Vísir - 14.06.1929, Side 2
VÍSIR
Flagnaveiðarinn , Aeroxon44
er sá besti, sem liægt er að fá, og auk þess nijög ódýn Hverj-
um flugnaveiðara fylgir stifti, svo að ekki þarf að vera að leita
að þvi þegar á að festa flugnaveiðarann upp. Veiðir betur en
nokkur annar.
Símskeyti
—o—
Khöfn, 13. júní, F.B.
Frá Bandaríkjunum.
Frá Wasliington er símað: —
Efri deild þjóðþingsins hefir felt
frumvarpið um rikishjálp til
landbúnaðarins. Hoover forseti
hafði fallist á frumvarpið, en
meiri hluti efri deildar áleit
nauðsynlegt, að frumvarpið
innihéldi einnig ákvæði um
stuðning til útflutnings á korni
en Hoover var þessu andvígur.
Búist er við, að Iloover gefi út
tilskipun, sem lögleiði nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að
hjálpa landhúnaðinum.
Róstur í Marokkó.
Frá París er símað: Marokkó-
búar hafa umkringt og ráðist á
frakkneska herdeild nálægt Mi-
delt. Þrettán menn féllu úr liði
Fraleka, en áttatíu voru hand-
teknir af Marokkó-mönnum.
Utan af landi.
—o—
Siglufirði, 13. júní. FB.
Á þriðjudagsmorgun kom
,Höskuldur‘t reknetaskip hluta-
félagsins Bakki með 70 tunnur
af sild. Unnu að frystingh henn-
ar 10 Akurne’singar, sem voru
samningsráðnir í sumar fyrir
200 kr. kaup á mánuði, fritt.
Um 11-leytið komu þangað
yfir 100 verkamenn undir for-
ystu Hermanns bæjarfulltrúa,
Gunnars hæjarverkstjóra, Þór-
odds, áður lögregluþjóns o. fl.
og hindruðu vinnuna, einnig
tveggja smiða, sem ráðnir voru
fyrir 2—3 kr. tímakaup og
nokkurra smádrengja, sem
unnu að beinaþurkun. Kröfð-
ust þeir að vinnendur Bakka
fengi kaup samkvæmt verka-
mannataxta Siglufjarðar.
Bæjarfógeti var til kvaddur,
en færðist undan að koma á
vettvang, taldi næryeru sína
])ýðingarlitla.
Síðar samdægurs stöðvuðu
sömu menn einnig sjómenn,
sem nota átlu síldina til beitu,
frá að bjarga henni i frysti.
Ónýttust því 40—50 tn. Margir
þeirra sem kröfðust vinnu-
stöðvunar eru í þjónustu bæj-
arins. Vinnustöðvun heldur
áfram. — Jóhannesson.
(Mál jætta er þess eðlis, að
FB þótti rétt að leita einnig
umsagnar þeirra, sem kröfðust
vinnustöðvunar, og simaði því
til Hermanns bæjarfulltrúa og
bað Iiann að senda skeyti um
málið. Skeyti var ókomið frá
honum er þetta er skrifað).
Siglufirði, 14. júní, F.B.
Verkbanninu lokið með sam-
komulagi um, að kauptaxti
verkamannafélagsins hér gildi.
Hermann.
Leikhúsið.
„Andbýlingarnir“ eftir C.
Hostrup. — Lautinant
v. Buddinge: Poul Reu-
mert.
Leikfélag Reykjavíkur hafði
hepnina með sér, er því tókst
að ná í Poul Reumert hingað til
þess að leika, sem gestur nokkur
af þeim hlutverkum, sem hann
hefir lilotið mestan orðstír fyr-
ir. Það er alkunna, að þessi lista-
maður er einna fjölhæfastur
allra núlifandi danskra leikara
og hefir þegar fyrir löngu trygt
sér virðingarsæti í danskri leik-
listarsögu, og fögnuðu því allir,
er þeir lieyrðu, að von væri á
honum liingað. Hinsvegar munu
sumir liafa efast um, hvort hann
rnundi njóta sín að fullu við
þær aðstæður, sem hér voru fyr-
ir og innan um leikendur, sem
töluðu annað mál. Sá ótti reynd-
ist óþarfur, — Reumert sýndi í
gærkveldi, að lionum hefir tek-
ist að samlaga sig svo leikend-
unum á þeim fáu æfingum er
hann hefir haft með þeim, sið-
an hann kom, að eigi varð ann-
ars vart en hann væri fullkom-
lega í essinu sínu. Og á hinn
bóginn höfðu meðleikendurnir
auðsjáanlega liaft gott af við-
kynningunni við hann; það var
eins og hann lyfti þeim með sér..
Meðferð Poul Reumert á hlut-
verlci von Buddinge er orðiir
klassisk. Hann erfði þetta skop-
lega lilutverk eftir Olaf
Poulsen og hefir fengið einka-
rétt á því um ókomna æfi sína,
eins og fyrirrennarinn. Myndin
af þessum uppskafningi, sem
ætlar að tryggja sér áhyggju-
lausa elli með því, að krækja í
dóttur koparsmiðsins, er ó-
gleymanleg, hvert smáatriði er
notað svo meistaralega sem
frekast er unt að hugsa sér og af
ótrúlega mikilli leikni, bæði að
því er snertir láthragð og radd-
brigði. Kunnátta leikarans og
hugkvæmni er tvímælalaust
meistaraleg, liátt hafin yfir það,
sem kallað er gott.
Og það var eftirtektarvert,
hve snildarlega Reumert tókst
að binda hin dönsku tilsvör sin
íslenskunni. Hann greip jafnvel
ekki ósjaldan til þess úrræðis,
að endurtaka orð á íslenslcu, þar
sem þess var þörf til þess, að
halda samhenginu. Það virtist
engin áhrif liafa á hann, að
hann var þarna innan um ein-
tóma íslenska leikendur, og
þess mátti viða sjá merki, að
hann gerði nieira en að kunna
tilsvör leikendanna á dönsku,
heldur skildi hann þau einnig
á islensku. Hefir liann sannað
það betur en áður hefir verið
gert, að vel má takast að leika
á erlendu máli í íslenskum leik-
arahóp, án'þess að áhorfandinn
hafi nokkur óþægindi af, eða
leikurinn líði við það.
Og leikendurnir höfðu gott af
samvistunum við Reumert: Það
var líf og fjör í þeim. Öllu meira
en venja er til, hraðinn á leikn-
um í betra lagi og meðferðin
F. M. Kj artansson
umboðssali, Beykjavik.
Selur beint til kaupmanna og kaupfélaga, frá bestu útlendum verslun-
arhúsum, allar tegundir af matvörum, með lægsta markaðsverði. — Sérgrein:
Allskonar sykur, svo sem:
Tea cubes,
í heilum og hálfum
kössum.
Strausykur,
margar tegundir.
Kandís,
dökkrauður, í 25 kg.
kössum.
Útvega einnig: Hrísgrjón, haframjöl, hveiti, þurk. ávexti, sagó o. m. fl.
F. H. E,jartansson,
Hafnarstræti 19. Sími 1520.
fiest að auglýsa í Yísi.
á flestum lilutverkunum sóma-
samleg. Brynjólfur Jóhannesson
og Hjörleifur Hjörleifsson léku
sambýlismennina Ivlint og Ba-
salt og komst sá fyrnefndi all-
vel frá ldutverkinu, en Hjörleif-
ur var fremur hragðdaufur og
óþarflega smeðjulegur, þó ást-
fanginn ætti að vera. Garðbúa-
liópurinn var sæmilegur í fj'rra
skiftið, en í síðasta þætti hafði
einhver deyfð lagst yfir þá,
Koparsmiðina þrjá léku Indriði
Waage, Baldur Sveinsson og
Gunar Bjarnason. Fór Ind-
riði með hlutverk Madsens og
tókst að bregða upp prýðilegri
mynd af þessu laundrjúga og
si-stamandi dauðýfli. — Og
Gunnar Bjarnason var spreng-
hlægilegur og liafði gerfi, sem
ekki gleymist. Baldri tókst og
sæmilega með Mikkel.
Koparsmiðshjónin léku Frið-
finnur Guðjónsson og frú Marta
Kalman, og voru þau skemtileg.
Söngur frúarinnar var lirein-
asta gull og málæðið i góðu lagi.
Riklcu dóttur þeira lék Arndís
Björnsdóttir, og fór mjög lag-
lega með hlutverkið að vanda
og hið sama má segja um Þóru
Borg, sem lélc Amalíu .
Vitanlega var kveldið Reu-
merts. Áhorfendur fögnuðu
lionum svo vel, að aldrei mun
nokkrum gesti hafa verið betur
tekið á leiksviði hér í Reylcja-
vík. Frá því er liann kom fyrst
inn á leilcsviðið, og til þess að
tjaldið féll, átti liann fullskip-
aðan salinn af glöðum aðdáend-
um. íslendingar þykja seinir til
að láta hrífast, litið gefnir fyrir
að sleppa sér, en í gær varð ann-
að uppi á teningnum, því að
salurinn hristist af kæti fólks-
ins.
íslenskum leikendum liefir
stundum verið borið á brýn, af
þeim sem dæmt hafa um leik
og minst liafá vitað, að þeir
„yfirdrifi“, sem kallað er. Eftir
leik lir. Reumerts í gærkveldi,
mun þeim skiljast, að slikt er
ekki talin nein goðgá af þeim,-
sem snjaílaslir eru og best
mentir um leiklist, heldur fylli-
lega leyfilegt og sjálfsagt, er
sýna skal rnjög sko])legar per-
sónur.
Reumert var margkallaður
fram og fékk að lokum ferfalt
húrra og fögur blóm að sigur-
launiun. Og liann var vcl að þvi
kominn.
N—n.
Ben. G. Waage
forseti í. S. í. fertugur.
—o—-
Foringi íþróttamanna er fer-
tugur í dag. Fyrirmyndar foringi,
sannur iþróttamaSur, fullur æsku-
fjörs, sístarfandi að framgangi
hins góSa málefnis, bjartsýnn og
réttsýnn og er sjálfur eitt besta
dæmi'S á hollhrif íþróttanna.
íjiróttamenn þekkja best sjálfir
hve geysimilvi'S starf hann hefir
unniS fyrir þá og þeirra málefni.
Það starf liefir verið leyst af
hendi meS ósérplægni hins áhuga-
sama hugsjónamanns, sem aldrei
liugsar um laun, en helgar alla
sína krafta og frístundir þjóS-
lieilla máli. Slíkt starf vei*Sur
heldur aldrei metiö til peninga, en
þa@l get eg fullvissað 'forsetann
um, aS í dag eru þa'S ekki hundr-
uö heldur þúsundir ungra manna,
sem færa honum hugheilar þakkir
fyrir starf hans' á liönuni árum
og telja þaS- íþróttunum mikla
gæfu, aö eiga svo áhugasaman
foringja.
Fáir foringjar munu vinsælli en
Benedikt G. Waage. Enda er þaö
engin furöa, því aö hann er hinn
u.’ikli friöárstillir, sem skilur
manna best, að innbyröisdeilur i
íþróttafélagsskapnum mundu
veröa honum að fótakefli, eins og
alstaöar verður þar sem þær
komast aö.
Allir góöir íþróttamenn og vinir
taka undir meö forsetanum og
segja: Sameinaöir stöndum vér,
og berum eitt mesta velferöarmál
þjóöar vorrar fram til sigurs.
Þaö er besta afmælisgjöfin sem
vér gefum honuni.
E. Ó. P.
Símskeyti
—o--
Atlantshafsflug.
Frá Old Orcliard er símað:
Frakknesku flugmennirnir As-
solant Lotte og Lefevre flugu af
stað liéðan í gærmorgun kl. 10
(Ameríkutími) og ætluðu að
fljúga hvíldarlaust til Parísar.
Samtínris lagði ameríska flug-
vélin „Græna eldingin“ af stað
héðan til Evrópu. Flugvélinni
hvolfdi og hrotnaði annar
vængurinn, en flugmennina
sakaði ekki.
I) Bæjarfréttir Í1
Yeðrið í morgun.
Reykjavík liiti 12 stig, ísa-
firði 7, Akureyri 6, Seyðisfirði
9, VestmaUnaeyjum 9, Styklcis-
hólmi 7, Blönduósi 6, Hólum í
Hornafirði 11, Færeyjum 9,
Hjaltlandi 11, Tynemouth 12,
Kaupmannahöfn 15, Jan May-
en 2, Angmagsalik 6, Juliane-
haab 4. (Vantar skeyti frá
Raufarhöfn og Grindavík). —
Mestur liiti i Reykjavik í gær
16 stig, minstur 7 stig. Lægð
(740 mm.) við Færeyjar, lireyf-
ist norðvestur eftir. Horfur:
Suðvesturland, Faxaflói,Breiða-
fjörður, í dag og nótt: Norðan
kaldi. Þurt veður. Vestfirðir og
Norðurland í dag og nótt: Norð-
austan lialdi. Viðast úrkomu-
laust. Norðausturland og Aust-
firðir: í dag og nótt: Allhvass
norðan og norðaustan. Rigning.
Suðausturland. í dag og nótt:
Norðan og norðaustan átt, all-
hvass austan til og sennilega
rigning.
ólafur ólafsson
kristniboði og frú hans fará
seint í .þessum mánuöi til útlanda,
en hér á landi hafa þau dvalist
um 14 mánaöa skeið. Er ferð
];eirra heitiö til Noregs og búast
þau við að verða þar fyrst um
sinn. En í september í haust er
gert ráð fyrir, aö þau leggi af
staö til Kína, en þar er ekki frið-
vænlegt um þessar mundir og mundi
mörgum þykja ófýsilegt, að leggja
leiö sína þangaö. — Ólafur hefir
farið um mikinn hluta landsins,
síöan hann kom hingað í fyrra vor,
og var um áramótin búinn aö
halda um eöa yfir 100 almennar
samkomur og auk þess marga
smáfundi um trúmál. — Hann
hefir og sýnt fjölda skuggamynda
frá Kína, og með þeim hætti auk-
ið þekkingu hérlandsmanna á því
merkilega landi. Innan fárra daga
er yæntanleg á markaðinn bók frá
hans hendi. Er þaö ræðusafn, sem
Kristniboðsfélagið í Reykjavík
gefur út. — 'Ólafur Ólafsson er
merkilegur maður fyrir margra
hluta sakir, óvenjulega áhugasam-
ur, gáfaöur vel, viöræðugóöur og
ritfær. Hafa allmargar r.itgerðir
eftir hann birst hér í blaðinu á
undanförnum árum, og hafa þær
yfirleitt verið vel skrifaðar, fróð-
legar og skemtilegar.
Dýrtíðaruppbót
opinberra starfsmanna verð-
ur í ór 40%, en ekki 34%, ems
og greitt hefir verið fram til
þessa. Er hækkunin gerð sam-
kvæmt þingsályktun frá siðasta