Vísir - 28.05.1929, Side 3
VISIR
Himi 4. íebrfiar í
miljdnina
ár var lokið við að smíða
at nýja Ford, A-gerðinni.
fyrstu
O ÚMT ár er nú síðan nýi Ford
kom fram á sjónarsviðið. Það
er því eigi úr vegi að rifja upp fyrir
sér, hvað gerst hefir á þessu tíma-
bili.
Framleiðslan hefir stöðugt aukist,
— úr 200 bílum upp í 8000 bíla á dag.
Hinn 4. febrúar var búið að smíða
fyrstu miljónina. Það er gert ráð
fyrir, að tveim miljónum nýrra bíla
verði hleypt af stokkunum á þessu ári.
Það eru háar tölur, en að vísu að-
eins tölur. Það sem skiftir máli, er,
að á nýja Ford rættust allar vonirn-
ar, sem við hann voru tengdar, og
hafa fullkomnari efndir orðið á lof-
urðunum frá því í janúar 1928.
Nýi FordL svarap fullltom-
lega tilgaugi sínum sem
fypipmyndar bíll.
Frá upphafi var það tilgangur vor
að gera eins góðan bíl og frekast var
auðið og svo ódýran, sem verða mætti.
í samfleytt 20 ár og rúmlega þó höf-
um vér unnið að þessu, og að sjálf-
sögðu býst almenningur við, að vér
höldum áfram á sömu braut.
Vér höfum talið það skyldu vora
að vanda vel um frágang og efnisval
og ekkert látum vér aftra oss í áform-
um vorum. Engin breyting er gerð af
nýungagirni og þær einar teknar upp,
sem ótvíræð reynsla hefir sannað, að
eru til verulegra bóta.
Orðstír sinn hefir nýi Ford fengið
fyrir það, að undirstaðan fyrir smíð-
unum er heilbrigð. Það er af og frá,
að það megi skoða hann sem tilraun
eina.
Öll viðleitni hefir miðað að því að
ná b e s t u m árangri með sem ailra
einfaldastri vél. Hér hefir raunþekk-
ingin komið að haldi. AHa þá reynslu
og alla þá þekkingu, sem vér höfum
aflað oss við smíðina á 15 miljónum
bíla, höfum vér notfært oss við smíð-
ina á nýja Ford.
N ý j i Ford er árangurinn af
þekkingu þeirri, er vér liöfum
fengið við það að smíða 15 miljón-
ir bíla.
Að vorum dómi er þetta mikilvæg-
asti þátturinn í starfi voru til efl-
ingar og þróunar mannkyninu og
í þágu daglegrar velferðar miljóna
einstaklinga.
Vafalaust hafið þér átt kost á að dást
að lipurð hans í viðtakinu og því,
hversu léttilega hann rennur brött-
ustu brekkur á hæsta gíri. Og ef þér
eigið sjálfur nýja Ford, kunnið þér
án efa að meta hversu ódýr hann er í
notkun og viðhaldi.
Hreyfillinn er hjarta bílsins. En það
er líka fleira, sem er nærri jafn þýð-
ingarmikið. Vér eigum sérstaklega
við hið aukna öryggi, sem hemluút-
búnaðurinn í nýja Ford veitir (6 heml-
ur), hinn mjúka gang jafnvel á geysi-
hraða, hið fagra útlit hans í línum og
litum, hina auðveldu stjórn, vindhlíf-
arnar úr Triplex-gleri, sem ekki möl-
brotnar en aðeins getur sprungið, og
hversu traustlega yfirbyggingin er raf-
soðin við grindina.
I sem fæstum orðum má segja, að
nýji Ford fullnægi fylstu kröfum, sem
gerðar verða. í honum er ekkert ein-
ungis til að sýnast. Það er jafn vand-
að til hvers einasta smáhlutar í honum.
Göður bíll, sem altaf er
verid að bæta.
Nýji Ford var góður bíll, þegar hann
kom fyrst á markaðinn. Vjer gengum
úr skugga um það áður en salan á
honum hófst. 1 dag er hann betri bíll
en hann var þá. Vér erum stöðugt að
vinna að endurbótum á honum. Óðar
en vér verðum þess varir, að eitthvað
fer betur á annan hátt, framkvæmum
vér breytinguna. Vér fáumst ekki við
það að hleypa nýjum gerðum af stokk-
unum á hverju ári, og hvers vegna
ættum vér líka að vera að því!
Það er ætlunin, að allir, sem hafa
eignast nýja Ford, njóti góðs af breyt-
ingum þeim, er vér höfum gert á
honum til bóta, og það er enginn vandi
að koma þeim fyrir. Alt, sem gert er,
miðar að þessu eina: Að láta hvern
mann með sæmilegum árstekjum njóta
hlunninda þeirra, sem þetta afar ódýra
nýtísku farartæki veitir.
Mreyfillism hefui* fyili-
lega staðist reynsluna.
Hvílíkt orð hefir hann ekki þegar
fengið á sig fyrir kraft sinn, mjúk-
leika, traustleika, endingu, sparneytni
og fyrir það, hve fljótt og vel hann
tekur við sér. Og það sem mest er
um vert fyrir það í hversu ríkum
mæli og hve dásamlega allir þessir
kostir eru sameinaðir í svo ódýrum
bíl án þess að slakað sé til á kröfum
á nokkuru sviði. Almenningsheillin var
höfð fyrir augum við alla gerð hreyf-
ilsins, — vér vissusn, að menn væntu
þess besta frá oss, og vér smíðuðum
þann hreyfil, sem að okkar viti var
sá besti. Reynslan hefir fært oss heim
sanninn um, að vér fórum eigi villir
vegar.
Notagildi hreyfiltins —
sannap hveps virði hin
eirafalda gerd hans er.
Þér getið daglega litið yfirburði nýja
Fords í hinni einföldu samsetningu
hans, í hinu framúrskarandi sam-
ræmi allra hluta, vandvirkninni í hví-
vetna og efnisgæðum hinna smæstu
sem stærstu hluta.
Nýi Ford getur farið meira en 100
kílómetra á klukkustund, og ætti þessi
hraði að fullnægja hverjum sem er.
Hiutverk vort er að gera eins
gódan bil og trekast er audið og
svo ódýran, sem verða má. Með
hverjum deg-inum sannar nýi Ford
betur og betur, að oss hetir tekist
þetta.