Vísir - 21.02.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 21.02.1929, Blaðsíða 2
VlSIR Hveiti, ýmsar tegundir. Rúgmjöl, Haynemöllens og Blegdamsmöllens. Háltaigtimjöl, Havnemöllens. Sallasykur, danskur og belgiskur. Bakapamapmeladi. Islensk egg. Símskeyti —X— Khöfn 20. febr. FB. Bretar og takmörkun vígbún- aöar á sjó. FráLondon er símað: Stjórn- in í Bretlandi hefir. tilkynt, að nmmæli Howards, sem um var símað nýlega (sbr. skeyti 17. þ. m.), viðvikjandi ráðstöfun- um til þess að kalla saman al- þjóðafund um flotatakmark- anir, byggist á misskilningi. Samningatilraun viðvílcjandi takmörkun herskipaflotanna er ekki væntanleg fyrir þing- kosningar í Bretlandi. Frá Spáni. Komingurinn og Rivera. Frá París er simað: Parísar- útgáfa „Chicag-o Tribune“ birt- ir slceyti frá Handaye, þess efn- is, að konungurinn á Spáni semji við merka stjórnmála- menn um myndun nýrrar stjórnar. Hinsvegar birtir „United Press“ svohljóðandi skeyti frá Hendaye: Konungurinn skrif- aði i gær undir ýmsar tilskip- anir, sem Rivera hafði lagt fyr- ir hann, þar á meðal tilskipan um að leysa upp slórskotalið- ið. Undirslcrift konungs er tal- in vottur þess, að konungur- inn beri hið fyísta trausl til Ri- vera. Tjón af vatnavöxtum. Frá Sao Paulo er símað: Tí- etefljótið flæðir yfir stór svæði, þar á meðal víðáttumiklar kaffiekrur. Tuttugu og t'imm þúsundir manna lieimilislausir. Khöfn 21. febr. FB. Deilur um tollmál. Frá London er símað: Blað- ið „Daily Telegraph“ birtir skeyti fi'á New York, þess efn- is, að búist sé við deilu um tollamál á milli Canada og Bandaríkjanna, ef þjóðþing Bandaríkjanna samþykkir að Jiækka tolltaxtana, einkanlega muni Canadabúum gremjast, cf tollur af canadiskum mjólk- urbúaafurðum verði hækkað- ur. Vatnavextir í Grikklandi. Frá Aþenuborg er simað: Fljótin í grisku . Makedoníu flæða vfir stór svæði, mörg þorp i Strumdalnum eru í kafi; matvælaskortur sumstað- ar á flóðasvæðinu og eignatjón talið muni ‘ nema mörgum hundruðum miljóna drakma. Utan af landi. •—x— Akureyri 20. febr. FB. Fregn frá Breiðamýri lierm- ir, að undanfarið liafi sést eld- l)jarmi þaðan úr sveitinni, frammi í dölum. Talið cr, að um gos sé að ræða í Vatna- j jökli vestanverðum, en alls I ekki í Dyngjufjöllum. Ekkert öskufall, en mistur og móða yfir hálendinu í suðri. Óvenju- leg lilýindi af suðri. Bjarminn hefir lítið sést siðasta sólar- hring. Borgarnesi, 21. febr. FB. Lungnaveikin í sauðfé er í rénún. Var hún skæðust við sjávarsíðuna, i vesturhreppun- um og Kolbeinsstaðahreppi. Stöku kind mun þó liafa drep-, ist á nokkrum bæjum þar vest- ur frá að undanförnu. Það hef- ir þó líka borið á veikinni i uppsveitunum, l. d. drápust nokkrar kindur á Varmalæk. — Inflúensan hefir ekkert gert varl við sig enn. Þjórsá, 21. febr. FB. Fregnir hafa borist með mönn- um ofan úr Iloltum og austan úr Holtum, að leifturljós liefði sést yfir hálendinu, úr Holtun- um að sjá norðanhalt við Heklu, en úr Fljótshlíð í norðri. Var þetta með líkum hætti og i Kötlugosinu seinast. Inflúensan er ekki komin austur, að þvi er menn vita hér. Frá Alþingi, —o--- í gær voru fundir á báðum deild- um. Efri dcild. i. Frv. til 1. um gjaldþrotaskifti. Svo segir í greinargerð: „Einkum hefir Jeikið orð á því, að ekki kæmu öll kurl til grafar, þegar um gjald- þrot fésýslumanna væri að ræða, og j)að þótt sýnilegt að margir ]>eir menn, er gjaldþrota hafa orðið, hafi hyrjað á nýjan leik á atvinnurekstri sínum, stundum, að því er virtist með fullar hendur fjár, en lánar- drotnarnir staðið feftir með sárt enniö og mikið fjártjón.“ — A frv. að skerjia gildandi lög um gjald- þrot. Er meðal annars svo ákveðið, að Jieir ,er stöðvað hafi greiðslur á skuldum sínum, skuli skyldir að gefa upp bú sín til gjaldþrotaskifta. — Gjaldj>rota á að leiða fyrir lög- reglurétt, og skal hann skýra ]>ar frá ástæðum til gjaldjfrotsins, eyðslu sinni og lifnaði á. síðastliðn- um misserum, og einnig gera grein fyrir tekjum sínum og gjöldum á sama tíma“ (7. gr.). 1 frv. er og skiftaráðendum fyrirskipaö aðhalda fé dánar- og jmotabúa á vöxtum, til úgóÖa fyrir eigendur.^— Frv. var vísað til allshn. 2. Frv. til 1. um loftferðir. — I'rv. jretta, sem er allmikill bálkur, er samið af „Flúgfélagi íslands" og sniðið að nokkru eftir löggjöf Dana. Miðar ])að til öryggis loft- samgöngum. Ennfremur er ráðu- neytinu _ heimilað að undanj)iggja inn flutningsgjaldi flugvélar, vara- hluti til jieirra og eldsncyti. •—• Frv. var vísað til samgöngumálanefnd- ar fsamgmn.). 3. Frv. til 1. um hafnárgerð á Skagaströnd. — Samkvæmt frv. skal ríkissjóður leggja fram alt að 350 ])ús. kr. til hafnargerðar á Skagaströnd, gegn jafnmiklu fram- lagi frá hafnarsjóði, og á viðlaga- sjóður að lána ]>að. Var frv. þetta fyrir þingi í fyrra, en varð ekki útrætt ])á, og voru rannsóknir ekki taldar fullnægjandi. í sumar ljet stjórnin fram fara fullkomnari rannsókn, og hyggist frv. á henni. 'l'alin cr mikili ])örf á þessari höfn fyrir nálæg héruð, og er einnig ætlað að hún geti orðið síldveiðum að gagni. — Frv. var vísað til sjávarútvegsnefndar. 4. Frv. til 1. um hreytingu á 1. nr. 23, 1911, um vita, sjómerki o. fl. — 1 frv. er svo ákveðið, að kostnaður við að hreinsa siglinga- leiðir af skipsílökum og slikum far- artálmum, hvíli á hafnarsjóðum, svo framtd það sé þeim ekki ofvaxið. Nú hvílir ]>essi kostnaður í rikis- sjóði að mestu leyti. — Frv. var vísað til sjávarútvegsn. 5. Frv. til 1. uní eignar- og notk- unarrétt hveraorku. — Frv. þetta lá fyrir Alþingi i fyrra, en dagaði þá uppi. Efni þetta er áður ólög- ákveðið, en með vaxandi notkun jarðhitans er hin mesta nauðsyn á slikum lögum. Frv. var vísað til alls- herjarn. 6. Frv. til 1. um fiskircektarfé- lög. —- A Álþingi i fyrra var svip- að frv. á ferðinni, en varð ekki útrætt, og hefir höfundur ]>ess, Pálmi náttúrufræðingur Hannes- son, yfirfarið það á ný og breytt því. — Heimilar frv. veiðibænduín að stofna félög með sér, til klaks og fiskiræktar. Er mikill áhugi utn ]>að mál viða i sveitum. —- Vís- að til landbúnaðarn. Neðri deild. t . F'rv. til 1. um breyting á lög- um um kosningar í málcfnmn sveita og kauþstaða. — Svo sem kunnugt er, fóru bæjarstjórnarkosningarnar í mestu handaskolum i íyrra. Þótti ekki verða komist hjá ]>ví, að þær færu fram með ólöglegum hætti. Ákvæði gildandi laga eru talíu hrjóta í bág hvort við annað, svo að ekki verði eftir þeim farið við kosningar. Er ])etta ástæðan fyrir framkomu ]>essa frv. —1 Bæjar- stjórnir skal. samkvæmt frv., kjósa í einu lagi, til 4 ára í senn. Vara- menn skulu kosnir jafnmargir full- trúum. Skal kosið fyrst í janúar- n'iánuði 1930, og fellur þá niður umboð eldri fulltrúa. — Bæjar- og borgarstjórar skulu kosnir af hæj- arstjórnunp en ekki beint af kjós- endum, eins og tíðkast hefir hér i Reykjavík og víðar. Bæjarstjórn- um veitist heimild til, að stofna bæj- arráð, bæjarstjórum til atbeina við framkvæmd ýmsra mála. Bæjar- stjórn Reykjavíkur veitist heimild til að ákveða, að borgarstjórar verði fleiri en einn í Reykjavík. — Með 1. gr. frv. er 21 árs gömlum mönn- um veittúr kosningaréttur til sveita- og bæjarstjórna. —• Vísað til allshn. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. nr. 37, 1922, um cftirlit mcð skiþ um og hátiun og öryggi þcirra. — Aðalbreytingin, sem frv. gerir á gildandi lögum, er sú, að skipaðúr skuli sérstakur skipaskoðunarstjóri. Hafi hann að launum 5000 kr. ár- lega, er hækki upp i 6000 kr. — Eftirlit með öryggi skipa er ]>egar orðið mjög umfangsmikið starf, og eru nú i landinu 103 skipaskoðunar- menn. Eftirlit ]>etta er orðið at- vinnumálaráðuneytinu ofvaxið, enda hefir ]>að nú um hríð haft sér- fróðan mann sér til aðstoðar, er ákveðin hafa verið laun á fjárlög- ■um. Á ])vi kostnaður ekki að auk- ast frá ])ví, sem nú er. — Frv. var vísað til sjávarútvn. 3- h'rv. til 1, um breyting á 1. nr. 49, 1925, um atvinnu við sigl- ingar. — Frv. þetta er borið fram að tilhlutun Fiski félagsins, og fer fram á að leiðrétta ósamræmi gild- andi laga. Visað til sjútvn. 1 Fiskilínup æ g 5 punda . § f ypirlig g| an di. Þúrður Sveinsson & Co. 4. Frv. til 1. um lendingar- og Íeiðarincrki og viðhahl þeirra. — „Hreppsnefndir í hreeppum, er að sjó liggja, skulu safna greinilegum skýrslum um öll lendingar- og leið- armerki, fyrir verstöðvar innan hreppsins og fyrir ])á staði, sem opnir bátar leita lendingar á, þegar brirn eða veður gerir þeim ókleiít að lenda í verstöð sinni," segir i 1. gr. frv. Vitmálastjóri gefur síð- an skýrslurnar út, eins og skrá yfir vita og sjómerki. Hreppsfélögum er gert að skyldu að hakla þessum merkjum við, nema þar sem eig- andi verstöðvar tekur uppsáturs- ■gjöld; þar hvílir skyldan á honum. — Með aukningu smábátaútvegar- ins, ]>ykir nauðsynlegt, að þessum merkjum sé haldið betur við, en verið hefir. — Frv. var vísað til sjútvn. 5. Frv. til 1. um löggjafarnefnd. — „Forsætisráðherra skipar þriggja manna nefnd, er nefnist löggjafar- nefnd. Nefndarmenn skulu skipað- ir til 4 ára í senn“ (1. gr.). Nefnd þessi á að vera stjórn og þingmönn- um til aðstoðar við samningu laga- frumvarpa, og sjá um að smíðið verði betur vandað en verið hefir. Kváðu Svíar hafa svipaða nefnd og þessa, og gefast vel. Nefndin á að undirbúa áætlanir um laga- setningu og gera tillögur um hver löggjafarefni skuli tekin til með- ferðar á tilteknu tímabili. — Enn- fremur á hún að gefa út alþýðlegt lagasafn á 5 íú'a fresti. Um ýms af þessum máitnn urðu nokkrar umræðm', og verður getið um ágreining, þegar frv. koma úr nefndum. 6. Till. til þál. um kanp á áhöld- mn til að hora með eftir heitu vatni og gufit. — Um tillögu þessa voru ákveðnar tvær umræður. íslensk ntaoríkismál. 1, Inngangur. Flestar þjóðir liafa sýnt í orði og verki, að utanríkismálin liggi þeim þyngra á lijarta en flest önnur mál. Reynslan hefir og sannað þeim, að fjárhagur þeirra, frelsi og menning veltur að miklu lcyti á meðferð mála ])essara. Hvervetna þykir þvi sjálfsagt, að 'ráðherra sá, sem hefir for- ystu mála þeirra, liafi til brunns að bera mikla og víðtæka þekk- ingu á utanríkismálum. En þetta þykur þó livergi nærri ein- hlítt. Og þess vegna eru skrif- slofustjórar og fulltrúar i utan- rikisráðuneytunum jafnan vald- ir með tilliti til þess, að þeir hafi þekldngu, víðsýni og dugnað til þess, að stjórna málum þessum sém allra hest. Og um starfs- nienn þessara ráðuneyta gildir auðvitað það sama og um starfsmenn annara ráðuneyta, að ])eir sitja lcyrrir í embættum, þó að breytt sé um utanríkis- ráðherra. Þetta er auðvitað nauðsynlegt. Málin geta þá gengið sinn vanagang, þó að utanríkisráðherrann sé ekki stöðu sinni vaxinn. — Þjóðira- ar liafa og fulltrúa —* sendi- herra og ræðismenn — lijá þeim þjóðum, sem þær hafa einhver skifti við. — En jafnframt þessu kosta allar þjóðir kapps um, að vekja á sér eftirtekt ineðal ann- ara þjóða, t. d. með fræðandi greinum um fjárhag' sinn og menningu, í viðlesnum blöðum og tímaritum. Og reynslan hefir sýnt, að þetta er nauðsynlegt. — Það er i raun réttri lykill að verslun og viðskiftum einnar þjóðar við aðrar þjóðir, að þær þekki fjárhag liennar og menn- ingu sem allra hest. II. Meðferð íslenskra utanríkis- mála. Meðan sambandslögin eru í gildi, fara Danir með íslensk ut- anríkismál í uniboði íslendinga. — Fáir muriu liafa gert sér von- ir um, að Danir yrðu sérstak- lega stórvirkir eða lagvirkir við þessi störf, enda liefir það kom- ið betur og betur á daginn, með hverju árinu sem liður, að ís- lenslc utanríkismál eru í því megnasta ólagi, sem orðið get- ur. íslendingar hafa því miður síðan 1918, varpað öllum á- hyggjum sínum viðvikjandi málum þessum upp á Dani. En þótt þeir léti Dönuin eftir, að leitast fyrir um og undirbúa samninga inilli íslands og ann- ara ríkja, þá voru samt sem áður ærin störf fyrir hendi handa íslendinguni. Islendingum ríður á því, fremur en mörgu öðru, að vekja á sér eftirtekt annara þjóða, og það var þegar sýnt frá upphafi, að Danir mundu leggja litla stund á þennan þátt utanríkis- mála vorra. En Islendingar liafa verið furðu áhugalausir um þessi mál. Þess liefir stundum verið getið í Iblöðunum, er rangar og villandi sögur hafa birst erlend- is um ísland og íslendinga. En engum virðist liafa komið til Sængurver Lök Fiður Hálfdúnn ísl. æðardúnn Rúmstæði Rúmdýnur Lægst verð Sængurdúkar Fiðurhelt léreft Rekkjuvoðaefni Rúmteppi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.