Vísir - 28.03.1929, Síða 2
VtSIR
Bensdopps
súkkulaði og kakaó
tekup öllu öðru fram að gæðum. Verðið lágt.
Bipgdir altaf hép á staðnum.
JUNO'
eldavélar, hvítemail. Svart-
ar eldavélar frá Husquarna
verksm. Grænar eldavélar
og aðrar viðurkendar teg-
undir. — Miklar birgðir
fyrirliggjandi. — Þvotta-
pottar, email. og inoxyd,
ávalt til.
fl Einarsson í Fnt
Símskeyti
---X--
Khöfn 27. mars. FB.
Skipsbruni.
Frá Hamborg er síma'ð: í gær-
morgun kviknaði í hinu mikla skipi
„Evrópa“, sem er næstum því full-
gert í skipasmiðastööinni hér.
Skipið er fjörutíu og sex þúsund
smálestir að stærð og hafði ekkert
verið til sparað, að gera það eins
fullkomlega úr garði o'g unt er nú
á dögum. Eldurinn var að mestu
ieyti slöktur í gærkvöldi. Tjónið er
afar mikið. Sumir giska á, að tjón-
ið muni nema fjörutíu miljónum
marka. Enn þá er ókunnugt um,
hvort skipið er gereyðilagt. „Ev-
rópa“ var stærstá skip Þýskalands.
Það var eign Norddeutscher Lloyd.
Bretar og strandgæsla
Bandaríkjanna.
r* *
Frá London er símað: Ut af
framkomu amerísku strandgæslu-
mannanna gagnvart skonnortunni
„ImaIone“, skrifar blaðiö „Times“,
að hér sé um alvarlegt „diplomat-
ískt“ mál að ræða, réttur Banda-
ríkjaiina til þess að elta skip út fyr-
ir landhelgistakmörkin muni al-
ment verða vefengdur.
Samkomulag með Japönum
og Kínverjum.
Frá Shanghai er símað: Sam-
komulag hefir náðst, út af Tsinan-
deilimni frá siðaStliðnu vori, á
milli japanskra og kínverskra
stjórnarfulltrúa. Herlið Japana
verður kallað heim úr Shangtung-
héraði, þegar stjórnin í Kíná óg
stjórnin í Japan hafa skrifað und-
ir sáttasamninginn.
Spænsku flugmennirnir komnir til
Brasilíu.
Frá Bahia í Brasilíu er símað:
Spænsku ílugmennirnir Jimenez og
Iglesias eru komnir hingað eftir
hvíldarlaust flug frá Sevilla.
Útför Fochs marskálks.
Frá París er símað: Jaðarför
Fochs marskálks fór íram í gær.
yiðstödd jarðarförina var öll
írakkneska stjórnin, fulltrúar og
herdeildir flestra ríkja Banda-
manna og mikill fjöldi manna frá
ýmsum hlutum Frakklands. Öllum
skemtistöðum Parisar var lokað, til
þess að láta í Ijós j)jóðarsorg. Kist-
an verður geymd í Invalide-kirkj-
unni, nálægt gröf Napóleons.
Frá Alþingi
í gær.
—o—
Efri deild.
Frv. til 1. um rannsóknir í
þarfir atvinnuveganna var af-
greitt til neðri deildar.
Frv. til 1. um bæjarstjórn í
Hafnarfirði var sent til 3.
umr., með smábreytingu frá
allsbn.
Að tilhlutun stjórnarinnar eru
tvö frv. nýkomin fram og voru
bæði til 1. umr. Er annað um
mentaskóla og gagnfræðaskóla
í Reykjavík og á Akureyri. Var
því vísað til mentmn. Hitt er
um stjóm póstmála og sima-
mála. Fylgir því álit og tillög-
ur póstmálanefndar þeírrar, er
skipuð var snemma í vetur.
Er ekki nægur tími til að skýra
frá efni frumvarpa þessara að
sinni, en það verður ger.t bráð-
lega.
Neðri deild.
Þar varð loks lokið við 1.
urar, um myntlagafrv. Hafði
hún þá staðið í 5 daga. Yar því
vísað til fjhn. — Ekki varð
tími til að ræða önnur mál, þau
er á dagskrá voru, og voru þau
öll tekin út.
Florizel von Reuter.
Ilingað er væntanlegur með
„Brúarfossi“ heimsfrægur fiðlu-
snillingur, sem þar að auki er kunn-
ur' sem tónskáld og rithöfundur.
Af því að hann mun ætla að gefa
mönnum k'ost á a‘Ö heyra fi'Öluleik
sinn ,og sömuleiðis að flytja erindi
úr ræðustól, munu menn vilja vita
á honum nokkur deili.
Fyrir 20—25 árum mátti lesa i
blöðum og tímaritum víðsvegar um
alla Norðurálfu sögur um undra-
barn, sem hrifi menn með fiðluleik
sínum. Það var Florizel von Reuter.
Hann var fæddur í Davenport í
Bandaríkjunun; árið 1893, og liafði
snemma borið á því, aö þann væri
gæddur afburða tónlistagáfu. Þeg-
ar á þriðja ári gat hann þekt hvern
tón, sem hann heyrði álengdar.
Honum var gefin ljtil íiðla, og
komst háhn fljótt upp á að leika á
hana og fór þó einkum fljótt fram,
er hann komst undir handleiðslu
góðra kennara. Atta ára var hann,
þegar hann hélt fyrsta tónleik sinn
opinberlega, og níu ára fékk haiin
verðlaunapening fyrir „afburða
kunnáttu. í íiðluleik“. Eftir fá ár
tók hann að ferðast um, og fór svo
mikið orð af honum, að jafnvel kon-
ungar og þjóðhöfðingjar keptust um
að fá hann til að leika fyrir síg,
alt frá - MacKinley, Bandaríkjafor-
seta og austur til gamla Abdul Ha-
mid Tyrkjasoldáns. í London hélt
hann 20 tónleika í röð, og annars-
staðar á Englandi 85, og þrisvar
var hann jiá boðaður á fund kon-
ungs, til að leika fyrir hann. Elísa-
bet Rúmenadrotning, sem jiekt er
undir skáldkonunafninu Carmen
■Sylva, hafði sérstakt uppáhald á
Florizel, og lét hann og móður hans
húa hjá sér mánuðum saman. —
Leið nú svo tíminn, að ýmist var
Florizel á tónleikaferðum um Ev-
rópu eða Ameríku, eða hann tók
sér tíma og stundaði nám af kappi.
— Nú cr jtaíf svo með suma af-
burða snillinga i einhverri grein, að
þeir eru treggáfaðir á flest annað.
En svo var það ekki með Florizel.
Hann var strax listfengur á ýmis-
legt fleira en tónlist, og námssjór
með afbrigðum. Þegar hann var 5
ára, svaraði haun rétt 500 spurning-
um, úr landafræði, sögu og fleiri
námsgreinum, sem nefnd prófessora
við Chicago-háskólann lagði fyrir
hatin. — Síðar kom í ljós, að hann
var lika gæddur vísindalegri dóm-
greind og afbragðs rithöfundar-
hæfileikum. — Stríðið setti tón-
leikastarfsemí hans skorSur, og tók
hann um fjögra ára bil fasta stöðu,
sem kennari við tónlistaháskólann
í Zúrich. Árið 1920 lét hann af jrví
starfi og tók að ferðast um að nýjr.
Taldist svo til í fyrra, að hann hefði
frá byrjun leikið á nær 2500 tón-
leikum samtals. Iiefir móðir hans
verið með honum á öllum ferðum
hans, og er enn.
Um fiðluleik v. Reuters er það
sagt, að hann sé ef til vill gæddur
mestri kunnáttu og leikni af öllum
núlifandi fiðluleikurum, enda hefir
hann spreytt sig á verkum Paga-
ninis mcira en nokkur annar, en
jiau eru sögð vera hið jiyngsta, sem
til er af tónverkum fyrir fiðlu.
En á sviði tónlistar er v. Reuter
fleira til lista Iagt en fíðluleikurinn.
Hann er þektur sem tónskáld. Þrjá
söngleiki héfir hann samið, bæði
texta og tóna, nokkur orkesterverk
og sömuleiðis fáein fiðlulög. Þá
hefir hann og búið undir prentun,
mörg verk annara tónskálda. —
Hljómsveit hefir hann oft stjórnað
og duglegtir klaverleikari er hann
sagður.
Sein rithöfundur er v. Reuter nú
orðinn kunnur. Bók hefir hann rit-
að á þýsku um sóló-fiðlutónlist,
uppruna hennar og sögu. ■— En sú
bók, sem mést hefir komið rithöf-
undarnafni hans á loft út um heim-
inn, snertir ekki listgrein hans, hekl-
ur sálrænar rannsóknir, sem hann
tók að stunda fyrir nær 4 árum.
Bókin kom út á árinu sem leið, og
heitir „Psychical Experiences of a
Musician“ (The Psychic Press, 2
Victoria St„ London S. W. 1).
Þessi bók er jiegar orðin nokkuð
kunn hér á landi. Hún hefir fengist
i bókabúðum, og í Sálarrannsóknar-
félaginu flutti Halldór Jónasson er-
indi um hana stiemma í vetur, og
mun jia'Ö ve . á leiðinni að koma
út, í tímaritinu „Morgni“.
Enginn efi er á ])ví, að heimsók'.i
þessa fræga merkismanns vekur hér
mikla athygli. og er víst, að rnerm
hlakka Iiæði til að heyra fiðluleik
hans og sömuleiðis til að hlusta á
hvað hánn hefir af rannsóknum sín-
uin að segja.
ep það súkkulaði, sem
allap aðpap súkkulaði
teg. epu dæmdap ettip.
Jósep Einarsson
stud. mag.
Meinleg örlög margan brjá
mann og ræna dögum.
Sá er löngum endir á
íslendinga sögum.
Þorsteinn Erlingsson.
Þessi staka kom í liug mér,
er sú sorgarfregn barst sunnan
um bafiÖ, að Jósep Einarsson,
skólabróðir minn, væri látinn.
Það er í senn bæði sviplegt og
sorglegt er efnismenn deyja í
blóma aldurs síns. Manni finst
það líkt og vorgróðurinn fölni
og deyi í liörðu vorhreti. Og það
eru „meinleg örlög“, að minsta
kosti fyrir ættjörðina, að fá ekki
að njóta ávaxtanna af starfi
því, sem þeir liafa ætlað að
helga líf sitt. Er þetta annað
höggið, sem bvíti dauði befir
böggvið í flokk vorn, þeirra,
sem sæti áttum í 4. bekk menta-
skólans almenna veturinn 1924
.—1925. Og liefir bann nú orð-
ið ærið þunghöggur. Nenni eg
ekki að láta svo góðan skóla-
bróður og góðan dreng liggja ó-
bættan lijá garði.
Jósep Einarsson var fæddur
að Svalbarða í Dalasýslu 23.
maí 1903. Var hann af g'óðu
bændafólki kominn. En for-
eldrar liaps voru fremur fátæk-
ir, enda áttu fyrir mikilli ómegð
að sjá. En allir synir þeirra hafa
komist óvenju vel.til manns og
allir gengið mentaleiðina að ein-
hverju leyti. Bræður lians eru
þeir: Pálmi búnaðarráðunaut-
ur, Ólafur, stud. med., og Krist-
ján gagnfræðingur.
Jósep átti við fjárskort og
örðugleika að strí'ða, svo að
segja frá vöggu til grafar. Með
litlum undirbúningi settist bann
í 3. bekk gagnfræðaskólans á
Akureyri og tók próf þaðan ár-
ið 1922 með mjög góðri ein-
kunn. Gat bann ekki haldið á-
fram námi sakir fjárskorts og
leið ])ví einn vetur þar til að
liann setíist í 4. bekk menta-
skólans almenna baustið 1921
og' tók j)róf upp í 5. bekk um
vorið. Næsta vetur las liann ut-
anskóla undir stúdentspróf, er
liann tók þá um vorið (1926)
með II. einkunn. Veturinn eftir
las bann forspjallsvísindi bér
við háskólann. Lá bann alllengi
vestra, en iirestist með vorinu.
Einnig kendi bann allmikið.
Eigi að síður tók liann próf í
forspjallsvísindum með I. ágæt-
is einkunn vorið 1927. Um
haustið sigldi hann til báskól-
ans í Kau]>mannaböfn og lagði
þar stund á lieimspéki. Þann
vetur fór alvarlega að brydda á
sjúkdómi þeim, sem dró bann
loks til dauða. Hann fekk þó
nokkura heilsu aftur og byrjaði
nám við háskólann s. 1. baust.
Þá veiktist bann aftur og lést
22. f. m. í heilsuhæli.
Eg kyntist Jósepi i 4. bekk
mentaskólans og likaði betur
Vejg- 00 gólfflísar,
miklar birgðir ávalt
fyrirliggjandi.
1. Eiiarssos 1M.
Hrossadeildin,
Njálsgötu 23. Sími 2349.
við hann með hverjum degi.
Hann var bæglátur bversdags-
lega og fáskiftinn, en gat verið
ræðinn í kunningjalióp. Hann
tók lítinn þátt í skólalifinu,
enda bafði hann að vonum
fremur litlar mætur á skólan-
um og þeim anda er þar ríkti.
Námsmaður var bann góður,
ekki svo mjög vegna þess, hve
fljótur hann var að nema, held-
ur líka sökum viljaþreks sín8
og kostgæfni. Hann gekk heill
en ekki hálfur að þeim úrlausn-
arefnum er liann bafði með
höndum þá og þá stundina og
gat manna best einbeitt hug
sínum að þeim. Auk þess, að
hann var góður námsmaður,
var hann vel greindur maður,
sem oft verður sorglegur mis-
brestur á að fari saman. En þó
er það ótalið, seín veitti bonum
mesta verðleika. Alt sem liann
fekst við, vildi bann sem best
af liendi leysa. Kom þessí
skyldurækni lians fram i bví-
vetna, og ekki vildi hann vamm
sitt vita í nokkuru. Samfara
þessu var geysimikil skapfesta
og viljastyrkur. Yildi bann kom-
ast að settu niarki, bvað sem
það kostaði. Þrátt fyrir féleysi
braust bann mentaleiðina. Of-
bauð liann þá beilsu sinni með
of mikilli áreynslu. Auk þess
sem. bann varði fám árum til
námsins, varð liann að háfa of-
an af fyrir sér með kenslu. T.
d., þegar hann nam 5, og 6.
bekkjar nám á einum vetri,
varð liann að kenna með. Mun
óhætt að segja, að óblíð lífs-
kjör liafi átt drjúgan þátt í að
skapa þessum unga manni ald-
urtila. Þegar i 4. bekk faim
bann til nokkurrar brjóstveilu,
er siðar ágerðist.
• Eg er Iþess fullvís, að liann
hefir beðið dauðans fjarri
frændum í framandi landi með
]>eirri festu og þólinmæði, sem
honum var lagin.
Nú sendum vér skólasystkini■
bans honum árnaðaróskir vor-
ar til landsins bandan við gröf
og dauða.
Þótt æfisól þessa látna bróð-
ur vors sé í sæ sigin, þá lifir þó
minning hans i hugum vina
bans og línnenda. — Þar verða
s&lblik.
Reykjavík, 15. mars 1929.
Jóhann Sveinsson
frá Flögu.