Vísir - 19.10.1928, Blaðsíða 5
VISIR
Föstudaginn 19. okt. 1928.
Látið yður ekki falla úr minni
jiessa nauðsyniegu setningu:
„TEOFANÍ er orðið
— 1.25 á borðið”.
t
GÍSLI GUÐUUNDSSON
GERLAFRÆÐINGUR.
Nú mátti ísland missa flestum síður
þann mann, sem viða sæmdarorð þess bar,
og nýjar brautir ruddi, \frækn og fríður,
og fyrirmynd og stéttarprýði var.
En íslands mæðu flest að vopni verður
þótt varla tjái nú að barma sér;
en það er sárt er svona blómi er skerður
og svona fagur .meiður höggvinn er. ,
Og fóstra vor, hún fékk oft skamt að njóta
þess framsæknasta og besta, sem hún ól,
er átti vilja’ að vinna margt til bóta
með viti’ og dáð og trú, jsem aldrei kól.
Þú stefndir æ að nuirki helgu’ og háu,
þín hugsjón, starf og líf var eitl í senn.
Og þú varst einn af þessum helst til fáu,
já, þeim, sem ávalt reyndust sannir menn.
Það stafaði af lífi þínu Ijómi
sem lærisveina mannkynsfrelsarans,
og þú varst ,líka þjóðar vorrar sómi,
og þín var jafnan minst sem afbragðsmanns.
Við sjáumst, vinur, fyrir handan hafið
þar lijörtun færa Guði þakkargjörð.
En hér mun nafn iþilt geymast geislum vafið
því geisli fagur varstu hér á jörð.
Surnarl. Halldórsson.
Bifreiðantiireiðsla.
BifreiSanotkunin eykst stööugt
um heim, allan, en í mörgum lönid-
um eru bifreiðir notaöar miklu
minna en ætla mætti, en allar lxkur
benda til þess, að bifreiðanotkunin
eigi eftir að margfaldast i flestum
löndum frá því sem nú er. Bifreið-
ir eru hvergi eims miikið notaðar
eins og i Bandaríkjunum, þar er
i bifreið á hverja 5 íbúa. Hafa
Kandaríkin með öðrum orðum
nægar bifreiðir til þess, að öll
þjóðin i einu gæti skroppið í bif-
reiðaför. í Kína er að eins 1 bif-
reið á 20 þús. íbúa. Eftirfarandi
tafla geíur huginynd um útbreiðslu
bifreiða í ýmsum löndum :
Canada 1 bifreið á 10 íbúa
Ástralía 5) 14 —
Bretland —„— • 37 —
Frakklartid J 1 40 —
Argentína 41 —
Dantnörk ,5 42 —
SvíþjóS 11 57 —
Kúba 11 78 -
SVis's ’' “j 1 79 —
. v . v
Noregur 1 bifreið á 81 íbúa
Holland —„— 121 —
Spánn —„— 125 —
Finnland —„— 140 —
Þýskaland — „— 148 —
Chile —„— 203 —
ítalía —„— 254 —
Mexíkó —„— 272 —
Rússland —„— 690 —
írska fríríkiö —„— 810 —
Pólland —„— 1340 —
Japan —„— 1525 —
Tyrkland —„— 1908 —
Bifreiöaframleiöslan er lang-
samlega inest í Band'aríkjunum,
er; er mikiö aö aukast i ýmsurn
löndum. Þannig voru framleiddar
bifrei'ðir í Frakklandi:
1925 177000
1926 200000
1927 190000
1 Bretlandi:
!925 177800
1926 198699
1927 ••••• 231000
í Þýskalandi:
1925 66500
1926 54500
1927 73000
Skoðið oýK VALET rakvélarnar.|Þær eru
ekkert dýrari en faðrar rakvélar, en miklu
hentugri. — Reynið VALET rak-kremi5! E»ab
er ódýrt, gott og ilmandi. — VALET
skeggkústarnir taka öllum öðrum fram. Hárið
losnar aldrei og skaftið er alveg óbrjótandi.
Kviðslitl L
MO'NOPOL-BINDI.
Amerísk gerð með einkaleyfi. Tog-
leðurbelti með sjálfverkandi, loftfylt-
um púða. Engin óþægindi við notk-
un þess, þótt verið sé með það nótt
og dag. Með pöntun verður að fylgja
mál af gildleika um mittið. Einfalt
bíndi kostar 14 kr., tvöfalt 22 kr.
— Myndir fást sendar. —
Frederiksberg kem. Labaratorlum
Box 510. Köbenhavn N.
Vélalakk,
Bílalakk,
Lakk á mlðstaðvar.
Einar 0. Malmberg
Vesturgötu 2. Sími 1820.
Fyrir fimm árum seldu Banda-
ríkjamenn 78 þús. bifreiðir til
annara landa, síðastl. ár tæplega
400 þús. Þar með eru ekki taldar
amerískar bifreiðir, sem ei*u srníð-
aðar í Bandaríkjiinum, en settar
saman í verksmiðjum, sem eru eign
E andarik j amanna, í Canada og
óðrum löndum. Séu þær meðtald-
ar, mun láta nærri, að 800 þúsund
amerískar bifreiðir liafi verið og
verði seldar til annara landa á
þessu ári. Árið 1927 voru seldar
ein miljón nýjar bifreiðir í Banda-
rikjunum, en það ár var lakasta ár-
ið hvað bifreiðasölu snertir, siðan
in eppuárið 1921. Talið er, að a. xn.
k. 2225000 bifreiðir verði fram-
leiddar i Bandaríkjunum í ár og
auk þess settar samn 225000 bif-
reiðir í bifreiðaverksmiðjum, sem
Bandaríkjamenn í Canada eiga. Af
þessu, sem nú var sagt, er auðsætt,
með hversu glæsilegu'mi árangri
bifreiðir keppa við eldri sam-
göngutæki. (FB).
Vaiitar yíui't,]]enmya?
(Auglýsing).
Eg hefi 11 ú fundið upp unx-
bætur viðvíkjandi gufuvélinni,
sem eg get sannað, að sparar
um 20% í tilkostnaði við rekst-
ur vélarinnar, í samanburði
við það, sem nú gerist, og þar
að auki hefir í för með sér 7
cða 8 kosti, sem hver um sig
eru mikils virði.
Þessa uppgötvun vil eg selja.
Hér er því tækifæri fyrir menn
að slá sér í félagsskap og græða
miljónir og aftur miljónir.
Ekkert er til, sem er jafnmikil
auðsuppspretta og að starf-
rækja arðherandi uppgötvanir.
I 50 rikjum má fá einkaleyfi
á uppgötvun, með umsókn i
einu af viðkomandi rikjum, og
er það tiltölulega mjög ódýrt
á þann hátt, og alveg liverf-
andi tilkostnaður, er margir
leggj a saman.
Sé um að ræða uppgötvun,
sem gagn er í, í raun réttri,
skiftir ágóðinn því mörgum
miljónum, þegar einkaleyfi er
tekið í svo stórum stíl.
Félög eru til, sem starfa að
þvi að innheimta gróða einka-
leyfiseigenda, gegn tiltölulega
mjög lágu afgjaldi, og sjá yfir-
leitt um að einkaleyfum sé
ekki óréttur gerður. Slik félög
starfa viða um lieim.
Eg hefi sambönd bæði við
einstaka menn og félög á þessu
sviði, og get gefið allar nauð-
synlegar upplýsingar þessu við-
víkjandi.
Eg vil selja uppgötvun þessa
á þann hátt, að samningar séu
gerðir og uppgötvunin keypt
og borguð á þeim grundvelli,
að eigi verði hægt að véfengja
gildi liennar með tilliti til þess
sem sagt er i grein þessari, eða
sagt verður í lýsingunni. Upp-
drætti og lýsingar geri eg og
afhendi eftir 1—2 daga eftir að
kaup hafa verið gerð.
Standist uppgötvunin þá eigi
þá kosti, sem eru nefndir, skulu
samuingar ógildir ef vill.
Menn þurfa ekki að halda, að
hér sé um neina villu að ræða.
Eg hefi átt við uppgötvanir áð-
ur, og er þetta sú þriðja. Á
þeirri fyrstu hefi ég sjálfur tek-
Vínbei*, Pepur,
Epli, Glóaldin og
Gulaldin.
Kjötbúð Hafnarfjarðar.
Sími’jl58.
ið einkaleyfi, og hefi þegar
fengið tilboð í það. Lá þó eigi
jafn opið fyrir, að sanna gildi
þeirrar uppgölvunar sem þess-
arar, að því leyti, að eigi var
liægt að tiltaka ákveðinn fjár-
hagslegan liagnað. En einka-
leyfi er auðvitað eigi veitt á
þvi, sem gagnslaust er talið.
Ástæðan til þess, að eg býð
uppgötvun þessa hér, er sú, að
eg sé að jafn hagkvæmt er að
starfrækja liana hér. Kosti
hennar má sanna alment, og
er það mikill greiði. Menn vilja
oftast hafa einhverja trygg-
ingu, og mörgum verður á að
vefengja það, sem ekki er sann
anlegt, eða jafnvel áþreifan-
legt.
Tæki þessi eru eigi fyrirferð-
armeiri en það, að i hvert skip
má setja þau, án verulegra
hreytinga á því, sem fyrir er.
Menn hér, sem myndu vilja
sinna þessu, sendi mér tilboð
fyrir siðasta október þ. á. Pen-
ingar eru afl þeirra hluta, sem
gera skal. Hér er tækifæri til
að veita auðsuppsprettu inn í
landið.
Pétur Jóhannsson, vélstjóri,
Laugaveg 28.
Studebaker
eru bíla bestir.
B. S. R. hefir Studebaker
drossíur.
B. S. R. hefir fastar ferðir til
Víiilsstaða, Hafnarfjarðar og
austur í Fljótshlíð alla daga.
Afgreiðslusímar: 715 og 716.
Hia dásamlega
TATOL-handsápa
mýkir og hreinsar hftrundið og
gefur fallegan bjartan
litarhátt.
Einkasalar:
I. Srjioiðlíssflii § Mm
Gúmmíbnxur.
Gúmmísvuntnr.
Gúmmísvampar.
Gúmmíljereft,
best oy ídfrast I
Laugavegs Apöteki