Vísir - 07.08.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1929, Blaðsíða 2
V 1 S I R Höfum til: Amerískt haframjöl í 50 kg. léreftepokum. Hrísgrjón í ÍIO kg, pokum. f Konráð R. KonráSsson læknir. Þegar það fréttist liingað, að Ko'nráð læknir liefði andast í framandi landi og sviplega 12. júli, þótti vinum lians eldri og yngri það ill tíðindi. Menn eru svo gerðir, að þó ekkert sé viss- ara en það að dauðinn hitti alla menn með einhverjum hætti og einhvem tima á förnum vegi, og þó að sú reynsla sé jafngöm- ul mannkyninu, koma dánar- fregnir mönnum svo að segja altaf á óvart, og minna menn óþægilega á það, að að þeim geti komið innan stundar. Ekki er þetta hvað síst þegar menn verða ekki ellidauðir. En það var ekki þessi hugsun ein, er greip vini Konráðs við fráfall hans, heldur eftirsjáin eftir góðum manni og glöðum. Konráð var fæddur hér í Reykjavík 17. okt. 1881 og var af gömlu Reykvíkingakyni. Hann var sonur Konráðs Maur- er Ólafssonar og Ragnheiðar Símonardóttur. Föður sinn misti hann ungur og móðir hans, sem lifir hann, kom hon- um til menta, og var þó litt efnum búin, enda varð Konráð eins og flestir námsmenn að vinna fyrir sér eftir föngum meðan á náminu stóð. Árið 1900 fór Konráð í Lærðaskólann í Reykjavik, sem svo hét þá, og útskrifaðist þaðan 1906 með góðri einkun. Lagði hann þá þegar stund á læknisfræði og var eitt ár við það nám við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar heimspekisprófi. Fór siðan hingað heim til náms á læknaskólanum og lauk, 1912, prófi við háskóla íslands með góðri 1. einkun. Fór hann þá utan til þess að fullkomna sig í ment sinni, og var á ýmsum spítölum í Kaupmannaliöfn um árstima. Þá tók hann við hér- aðslæknisstörfum á Eyrarbakka i sjúkdómsforföllum Ásgeirs Iæknis Blöndals, og var síðan settur héraðslæknir þar að kalla til ársloka 1914. Eftir það vann hann þar embættislaus að læknisstörfum þangað til hann settist að hér árið 1917, og starfaði hann hér upp frá þvi. 1914 gekk Konráð að eiga Sigríði dóttur Jóns prófasts Sveinssonar i Görðum á Akra- nesi. Þau eignuðust son, sem dó ungur, en kjörson tóku þau sér og lieitir liann Bjami. Konráð heitinn var vel gerð- ur bæði til líkama og sálar. Hann var manna friðastur sýn- um. Meðalmaðm- tæpur, með tinnusvart liár. Námsmaður var liann góður og gáfur hans sérstaklega farsælar og vel lag- aðar til þess að koma honum áfram í borgaralegu lífi, enda skorti ekkert á það meðan heils- an entist, því að hann hafði þá mikið að starfa, og til dauða- dags naut hann góðs álits sem lælcnir. Þótt Konráð heitinn væri vel gerður um margt var honum þói ekkert eins vel gefið eins og lundernið. Hann var smáfynd- inn, síkátur og skifti aldrei skapi. Sá, sem þetta skrifar var með honum daglega í mörg ár um það leyti æfinnar, sem mönnum er hættast við að rjúka upp — á uppvaxarárun- um — og man aldrei eftir að hafa séð hann reiðan. Og alveg fram á síðustu stundu þegar vanheilsan var komin til liélt Konráð þessu fágæta og ágæta skaplyndi. Því fylgdi að Konráð eignaðist marga vini, en óvini fáa, enda var hann drengur góður. Margir vinir Konráðs eru erlendir menn, og kyntist hann þeim á því að vera fylgd- armaður þeirra á skemtiferðum hér á landi, en það var á náms- árunum ein aðalvinna lians að fylgja útlendingum hér. Er það til marks um góðlyndi hans og glaðlyndi að þeir.tóku flestir trygð við hann. Vinirnir munu minnast Kon- ráðs meðan þeirra nýtur við. G. Símskeyti Khöfn, 4. ágxist, FB. Frá Vesturför „Zeppelins greifa“. Frá New ÍYork borg er síma’S: Dr. Eckener hefir sagt í viðtali, sem birt er í blöðunum, að „Graf Zeppelin“ hafi fengið allskonar veður á leiðinni, en flugið hafi gengið aö óskum í alla staði. Með- alhraði loftskipsins var níutíu og fjórir kílómetrar á klukkustund, en á fluginu í fyrrahaust eitt hundrað og ellefu. Farþegarnir hafa Iátið í Ijós ánægju sina yíir ferðalaginu. Fulltrúi Zeppe- linafélagsins hefir tilkynt, að í ráöi sé að smiða fjögur loftskip. Þau veröa helmingi stærri og töluvert hraöfleygari heldur en ,,Graf Zepj>elin“. Loftskip þessi á að nota til Atlantshafsferöa. Stórveldafundurinn í Haag. Frá Haag er símað: Briand, forsætisráðherra Frakklands, Henderson Bretlandsráðherra og Stresemann, utanríkismálaráðherra Þýskalands, eru hingað komnir til þess að taka þátt í Haagfundin- um um Youngsamþyktina. Fund- urinn veröur settur í dag'. Sættir komnar á með Rússum og Kínverjum. Frá París er símað til Ritzau- fréttastofunnar: Skeyti frá Har- bin herma, aö samkomulag sé komið á milli fulltrúa kinversku stjórnarinnar og ráðstjórnarinnar rússnesku urn eftirfarandi atriði: 1) Hersveitir beggja aðila verða látnar hörfa undan ákveðna fjar- lægö frá landamærunum. 2) Opinlter ráðstefna hefjist innan eins mánaðar til þess að útkljá deilumálin. 3) Járnbrautarsamgöngur um Siberíu hefjist aftur, áður en ráð- stefnan byrjar. Flugleiðin um Grænland talin ófær. Frá Stokkhólmi er símaö til Ritzau-fréttastofunnar: Flomiann flugkapteinn hefir sagt í viðtali við „Nya dagligt allehanda", að telja megi norðurflugleiðina yfir Atlantshaf ófæra, þar sem jafn duglegur flugmaður og Ahren- berg neyðist til þess að hætta við flugiö. Karlakór Reykjavíkur. Söngflokkar okkar hafa farið hverja sigurförina eftir aöra utan lands og innan" á ‘síöustu árum. Hvarvetna hafa þeir getið sér hinn besta oröstir og mun nú flestum ljóst orðið, að raddsöngur stendur á svo háu stígi hér á landi, að hann stenst samjöfnuð viö þaö besta á sama sviði hjá hinum miklu söngþjóðum fyrir handan hafið, nágrannaþjóðum vorum. Hér eru líka óvenjulega góð skilyrði fyrir raddsöng; mikið um góðar raddir og völ á ágæt- um söngstjóram; þjóðin er söng- vin og er sönggleðin eitt af sér- kennum íslenska söngsins. Söng- stjórarnir hafa unnið afreksverk. Meðferðin á lögunum er þeirra verk eingöngu og er hún að jafn- aði svo góð, að hún fullnægir ströngum kröfum listarinnar. Is- lcnski karlakórssöngurinn hefir á sér ótvíræðan menningarbrag og það þrátt fyrir það, þótt meðlimir söngflokkanna séu teknir úr svo að segja öllum stéttum. Þetta hygg eg, að megi þakka því, að hér á landi er menningin ekki að- allega bundin við hærri stétt.ir þjóðfélagsins, eins og það er hjá mörgum stærri þjóðum, heldur hefir náð tökum á þjóðinni allri. Við Reykvíkingar getum verið hreyknir af því, að eiga tvo ágæta karlakóra. Þjeir rnenn eru tjl, sem halda því fram, að meiri nauðsyn sé fyrir okkur aö leggja rækt við sumar aðrar tegundir tónlistarinnar en karlakórsöng, eins og hljóðfæraleik, og vita all- ir, að hljóðfæraflokkur er til hér i bænum. En það munu flestir vilja viðurkenna, að hingað til hafa karlakórarnir verið stærstu liðirnir í sönglífi bæjarins og enn þá mun sú söngiþrótt eiga mest itök i þjóðinni. Þessar hugleiðingar era skrif- aðar í tilefni af því, aö Ivarlakór Reykjavílfur efnir til samsöngs i Nýja Bió á morgun kl. 7^2- Söngflokkurinn er nýkominn úr söngför um Vestur- og Norður- land, þar sem hann átti hinum bestu viðtökum að fagna og hjartanlegri hrifningu áheyranda, að morgni til, er hægt að komast til og heim að kveldi, i hinum vinsælu bifreiðum Karlakór Reykjavíkur er emi ung- ur, aðeins fárra ára, en þó era hljóð söngmanna orðin svo vel samstilt, að maður undrast yfir, að þetta hafi getað orðið á svo stutt- um tíma, og er flokkuriim oi'ðinn svo góður, að hann skipar sæti við hliðina á hinum ágæta karla- kór K. 'F. U. M. Söngstjórinn, hr. Sigurður Þórðarson, hefir lagt mikla áherslu á veikan söng, „fal- settsöng", og hefir sumum fundist hann gera það um of. /lEn því má ekki gleyrna, að með „falsett- söngnum" stækkar það svið, sem söngmönnunum er gefið, til þess að ná meári áhrifum i listflutn- ingi. Ekki svo að skilja, að flokk- urinn syngi ekki sterk lög. Heyrt hefi eg flokkinn syngja sterk lög, eins og t. d. Ólaf Tryggvason, með afbrigðum vel. Sjálfsagt setja söngelskir menn sig ekki úr færi að hlusta á þenn- an ágæta söngflokk, sem aldrei hefir verið l>etri en núna. Söngvinur. Nýjnngar! Grainmofo'n- plötnr, NÓTUR. Ekkeit sumarleyfl án . ferðafúns. Allar tegundli*, Verð frá 55 kr. Hljóðfærahúsið. Jarðarför Konráðs læknis Konráðssonar fer fram á morgun og hefst kl 1. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 8 st„ ísafirði 7, Akuréyri 8, Seyðisfirði 9, Vest- mannaeyjum 7, Stykkishólmi 8, Blönduósi 5. Hólum í Hornafirði 10, Grindavik 8, (engin skeyti frá Raufarhöfn, Angmagsalik, Tyne- mouth, Kaupmannahöfn og Juli- anehaab), Færeyjum 9, Jan Mayen 4, Hjaltlandi 1-1 st. — Mestur hiti hér í gær 12 st„ minstur 5 st. — Alldjúp lægð norðaustur af Fær- eyjum á hreyfingu austur eftir. Háþrýstisvæði yfir Grænlandshafi. Töluverður hafís 11 sjómílur norð- austur af Dröngum á Ströndum. — H o r f u r: Suðvesturland: í dag allhvass norðan. Léttskýjað. í nótt og á morgun sennilega breyti- leg átt og sumstaðar skúrir. Faxa- flói, Breiðafjörður og Vestfirðir: í dag og nótt norðan átt, sumstað- ar allhvasst. Léttskýjað. Norður- land : í dag og nótt norðan kaldi. Ský'jað loft og dálitil rigning i út- sveitum. Norðurausturland, Aust- firðir: í dag og nótt allhvass norðan, þykkviðri og rigning öðra hverju. Suðausturland: í dag og nótt norðan átt, sumstaðar allhvass. Léttskýjað. Max Pemberton ”1 seldi afla sinn í Englandi í gær fyrir 685 sterlingspund. Pétur Jónsson hélt kveðjuhljómleika í Gamla Bíó í gærkveldi við ágæta aðsókn og var tekið forkunnar vel og íært mikið af blómvmi. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri er nýkominn heini af fundi búvisindamanna í Helsingfors. Hann ferðaðist viða um Finnland og Noreg eftir fund- inn og fór síðan til Færeyja. Ungbarnavernd Líknar er lokuð til 23. ágúst. Þvottadagarnir hvfldardagar Látið DOLLAR vinna fyrir yður J Fæst víðsvegar. 1 heildsðla hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI, Hafnarstrœti 22. Sími 175.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.