Vísir - 17.05.1929, Blaðsíða 2
VtSIR
Nýkomið:
BoFdsmjðrlíki „Pfima
do. „Exti»a“ :p®
Bakapasmjðpliki „B“
do. „B B“
Fyrsta flokks vörur með mjög vel samkepnlsfæru verði.
Grammðfóoplðtor.
Allra nýjustu lög. Mikið úr-
val. Af hverju að gefa 5 krón-
ur fyrir 1 plötu, þegar við selj-
um þessar skínandi fallegu
grammófónplötur á að eins
kr. 2,95.
Klöpp.
Símskeyti
—o—
Khöfn, 16. maí. FB.
Eldsvoði í Cleveland.
Frá Cleveland, Ohioríki, U.
S. A., er símað til Ritzau frétta-
stofunnar, að sprenging hafi
orðið í Röntgenstofu spítala
nokkurs þar i borg. Kviknaði
þegar í spitalanum. Eiturgas frá
efnarannsóknarstofu spítalans,
breiddist út um alla bygging-
una og gerði erfitt fyiár um
björgunarstarfið. Kunnugt er
orðið, að 80 manneskjur hafa
farist í brunanum, aðallega
sjuklingar, en 'einnig nokkrir
læknar og hjúkrunarkonur. Eit-
urgas breiddist út mn nágrenni
spítalans. Margir, sem þar voru
á gangi, hnigu niður meðvitund-
arlausir af gaseitrun.
Önnur Ameríkuför Graf Zeppe-
lin. Frakkar setja ákvæði um
flugið yfir Frakkland.
Frá Friedrichsliaven er sím-
að: Loftskipið Graf Zeppelin
flaug af stað klukkan 6 í morg-
un áleiðis til New York borgar.
Nitján farþegar eru í loftskip-
inu. Stjómin i Frakklandi leyfði
loftskipinu að fljúga yfir Frakk-
land, en krafðist þess þó, að
flugið yfir Frakkland tæki ekki
nema í mesta lagi tvær klukku-
stundir. Ennfremur lagði stjórn-
in bann við því, að áhöfn lofl-
skipsins eða farjjegar tælcju
myndir, á meðan það væri yfir
Frakklandi, og eins bannaði
stjórnin að flogið væri yfir vígi
landsins.
Ráðstjórnarheimboð þegið.
Frá London er símað lil
Kaupmannahafnarblaðsins Poli-
tiken, að amerísk-rússneska
verslunarstofan í New York hafi
þegið boð rússnesku ráðstjórn-
arinnar um að senda nefnd til
Rússlands í júlímánuði, til þess
að athuga viðskiftamöguleika.
Khöfn 17. maí. FB.
Spítalabruninn í Cleveland.
Frá Cleveland er símað: 125
manneskjur fórust i spítala-
brunahum hér, langflestar af
völdum eiturgassins. 40 mann-
eskjur eru enn hættulega veik-
ar.
Graf Zeppelin snýr heimleiðis.
Frá Friedrichshaven er sím-
að: Tveir mótorar loftskips-
ins Graf Zeppelin biluðu, þeg-
ar loftskipið var vfir Spáni.
Sneri það við aftur hingað til
viðgerðar.
Utan af landi.
—x—
Tlorgarnesi 17. maí. FB.
Sýslufundur Borgarfjarðar-
sýslu samþ}*kti 15. þ. m. í einu
hljóði, að leggja 30 þúsund
kr. til liéraðsskóla í Reykholti.
(Fyrir nokkru samþjkti
ungmennasambandið að lcggja
20 þús. kr. til skólans og sömu-
leiðis hefir sýslufundur Mýra-
sýslu samþykt að leggja 30
þús. kr. til skólans. Samkvæmt
lögum leggur ríkið til jafn-
mikið fé og héraðsbúar, sem
þannig verður 80 þús. kr.).
Búist er við að framkvæmd-
ir byrji bráðlega. Er gert ráð
fyrir að skólastarfsemi í Reyk-
holti hefjist haustið 1930.
Fi»á Alþingi
í gær.
SAMEINAÐ ÞING.
Stuttur fundur var haldinn
i sameinuðu þingi í gærmorg-
un. Var þar kosin þingfarar-
kaupsnefnd.
s^-ví-a
EFIiI DEILD.
Fævsla kjördags var lil 2.
umr. og slóð hún lengi yfir.
Dómsmálaráðlierra kom fram •
með þá breytingartillögu að
hafa kjördagana 2; fyrsta
vetrardag fyrir kaupstaði og
fyrsta laugardag í júlímánuði
fyrir sveitakjördæmi. Þessa
tillögu tók hann aftur, með
því að telja má víst, að frv.
næði ekki fram að ganga á
þesSu þingi ef því verður að
nokkru breytl í efri deild, þar
sem svo er áliðið þings. Erling-
ur lók hana þá upp en hún var
fekl. Jón Baldvinsson kom
einnig með lillögu um að kjör-
dagar skyldu vera tveir: 1.
vetrardagur i kaupstöðum, en
10. sept. annarsstaðar. Það
var einnig felt. Þá bar hann
og fram tillögu um að kjör-
dagur skuli vera lögákveðinn
almennur hvíldardagur. Það
féll líka, og var frv. samþykt
óbreytt til 3. umr.
Nokkur frv. fóru til 3. umr.
og urðu litlar umræður um, og
að síðustu var farið að ræða
laganefndina og dróst það
fram á nótt.
NEÐRI DEILD.
Rýmkun landhelginnar. —
Pétur Ottesen bar fram svo-
hljóðandi þingsályktun: „Al-
þingi ályktar að skora á rikis-
stjórnina að gera alt, sem i
hennar valdi stendnr, íil þess
að fá þvi frámgengt, að land-
helgi Islands verði rýmkuð,
svo að innan hennar séu allir
firðir og flóar og helstu báta-
mið.“ Tillagan var samþykt.
Sameininig pósts og síma.
Nýjav vöpup :
Garðkönnur, allar stærðir.
Bílaskrár og Látúnshandföngin
eftlrsóttu. Sand-, Sápu- og
Sóda-hillurnar sárþráðu með
tilh. hilluhné, allar stærðir.
Kartöflupressurnar góðkunnu.
Búðarausur og Vogir allar gerð-
ir. Vogarlóð. Mjólkurbrúsar, all-
ar stærðir, með Iandsins lægsta
verði. — Verkfæri, allar teg.
mesta úrval á Iandinu. Ljáblöð-
in þjóðfrægu. Ljáklöppur.
Steðjar. Hverfisteinar. Ljábrýn-
in gamalkunnu, ekki nýja teg.
sem ekki er talin nothæf o. m.
m. fl.
Versl. B. H. Bjarnason.
Frv. til 1. um stjórn póstmála
og símamála var til 3. umr. og
var endursent efri deild með
þeirri breytingu, að skýrt var
tekið fram, að sameiningunni
skyldi að eins komið á jafn-
óðum og stöður losni, nema
því að eins að verulegur spam-
aður verði að fyrir rikissjóð.
Síldareinkasalan. — Harðar
umræður urðu enn um breyt-
ingarnar á síldareinkasölulög-
unum. Var frv. síðan endur-
sent til efri deildar.
Athupsemd.
í grein eftir Lárus Jóhannes-
son hæstaréttarmálaflutnings-
mann í 16. tbl. „Varðar“ 6. f.
m., með fyrirsögn „Ákæruvald-
ið“* stendur skrifað það sem
hér fer á eftír:
„Það var Iíka fljótt sýnilegt
hversvegna þetta var gert“ (að
láta fara fram rannsókn hjá föð-
Ur greinarhöfundarins, Jóliann-
esi bæjarfógeta Jóhannessynri,
um meðferð lians á vöxtum af
fjármunum búa, er hann hafði
haft undir. höndum um sína
embættistíð), „þvi skýrsla end-
urskoðendanna sncrist nær ein-
göngu í þá ált að staðfesta það,
sem allir vissu, sem aldrei hafði
verið farið leynt með, og það
sem viðgengist hafði hjá öllum
sýslumönnum og bæjarfógetum
Iandsíns, að ávaxta ekki og til-
færa ekki vexti af búafé, hvorki
inneignum búanna hjá skiftaráð-
endum, né skuldum þeirra við
þá, nema sérstakar ástæður
væru fyrii- liendi.
Eg ætla ekki að fara út í það
hér, að færa rök fyrir þessari al-
gildu reglu, það eitt er nóg, að
sýna fram á ólikindin, scm í þvi
felast, áð hér sé um lagabrot að
ræða, þegar þessi regla liefir
veríð framkvæmd af undan-
tekningarlaust öllum sýslu-
mönnum og bæjarfógetum
landsins frá fyrstu bjTjun og
fram á þennan dag undir eftir-
liti æðstu stjórnarvalda og með
samþykki hlntaðeigandi skuld-
heimtumanná og erfingja.“
Það gefur að skilja að slíkar
fullyrðingar sem þessar, er
eklvi skilja eftir Vvo mikið
sem smugu fyrir neina und-
antekningu, fer enginn að
gera alveg út í bláinn. Það er
bert að liinn heiðraði greinar-
höfundur hefir haft fyrír sér
heimild eða heimildir, sem liann
hefir lialdið sig mega treysta og
komið hafa honuni til að taka
svo djúpt í árinni scm liann ger-
ir. Annars er svo að sjá að hann
telji umrædda meðferð embætt-
ismanna á fé, sem þeim er trú-
að fyrir, leyfilega og vítalausa,
jjví hann segir að liann ætli ekki
Klepp selur:
Stór koddaver til að skifta í tvent á 2,45, góð, bleik efná
í sængurver, 5 krónur í v.erið, lakaefni 2,95 í lakið. Sterkui-
undirsængurdúkur, tvíbreiðui-, á 3,90 meter, eða 13 til 14
krónur i tveggja manna sæng, góð, stór handklæði á 95 au.,
kvenbuxur á 1,85, fallegir lcvenbolir með silkiteinum á 2,25,
góð karlmannanærföt á 4,90 settið, brúnar vinnuskyrtur á
4,90, hvítar Byrons-skyrtur á 6,90, fallegar golftreyjur seljást
ódýrt, allsk. sokkar altaf ódýrastir hjá okkur og svo margt fl.
3ELOPP, Laugareg 28.
„Breimabor“ og „Phönlx“ fyrlrllggjautU í öllam Htum.
Ennfr. fjórhjóla-, þríhjólavagaar og hlaupahjól fyrlr
hörn í afar mlklu úrvali. — Heildsölu og smáeölu.
FÁLKINN,
Siml 670.
I hátíðamatinn 1
Orísakjöt. I Smjör,
Nautakjöt, Ostap,
Hangikjöt, | Egg.
Hiðursuðuvörur, margskonar. — Alt afbragðsvörur.
Gerið 8yo vel að panta tímanlega.
Matarbðð Siáturfélagsins.
Laugaveg 42. Sími 812.
að „fara út I !það“ hér, að „færa
rök“ fyrir þessari „aigildu
reglu“. Hann lætur sér hitt
nægja, að sýna fram á hver
ólíkindi sé til þess, að hér sé
um lagabrot að ræða, „þegar
þessi regla hefir verið fram-
kvænid af undantekningarlaust
öllum“ osfrv.
Það er illa farið að greinar-
höfundurinn skyldi ykki velja
fyrri kostinn af þeim tveimur,
sem ];iann nefnir ,og „færa
rök fyrir þessari algildu
reglu“. Því að annars er
það algild regla í viðskifta-
Iífi manna, bæði liér á laiidi og
annars staðar, að sá, sem á höf-
uðstól, hvort hann er held-
ur stór eða lítill, á einnig arð-
inn, sem sá liöfuðstóll gefur
af sér, meðan enginn annar
Jiefir öðlast löglegt tilkall til
hans. Það væri þvi engin van-
þörf á og kæmi mörgum manni
vel, að sýnt væri fram á að til
væri undantekning frá þessari
algildu reglu, t. d. sú, að jjegar
máður deyr eða verður gjald-
jjrota og lætur eftir sig eða af-
hendir fjármuni, sem annað
hvort eru þá jjegar komnir á
vöxtu eða eru gerðir arðberandi
meðan bú hans er undir slcift-
um, þá skuli ekki erfingjar hans
eða skuldheimtumenn eignast
vextina, heldur skiftaráðandinn
i búinu. Það er hætt við að veitt
hefði erfitt að sannfæra menn
um tilveru slíkrar undantekn-
ingar. En með liinni aðferðinni,
að vísa að eins til þess, að þess-
ari reglu hafi ætíð verið fylgt af
öllum sýslumönnum og bæjar-
fógetiun landsins án undantekn-
ingar, reisir greinarliöfundur-
Gulrætar,
Blaðlaukur
nýkomið i
Nýlendiuvörudelld
Jes Zlmsen.
inn sér einnig liurðarás iun öxl.
Því að sé slíkt atferli á annað
borð óleyfilegt og sakvuemt, þá
verður iþað ekki leyfilegt og
ósaknæmt fyrir það, að allir
gera sig seka uxn það. En nú
bætist hér við að það er ekkí
satt, að þetta geri allir eða hafi
gert. Staðliæfingar greinarhöf-
undarins eru svo lagaðar, að
þær neyða mig til að lýsa því
yfir fyrir nxitt leyti, að lieimild
sú eða heimildir, senx hanXx hef-
ir stuðst við jxegar hann bar mér
á brýn að eg liefði liegðað mér
jxaiinig meðan eg var við em-
bætti, eru uppspuni einn. Þegar
eg ávaxtaði peninga, er til-
heyrðu búum í minni umsjón
og ábyrgð, færði eg, vitanlega,
búunum vextina til tekna, en
eklii sjálfum uxér, og jxegar mér
voru afheut með búi arðberandi
skírteini, er jxað átti, t. d. spari-
sjóðsbók, þá hélt liún áfram að
bera búinu arð uxeðan hún var
í eigu jxess og uokkuð var eftir
í lienni.
Sig'urður Þórðarson
fyrrum sýslumaður.