Vísir - 29.08.1929, Blaðsíða 3
Iðnskólaþing
var haldið í Kaupmannahöfn í
fyrra mánuði, dágana 10.—13.
júlí, og var fulltrúum boðið
þangað frá öllurn Norðurlönd-
um. Ekki munu fulltrúar héð-
an hafa fengið utanfararstyrk
itil þess að sækja þing þetta, en
greitt mun þó hafa verið fyrir
einum fulitrúa þangað frá Ak-
ureyri, og héðan fór af liálfu
iðnaðarmanna Helgi H. Eiríks-
aon, skólastjóri Iðnskólans.
Hinum íslensku fulltrúum
°var mjög vel fagnað á þinginu,
og er þess getið i dönskum blöð-
um, að Helgi H. Eiríksson hafi
við setningu þingsins flutt því
kveðju frá íslandi. — Sú at-
höfn fór fram með mikilli við-
liöfn í Oddfellow-höllinni, og
•var konungur þar viðstaddur og
margt annað stórmenni.
Erindi voru flutt um ýmisleg
•mál, varðandi iðnaðarmenn, og
urðu um þau meiri og minni
umræður, Má sjá, af blaðafregn-
um, að H. H. Eiriksson hefir
tekið nokkurn iþátt í þeim um-
•ræðum.
Sýningar voru haldnar í sam-
bandi við þetta þing og gestun-
.um var skemt á marga lund.
‘ Hdrrauleprástæínr.
„Ekki er ein báran stök,“ má
•segja um ástæður fólksins að
Krossi á Barðaströnd.
Eins og mönnum er i fersku
minni, brann hærinn að Iírossi
til kaldra kola, ásamt innan-
-stokksmunum, matarforða, og
bókstaflega öllu fémætu. Alt var
Ævátrygt, og komst fólkið með
naumindum út, klæðlaust eða
klæðlítið. Áður en þessi hörmu-
'legi atburður gerðist, höfðu liin
ólánssömu lijón átt að stríða við
langvarandi veikindi eins af
börnum sínum, veikindi, sem
orsökuðust af brunaslysi, og
reyndust bæði erfið og langvar-
andi .Ennfremur hafði bóndinn
nýlega keypt matarforða lianda
beimili sinu, og fórst liann all-
nr í brunanuin.
Fjölskyldan, þ. e. hjónin og
sjö börn þeirra, öll innan við
•fermingaraldur, ásamt aldráðri
móður bóndans, stendur nú
uppi bjargarlaus. Þó að kalla
megi, að hjónin væri bjargálna,
úður en bruninn varð, þá eiga
þau nú ekkert eftir annað en
fénað sinn.
Ennþá einu sinni fá nú hinir
órlátu og lijálpsömu Reykvik-
ingar tækifæri til að rétta bág-
stöddu fólki lijálparhönd, —
fólki, sem vantar fæði, klæði og
búsaskjól. Þ.
Ath. Afgreiðsla Vísis tekur
fúslega á móti samskotum
banda þessu bágstadda heimili.
Haldið tönnam yðar vel
trelnnm, og þá losnið þér
Tlð ýmsa 8júkflóma — en til
þess þurfið þér besta tann-
pastað — KOLYNOS.
Fæst í flestum verslunum
borgarinnar og í helldsölu
iUá
Cal. 12 og 16, æ
88
einnig fjárskot 22 short og long I
fyrirliggjandi. |
Verðið mjög sanngjarnt.
Simi 720.
Flugfélag Isiands.
Flugfélag íslands hefir fastar
áætlunarferðir til Vestmanna-
eyja á hverjum föstudegi kl.
9.30 f. h. Nú vildi svo til, að ég
keypti farmiða til Eyja síðast-
liðinn mánudag, með Súlunni
til Eyja á föstudag þ. 23. ágúst,
en þann dag var mjög livast á
norðan, og var þess vegna ekki
flugveður, og sama veður var
daginn eftir, en á sunnudag 25.
var bliðu-veður og logn. Þá fór
ég niður á skrifstofu Flugfélags-
ins og spurðist fyrir um, hvort
ekki mundi verða flogið til Eyja
þann dag, en þá fékk ég þau
svör, að það væri mjög mikill
norðanstormur við Eyjarnar og
]^pss vegna ekki flugfært. —
Mér þótti þetta mjög undarlegt,
þvi að allir, sem þekkja nokkuð
i Eyjum, vita það, að það er
besta veðrið i Eyjunum þegar
liann er á norðan og á ytri
höfninni er alveg logn og engar
öldur. Svo liringdi ég upp mann
í Eyjunum og spurði um veður
og fékk þau svör, að þar væri
besta veður og sléttur sjór á ytri
höfninni. Þetta var kl. 12 á liá-
degi; svo hringdi ég upp lir.
Walter flugstjóra og sagði hon-
um frá þessu, en hann sagði, að
það væri sama, þeir færu ekk-
ert eftir því, sem hinir og
þessir segðu, heldur eftir því,
sem hinn nýi veðurfræðingur
segði, og það mundi alls ekki
verða flogið til Eyja þann dag,
og þar að auki væri Súlan farin
vestur á ísafjörð og kæmi ekki
til baka fyrr en kl. 7—8 um
kveldið og þá væri of seint að
fljúga til Eyja. En það vildi nú
svo til, að Súlan kom kl. 5, en
þá þóknaðist þeim að fara að
fljúga hringflug yfir bæinn, í
staðinn fyrir til Vestmanna-
eyja, en lir. Walter sagði, að
það yrði flogið daginn eftir kl.
9.30 f. h., ef veður leyfði. Svo
fór ég á mánudagsmorgun einu
sinni ennþá niður á skrifstofu,
og þá voru þeir að hugsa um
að fljúga til Eyja, þvi að þá var
besta veður, en jjegar þeir eru
að ákveða sig, kemur dr. Alex-
ander Jóliannesson þar inn, og
spurði hr. Walter, hvort Súlan
gæti ekki farið kl. 11 vestur á
Patreksfjörð með farþega og
tekið aðra þar til baka. Og þá
segir flugmaðurinn, Niemann
lield ég að liann lieiti, að hann
vildi mikið heldur fljúga þang-
að, heldur en til Eyja, þó að það
væri áætlunarferð þangað, og
svo var það ákveðið, að fara
vestur, en sleppa alveg Eyja-
ferðinni, sem var búið að láta
minst 3 eða 4 farþega bíða eft-
ir í 4 daga.
Nú vildi ég spyrja: Er svona
lagað forsvaranlegt, að draga
mann á þessu í 4 daga og af
þeim var i 2 daga ágætis flug-
veður. Og svo að segja að ekki
verði flogið þangað. Þessi áætl-
unarferð fellur niður og því er
borið við, að það sé ófært veð-
ur við Eyjarnar. Og stjóm fé-
lagsins, hefi ég frétt úr ábyggi-
legum stað, hefir farið fram á
við Vestmanneyinga, að þeir
veittu einhvem styrk til flug-
ferða til Eyja, en sem betur fer
sjá Eyjaskeggjar að sér í því,
og veita vonandi engan styrk,
úr því að það er ekki hægt að
treysta betur á Flugfélagið en
þetta.
Nú vildi égbiðja stjórn Flug-
félagsins um að birta ]iað opin-
berlega, hvers vegna Súlan fór
ekki i áætlunarferðina til Eyja.
Ef til vill liafa þeir fengið meira
V I S I R
fyrir ferðina vestur en til Eyja,
eða að flugmanninum er illa
við að fara til Vestmannaeyja,
en þá ætti Flugfélagið ekki að
vera að auglýsa áætlunarferðir
þangað vikulega, til þess að fólk
sé ekki að treysta því að geta
flogið þangað.
Rvík, 26. ágúst ’29.
Karl Einarsson,
verkstjóri.
(1 Bæjarfréttir (
Dánarfregn.
í gærkveldi andaðist ekkjan
Jóreiður Magnúsdóttir, Ný-
lendugötu 11, 67 ára að aldri.
Banamein hennar var lungna-
bólga.
Málverkasýning
hefir Kristján Magnússon i
Goodtemplarahúsinu i dag og
fram á sunnudag. Hún verður
daglega opin kl. 10 árd. til kl.
9 siðd. Visir liefir nýlega getið
þessa unga málara, sem verið
hefir vestan hafs að undan-
förnu, og nú er kominn hingað
til bæjarins eftir nokkurra
vikna dvöl á Þingvöllum og víð-
ar hér sunnan lands.
Páll V. Bjarnason,
sýslumaður Snæfellinga, er
staddur hér í bænum.
Frá Siglufirði
var Vísi símað í morgun, að
engin síldveiði hefði verið síð-
ustu daga. I siðustu viku var
síld næi-ri óseljandi og greiddi
bræðsluverksmiðja Goos ekki
meira en 3 kr. fyrir málið. En
nú mun verðið hækkað svo, að
tunnan kostar 30 krónur, kem-
ur það af því, að íshúsin hafa
orðið of sein að fá sér síld.
Tunnulítið hefir verið lengst af
á Siglufirði í sumar, en nú er
þar nóg af tunnum, þvi að hvert
tunnuskipið kemur þessa dag-
ana á fætur öðru til einkasöl-
unnar.
Trúlofun.
Nýlega hafa birt trúlofun
sína ungfrú Sigriður Gísladótt-
ir Hamragörðum, Eyjafjöllum,
og Ólafur Jónsson, bifreiðai’-
stjóri lijá B. S. R.
Óðinn
fór í gærkveldi áleiðis til Aber-
deen. Meðal farþega voru Niels
Dungal læknir, Friðrik Dungal,
síra Jóhannes Gunnarsson, Frið-
rik Gunnarsson o. fl.
Samábyrgð íslands.
Skrifstofa samábyrgðarinnar
er flutt í hús Eimskipafélags Is-
Jands, aðra hæð, herbergi 28.
Höfuðdagur
er í dag.
Til veiða
fóru í gær Skúli fógeti og
Otur, en í morgun Baldur og
Gylfi. — ís er nú sagður farinn
af Halamiðum og þvi hafa skip-
in farið til veiða.
G.s. Island
fór frá Kaupmannahöfn í gær
kl. 10 árdegis.
G.s. Botnia
fór frá Leith kl. 7 í gærkveldi.
Ms. Dronning Alexandrine
fór í gærkveldi kl. 8. Meðal
farþega voru Haraldur Sigurðs-
son og frú, Halldór Sigurðsson
úrsm., Björn Sigurðsson, Gísli
Halldórsson, stud. jiolyt., Hall-
dór Kjartansson, Ungfrú Elsa
Nielsen, frú Tribom, Ármann
Rr. Eyjólfsson, ungfr. Ellen
Brunn o. fl.
Knattspyrnumótið.
Iíappleikurinn í gærkveldi fór
á þá leið að Víkingur sigraði
Fram með 3 : 2. Fékk Vikingur
vitisspymu á síðustu minútu og
reið það baggamuninn. Mótið
heldur áfram anað kveld kl. 6%
Brúarfoss
fór héðan i gærkveldi kl. 10.
Meðal farþega voru: Capt. Ás-
pinall, Mr. Copland, Björn
Bjömsson, Páll ísólfsson og
frú, Guðm. Thoroddsen á leið
til Lundúna. Ætlar að dveljast
í Englandi nokkurar vikur,
Guðm. Björnson, landlæknir,
frk. Rigmor Hanson, Inga Lisa
Hultquist, frú Ingibjörg Steins-
dóttir, Jón Blöndal, Gísli Gests-
son, stúdent, Agnar Norðfjörð,
Ingimundur Guðmundsson,
Guðm. Bjarnason, Pétur Daní-
elsson, Þórður Þorbjarnarson,
Gunnar Bjarnason, Eiríkur Ein-
arsson.
Á sunnudaginn
kemur verður kept um Kapp-
róðrarhorn Islands úti við sund-
skálann i Örfirisey. Ennfremur
verður þreytt 200 stiku bringu-
sund og 50 stiku sund, frjáls að-
ferð, fyrir drengi. Kept verður
um sundþrautarmerki I. S. 1.
Vegalengd, 1000 stikur. Til
þess að vinna merkið, verða
konur að synda vegalengdina á
30 mín. eða skemri tíma, og
karlmenn á 26 mín. Þeir sem
keppa vilja um sundþrautar-
merkið gefi sig fram við sund-
skálavörð fyrir þ. 31. þ. m,
Áheit á Strandarkirkju,
afli. Vísi: 5 kr. (gamalt áheit)
frá konu, 15 kr. frá ekkju.
Gjöf
til fátæku konunnar á Elli-
heimilinu: 2 kr. (álieit) frá G.
H.
Islanfl
í erlenflnm Möíura.
Blaðið „Morning Post“ í Lon-
don birtir ]i. 6. ágúst ágæta
grein um skilvrði á íslandi til
Tjðruhampur
til þéttingar með gluggum
bestur og ódýrastur bjá
Skipasmíðastðð
Reykjavíkur.
Ódýrt.
Kaffi frá 1 kr. pakkinn, kaffi*
bætir frá 50 aur. st, smjörlíki frá
85 aur. stk., sætsaft 40 aur. pe!«
tnn, riklingur nýkominn.
Terslunin FELL,
Njálsgötu 43. Sími 2285;
Þnrkaður smáfisknr,
selst afar ódýrt í nokkra daga.
Hjörtnr Hjartarson,
Bræ5raborgar8tíg 1.
Sími 1256.
Lokuð bitreið
5 manna, lítiö notuð til sölu með
tækifærisverði. Upplýsingar gefur
Þorkell Þorleifsson,
Þingholtsstræti 24.
Heima eftir kl. 6.
Tikadreng
vantar á Goðafoss.
líppl. hjá hrytanum.
sumarferðalaga. Eru ítarlegar
og þarfar upplýsingar í grein-
inni, sem er skrifuð af mildlli
vehild í garð íslands og íslend-
inga, enda er höfundur liennár
Mr. Little kennari, sem hér er
búsettur og öllum að góðu
kunnur. (F.B.)