Vísir - 29.08.1929, Blaðsíða 2
V I S I R
U8KEID
gúmmísólap og hælav
endast þpeta lt á vlð leður.
Vatnsbeldir — Þægileglr — dflfrir.
. Nauðsynleglr fyrlr alla, sem
slíta miklu skóleðai.
Bipgdip hép á. ataðnum.
Símskeyti
Kliöfn, 28. ág. FB.
Haagfundurinn.
Samkomulag næst um skiftingu
skaðabótanna. Bretar hafa sitt
mál fram.
Frá Haag er símað: í gær,
þegar Snowden hafði synjað
tilhoði fulltrúa bandalagsþjóða
Breta, hugðu menn, að Haag-
fundarmálunum liefði verið
siglt i algert strand, og mundi
fundinum verða slitið þá og
jþegar. En Briand bað þá forseta
fundarins að kalla fulltrúa stór-
veldanna saman til l>ess að taka
endanlegar ályktanir. Héldu
jþeir fund með sér í gærkveldi
og stóð liann fram á nótt. Að
fundi þessum loknum var
blaðamönnum tilkynt, að sam-
komulag hefði náðst um skift-
ingu skaðabótanna á þann hátt,
að hluti Breta hækkar um 40
miljónir marka árlega.
Bardagar í Palestinu. Bretar
stöðva árásir Araba. Mikið
mannfall. Iskyggilegar horfur.
Frá London er símað: Bresk-
ar flugvélar, vopnaðar sprengi-
kúlum, flugu yfir Jerúsalem og
stöðvuðu árásir Araha þar í
grend. Arabar hafa ráðist á
Gyðinga í ýmsum öðrum stöð-
um í Palestinu.
Bresk blöð skýra frá því, að
Arabar misþyrmi Gyðingum og
myrði þá.
Frakkneska stjórnin ætlar,
að 600 menn hafi verið drepnir
'í óeirðunum í Palestinu.
Samkvæmt opinberri breskri
tilkynningu liafa 47 Múliameðs-
trúarmenn fallið, 93 Gyðingar
og 4 kristnir menn i Palestinu.
Gyðingar í Bandaríkjunum ó-
ánægðir með ráðstafanir Breta
í Palestinu.
Frá New York borg er sím-
að: 3000 Gyðingar hafa safnast
saman fyrir framan breska
ræðismannsbústaðinn hér í
borg, til þess að láta í ljós
óánægju yfir aðgerðaleysi af
’ hálfu Breta til þess að stöðva
ofsóknir Aral>a gagnvart Gyð-
ingum í Palestinu. Heimtuðn
Gyðingar þessir, að bresk yfir-
völd liefðu sig á brott úr Jerú-
salem. Einnig kröfðust l>eir
íhlutunar af liálfu Bandaríkj-
anna.
Hnattflug „Graf Zeppelin“.
Frá Lakehurst er símað: Loft-
skipið Graf IZeppelin flaug yfir
Clinton í Texas-riki kl. 9 i
morgun (Mið-Evróputími). —
T nftskipið er væntanlegt hing-
Utan af landL
Norðfirði, 28. ág. FB.
Veiðibjallan setti suðurfjarða-
póst í land á Seyðisfirði og
sneri þar við í morgun, án við-
komu annarstaðar á Austfjörð-
um, þrátt fyrir góðviðri, að eins
þokuslæðingur á fjallatoppum.
Hér var áríðandi póstur tilbú-
inn. Flugpósturinn frá Seyðis-
firði getur í fyrsta lagi komið
með Novu 7. sept. Megn gremja
hjá kaupsýslumönnum og öðr-
um, sem póst áttu. Þetta verð-
ur áreiðanlega gert að blaða-
máli og sennilega kært til póst-
stjórnarinnar.
Reyðarfirði, 28. ág. FB.
Prestafundurinn heldur á-
fram. 1 dag messaði síra Sig-
urður Þórðarson i Vallanesi. 1
kveld flytur síra Sigurjón Jóns-
son erindi fyrir almenning.
Vestm.eyjum, 28. ágúst,F.B.
Jarðarför Jóns heitins Hin-
rikssonai' fór fram í dag að við-
stöddu miklu f jölmenni. Bæjar-
stjórnin gaf silfurskjöld í virð-
ingar og þakklætis skyni fyrir
vel unnið starf í þágu bæjarfé-
lagsins. Jón heitinn hafði verið
bæjarstjórnarfulltrúi nær óslitið
síðan Vestmannaeyjar fengu
bæjarstjórn og gegnt margvís-
legurn vandastörfum.
Þrír síldarbátar eru heim-
komnir. Nokkrir bátar liéðan
hafa stundað þorskveiðar í sum-
ar fyrir norðan, en l>eir eru
ókomnir.
Rottur fluttust liingað fyrst
i vetur. Verður þeirra nú all-
víða vart í bænum. Bærinn læt-
ur nú fram fara allsherjar
rottueitrun.
Frá Danmörku.
Viðtal við Jón Þorláksson.
„Morgenbladet“ birtir Ianga
grein um stofnun Sjálfstæðis-
flokksins nýja liér á landi, og
hefir þau ummæli eftir Jóni
Þorlákssjmi, alþm., að með sam-
eining íhaldsflokksins við frjáls-
lynda flokkinn hafi ílialdsflokk-
urinn af nýju látið í ljós fyrri
stefnu sína um, að ísland skuli
eftir árið 1943 öðlast algerlega
sömu stöðu sem öll hin ríki
Norðurlanda, einnig gagnvart
Danmörku. Vér æskjmn þess
því, að þau ákvæði sambands-
laganna, sem skoðuð eru vottur
þess, að Island sé liáð Dan-
mörku, skuli falla niður. EJcki
ber að líta á þetta sem neina
andúð gegn Dönum, lieldur ein-
ungis eðlilega þörf til þess að
vera „húsbóndi á sinu heimili“
í stjórnarfarslegum skilningi.
Auk þess bor að lita á samein-
inguna sem samtök gegn jafn-
aðarstefnunni.
(Sendiherrafregn).
Áhyggjuefni.
Eins og öllum þeim er kunn-
ugt, sem lesa blöð þau, sem ís-
lendingar í Winnii>eg gefa út,
Heimskringlu og Lögberg, hafa
nokkrir menn í Vesturlieimi átt
í miklum deilum út af svoköll-
uðu heimferðarmáli. Sú deila
verður ekki rakin liér, en það
mun óhætt að fullyrða, að allir
þeir, sem þetta land byggja,
harma það mjög, að þetta mál
liefir orðið Vestur-íslendingum
að deiluefni. Og það mun og
ekki fjarri sanni, að allur þorri
þeirra manna i Vesturheimi,
sem af íslensku hergi eru brotn-
ir, líti sömu augum á þetta og
menn hér. Margir Vestur-íslend-
ingar munu og vera þeirrar
skoðunar, að deilumar muni
mjög spilla fyrir þátttökunni í
heimferðinni. En sá eldur, sem
kveiktur hefir verið vestra út
af þessu máli, minkar síst. Því
menn deila þar enn um þetta
mál af fullum krafti, og ætti þó
öllum hugsandi mönnum að
vera Ijóst, livilíkt áhyggjuefni
þetta hlýtur að vera öllum góð-
um íslendingum, þvi eftir lík-
um að dæma, fer svo, að ekki
grær um heilt á milli leiðtoga
Vestur-íslendinga í þessu máli
áður en heimförin hefst, en af
því leiðir ólijákvæmilega, að
menn geta ekki tekið þátt í há-
tíðinni að sumri með þeim liug
sem skyldi. Vegna l>essara
deilna, ef engar sættir komast
á, liljóta íslendingar að lita
landa sína fyrir vestan haf í
öðru ljósi, en þeir lielst kysu.
fslensþa þjóðin getur með full-
um rétti ætlast til þess af Vest-
ur-íslendingum, að þátttaka
þeirra i þúsund ára afmælisliá-
tíð Alþingis verði þannig, að
þeim sjálfum og íslensku heima-
þjóðinni verði til gleði og sórna,
en það er útilokað, nema nú
dragi skjótlega til einingar og
samlyndis i þessu máli. Vestur-
íslendingar verða að gera sér
það ljóst, að þau atriði, sem um
er deilt vestra, láta menn sig
litlu skifta hér. í augum maima
hér skifth’ það eitt máli, að
sundrungunni í málinu vestra
verði eytt. Mega Vestur-fslend-
ar það vel vita, að þeirra manna
verður með þakklæti minst liér
á landi, sem leggja liönd að því
að slökkva eldinn, en ekki hinna
sem bera eld að meiri. Blöð þau,
sein nefnd voru í uppliafi grein-
ar þessarar, liafa þáð algerlega
á valdi sinu, að slökkva eldinn,
með því að fella nú í tæka tíð
niður deilur um málið, skera
tafarlaust niður umræðurnar,
og láta menn sjálfráða hvar
menn velja sér farkost til ís-
lands. Fáist blöðin ekki til þess
áð taka slíka ákvörðun, eru litl-
ar líkur til að slöklur verði
eldurinn. Þó hafa þeir, sem
hyggja til heimfarar, ráð í hendi
sér, sem vera má að komi að
gagni, og það er að tilkynna þeg-
ar þeim, er fyrir heimförinni
standa, að þeir taki þátt í
hvorugri hinni fyrirhuguðu
hópferð, heldur leiti sér farkost-
ar upp á eigin spýtur, nerna þeg-
ar verði gerð gangskör að því,
að eyða ófriðareldinum. Það er
einlæg von allra íslendinga, að
betur fari um mál þetía, en á
horfist, því að réttu ætti Vestur-
íslendingar að vera oss mestir
aufúsugestir allra. A.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOíXXXXSOOOOOO
TEOFANI ©p orðið —
1,25 á borðið.
OOOOOOOCXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXK
____________________I
æææOTææææææææææææææææssææææ
| Áætlunarferðir í Hvalfjörð |
æ og til Borganiess á hverjum 8g
I þriðjndegi og fðstudegi frá 1
I Bifreiðastöð Steindðrs. I
S8 88
ææææææææææææææææææææææææææ
Yf iFlit
yfir aðfluttar síldartunnur, fyrir milligöngu isíldareinkasölunn-
ar pr. 18. ágúst 1929, svo og saltaðar tunnur á sama tíma.
28. ágúst. FB.
Siglufjörður: Tómtn. Saltf. Samt.
Eftirstöðvar frá f. á 1,200
Aðflutt með Molly 4. júlí 6,400 4,000
— — Nornan 8. júlí .. . 4,230
— — Kinne 14. júlí 2,400 2,500
——— ■ - ■ ■ X. G« ••••••• 2,000 2,000
— — — 1. Úg 7,075 4,000
— — Karsten 2. ág 8,000
— — Ýmsum sk. 1. ág.
—8. ág. I. G 6,000 2,000 i;
— — Molly 6. ág 1,150 3,700
— — Bengt 6. ág 1,500 1,000
— — Lyngstad 8. ág..... 8,000 , 5,000
— — Nanna 8. ág. ...... 1,133 2,000
— — Gylfe 10. ág 2,304 2,400
Frá ýmsum kryddsíldarkaupend-
um á að liafa komið frá 25.
júlí—5. ág .i 18,000
69,392 28,600
Sent til ísafjarðar 925
97,067
Á sama tíma saltað .[. ,\ 68,104
Ókomið, á leiðinni:
Með Ino ca 8,000
— Kinne ca 8,000
16,000
Eyjafjörður:
Eftirstöðvar frá f. á. og smíðaðar
tn. veturinn 9,457
Keypt. tn. hjá Kaupfél. júní .... 2,800
Með Molly 17. júlí .j 6,000 5,000
— Godhem 21. júlí ........j 3,000
— — 14. ág 5,400 2,700
34,357
Á sama tima saltað 25,306
Ókomið, vamtanlegt 21. ág.
Með Urd 7,630
— Falkeid 5,500 13,130
Isafjörður:
Ca. eftirstöðvar frá f. á 800 1
Frá Ak. (frádr. að ofan) . .> .. .i 700
Frá Sigluf. (frádr. að ofan) .... 925
Með Karsten 3,000
5,425
Á sama tíma saltað 2,729
Austfirðir:
Ca. eftirstöðvar frá f. á. ........j 10,000
Með Molly 3. ág 6,023
16,023
Á sama tíma-saltað 8,326
Samtals í landinu............. 182,002
Samtals saltað 18. ág........ 104,465
Fyrir utan framantaldar tn. viðbætast ótaldai' upppökkunar-
tunnur frá f. á. 3100/2 tn. og 1100/4 tn.
Akureyri, 18. ágúst 1929.
Síldareinkasala íslands.
P. A. Ólafsson.