Vísir - 22.07.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 22.07.1929, Blaðsíða 2
VlSIR Höfum til: Umbúðapappíp í rúllum. Umbúðapoka, ýmsar stærðir. Bindigara. Skógara. Gúmmíbönd. TORÞEDO Die UnverwusHiche . mif leichtestem Anschlag. Þorlákur J. Davlðsson írésmíðameistari andaðist að heimili sínu, Fram- nesveg 1 hér í bænum, kl. 12 í nótt, eftir 16 mánaða legu. Æviatriða hans verður siðar getið hér i blaðinu. Símskeyti Khöfn, 21. júlí. FB. Deilur Rússa og Kínverja. Málamiðiun talin líkleg'. Frá Berlín er símað: Allgóð- ar horfur eru nú taldar vera á því, að stórveldunum lakist að miðla málum á milli Rússlands og Iíína. Sendiherra Frakka í Moskwa hefir fengið unihoð til þess að koma fram fyrir hönd stórveldanna gagnvárt rúss- nesku ráðstjórninni, en sendi- herra Bandarikjanna i Peking hefir fengið umboð til þess að gera tilraun til samninga við stjórnina í Nanking. Ráðstjórnin rússneska hefir boðað til ráðstefnu í Moskwa. Stalin og yfirmaður rússneska lierráðsins taka þátt í fundin- um. Hvorki ráðstjórnin rússneska eða kínverska stjórnin liafa enn sem komið er svarað miðlunar- tillögu stórveldanna. Frá Mukden er símað: Fimm kinverskar hersveitir liafa feng-' ið skipun um að fara til landa- mæra Mansjúríu og Síberíu. Utan af landi. Hesteyri, 21. júlí. FB. Samtals hafa verið látin á land hér 36 þúsund mál síldar. Skallagrímur liefir veitt 6100 mál, Þórólfur 5800,Egill Skalla- grímsson 5200, Snorri goði 4500 og Arinbjörn Hersir 4000. Nýtt blað á Sigíufirði. Fyrir skömmu hóf göngu sina á SigÍufirði nýtt hlað, sem ,MjöInir‘ heitir. Jafnaðarmenn á Siglufirði standa að útgáfu ]}OSS. Kardináli van Rossurn kominn hingað. í gærdag um kl. 5 kom „Drotn- ingin“ og með lienni van Rossum kardínáli, Josef Brems Hróars- keldubiskup, sýslumaður páfa í Danmörku, dr. Johannes Miiller Loreabiskup, sýslumaSur páfa í Svíþjóð, klerkar kardínála, þjónar og annað fylgdarlið. Um hádegið var „Botnia“ komin og með henni Richard kórsbróðir og dr. Húp- perts yfirmenn Maríureglunnar. Undanfarið hefir i Landakoti verið viðbúnaður hinn mesti. Hafa hringinn í kringum kirkjuna verið reistar fánastengur og dregnar á veifur Islands og páfaríkisins, skifta þær fánastengur tugum. Á turn kirkjunnar hafa verið settar átta fánastengur og er íslenskur fáni á annari hverri stöng, en páfa- fáninn á annari hverri. Fyrir dyr- um er sigurbogi og á skjaldarmerki páfa og van Rossums kardínála, en fyrir dyrum íbúðarhússins í Landa- koti er annar sigurbogi með merki hans eins. Er alt þetta litaskraut dýrðleg sjón í sólskininu. Er „Drotningin“ lagði að landi gekk síra Marteinn biskupsefni á skipsfjöl og heilsaði kardinála og biskupum báðum, sem síðan gengu á land, settust í bifreiðar og óku til Kristskirkju í Landakoti. Með- an á landgöngunni stóð lék Lúðra- sveit Reykjavíkur. Fyrir kirkjudyrum hafði safnast múgur og margmenni og þar með auðvitað allur hinn kaþólski söfn- uður. Er þangað kom gekk kardí- náli og fylgdarlið hans til kirkju og var borinn yfir kardínála him- inn. Áður en hann gekk til kirkju lýsti hann af kirkjustéttunum bless- un yfir allan mannfjöldann. Er í kirkju kom var kardinála og' biskupum fagnað með virðingar- söng biskupa ,,Ecce sacerdos magn- us“: „Sjáið æðsta prestinn sem um sína daga var geðfeldur guði. Því hefir drottinn með svardaga látið hann dafna xneð sínum lýð. Hann veitti honúm blessun allra lýða og staðfesti sáttmála sinn yfir höfði honum.“ Er þetta tekið úr Jesú Síi'achs bók eins og margt annað fallegt. Áður hafði kardínáli ]xó í fordyri kirkjunnar heilsað krossi með kossi og knéfalli. Ávarpaði nú síra Marteinn biskupsefni herra kai'dínála nokkrum orðum á frakk- ■neska tungu og mæltist skörulega. Ekki skal þvi þó neitað, að betur hefði á því farið, að hiskupsefni hefði mælt á hérlenda tungu, því að engir höfðu gagn af máli hans nenia hinir útlendu inenn og þeir fáu í hópnum' er þá tungu skilja, og eru kaþólskir þar ekki betur settir en aðrir. Þetta hefir vafa- laust orðið af gáleysi, en ætti ekki að endurtaka sig. Slíkar ræður, þótt mæltar séu til eins manns, eru að jafnaði ætlaðar almenningi, enda er annarsstaðar, er svo stendur á, sýnd sú kurteisi að mæla á ttxngu landsmanna, en þeim, sem ræðan er mælt til, er hún fengin fyrir- frant þýdd á það ntál, sent hann skilur, eða ?é þess ekki kostur, er túlkur látinn þýða. Fyrri leiðin vii'ðist einfaldari. Lauk síðan at- höfninni eins og venja er til með bæn herra kardínála og blessan. Söngur var ágætur; stýrði hon- um Páll Isólfsson, en Sigui'ður Skagfield söng einsöngva, og var unun á að heyra. Athugavert var, að ekki var gert neitt ráð fyrir því, að blaðamenn hefði meiri hentisemi en aðrir, svo og hitt, að álmenningi var le}rft að bolast eins og hann vildi. Það nær þó engri átt, því að það er sannast að segja um íslendinga, að i mann- þyrpingu eru ekki verri menn en þeir. Þeir bolast og berjast, og gléyma því að aðrir menn eru rnenn eins og þeir, rétt eins og þeir hefðu alist upp inni í miðri Afriku. \rið kirkjuvígluna og biskupsvígsl- una verður að hafa beti-a lag á þessu. Fyrri partur kirkjuvígslunnar (utanvígslan) fer fram í kveld og hefst kl. 5, en innanhússvígslan verður í fyrramálið, eins og til stóð, og hefst hún kl. 8 f. h., en vígslumessan hefst um kl. 10 og mun boðsgestum best að vera þá komnir. Þýsku flugmenDirnir fóru í morgun áleiðis til ■ Færeyja. —o— Von Gronau og félagar lians flugu héðan í morgun kl. 9,45 og ætluðu til Færeyja í dag, en þaðan á morgun, eða þegar veður leyfir, áleiðis til Leitli og síðan til Þýskalands. Þeir hafa staðið liér við í 4 daga, og var hver dagur öðrum bjartari. Koma þeirra vakti að vonum mikla athygli, og var þeim tekið tveim höndum og skemt eftir föngum, bæði af hálfu stjórnarinnar og einstakra manna og félaga. Þetta er fimta flugvélin, sem liingað flýgur frá Evrópu, og hin fyrsta, sem kemur frá Þýskalandi. Og hún er hin fyrsta, sem héðan flýgur til meginlands Evrópu, því að hinar fjórar (Smith, Ericson, Locatelli, Ahrenberg) fóru vestur um haf. fi Bæjarfréttir n van Rossum heiðraður. Forsætisráðhen-a Tryggvi Þór- hallsson heimsótti van Rossum kardínála í dag skömmu fyrir há- degiö, og afhenti honurn stórkross Fálkaóröunnar,. sem hann hefir veriö sæmdur af konungi. Ritari kardinála, síra Drihmans, hollensk-' ur prestur, var um leiö særndur riddarákrossi sönru oröu. Veðrið í morgun. Hiti í RejLjavík 13 st„ ísafiröi 16, Akureyri 18, Seyðisfiröi 7, Vestmannaeyjum n, Stykkishólmi 14, Blönduósi 16, Raufarhöfn 13, Hólum í Hornafirði 13, (engin - skeyti frá Grindavík og Angmag- salik), Færeyjum 8, Julianehaab 7, Jan Mayen 4, Hjaltlandi 11, Tyne- mouth 16, Kaupmh. 18 st. Mestur liiti hér í gær 14 st„ minstur 9 st. Lægö fyrir norðan land á austur- leið, en háþrýstisvæði fyrir suð- vestan land. — Horfur: Suðvest- urland: í dag og nótt norðvestan átt, sumstaðar allhvass. Úi’komu- laust. Faxaflói, Breiðafjörður: í dag og nótt vestan kaldi, þyknar upp með kveldinu. Vestfirðir: í Anstar í Fijótshlíð fara menn ekki nú orðið nema i góðum bifreiðum, enda eru ferðir á hverjum degi i hinum alkunnu drossíum clag og nótt vaxandi suðvestan átt, skýjað loft og sennilega í'igning með kveldinu. Noröurland, norð- austurland: í dag sunnan og suð- vestan kaldi. Léttskýjað. Aust- firöir, suöausturland: í dag og nótt vestan og norðvestan kaldi. Léttskýjaö. Kardínali van Rossum fór ásamt fylgdarliði sínu og Marteini biskupsefni i opinbera heimsókn til forsætisi-áðheiTa i Stjórnarráöið um kl. n í dag og stóð' ]>|ar v:ið ' stundarfjórðung. Vígsla Landakotskirkju. Hin opinbera vígsluguðsþjón- usta hefst kl. 10 ái-degis á morgun. Guðm. Thoroddsen prófessor er kominn hqim úr ferð um Norðuidand. Aðalræðismaður Þjóðverja, Freiherr vcn Ungelter, og frú von Ungelter, höfðu kvöldboð inni, laugardaginn ]>. 20. þ. ,m„ í tilefni af komu þýsku ílugmann- anna hingað til lands. Auk þýsku flugmannanna, sem hér eru stadd- ir nú, var margt annara gesta í ]>essum virðulega fagnaði, sem lauk nokkru eftir miönætti. (FBj. Álafosshlaupið var þreytt í gær og hófst kl. 10J4 ái'degis. Þátttakendur voru fjórir, og komu allir að marki. Fyrstur varð, ei.ns og i fyrra, Bjarni Ólafsson á 1 klst. 10 min. 7)4 sek„ annar Magnús Guð- björnsson 1 klst. 14 mín. 51 sek, þriðji Arni Jónsson 1 ldst. 21 mín. 37 sek„ fjórði Haukur Einarsson 1 klst. 24 mín. 31)4 sek. Met í hlaupi þessu er r klst. og tæpar 6 mín. — Mótvindur var í gær og geröi það' hlaupið erfiðara. F ólksf lutningabif r eið fór xit af< Þingvallaveginum í gær á heimleið. Bifreiðarstjórinn var einn og meiddist ekkert. Hjónaband. “Géfin voru saman nýlega af síra Bjarna Jónssyni dómkirkjupi-esti Sigui-jóna Bæringsclóttir, Grettis- götu 20 og Jón Guöjónsson vél- stjóri á Þór. Trúlofun. Nýlega hafa birt triilofun sína ungfrú Lára Halldórsdóttir í ilafnarfirði og Jón Hansson, Reykjavík. _ ICarlakór K. F. U. M. fór austur gær. ciiis og ráðgert var. Veður var ágætt og söhg flokkurinn á þessum stöðum: Þrastaluucli, Minni Borg og Þing- völlum. í Þrastalundi var staddur skoskur maður, Mr. H. S. Rober- ton, söngstjói-i frá Glasgow. Hann ávarpaöi söngflokkinn hlýjum orö- um og kvaðst áður hafa heyrt ís- lendinga syngja vestur í Winnipeg. Lauk hann miklu lofsoi-ði á söng- inn og kvað sér það undrunarefui, hve mikið listfengi byggi með hinni fámennu þjóð vorri. Kristniboðarnir frá Indlandi. Ungfrú Sam])le flutti fróðlegt erindi uvn Indverja, í húsi K. F. U. M. i gærkvekli. Var þar fiverr sæti skipað og eftii-tekt mikil, en síra Friðrik Hallgrímsson þýddi erindiö jafnóðum á íslensku. — Miss Sample er foi-stöðukona við allfjölmennan telpuslcóla, nemend- ur 6—12 ára, og um helmingur giftur, elstu telpurnar koma stund- um með bömin sín í skólann! — Mai'grét Sveinsson söng á Hindú- stani og báöar lýstu þær búning- um sínum, sem eru í meira lagi sjaldséðir hér í bæ.— Önnur þeirra var sem sé i sparifötum Hindúa- kvenna, en hin í .sparifötum Mú- hamedstrúarkvenna á Indlandi. — Annað kvöld kl. 7 ætla þær að ‘ sýna skuggamyndir frá Indlandi, í Nýja Bíó, og- verða ])á í þessunr indversku búningum. — Aðgöngu- miðar á 1 kr. fást við innganginn. Uffe, dýpkunarskipið, kom að norðan í gær. Tveir enskir botnvörpungar komu í morgufl. Annar var með lasna menn, en hinn kom til þess að fá sér kol. Botnia kom frá Leith kl. 12)4 í gær, með margt útlendinga. Þvottadagarnir hvíldardagar Utíð DOLLAR vinna fyrlr yður Fæist víðsvegar. í helldsðlu hjá HALLDÓRI EIRÍK88YRI, Hafnarstrœti 22. Simi 175

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.