Vísir - 28.08.1929, Blaðsíða 2
V I S I R
Nýkomlð:
Lifrapkæfa,
Gerduft Dp. Oetkers
• í bréfum og Iausri vigt.
Borðsalté
Kappy.
Símskeyti
Kliöfn, 27. ág. FB.
Óeirðirnar í Palestínu.
Frá London er símað: Óeirð-
irnar í Palestínu á milli Arába
og Gyðinga halda áfram. Arab-
ar liafa ráðist á Gyðinga i He-
bron, 40 Gyðingar og 8 Arabar
drepnir. Mannfall Gyðinga í
óeirðulium alls 150, en ekki
kunnugt um mannfall af hálfu
Araba.
Bretar álíta ástandið í Pale-
stínu alvarlegt. Bresk yfirvöld
vilja tryggja Gyðingum aðgang
að grátmúmum, en Arabar hafa
ásett sér, að reyna að liindra
þáð. Óviná'tta Gyðinga og Araba
stafar meðfram af heimflutn-
ingi Gyðinga til Palestínu, en
Bretland lofaði, er heimsstyrj-
öldinni lauk, að Gyðingar fengi
aftur aðsetur i Palestínu. Ar-
abar óttast, að heimflutningur
Gyðinga muni draga úr áhrifum
sínum í Palestínu.
Frá Washington er símað:
Ræðismaður Bandaríkjanna i
Palestínu tilkynnir, að tólf ame-
riskir Gyðingastúdentar 1 Heb-
ron hafi verið drepnir.
Frá Haag-fundinum.
Bretar hafna nýju tilboði.
Frá Haag er símað: Fulltrúar
Frakklands, Italíu, Belgíu og
Japan afhentu Snowden nýtt
tilboð i gær, um skiftingu
skaðabótanna. Buðust þeir til
þess, að hækka skaðabótahluta
Breta um tuttugu og átta milj-
ónir marka árlega. — Bretar
heimta fjörutíu og átta marka-
miljóna hækkun árlega. Snow-
den neitaði að fallast á tilboðið.
— Reuter-fréttastofan býst við,
að fundinum verði slitið þá og
þegar.
Hnattflug „Graf Zeppelin“.
Frá Los Angeles er símað:
Loftskipið „Graf Zeppelin“ var
sjötíu og níu klukkustundir á
leiðinni frá Tokio til Los Ange-
les, en ef farið er sjóleiðina á
milli þessara borga á eimskipi,
er talið að um fjórtán sólar-
hringa ferð sé að ræða.
Loftskipinu var tekið hér með
afskaplegum fögnuði. Loftskip-
ið lagði af stað héðan kl. 12 í
gærkveldi (Los Angeles-tími),
áleiðis til Lakeliurst.
Khöfn, 28. ágúst, F.B.
. Deilurnar í Palestínu.
Frá Bombajr er símað: Ind-
verskir Múliammeðstrúarmenn
hafa samþykt mótmæli út af
þvi, að Bretar styðja kröfur
Gyðinga um aðgang að grát-
múrnum.
Frá London er símað: Bretar
senda meiri liðsafla til Pale-
stínu. Fimm bresk herskip liafa
verið send þangað frá Malta.
Breska stjórnin kveðst ætla að
vernda líf og eignir Palestinu-
búa, án tillits til þjóðernis.
Utan af landi.
■—o--
Reyðarfirði, 27. ágúst. FB.
Prestafundur Múlaprófasts-
dæma og héraðsfundur Sunn-
mýlinga verður haldinn hér
næstu daga. Sjö prestar, einn
kandídat og nokkurir fulltrúar
mættir og fleiri fundarmenn
væntanlegir. Guðsþjónusta i
dag. Síra Stefán prófastur
Bjömsson prédikar. Erindi
kirkjumálanefndar verða eink-
um til umræðu á fundinum. í
kveld verða flutt erindi fyrir al-
menning, síra Jakob Einarsson
um presta, í útvarp, og síra
Jakob Jónsson, um „faðir vor‘“,
sem merki kirkjunnar í stað
trúarjátningar.
Nýkosin stjórn prestafélags-
deildarinnar: Síra Sigurjón á
Kirkjubæ, síra Sveinn Víkingur
og síra Jakob á Norðfirði.
Merkiiegt mál.
Þess er nú krafist í stórborgum
erlendis, aö sporvagnsstjórar,
lögregiuþjónar o. fl., sem útlendir
ferðamenn leita helst til í leiö-
beiúinga skyni, kunni a. m. k.
eitt erlent tungumál. Þannig sá
eg getiö um það i skeyti frá
Dusseldorf, sem birt var í ensku
blaöi fyrir nokkuru síöan, að
sporvagnsstjórar þar bæri merki,
sem á er letrað hvaöa erlent
tungumál þeir tala. Þaö er sífelt
aö færast í vöxt í þýskum borg-
um, að kenna spcrvagnsstjórum
°g lögregluþjónum ensku
sem er údbreiddust allra mála
í heiminum. Hiö sama gildir
raunar um mörg önnur lönd sein-
ustu árin. Það liggur í augum
uppí, aö hvaö þetta snertir er
bæöi um metnaðar og hagnaöar-
mál aö ræöa fyrir bæjarfélög og
þióöfélög.
Sá, er þetta ritar, hefir ferðast
mikiö erlendis, og minnist þess
ekki, aö hafa leitaö til lögreglu-
þjóns um upplýsingar árangurs-
laust. Og allsstaöar hefi eg rekist
á lögregluþjóna, sem gátu bjargað
sér í ensku, nema í Danmörku.
Eg hefi oft hugleitt hvernig
ástatt er hér í þessu efni. .Hér
þvrftu allir lögregluþjónarnir aö
vera sæmilega færir í ensku. Eg
geri ráö fyriij aö sumir þeirra
geti bjargaö sér í dönsku, en það
nægir ekki. Lögregluþjónarnir
sjálfir eiga hér enga sök á, því
það skilyrði mun aldrei hafa ver-
iö sett, aö þeir kynnu neitt, hvaö
þá erlend tungumál. Hingað til
hefir þetta gengiö einhvern veg-
inn, en viö svo búiö má ekki leng-
ur standa. Að sumri kemur hing-
aö svo mikill fjöldi feröamanna,
aö öllum er Ijóst, aö sérstakar ráö-
stafanir jjarf aö gera til þess aö
leiðbeina þeirn. Af |)ví lögreglu-
Iiöi sem viö nú höfum; geta senni-
lega fæstir þeirra haft mikil not,
þar sem sennilegast er, aö megih-
þorri feröamannanna veröi frá
enskumælandi ])jóöunum .og
þýskaíandi. Óneitanlega heföi þaö
veriö skemtilegt, ef íslensk lög-
regla gæti komið þannig fram aö
ári, aö þaö vekti eftirtekt hinna
útlendu gesta, á þann hátt, aö
okkur yröi sómi að. Hitt má öll-
um vera ljóst, að ef fult gagn á
að verða af starfsemi lögreglunnar
næsta sumar, þá verður að hefj-
ast handa t.il umbóta nú þegar.
Og eg sé ekki nema eina leið. Hún
er sú, að þegar í haust verði feng-
inn enskur eöa þýskur lögreglu-
foringi til þess aö æfa lögregluna
og þá varalögreglu, sem óhjá-
kvæmilega veröur að hafa hér
næsta sumar. Þessii lögregluforingi
verður aö hafa íslenskan aöstoö-
armann a. m. k. í byrjun, mann,
sem jafnframt getur verið tungu-
málakennari liösins í allan vetur.
Þetta er auövitað aðeins ráöstöfun
til bráöabirgöa. Þaö verður aö
hefjast handa um þaö, að senda
efnilega unga menn á lögreglu-
skóla erlendis.
Þessir menn ættu aö vera er-
lendis ekki skemur en 3 ár. Þeg-
ar frá líöur, þegar búiö er aö
endurnýja lögregluliöiö, mun
sennilega duga, að senda lögreglu-
þjónana utan til misserisdvalar, til
skiftis, því þegar komnir eru
nokkrir lögregluþjónar í liðið
sem hafa gengið í lögregluskóla
erlendis, geta þeir kent nýliðunum
hér, a. m. k. undirstöðuatriði
starfseminnar. Lögregluþjónsstarf-
ið er svo vandasamt og ábyrgöar-
mikið, að engin von er til þess,
aö nokkur maöur geti rækt þaö á
viðunandi hátt, nema hann hafi
fengið nauðsynlega undirbúnings-
mentun og æfingu. Viö stöndum
og ver að vígi en aörar þjóöir aö
því leyti, aö hér er fátt manna,
sem hafa lært aö hlýða, og hafa
þvi heldur ekki lært aö stjórna. í
herþjónustu læra menn aö beygja
sig undir aga. Þaöerfrumskilyröið
til þess aö læra aö stjórna öörum
mönnum. Aginn kennir mönnmn aö
stilla skap sitt. Enginn þarf meir
á því að halda en lögregluþjónn-
inn. Hann má undir engum kring-
um stæöum missa stjórn á geöi
sínu. Og hann má ekki valdi beita,
nema í brýnustu nauðsyn. Hann
veröur aö hafa það á meðvitund-
inni, aö hann sé starfi sínu vax-
inn, verður aö bera virðingu fyr-
ir sjálfum sér — og vera af öör-
um virtur. Hingaö til hafa menn
hér verið settir til lögregluþjóns-
starfa undirbúnitigslaust. Núver-
andi lögreglustjóri mun hafa
margar umbætur á prjónunum við-
víkjandi lögregluliöinu. Væntan-
lcga fær hann alla þá aðstoð, sem
ríkisstjórn og bæjarfélag getur
besta veitt, til þess aökomaumbót-
unum fram. Þaö þolir í rauninni
enga biö, aö Reykjavík fái fleiri
og hæfari lögregluþjóna. Eg hefi
aö framan bent á suint þaö, sem
gera þarf til bráðabirgða. Tilaga
mín um aö fá hingað eríendan
lögregluforingja er áreiöanlega
athugunarverð. Og eg vona fast-
lega, aö menn taki hana og fleira
þessum málum viövíkjandi, til
rækilegrar athugunar, og um fram
alt, aö menn á allan hátt veröi
þess hvetjandi, aö ríkisstjórnin og
bæjarfélagiö leggi ríflega af
mörkum til umbóta á þessu sviði.
Eg vil aö síðustu leyfa mér aö
skjóta því til lögreglustjóra, hvort
ekki sé athugunarvert, að lög-
regluþjónar bæjarins fengi nýjan
og smekklegri einkennisbúning en
þeir nú hafa. Búningurinn er
ósmekklegur, eins og danskir
einkennisbúningar yfirleitt, en
fyrirmyndin er auövitaö dönsk.
Sérstaklega er húfan ósmekkleg.
Að siöustu vil eg drepa á þaö,
sem erlendjr menn strax veita ná-
kvæma eftirtekt, og þaö er t. d.
hvort lögregluþjónninn, sem þeir
DOOOOOOOOOOOQOOOQOOOOOCX lOOOOOOOOOO
TEOFANI er orðið —
1,25 áL borðið.
oooooooooooooooooooooooooooooooooc
æ
æ
Áætlunarferðir I Hvalfjðrð
og til Borgarness á hverjum
þriðjudegi og föstndegi frá
Bifreiðastðð Steinðdrs.
æ
Sumarfötin og
rykfrakkana
er ávalt best og ódýrast að
kaupa í
FATABUÐINNI,
Hafnarstræti og Skólavst.
eiga tal viö, er vel rakaður, föt
hans burstuð, stígvél gljáfægð og
í samræmi viö annan fatnaö o.
s. frv. Alt þetta eru mikils verð
atriöi. Ennfremur, aö hár sé þétt-
ldipt að húfurönd eða hjálmsbrún,
aö lögregluþjónninn hafi ekki
hendur í vösum, standi aldrei á
óþarfa masi viö menn o. m. fl.
Lögregluþjónum ætti að banna
neftóbaksnautn meö öllu, a. m. k.
á þaö ekki að sjást, að lögreglu-
þjónn láti erlenda menn sjá sig
„taka í nefið“. Lögregluþjónum
má ekki líöast neftóbaksnautn,
sem er hvervetna lögö niður hjá
siöuðum þjóöum, nema Islend-
ingum.
Eg geri ráö fyrir, að sumum
muni kunna lítilsverð atriöi til
tínd hér, en eg er sannfærður um,
aö það muni síðar koma í ljós, að
eg hefi rétt að mæla. Viö meg-
um ekki gleyma því, aö við verö-
um að taka tilit til þess, hvernig
dómar annara þjóða veröa um
oss.
A.
Sauðnautin
seld ríkissjóði.
Um barnakenslu.
Niöurl.
Margir af hinum stóru bama-
skólum í Lundúnum hafa einn eöa
f leinj bekki fyrir óskólaskyld
börn, þriggja til fimm ára, (Nurs-
ery Class). Eins og gefur aö
skilja er þeim börnum ekki
íþyngt með of mikilli andlegri
vinnu, þau fá oft aö ráða því sjálf,
aö hverju þau leika sér, en það
eru kensluáhöld viö þeirra hsefi,
sem eiga að þroska þau og mn
leið aö skemta þeirn. Þau mejga
auövitaö hvíla sig, þegar þau
vilja. Oft fá þau sér blund um
miðjan daginn. Til þess hafa þau
hver sína ábreiðuna, sem þau
breiða á gólfið, og ofurlítinn
kodda úr hálmi. í hverfc sinn, sem
ábreiöurnar og verin eru þvegin,
er skift um hálminn. Oft sitja
þan á ábreiðunum sínum á gólf-
inu flötum beinum og dunda við
„Ieikföngin“, kensluáhöldin, eöa
aö þau sitja við litlu borðin sín.
Þegar gott er veöur á vorin. og
smnrin, fer kenslan fram úti, þar
sem staðhættir leyfa t. d. í sveit-
um og þorpum. Þá er setið undir
skuggasælum trjám, því aö sól-
skinið er of heitt og bjart.
Sumir enskir skólar nota aö-
eins Montessorí-áhöldin, aörir
nota bæöi þau og önnur. Ein
skólastýran sagöi við mig:
„Montesso(ri-áhöldin erU nokkuð
dýr, þar af leiöandi nqtum Viöí
þau ekki, en eins og þér hafiö
séö, höfum við ótal önnur, sum
lík þeim. Sum af áhöldunum hafa
Sauðnautakálfarnir voru í
gær afhentir ríkisstjórninni til
umráða, en hún greiddi félag-
inu „Eiríki rauða“ styrk þann,
20 þús. krónur, er um var sam-
ið og Alþingi samþykti í vetur.
Hefir stjórnin falið Páli Zóp-
honíassyni sauðfjár- og naut-
griparæktarráðunaut æðstu um-
sjá dýranna. Verða þau geymd
í girðingu að Reynisvatni í Mos-
fellssveit, þar til annað ræðst,
og hefir Vigfús Grænlandsfari
Sigurðsson tekist á hendur
gæslu þeirra fyrst í stað. Ekki
er enn fullráðið um framtíðar-
dvalarstað dýranna, en talað er
um að hafa þau sem mest undir
umsjá manna, hæði vegna þess,
að þau munu þarfnasl aðhlynn-
ingar, sökum þess hve ung þau
eru, og einnig til að temja þau
og hæna þau að mönnum.
Þvottadagarnir
hvfldardagar
Látíð DOLLAR
i " vinna fyrir yður
g'S® •
5 o ► r
a,,.gs
“®e j
2 oð -2
$ p.*'?
S
te ís
Fæst víðsvegar.
í heildsðlu hjá
HiLLDÚRI EIRÍKSSYHI,
Hafnarstrœti 22. Sími 175.
1