Vísir - 31.07.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 31.07.1929, Blaðsíða 2
V í S I R )) INfemHM i Olseini (( Flugnaveiðarinn AEROXON er sá bestl, sem hegt er að fá. Stifti I hveFjum flugnaveiðara svo að ekki þaíf að leita að því þega? á að festa hann upp. Símskeyti —o— Khöfn, 30. júlí FB. Ný stjórn í Frakklandi. Frá París er símað: Briand hefir myndað stjórn, sem er að öllu leyti eins skipuð og Poin- carestjómin var, að þvi undan- teknu, að Poincare á ekki sæti i stjórninni. Briand er livort- tveggja í senn, forseti stjórnar- innar og utanríkismálaráð- herra. Hinir ráðherrarnir gegna sömu ráðherrastörfum og áður. •— Radikali flokkurinn hafnaði tilboði Briands um þátttöku í stjórninni. Frá París er símað: Briand hefir tilkynt, að gömlu ráðherr- arnir sitji áfram i nýju stjórn- inni, þar sem fráfarandi stjórn hafi ekki fengið vantraustsyfir- lýsingu í þinginu. Briand lét þá ósk í ljós, að radikali flokkur- inn tæki þátt í stjórninni og bauð flokknum tvö ráðherra- sæti, án sérstalcrar stjórnar- deildar. Radikalir höfnuðu til- boðinu af þvi þeir vildu fá þýð- ihgarmeiri ráðherrasæti. Stjórn Briands er ekki talin öflug. Fyrsta hlutverk hennar er að taka þátt í Haag-fundin- um um Young-samþyktina og heimsending setuliðs banda- manna úr Rínarbygðum. Menn búast við, að stjórnin fáitrausts- yfirlýsingu í þinginu, einkan- lega vegna þess að radikali- flokkurinn styður utanríkis- málastefnu Briands, og þar af leiðandi nægilegt þingfylgi til þess að taka þátt í Haag-fund- inum. Hinsvegar er liklegt, að til nýrrar stjórnarmyndunar komi i haust, en þá verða ýms innanlandsmál lögð fyrir þing- ið. Endurnýjun stjómmálasam- bands milli Englands og Rússlands. Frá London er símað: Sendi- herra rússnesku ráðstjórnarinn- ar i Frakklandi er kominn hing- að. Hóf hann samninga í gær við Henderson um að endur- nýja stjórnmálasamband á milli Bretlands og Rússlands. Utan af landi. Vestm.eyjum, 30. júlí, FB. Landskjálftakippir fundust hér þ. 23. þ. m., sá fyrsti kl. 5,45 síðd. Var allsnarpur. Ekki heyrist getið um neinar skemdir af völdum hans. Fyrri hluta sí'öustu viku góðir þurkar, en lakari síðustu daga. Síldveiði í langnet óvenju góð sem stendur. Heilsufar í bænum gott. Þjóðhátíð verður haldin hér, eins og venja er til á hverju sumri. Að þessu sinni verður hún haldin dagana 10. og 11. ágúst. Frá Vistir-ísiendiapm. —o— Hjörtur Þórðarson. Hjörtur C. Þórðarson, liug- vitsmaðurinn og iðjuhöldurinn í Chicago, hefir nýlega verið sæmdur nafnbótinni Magister Artium, við liáskólann í Wiscon- sin. Mun það sjaldgæft, að mað- ur, sem svo til enga skólament- un hefir hlotið, er sæmdur á þennan hátt. — Hjörtur er kunnur fyrir uppfundningar sínar um Vesturheim allan og er nú talinn auðugur maður á þarlendan mælikvarða. Dánarfregn. Þann 15. júni andaðist i Viði- nesbygð í Nýja-íslandi Þor- steinn Jónsson Mjófjörð, tæpra 79 ára að aldri. Vinsæll maður og vel gefinn. Þann 29. júní andaðist í Win- nipeg Mrs. Rósa Westman, kona S. Westmans. Hún var á sjötta árinu yfir sextugt. íslendingadag. nú í sumar eða þjóðhátíðardag ætluðu Vestur-íslendingar að halda í ýmsum sveitum og bæj- um í Bandaríkjum og Canada. eins og venja er til. Þjóðhátíðir þessar eru vanalega lialdnar 2. ágiist, eða næsta snnnudag fyrir eða eftir 2. ágúst, þegar þann dag ber ekki upp á sunnudag. Sumstaðar er þó fslendingadag- urinn haldinn 17. júní. I Seattle átti að hafa liátiðina í Silver Lake skemtigarði þar i borg þann 4. ágúst og var bú- ist við, að fslendingar víðsvegar að af Kyrraliafsströndinni myndu sækja liátiðina. í Winni- peg var dagurinn ákveðinn þann 2. ágúst, í skemtigarði þar í borg. Efnilegur listamaíur. Um miðjan fyrra mánuð kom hingað til lands frá Bandaríkj- um ungur og efnilegur lista- maður, sem heitir Kristján Magnússon, ættaður frá ísafirði, sonur Magnúsar lieitins Örn- ólfssonar skipstjóra. Kristján fór vestur um haf fyrir hálfu níunda ári og liefir siðan verið lengstum í Boston og New York. — Áður en liann fór frá ísafirði, hafði hann not- ið nokkurrar tilsagnar i drátt- list og útskurði hjá Guðmundi Jónssyni frá Mosdal, og kom þá þegar í ljós, að hann var mjög listhneigður. í Boston tókst lionum að komast í listaskóla og stundaði þar nám af miklu kappi og dugnaði og lauk ágætu prófi eftir 5 ára nám. Síðan hefir hann unnið með frægum málurum, og hefir það starf einnig verið honum ágætur skóli. Undanfarið ár hefir hann unnið með Mr. Fzra Winter, sem er ráðunautur Bandaríkja- stjórnar í fögrum listum (Com- missioner of Fine Arls). Ilann liefir oft sent myndir sínar á sýningar og lilotið góða blaða- dóma, eins og getið liefir verið í Vísi fvrir nokkurum missirum. Þegar Kristján kom heim í fyrra mánuði, fór liann fyrst í kymnisför til Isafjarðar, en síðan norður til Mývatns og málaði þar um stund. Eftir það fór hann aftur til ísafjarðar og liélt þar sýningu á málverkum sínum 24. og 25. þ. m. — Nú er liann hingað kominn og ætl- ar austur í sveitir til þess að mála þar, en að því búnu kemur liann liingað aftur og ætlar þá að lialda sýningu á málverkum sínum áður en liann fer vestur um liaf. Þess þarf varla að geta, að Krisfján fór liéðan félaus með öllu, en hafði (auk unglinga- fræðslu) notið nokkurrar auka- tilsagnar í ensku o. fl. hjá cand. Hans Einarssyni kennara á ísa- firði, og voru það fararefni hans út í heiminn. En góðar gáfur, dugnaður og staðfesta þessa unga manns hafa sigrast á fá- tækt og örðugleiknm í fjarlægu landi, og er Iþað vinum hans mikið gleðiefni, að hann á nú góðra kosta völ á listabraut sinni. Jarðarför ' Þorláks J. Davíðssonar fór fram í gær. Síra Bjarni Jónsson talaði _ í heimahúsum og f lutti lík- ræðu í kirkjunni. — Vinir hins Játna báru kistuna í kirkju og úr. í kirkjunni var sungið kvæði, er gert haföi Pétur Pálsson skraut- ritari. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 13 st., ísfirði '14, Akureyri 15, Seyðisfirið 10, Vestmannaeyjum 10. Stykkishólmi 11, Blönduósi 10, Raufarhöfn 8, Hólum í Hornafirði 9, Grindavík 14, Færeyjum 10 (engin skeyti frá Angmagsalik og Julianehaab), Jan Meyen 5, Hjaltlandi 11, Tyne- month 13, Kaupmannahöfn 15 st., — Mestur hiti hér í gær 16 st., minstur 11 st., úrkoma 4,6 m.m. — Djúp lægð vestan við Skotland á ausljur leið. Horfur: suðvestur- iand: 'í dag og nótt hreytileg átt, víðast norðan gola. Skúrir í dag, en birtir sennilega með kveldinu. Faxaflói: í dag og nótt hæg norð- an átt. Léttir til. Breiðafjörðtrr. Vestfirðir, Norðurland: í dag og nótt hæg norðaustan átt. Víðast létt skýjað. Norðausturland, Aust- firðir, suðausturland: í dag og nótt hæg suðaustan og austan átt. Skýjað loft og dálítil rigning. Pétur Á. Jónsson söng í gærkveldi í Gamla Bíó við ágæta aðsókn og mikinn fögn- uð af hálfu áheyrenda. Mun hon- um og sjaldan hafa ttekist hetur upp. Pétur hefir nú ákveðið, að syngja í síðasta sinn næstkomandi þriðjudagskveld og verður það áreiðanlega síðasta tækifærið hér til að hlusta á þennan mikla og glæsilega söngvara. Þarf ekki að efast um, að aðsóknin muni verða mikil, þegar Pétur syngur í síðasta sinn og kveður bæjarbúa. Vísir kemur ekki út næstk. föstudag, 2. ágúst, þvi að þá er frídagur prentara. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrú Jóhanna Pétursdóttir, Braga- götu 21 og Hannes Sveinsson, Njálsgötu 32. Til Þingvalla. Notið okkap ágætu skemtiferðir til Þiugvalla. Ákveðnar ferðip alla daga. Bifreiðastöð STEINDQRS. Sími 581 og 582. Óðinn kom í morgun úr eftirlits- ferð. Bifreiðastöð I Iíristins og Gunnars og Bif- reiðastöðin Bifröst buðu 15 símastúlkum austur að Grýlu og í Þrastaskóg í fyrradag. Goðafoss fer í kveld norður og vestur um land. Meðal farþega verður herra dr. Jón bislcup Helgason. Hann ætlar að visitera Vestur- Isafjarðarsýslu, og er hún eina sýslan, sem hann hefir ekki visi- terað. Dronning Alexandrine fer liéðan í kveld áleiðis til Kaupmannahafnar. Athygli skal vakin á því, að Vöru- bílastöð Islands hefir einnig fólksflutningabifreiðir í förum. Sjá augl. Rakarastofur bæjarins verða lokaðar allan föstudag- fnn 2. ágúst. Af veiðum komu i morgun Max Pember- ton og Geir. Þeir munu fara áleiðis til Englands i kveld. Apríl kom frá Englandi i morgun. Skipafregnir. Esja kom til Isafjarðar fyrir hádegi í dag. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 2 kr. frá Gamla. Hitt og þetta. ísland og innflytjendalögin í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er, þá var innflytjendalögunum í Banda- ríkjunum breytt fyrir nokkru og er breytingin nú gengin í gildi (síðan 1. júlí). Breytingin leiddi það af sér, að leyfð inn- flytjendatala frá ýmsum lönd- um, svo sem Þýskalandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð lækk- aði, en aftur á móti var um hækkun að ræða fyrir Bretland. Nú hefir Eimskipafélag íslands fengið upplýsingar frá sendi- herra Bandaríkjanna í Kaup- mannahöfn, að leyfð innflytj- endatala frá Islandi til Banda- ríkjanna helst óbreytt, þ. e. a. s. 100. (F.B.). Þorlákur J. Davlísson trésmiður. Fæddur 1. janúar 1867. Dáinn 21. júlí 1929. Sungið við útför hans. A<5 sofna út frá sárri þraut, og síðast hníga’ i jarðar skaut, það lækning er, sem allir hér að lokum, lúnir, fá. 1 Hve dapurt væri dauðans ský, og dökkvinn rnikill yfir því, er æfiraun og lífsins laun yrði’ aðeins sóllaus sorg! Það ljós, sem gaf þér lán og þor, var ljós, er máir dauðans spor: —*■ Hin fagra brá, var hrein og há, og sál þín glöð og góð. Og lundin rík, og hyggjan hrein, en hugarró á hvarmi skein. Þín æfileið var áður greið, þótt síðar skygðu ský. Þú öðlingssvip á enni barst, ög ætíð sannur drengur varst. Á frelsismátt þú hugðir hátt, og ísland var þér alt. Er gladdist þú með glöðum hér, var gætnin eins í fylgd með þér. Með visku’ og dug, og heilum hug, þú ræktir störf þín rétt. Og vinum þínum varstu kær, og verður enn, — þó sértu fjær, því minning þín, hin milda, skín sem stjarna’ í húmi hljóð. , Hér kveður þig þitt kæra sprund, er kom til þín á heillastund, og vann þér flest, og var þér best, þá mest á reyndi’ í raun, Af bikar sorgar bergja hér þau brjóst sem heitast unnu þér. Þótt hrynji tár ^ um hlýjar brár, i’ ei viknar dauðans vald. Að loknu stríði er stefnt á braut, frá strangri kvöl og dauðans þraut. Um sólna geim, fór sál þín heim, að fagna frelsi’ og dýrð. — P. P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.