Vísir - 29.05.1929, Qupperneq 3
VlSIR
Elsku litli drengurinn okkar, Ólafur, verður jarðsunginn
á morgun, fimtudag 30. )þ. m., kl. 3. Athöfnin hefst með hús-
kveðju á heimili okkar, Suðurpól 44.
Elísahet Davíðsdóttir. Jóhannes Kr. Jóhannesson.
BARNAFATAVERSLUNIN
Slapparstíg 37. Sími: 2035.
NýkomiS: Barnateppi og vagn-
bönd höfum við nú fengið aftur.
frú, Magnús Thorberg fram-
kvstj., Jón Geirsson, Eggert
Kristjánsson kaupm., Jón Steff-
ensen stud. med., Magnús
Tliorsteinsson úthússtj. og frú,
Árni Pákson verkfr., Óskar
Halldórsson útgm., Haraldur
Guðmundsson alþm., frú Guð-
rún Clausen, Otto Jörgensen
stöðvarstj.,EinarÁmason ráðh.,
Árni Jóhannesson forstj. Hjálp-
ræðishersins, Ólafur Benja-
mínsson kaupm., Geir Sig-
urðsson skipstj., Sigurður Jón-
asson bæjarfulltrúi, Aðalsteinn
'Friðfinnsson verslm., Pétur
Hansson verkstj., Óli M. ísaks-
son verslunarm., Þorsteinn
Stephensen, Sæmundur Simon-
arson símritari, Jóhann Þor-
kelsson stúdent, Elísabet Thor-
arensen o. fl.
Botnía
fer kl. átta í kveld áleiðis til
Leith.
Skipafregnir.
Gullfoss kemur til Kaupmanna-
hafnar kl. 7 í kveld.
Lagarfoss var á Borðeyri í
jnorgun.
Sclfoss fer frá Hamborg í dag
inn Hull og Leith til Reykjavíkur.
Magnhild (aukaskip Eimskipa-
félagsins) er í Vík.
Strudsholm (aukaskip Eimskipa-
félagsins) fór frá ísafirði í gœr til
Norðurlands.
Esja fer héðan í kvekl kl. 8 vest-
ur og norður um land.
Til Canada
hefir flutst Gunnar Erlendsson,
sem stundað hefir piano-nám i
Danmörku í hálft annað ár. Sörnu-
leiöis systir hans, Steinunn að
nafni. Heimskringla skýrir og frá
því, að systur tvær úr Kelduhverfi,
Kristín og Þórunn Þórarinsdætur,
hafi sest að í Canada um stundar-
sakir. Hafa þær í huga að dvelja
þar eitt ár. m (FB.).
Meðal farþega á Lj'ru
síðast var Mrs. Th. Asmundsson
.(Steinunn Jónsdóttir frá Pétursey
í Vestur-Skaítafellssýslu) og tvö
börn hennar, piltur og stúlka um
tvitugt. — Mrs. Asmundsson hefir
verið tæp 33 vestra og seinustu ár-
in í Los Angeles, Californiu. (FB.).
Knattspyrnufélag Reykjavíkur.
Knattspyrnuæfingar verða í
fiUmar í fyrsta flokki á þriðju-
dögum kl. 9, á fimtudögum kl.
?y~2 og laugardögum kl. 7%. I
öðrum flokki á mánudögum kl.
8, miðvikudögum kl. 9 og föstu-
dögum kl. 91/2. I þriðja flokki
á sunnudögum kl. 10-11, mánu-
dögum kl. 9, þriðjudögum kl. 8,
miðvikudögum kl. 8, fimtudög.
um kl. 8 og föstudögum kl. 8V2.
Fjórði flokkur æfir á mánudög-
um kl. 7—8 og á fimtudÖgum
kl. 61/2—71/2-
Hlaup og frjálsar íþróttaæf-
ingar verða á þriðjudags- og
fimtudagskvöldum og einnig á
sunnudagsmorgnum kl. 10.
Tennis er hyrjað að æfa fyr-
ir nokkru. Fáeinum leiktímum
er enn óráðstafað. — Sund og
vatnsknattleikur verður sér-
staklega æfður í sundlaugunum
á miðvikudagskvöldum kl. 81/2.
Auk þess liefir K. R.-fólk ókeyp-
is aðgang að sundlaugunum alla
aðra daga og fær ókeypis sund-
kenslu, en það þarf að sýna
sundskirteini félagsins, sem má
fá hjá stjórn félagsins. Enn-
fremur mun verða æft sund við
Sundskálann i Örfirisey og við
sundlaugina á Álafossi. Róður
verður æfður frá sundskálanum
i Örfirisey, á bátum Sundfélags-
ins. Nánari upplýsingar því við-
vikjandi fá menn lijá stjóm
K. R.
Æfingar i frjálsum útiíþrótt.
um kvenna hef jast í þessari viku
og verður nánara tilkynt; upp-
lýsingar þvi viðvíkjandi er einn-
ig að fá hjá stjórn félagsins.
Vonandi notar íþróttafólk nú
vel sumartímann til að æfa úti
íþróttir. Hið íslenska sumar er
stutt og því er að nota það vel.
Mjólkurbú Ölfusinga.
Byrjað var að grafa fyrir
grunni þess fyrir um það bil
viku síðan. Uppdráttinn að
byggingunni hefir gert Guðjón
Samúelsson liúsameistari, en
um hitaleiðslurnar sér B. Þ.
Gröndal verkfr. Gert er ráð
fvrir að að eins hverahiti verði
notaður, og rafmagn, til afls og
ljósa. Mun þetta vera fyrsta
mjólkurbú í heiminum sem
notar jarðhita. Ástæða þykir
til þess að taka það fram, að i
mjólkurbúi þessu verða sér-
staklega góð skilyrði til þess
að búa til mysuost, en mikið
af erlendum mysuosti hefir
lengi verið á markaðinum hér
á landi. -— Mjólkurbúsbygging-
in mun vera 30 X 10 metrar.
Nokkur þluti byggingarinnár
eru tvær hæðir og er íbúð á
efri hæðinni. Ráðgert er, að
kostnaðurinn við að koma upp
mjólkurbúinu verði upp und-
ir 100 þúsund krónur. Félags-
menn leggja fram einn fjórða
liluta kostnaðarins i byrjun, en
fá lielming að láni af ríkisfé,
en einn fjórða fá þeir sem
stvrk frá ríkinu. Félagsmenn
hafa ráðið sér yerkstjóra, en
vinna annars sjálfir að bygg-
ingunni. Gert er ráð fyrir, að
búið geti unnið úr 1/2—1 mil-
jón lítrum mjólkur árlega.
- (FB.).
Skeiðaáveitan.
Þrátt fjrrir gröftinn á „óbil-
gjörnu klöppinni“ hefir ekki
t«kist að ná nægilegu vatns-
magni, þegar áin er litil, inn
yfir engjarnar. Þetta er þó
bráðnauðsynlegt, að fá nægi-
legt vatn, til þess að áveitan
komi að notum. Þannig var á
síðastliðnu sumri grasbrestur
á áveitusvæðinu vegna vatns-
skorts, þegar mest á reið. Nú
er ætlunin, að úr þessu verði
bætt, og hafa verið gerðar mæl-
ingar, sem leiða það í ljós, að
með því að taka kvísl meðfram
landinu upp að flúðum, sem
liggja nokkru ofar en flóðgátt-
in, verður liægt að ná nógu
vatni inn i skurðinn, þótt áin
sé litil. Þessar umbætur kosta,
að því er ætlað er, um 16 þús.
kr. Mælingar og áætlanir hafa
þeir gert ráðunautarnir Pálmi
Einarsson og Ásgeir Jónsson.
Til þess að koma þessu i.fram-
kvæmd liefir stjórnin lofað að
leggja til alt efni ókeypis, sem
áætlað er að kosti 9000 kr., en
Skeiðamenn leggja fram alla
vinnu, sem þá er áætluð 7000
kr. — Verkið er þegar hafið
og sér Ásgeir Jónsson ráðu-
nautur um framkvæmdir.
(FB.).
Sandgræðslan við Strandar-
kirkju.
Þeir Sigurður Sigurðsson
ráðunautur og Gunnlaugur
Kristmundsson sandgræðslu-
maður fóru nýlega austur að
Strandarkirkju, til þess að
segja fyrir um ræktun á sand-
græðslusvæðinu, sem girt var
síðastliðið haust. Er ráðgert
að sá þar ýmsum grasfræteg-
undum, en líka verður gerð
tilraun til þess að sá þar trjá-
fræi. Reyndar verða einar
fjórtán runna og trjátegundir,
birki og reyniviður, einir og
nokkrar tegundir, sem best
liafa þrifist í trjáræktarstöð-
inni á Alcureyri. Því ætlunin
er, að grjótlausa svæðið verði
alt grasí vaxið, en hæðir og
liraunöldur, en í þeim eru
sprungur margar, skógi vaxn-
ar. Alt svæðið hefir fyrrum
verið skógi vaxið. Þá gerðu
þeir Sigurður og Gunnlaugur
áætlanir um sjávar-varnar-
garð á ströndinni fram undan
kirkjunni og þar út frá til
beggja liliða. Áætlað er, að
garður þessi muni kosta alt að
8000 kr., en eigi er fullráðið
enn, livort til framkvæmda
kemur með garðsbygginguna i
sumar. (FB.).
Félag matvörukaupmanna
heldur fund kl. 8V2 í kveld i
Varðarliúsinu.
Áheit á Strandarkirkju,
afh. Vísi: 5 kr. frá ónefndri
ikonu (afhent af síra Ólafi Ól-
afssyni fríkirkjupresti), 2 kr.
frá N., 2 kr. frá N. N., 10 kr. frá
G. J., 10 kr. frá F. G.,.10 kr. frá
G. J., 10 kr. frá ónefndri konu
(afhent af sira Ólafi Ólafssyni
frikirkjupresti), 2 kr. frá C. P.,
5 kr. frá Eggert, 5 kr. frá Sig-
ríði, 10 kr. frá Ásgéiri, 22 kr. frá
L. V.
Á Höfn í Homafirði
1 eru nú ráðgerðar miklar jarð-
ræktarframkvæmdir. Rikið átti
jörðina og var hún í gamalli
ábúð og gátu þorpsbúar þvi
ekki fengið land til ræktunar.
Nú dó ábúandinn i fyrra og
sóttu þorpsbúar þá um að fá
land jarðarinnar til ræktunar.
Ræktunarskilyrði eru þarna á-
gæt og landið við þjóðveginn.
Voru það 30 menn úr þorpinu
sem sóttu um að fá land til
ræktunar. Hafa þeir fengið lof-
orð fyrir alt að 100 liektörum
lands, um þriggja hektara
spildu hver, og auk þess bit-
haga. Menn þessir liafa myndað
með sér félagsskap, einskonar
ræktunarfélag. Þeir ætla að
vinna að ræktuninni í félagi.
Vinna þeir saman að því að
koma upp girðingum og að
jarðvinslu allri, liafa keypt
dráttarvél og eru loks einnig
í félagi um útvegun á fræi, á-
burði og öðru, sem til rælctun-
arinnar þarf. Þá eru þeir og í
félagi með leiðbeiningar og
liafa tekið lán í félagi, sem svo
aftur skiftist hlutfallslega nið-
ur, eftir því hve mikið er starfað
á bletti hvers einstaks félags-
manns. Fyrirkomulag þetta er
nýtt. Með svona félagsskap
verður ræktunin langtum auð-
veldari, séu skilyrði fyrir hendi.
Páhni Einarsson ráðunautur
;fer austur til Hornafjarðar til
þess að mæla upp landið og
segja fyrir um ræktun þess.
(FB).
V
Vinna með dráttarvélum.
Hún fer nú injög vaxandi hér
á landi. Alls munu koma liing-
að til landsins á þessu vori 30
nýjar dráttarvélar. Eru þær
aðallega keyptar af búnaðarfé-
lögum og hefir Búnaðarfélag
tslands útvegað 3000 kr. lán til
kaupa á liverri vél. Nýlega fekk
Páll Stefánsson kaupmaður 13
Fordson-dráttarvéalr, en sú
tegund dráttarvéla mun vera
mest kevpt sem stendur.
(FB).
Búnaðarsamband Borgarfjarðar
keypti eina dráttarvél í fyrra
og unnu 2 menn með lienni í
alt fyrrasumar. Brutu þeir með
henni 100 dagsláttur. Nú hefir
sambandið keypt aðra dráttar-
ivél til og er ætlunin að liafa 3
menn með hverja vél i sumar.
Á þenna hátt verður hægt að
nota vélarnar dag og nótt sum-
artímpnn. Þessi nýbreytni er at-
hyglisverð, þar sem notin af
vélunum tvöfaldast. Vélarnar
munu endast jafnlengi með
góðri meðferð í stöðugri notk-
un. (FB).
Trjáplöntun.
Eliiis og frá hefir verið skýrt
i blöðunum, hafa verið gróður-
settar trjáplöntur við ýmsar op-
inberar byggingar í Reykjavik
i vor, við Stjórnarráðshúsið,
Mentaskólann, á Arnarhólstúní
við Safnahúsið, Kennaraskólann
og Málleysingjaskólann. Einnig
liafa verið gróðursettar trjá-
plöntur á Ivristnesi í Eyjafirði.
Frumkvæðið að trjáplöntun
þessari á Jónas Jónsson ráð-
herra, en umsjón með plöntun-
inni hefir Sigurður búnaðar-
málastjóri haft fyrir stjórnina.
Aðallega liafa verið gróðursett-
ar birkiplöntur, reyniviður og
lævirkjatré. Plönturnar eru
sumpart úr Háls- og Vagla-
skógi í Fnjóskadal, en einnig
allmikið af plöntum frá vestur-
strönd Noregs. (FB).
FRELSIS VINIR.
Mandeville skipaði sér þá á milli hermannanna
iveggja, er leitt höfðu hann inn, og gekk út úr stof-
unni hnarreistur og ákveðinn i fasi. Virtist mönnum
hann bera sig ólíku betur, en títt er um menn, er
,.eiga örlög njósnara yfir liöfði sér.
Þegar er hermennirnir voru farnir út með fang-
ann, lagði Rutledge svipaðar spurningar fyrir þá, er
viðstaddir voru, og hann hafði lagt fyrir Mandeville
jrétt áður.
„Ef þér leggið trúnað á það, sem maður þessi sagði
okkur af samtali sínu við frú Latimer — skýrslu
hans bar að öllu leyti saman við þið, sem Latimer of.
ursti og frú lians liöfðu látið um mælt í okkar á-
lieyrn — þá bið eg yður alla að íhuga gaumgæfilega,
hvort yður virðist líklegt, að frú Latimer mundi
skýra föður sínum frá leyndarmálum okkar, er hún
hafði komist á snoðir um, að hann hefði hegðað sér
jafn svívirðielga gagnvart henni og raun er á orðin.“
„En hvernig á þá að útskýra þétta —“ hrópaði
Moultrie örvæntingarfullur — „þessa bölvuðu stað-
reynd — að leyndarmálinu h e f i r v e r i ð ljóstað
upp?“
„Já,“ sagði Gadsden. „Framhjá því verður með
engu móti komist."
I.awrens ofursti kinkaði kolli til samþykkis.
„Við vitum eklci enn, hvað vitnisburður Carey’s
muni leiða i ljós, sagði Rutledge. „En eg bið yður að
minnast þess, er eg sagði áðan, á meðan við vfir-
heyrum Carey.“
Þetta voru fyrstu orðin, sem Latimer heyrði fram
borin sér til varnar, frá því er yfirheyrslan lióíst.
Kom honum það undarlega fyrir, að Rtitledge skvldi
verða fyrstur til þess, að tala máli hans. Hann hafði
jafnan talið hann freinur óvinveittan sér.
Rutledge hóf máls á ný. „Eg held að hest færi .á
því, að frú Latimer væri ekki viðstödd, á meðan
að faðir hennar er yfirheyrður. En hugsast-getur,
að við óskum að yfirheyra liana ná ný, áður en
lýkur?“ Rutledge bar þetta fram sem spurningu,
og er liinir játtu þessu, bað liann Izard liöfuðs-
mann, að fylgja henni út úr stofunni.
„Eg fel yður frúna á liendur, hr. Izard. Gerið svo
Vel, að ganga með henni fram í borðstofuna, og
biða þar, uns við þöfnumst hennar aftur.“
Rutledge sökti sér á ný niður í skjöl málsins,
þau er hann liafði fyrir framan sig á borðinu.
Hann las eða ritaði af kappi.
Að iokum kom Sliubrick inn með Sir Andrew,
ásamt tveim hermönnum, er gættu lians.
Rutledge leit ekki upp, en hélt áfram að skrifa.
Carey fékk með engu móti stilt skap sitt, og liyrj-
aði þegar að ausa hrakyrðum vfir menn þá, er
fyrir voru. En Rutledge leit ekki upp að lieldur.
„Nú livar er lietján mikla? Hetjan, sem mest er
unlrædd í dag? Hvar er hinn mikli og ódauðlegi
Lincoln liershöfðingi? Svarið mér, hundar! Hvar
er hann?“ Carey stappaði í gólfið.
„Hvað vitið þér um Lincoln?“ spurði Moultrie,
byrstur í bragöi.
„Eg? — Hvað eg veit? Eg veit, að hann er böl-
vaður uppreisnarseggur. — Glæpamaður, eins og
þið!— Að öðru leyti varðar mig andskotann ekk-
ert um hann!“ /
Shubrick leyfði sér að bera fram skýringu: „Boð-
liðarnir i biðherberginu voru fremur lausmálgir,
á meðan hann stóð þar við, herra.“
Carev hló. „Við hverju er að búast af þessum
andskotans skríl, sem liefir safnast að ýkkur? Ekki
þarf að búast við aganum bjá þesskonar uppreisn-
arhyski og asnakjálkum!“
Rutledge lagði ritblýið á borðið og leit nú loks
á Carey. Það vottaði fyrir örlitlu brosi á þunnum
vörum hans. En rödd lians var liörð og köld að
vanda.
„Þó að Lincoln liershöfðingi sé ekki kominn enn-
þá, þá er Prevost að minsta kosti horfinn. AuJ: