Vísir - 29.05.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1929, Blaðsíða 2
VISIR gúmmísólar og hælav endast þretalt á við leður. Vatnsheliir — Þægilegir — Öiírir. Nauðsynlegii* fyrir alla, sem slíta mlklu skóleðj*!. Birgðip hér á ataðnum. Símskeyti —o--- Khöfn 28. maí. FB. Kosningar í Belgíu. Frá Bríissel er símat5: Kosning- ar til beggja deilda þingsins fóru fram i fyrradag. FullnaÖarúrslit eru ennþá ókunn. Samkvæmt hingað til kunnum úrslitum hafa frjálslyndir unnið sex þingsæti, flæmski flokk- urinn þrjú og socialistar tapaS fimm og kaþólski flokkurinn þremur sæt- um í neðri deild þingsins. i Heimsmet í þolflugi. Frá Forth Worth í Texas er sítn- að: Amerískir flugmenn, Robbins og Kelly, hafa flogið hvíldarlaust í rúmlega hundrað sjötíu og tvær klukkustundir, og settu heimsmet i þolflugi. Fengu bensín frá öðrum flugvélum á fluginu. Leiðangur til suðurheimskautslanda. Frá London er símað: Skipið Discovery, með þátttakendur í suð- urheimskautsleiðangri D. Mawsons fer héðan í byrjun ágústmánaðar til Cape Town, þaðan til suður- heimskautslandanna. Tólf vísinda- menn taka þátt í leiðangrinum. Utan af landi. —o— Vestm.eyjum 29. maí. FB. Skipstjórinn á Rheinland, Ernst Glusing, var dæmdur til þess að greiða 5000 kr. í hlerasekt. Sam- þykti hann dóminn. Karl Schmidth áfrýjaði. Emma Reimer var tekin við Ingólfshöfða, en Rheinland við Portland. Alþmgishátiðin og Banáaríkin. —o— FB. 28. maí. Heimskringla skýrir frá þvi þ. 24. apríl, að þann 15. hafi Mr. Burtness, þingmaður í neðri deild þjóðþings Bandaríkjanna, borið fram eftirfarandi þingsályktunar- tillögu, sem vísað ’var til utanríkis- málanefndarinnar: Að heimila forsetanum að þiggja boð konungsríkisins íslands, um þátttöku í þúsund ára afmælishátíð Alþingis og í tilefni af ])ví, að gefa íslensku þjóðinni standmynd af Leifi Eiríkssyni. Með því að ísland, þetta stór- merka söguland Evrópu, sjálfstætt ríki í samtfandi við Danmöku. held- ur hátíðlegt 1930, þúsund ára af- mæli löggjafar-þingstofnunar sinn- ar, og hefir boðið Bandaríkjunum að taka þátt í því; og Með því. að núverandi löggjafar- 930, á hinum nafnfrægu Þingvöll- um, skamt frá núverandi höfuðstað landsins, og á sér, sem löggjafar- þing, sögu að baki, er nær yfir fleiri aldir, en löggjafarþing nokkurrar annarar nútímaþjóðar, og er sem slíkt fyrirmynd öllum lýðræðis- stjórnum; og Með þvi, að fyrsti hvíti maður- inn, er steig fæti á ameríska jörð, var innborinn Islendingur, Leifur Eiríksson (sonur Eiríks rauöa, Norðmanns, er bólfestu hafði tekið á íslandi), ötull og æðrulaus far- maður, sem slóst í för með föður' sínum til Grænlands, árið 985, og síðar lagði þaðan í haf til Noregs, og fann meginland Ameríku, í baka leið, árið 1000, en með þeim at- burði hefst fyrst með sanni saga Ameríku; og f Með því, aö saga þessarar djarf- huga smáþjóðar er á margan hátt ofin í sögu vors eigin lands, fyrir lærdómsáhrif hinna gagnmerku bók- menta hennar, og sérstaklega með landnámi i víðflæmi Norð-Vestur- landsins, margra búhygginna, af- kastasamra og gáfaðra manna frá íslandi, er ásamt afkomendum sín- um mynda ekki einungis eftirtekt- arvert brot, í flokk bestu borgara vorra, heldur hafa einnig lagt álit- legan skerf til velmegunar, fræðslu- mála, vísindaþekkingar, viðskifta- megins, lista og menningar þjóðar vorrar: Því skal svo ályktað af ÖldungadeUd og Fulltrúadeild Bandaríkja Ameríku, á sameigin- legu ríkisþingi, Að forsetanum skuli og sé hér með heimilað, og hann beðinn að þiggja boð forseta löggjafarþings Konungsríkisins íslands (Alþingis) til stjórnarvalda Bandaríkja (Ame- ríku) að tilnefna opinbera fulltrúa amerísku þjóöarinnar, til þessara hátíðahalda þúsund ára afmælis Al- þingis, þjóðþings íslendinga, með því að tilnefna og senda fimm sér- staka fulltrúa, til þess að taka þátt x þessari hátíð af hálfu stjórnar- valda Bandaríkja Ameríku; og að foretanum skuli, og sé hér með ennfremur heimilað og hann beð- inn aíi útvega viðeigandi standmynd af Leifi Eiríkssyni og frambera nefnda standmynd sem gjöf frá amerísku þjóðinni, íslensku þjóð- inni til handa, í tilefni af þátttöku Ameríkumanna i þessum hátíða- höldum. Að til þess að standa straum af kostnaöi við þátttöku stjórnarvalda Bandaríkjanna i nefndum hátíða- höldum, eins og áður er talið, sé hér með heimiluð veiting þess fjár, er nauðsynlegt kann að vera, og teljist þar til fargjald og fæðis- kostnaður (án tillits til fyrirmæla hvers kyns áður gildandi laga), laun myndhöggvara, og önnur þau út- gjöld, er forsetanum þykir við eiga. — Fiinm merkismenn í Bandarikj- unum standa að þessari tillögu, og eru tveir þeirra íslendingár, Guð- mundur Grímsson dómari í Rugby, North-Dakota. og. Gunnar B. Björnsson, í St. Paul, Minn., fom maður skattanefndarinnar í Minne- sota. Eru þeir í heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins. Hafa þeir fengið í lið meS sér hina þrjá, þá: Mr. Burtness, fulltrúadeildarþing- mann frá North-Dakota, en hann flytur tillöguna í fulltrúadeild þjóð- þingsins, og Öldungadeildarþing- mennina Shipstcad frá Minnesota og Frazier frá North Dakota. . Trjáræktarstöðin við Raaðavatn. —o— Hver á hana? — Hver hirðir um hana? —o— Sagt er að árið 1903 hafi ver- ið stofnað skógræktarfélag í Reykjavík. Félag þetta keypti sér land við Rauðavatn. Þar skyldu gerðar tilraunir með skóg- og trjárækt. Fyrstu árin var mikið að þessu unnið. Við Rauðavatn var gróðursettur fjöldi trjáa, síðan komið upp trjáreitum, sáð trjáfræi og aldar upp ungar trjáplöntur. Alt virt- ist vera í foesta gengi og vel á stað farið, vonir manna á mögu- leika til trjáræktar að rætast. En svo lítur út fyrir að þolin- mæði og hirðusemi skógræktar- félagsins hafi verið ofboðið. Trén eigi vaxið nógu fljótt. þvi að alt í einu (mér er eigi kunn- ugt um hvenær) er hætt að hirða um blettinn. Girðingunni eigi einu sinni haldið við, svo að sauðfé og annað foúfé gengur iþar nú lausum hala. \ En nú víkur sögunni til 1 trjánna. Fjöldi þeirra hefir átt við eymdarkjör að biia, foafa verið gróðurestt i óræktar- óg næringarsnautt holt. Lítið að þeim hlúð og eigi séð fyrir þeirri næringu, er vöntun var á. Fjöldi hinna gróðursettu trjá- plantna hefir þarafleiðandi dá- rið. Eigi getað búið við þessi öm- urlegu skilyrði. En nokkrar, þar á meðal furan, hafa lirikt af. Þessar plöntur hafa í mörg ár lítið vaxið; eigi getað felt sig við þau skilyrði, sem þeim voru boðin, en lifað þó. Að síðustu liafa þær þó sætt sig við kjör sín, lagað sig eftir kringumstæð- unum, notfært sér þau efni, sem fyrir hendi voru og farið að þroskast. Þetta eru þau merki- legustu fyrirbrigði, er orðið hafa í íslenskri trjárækt. Skógræktarfélag Reykjavíkur tekur fjölda ungra trjáplantna til fósturs, flestar úr hlýrra loftslagi sunnan frá Danmörku. Nokkrar elur það upp í trjáreit- um. Öllu þessu eru boðin hörmuleg skilyrði, svelt. Börn- in þroskast litt, verða kryppling- ar, en þá er öllu slept út a gadd- inn, þar sem rándýrin eru fyrir. En þrátt fyrir alt og alt b}rrjuðu trén að vaxa. Vilja nú ekki eig- endurnir viðurkenna fóstur- börnin sín við Rauðavatn, vernda þau fyrir rándýrunum, gefa þeim næringarforða til eins árs. Það er .eigi vansalaust hvern- ig hefir verið farið með trjá- ræktarstöðina við Rauðavatn, rétt við þjóðveginn. Hún hefði getað orðið til að mynda trú á möguleikum til trjáræktar, en starfsræksla hennar hefir verið iþannig, að hún hefir veikt trúna. En trjáleifarnar sjálfar benda í öfuga átt. Nú verður að hefjast handa. Skógræktarfé- lagið gamla á að vakna af sín- um væra svefni og hlúa að sín- um vanræktu fósturbörnum; allskouar svo sem : Línur, taumar, síldarnet, snurpinætur, er best að kaupa frá Johan Hansens Sönner a.s., Bergen sem er stærsta verksmlðja í Noregi í þessarl grein og alkunn fyrlr vðruvöndun. Aðalumboðsmenn: Þúrður Sveinsson & Co. annað er eigi sæmandi 1930. En hvar er skógræktarfélagið? — Hverjir standa að þvi? Ef það finst eigi, verður ríkið að kasta eign sinni á leifarnar og sýna þeim sóma. S. Sigurðsson. Jarðarför Jóns GuSmundssonar frá Ægi- síðu verður hafin þar, með hús- kveðju, laugardaginn 8. júní um hádegi. Þá verður farin bílfær leið að Odda, og líkið jarðsett þar, eft- ir yfirsöng og ræður í kirkjunni. Búist er við fjölmenni. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 st., ísa- firði 13, Akureyri 16, Seyðis- firði 17, Vestmannaeyjum 9, Stykkishólmi 13, Blönduósi 16 (engin skeyti frá Raufarhöfn), Hólum í Hornafirði 12, Grinda- vík 9, Færeyjum 10, Juliane- haab 5, Angmagsalik 4, Jan Mayen 1, Hjaltlandi 8, Tyne- mouth 8, Kaupmannahöfn 12 st. — Mestur hiti hér í gær 12 st., minstur 9 st. IJrkoma 6,4 mm. Grunn lægð fyrir vestan land og norðan, en hæð um Færeyjar. Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: í dag og nótt sunnan og suðvestan gola. Slcýjað Ioft, en lítil rigning. Breiðafjörður, Vestfirðir: í dag og nótt sunnan og suðvestan kaldi. Rigning í útsveitum. Norðurland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: I dag og nótt sunnan og suðvestan gola. Úrkomulaust og hlýtt. Prófessor Magnus Olsen flytur 12. og síðasta háskóla- erindi sitt í kveld kl. 6 I kaup- þingssalnum. Thorkild Roose skemti með upplestri i Nýja Bíó í gærkveldi, eins og til stóð, og var tekið forkunnarvel. Guðm. próf. Hannesson mælti fyrst nokkur orð og kynti listamanninu fyrir áheyr- öndum, en að því loknu hélt Th. Roose stutta tölu og lýsti meðal annarp kynnum sínum af Islend- ingum og íslenskum bókmentum. —- Að því loknu hófst upplestur- inn og var viðfangsefnið að þessu sinni alkunn snxásaga eftir Steen Steensen Blicher: „Brudstykker af en Landsbydegns Dagbog“. Sagan cr prýðilega rituð og skemtileg frá höfundarins hendi, og Th. Roose fór frábærlega vel með hana. — Er ekki ofsögum af ]>vi sagt, hví- líkur snillingur hann er í þessari grein listarinnar. — Eftir viðtök- unum í gærkveldi að dæma, virðist óþarft að gera ráð fyrir því, að Th. Roose muni skorta áheyrend- ur þau kveldin, sem hann skemtir bæjarbúum. Foreningen Norden („norræna félagið") í Noregí ætlar á þessu sumri að efna til nor- ræns stúdentamóts þar í landi, og hefir boðið Stúdentafélagi Reykja- víkur þátttöku í þvi. Verður nán- ara skýrt frá þessu á fundi félags- ins í Kaupþingssalnum í kveld. Vatnsréttindin í Sogi, sem bæjarstjórn samþykti í vetur að kaupa af Magnúsi Jónssyni lagaprófessor, liafa nú verið metin, 'og verður kaup- verðið samkvæmt því 98 þús. krónur. Eins og menn muna var það þáttur í kaupsamning- unum, að verðið skyldi metið af 5 manna nefnd, og áttu þeir sæti i henni Magnús Sigurðsson bankastjóri af seljanda hálfu, Jón Þorláksson alþm. fyrir Reykjavíkurbæ, og þeir Ólafur Lárusson prófessor, Árni Páls- son verkfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri til- nefndir af Hæstarétti. Var það mat þriggja hinna síðast töldu, er ofaná varð í nefndinni, en Magnús Sigurðsson mat rétt- indin á 265 þús. kr. og Jón Þor- láksson á 40 þús. kr. Forseti S. R. F. I. óskar þess getið, að maður- inn, sem ætlaði að flytja erindi á maí-fundi félagsins, sé veikur þessa dagana, og að þess vegna verði dráttur á fundinum. M.s. Dronning Alexandrine fór til Vestur og Norðurlands í gærkveldi Id. 6. Fjöldi far- þega fór með skipinu meðal þeirra voru: Jón Auðun Jóns- ’son alþm., Böðvar Bjarkan, Pétur A. Ólaf^son konsúll, Gunnar Schram stöðvarstj., og Þrottadagarnir hvíldardagar ■niuiuiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiniiiiniiiiuiiiiiiiiiiiiiiiii vinní 4 rru Fæst víðsvegar. í heildsðlu hjá HALLDÖRI EIRÍKSSTNI, Hafnarstræti 22. Sírni 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.