Vísir


Vísir - 04.10.1928, Qupperneq 2

Vísir - 04.10.1928, Qupperneq 2
VISIR Höfum fengið: Kepti: Blue CPOSS, 6 í pakka. Holiandia, 8 - — Beacon, 36 - — Lifparkæfa frá Steffensena Fabriker V* og V« k8- dósir- Nýkomið: Skautar fyrlr fullorðna og börn 3 teg. nikkeleraðlr og ónikkeier- aðir, mjög fallegar teg. — Ódýrt. A. Obenliaupt. Saltkj Ot úr Dölum. Kœf a, rúllupylsa, isl. egg. Verslunin FELL. öian 2285. Símskeyti Khöfn, 3. okt. F. B. Rreska stjórnin og afvopnunar- málið. Frá London er síniað: Stefna bresku stjórnarinnar í afvopn- unarmálinu mætir vaxandi mót- spyrnu andstöðuflokka hennar. Verkalýðsflokkurinn og frjáls- lyndi flokkurinn virðast ætla að vinna að þvi, að afvopnunar- málið verði aðalmálið í þing- kosningunum að ári. Búast menn við, að verkamenn og frjálslyndir reyni að 'þröngva stjórninni, fyrir kosningarnar, til nánari samvinnu við Banda- ríkin, viðvikjandi afvopnun. — Er talið líklegt, að þeir njóti stuðnings allntargra íhalds- manna til þess. McDonald flytur ræðu. Frá Birmingham er símað: Ramsey McDonald, fyrverandi forsætisráðherra hefir haldið ræðu á ársþingi verkalýðs- flokksins, og réðist hann á ut- anrikismálastefnu stjórnarinn- ar. Bar hann fram tillögu þess efnis, að ársþingið heimta'ði að setuliðið í Rínarbygðum verði kallað lieim, ennfremur er þess krafist i tillögunni, að stjórn Bretlands skrifi undir alþjóða- gerðadómst ólssam n i n g, sem þing þjóðabandalagsins sam- þykti að niíela með að gerður yrði,láti frakknesk-breska flota- málasamkoniulagið falla niður, og loks, að stjórnin lýsi sig reiðubúna til þess, að skrifa undir samning um raunveru- lega afvopnun. — Tillagan var samþykt. „Zeppelín greifi“ í reynsluför. Loftskipið „Zeppelín greifi“ lagði af stað í gærmorgun í langa reynsluferð. Flaug loft- skipið yfir suðvestur liluta pýskalands, Holland og Norður- sjúinn og i gærkveldi yfir aust- urströnd Bretlands. Kliöfn 4. okt. FB. Flóð í Belgíu. Frá Brussel er símað: Storm- ar og flóð hafa eyðilagt flóðgarð í nánd við Ypres. Hefir flætt yfir mikið landsvæði og orðið stórtjón á ökrum. Margir bú- garðar eru umluktir vatni. (Ypres eða Yperen á flæmsku, er horg í Vestur-Flandri í Belg- íu, sem mjög kom við sögu i heimsstyrjöldinni. Borgin stend- ur við ána Yperlée, sem rennur í Yserfljót. Er hægt að veita vatni yfir landsvæði þessi, og var það gert (í heimsstyrjöld- inni, i október 1914). Stærsta flugvél heimsins í smíðum. Frá Berlin er símað: Junker- félagið hefir byrjað á smíði flug- vélar, sem verður stærsta flug- vél í heimi. Verður rúm i henni fyrir fimtiu farþega. Flestir far- þegaklefarnir verða innan i vængjunum. Utan af iandi. Þjórsá, 3. okt. FB. Þingmálafund kvað eiga að lialda á Skeggjastöðum i Hraungerðishreppi á sunnu- daginn. Tilætlunin mun, að bygging Mjólkurbús Flóamanna verði komin undir þak í liaust. Á mjólkurskálinn að standa i Laugardæla landi, skamt fyrir austan liús útbús Landsbank- ans. Hefir undanfarið verið unnið að aðflutningi timburs, ceinents o. fl„ og að grefti. Vinna sömu menn að bygging- unni og unnu að Laugarvatns- skólanum. Fyrir verkinu eru þeir Arinbjörn Þorkelsson og Sigurður Bjargmundarson. — Mjólkurskálinn mun vera 40 metrar á lengd, eða vel það, og um 12 metra breiður. Hvammst. 3. okt. FB. Mikill síldarafli í lagnet síðustu daga, og góður fiskafli. 1 gær fengu menn 5—6 strokka í net, en síldaraflinn var mestur í gær. Slátrun stendur yfir. Hefir verið slátrað ca. 5—600 fjár á dag, síðan sláturtíðin hófst, þ. 24. sept. Nú er verið að skipa út frystu kjöti í e/s. Brúarfoss. Rafmagn hefir verið leitt í læknisbústaðinn og sjúkraskýl- ið i sumar. Er það framleitt með vatnsafli. Útgerð er miklu meiri liér í sumar en fvrr. SigurðurPálma- son kaupmaður sendi 100 tonn fiskjar með skipi, sem liéðan fór.24. sept. Fiskbirgðir á staðn- um ca. 40 tonn. Bátar liafa ver- ið hér í sumar frá Reykjavik og ísafirði, og lagt upp fisk hér. Mótorbátabryggju og fiskskúr- um lét SigurðurPálmason koma upp í sumar. ísafirði, 3. okt. F. B. Mikil smásíldarveiði undan- farið i Seyðisfirði. Hefir feng- ist um 900 tn. í eina vörpu. Síldin er söltuð til útflutnings og er í góðu verði. Afarmikið hefir einnig veiðst af smokkfiski í Djúpinu í sept- embermánuði. Sumir bátar fengu mörg þúsund yfir nótt- ina. Ishúsiri hér á Isafirði eru full af smokkfiski, svo að ekki er liægt að laka á móti meira. porskveiði er lítið stunduð hér sem stendur, enda rýr afli. Botnvörpungarnir Hávarður Is- firðingur og Hafstein leggja út á saltfiskveiðar þessa daga. Hnífsdalsmálið var þingfest í fyrradag. Verj- andi er skipaður Páll Jónsson lögfræðingur fyrir Eggert Hálf- danarson og Hannes Hálfdan- arson, en Lárus Jóhannesson hæstaréttarmálaflm. fyiár Hálf- dan Hálfdanarson. Verjendur tóku tveggja mánaða frest. Látin er fyrir mánuði frú Björg Jónsdóttir, kona Valdi- mars þorvarðssonar, kaupm. í Hnífsdal, 67 ára að aldri. Nýtisku frystihús með vél- um er nýreist í Bolungarvik. Þánarfregn. í gær andaðist hér í bsenum Kristín Filipusdóttir, Skólavörðu- stígf 30. Hún var fullra 88 ára aS aldri og hafði verið hér i hænum SPECIAL 85 24 stk. 1 króna. 85 Speeíals eigarettur reyktar áf Specials-mönnum. <35 8B 8B 8B m nær 60 ár, og Ljó lengi í Skóla- stræti 5. Veröur æfiatriöa hennar getiö síöar. Kaupsamningar. Fyrir þrerri árum tókust samn- iugar um kaupgjald milli útgerö- armanna og sjómanna og áttu aö gilda til 1. janúar 1929, en ef hvor- ugur aöili segöi þein* upp fyrir 1. okt. þ. á., áttu þeir. einnig að gilda næsta ár. Nú hafa Sjómanafélög Reykjavíkur og HafnarfjarÖar sagt upp þessum samningum frá 1. janúar 1929. Einnig hefir Vél- stjórafélag Islands og Félag ísl. loftskeyitamanna sagt upp samn- ingum viö útgeröarmenn frá 1. janúar n. k. — Útgeröarmenn hafa kosið þriggja manna nefnd til þess aö semija við þessi þrjú félög, og eru þessir menn i nefndinni: Jón Ólafsson, Ólafur Thors og Páll Ól- afsson. Háskólafyrirlestrar. Hingað er kominn Dr. N. G. Christensen, forstöðumaöur kenn- araskóla ríkisins i Danmörku. Hann ætlar aö flytja 8 háskóla- fyrirlestra í kaupþingssalnum, og verður hinn fyrsti fluttur kl. 6—7 i kveld. Erindin verða um dansk- ar bókmentir, frá Georg Brandes til Joh. V. Jensen. Höfundurinn ætlar aö segja frá stefnubreyting- um þeim, sem oröiö hafa í bók- mentum Dana á jiessu tímabili. Bæjarstjórnarfundur veröur haldinn i dag á venjuleg- um tima. Mörg mál á dagskrá, þar á meöal kosning í skólanefnd ungmennaskólans. Sýning Jóns Þorleifssonar í Austur- stræti 12. uppi, er opin daglega frá kl. 10 aö morgni til kl. 11 aö kveldi. Þar liafa þe^ar selst 13 málverk. Ungmennaskólinn. Skólastjóri ungmennaskólans liefir farið þess á leit, að fá smíða- stofu barnaskólans til afnota i vet- ur fyrir nemendur ungmennaskól- ans. Vill skólanefnd veröa viö til- mælum þessum meö því skilyrði, aö smíöakennari barnaskólans hafi kensluna á hendi og kenslustund- irnar verði ákveönar í samráöi við skól astj óra ha rnask ó 1 an s. Tilraun er nú verið aö gera til þess aö ná á flot e.s. íslending, sem sökk inni i Sundum fyrir nokkuru. Dráttarháturinn magni og tvö skip önrair vinna aö þessu verki. Síra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, liefir fíutt sig á Skálholtsstíg 7 (landshöfð- ingjahúsið). ÞjóðleikhúsiÖ. Auglýst er í dag eftir tilhoöum i að grafa fyrir grunni Þjóðleik- hússins. Á þaö að stand'a við Hverfisgötu, ofan viö Safnahúsiö. N autgripaflutningur. Á síðari árum heíir tíðkast að flytja nautgripi hingað til bæjar- ins i flutningabifreiðum. Stunduin h.efir komiö fyrir að gripirnir hafi meiðst í þessum flutningum, þ. e. a. s. núist meira eða minna undan vagngrindunum. En viö þessu má gera meö ]jví aö festa. poka meö dálitlu heyi innan á grindurnar, hæði til hliöa og að aftanvei-öu. Þetta hafa margir hifreiöastjórar gent og gefist vel. Öllum, sem flytja stórgripi til bæjarins í flutn- ingabifreiöum, er ráöið til þess, að taka upp þessa einföldu aðferð. Fundir í K. F. U. M. byrja í kvöld kl. 8)4 í aðaldeild félagsins. Almeimur fundur presta og sóknarnefnda í Reykja- vík veröur haldinn 17.—19. þ. m. Hefst hann kl. 1 miðdegis (17. okt.) með guðsþjónustu í dóm- lcirkjunni. Síra Ólafur prófastur Maguússon í Arnarbæli prédikar. Island fór frá Færeyjum kl. 5 í gær, áleiöis hingaö. Kemur hingað ann- aö kveld. Hjúskapur. í dag veröa gefin saman af síra Ólafi Ólafssyni ungfrú Unnur Ein- afsdóttir og Ingólfur Matthíasson, loftskeytamaöur á Belgaum. Trúlofun sína hafa nýlega birt ungfrú Kristím Guönadóttir frá Skarði ;í Landi og Sigurjón Sigurjónsson, Hverfisgötu 16. 1 rúlofun sina hafa opinberað ungfrú Kristjana Hafstein og Arn- ljótur Jónsson, stud. juris. Ungfrú Sólborg Guðbrandsdótt- ir, Skólavöröusttíg 25 og Jón Guö- laugsson, sjómaður, Lindargötu 10, hafa nýlega birt trúlofun sína. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá S. V., 2 kr. frá stúlku, 5 kr. frá frú, 5 kr. fiá S. Á., 5 kr. (gamalt áheit) frá verslunármanni, 35 kr. frá Lólö, 26 kr. frá X. X., 5 kr. frá Villa, 5 kr. frá sjúklingi á Landakots- spitala.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.