt út af bænunr Klöpp —• l.iaðið þar Irólvirki, og hefir það kostað ærið fé. Til eldsneytis- geymslu eru þaraa fjórir geymar og tekur hver þeirra 550 smálest- ir. Er einn þeirra fyrir ljósaolíu, einn fyrir bensín og tveir fyrir vélaolíu. Auk þeirra eru á stöð- inni tveir geymar, sem hvor tekur 120 smálestir, svo að alls getur stöðin tekið í einu nær 2500 smá- lestir af allskonar olíu og bensíni. Frá stöðinni liggja stálpípur ofan að hafnarbakka, á þriöja hundrað fet á lengd; eru þær þrjár alls, tvær til aðdráttar og ein til þess að dæla olíu um borð í skip. Er pípan fyrir olíuuppskipun þeirra stærst. Má nefna til dæmis, að þegar stöð- in fékk hið fyrsta olíuskip sitt, „British Tommy“ hingað fyrir tveim mánuðum, var eigi verið nema 11 klukkustundir að dæla öllum farmi þess, 1700 smálestum ai oliu og bensíni inn í geymana. Er renslið um tvær mínútur á leið- inni, sem slcilar olíunni frá skip- inu. Stöðin er hin vandaðasta að öll- um frágangi. Að götunni er há járngirðing, en út að sjónum: mitt- ishár grjótgarður steyptur og þannig gengið frá umhverfí geym- anna, að olía geti ekki flætt burt. þó geymir yrði lekur. Vatnsveiting er um alla geymana, svo að jafn- an er hægt að láta renna um þá vatn, ef þörf þykir. Vélar allar til dælingar á olíunni eru hinar full- komnustu og sömuleiðis áhöld til að láta olíu á tunnur. Hefir stöðin járntunnur svo þúsundum skiftir til viðskifta sinna út um land. Ný bók fleilsufræði telpna fæst hjá bóksölum Kostar 1,00. Þess má geta, að „Olíuverslua Islands“ hefir einnig sett upp bens- ingeyma á 13 stöðum úti um land, í kauptúnum og meðfram fjölföm- um bifreiðavegum. Er verðmunur á bensíni þar og hér í Reykjayík ótrúlega litill. Framkvæmdarstjóri „Olíuversl- unar íslands“, Héðinn Valdimars- son, sýndi gestunum stöðina og luku menn mjög lofsorði á, hve haganlega hún væri bygð og tryggilega frá Öllu gengið. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson. 1 frikirkjunni hér kl. 5 síðd, Síra Árni Sigurðsson. — í frí- kirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, síra Ólafur Ólafsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. Engin siðdegisguðs- þjónusta. — I spítalakirkjunni í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 árd. Engin síðdegisguðsþjón- usta. Vísir kemur út tímanlega á morgun. Tekið verður á móti auglýsingum f sunnudagsblaðið á afgreiðslunni (sími 400) fram til kl. 7 x kveld, en eftir þann tíma og fram til kl. 9 í Félagsprentsmiðjunni (sími I578). Frú Lula Mysz-Gmeiner söng í gærkveldi í Gamla Bíó við góða aðsókn og ágætar við- tökur, sem vænta mátti. Haraldur Sigurðsson og frú Dóra kona lians hafa dvalið austanfjalls langa liríð, heima i Kaldaðarnesi, en auk þess ferðast nokkuð austur um sveitir. þau koma til bæjarins eftir helgina og halda liér einn kveðjukonsert á þriðjudags- kvöld, en fa'ra utan á miðviku- dag. K.F.U.M. Meðlimir fara skemtiför upp í Vatnaskóg i fyrramálið. Lagt af stað frá Zimsensbryggju kl. 8 stundvíslega. -— í sumarbúð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.