Vísir - 04.09.1929, Page 2
V 1 S I R
)) BteHfM I ÖlííM
Biðjið um Libby’s
M fáið fjér pað
besta.
Símskeyti
Khöfn., 3. sept., FB.
Rósturnar í Palestínu.
Frá London er símaS: Ástandiö
í Palestinu er betra sem stendur,
því víöast hvar er alt meö kyrrum
kjörum. Elhusseun, forseti æösta
ráös Muhammedstrúarmanna hef-
,ir sagt i viötali viö blaöamann frá
Lundúnarblaðiflu Daily Express,
’aö óeirðirnar séu upphaf þjóöern-
islegrar uppreisnar. Miljónir
Araba í Sýrlandi, Arabíu . og
Eglptalandi styðji Araba í Palest-
ínu. Bretar geti bælt niður óeirð-
irnar í bráð, en fullkominn friöur
komist ekki á meöan Bretland
fylgi stefnu Balfour-yfirlýsingar-
innar frá árinu 1917, um að gera
Palestinu að þjóðernislegu heimili
Gyðinga.
Vatnsflóðin í Indusdalnum.
Frá Kara'chi er símað: Vatns-
flóðin í Indusdalnum ágerast.
Bær, sem í voru tíu þúsund íbú-
ar, % gereyðilagðist. Menn eru
heimilislausir í tugþúsunda tali
á flóðsvæðinu, eignartjónið nemur
miljónum sterlingspunda.
Þjóðbandalagsþingið sett.
Frá Genf er símaö: Tíunda
þing Þjóðbandalagsins var sett i
gær. Guerrero, fulltrúi San Salva-
dors, var lcosinn forseti þingsins.
Briand, MacDonald og Henderson
taka þátt i störfum þingsins.
Streesemann er væntanlegur til
Genf bráðlega.
Frá Zepplin greifa.
Frá Berlín er simað: Loftskipiö
Graf Zeppelin lenti í óveðri og
eldingum og neyddist þvi til þess
að breyta um stefnu og fljúga
suöur um Azoreyjar. Nálgast nú
F.vrópustrendur. Rétt áður en
loftskipið lagði af stað frá Lake-
hurst uppgötvuðu menn gat á
loftbelgnum og virtist það stafa
frá byssukúlu. Hefir líklega ver-
ið skotið á skipið er þaö flaug yf-
ir Mexico.
Eggert Stefánssoo.
—o—
Island er annað stærsta eylandið
í Evrópu. Bretland er stærst. En
á íslandi býr ein minsta ])jóö í
heiminum, um 100 þúsund manns.
Hinn stóri heimur veit lítiö um
þessa þjóö.
Plún er merkileg um margt
annað en þáð, hvað hún er lítil.
Fyrir 1046 árum, þegar Harald-
ur hárfagri braut undir sig hina
'únörgu fylkiskonunga í Noregi og
gjörði landið alt að einu konungs-
ríki, þá var mikillæti hinna ýmsu
hö'fðingja of mikið ti! þess, að þeir
vildu lúta hinum nýja allsherjar
konungi.
Um þetta leyti bárust fregnir af
óbygðu landi langt vestur í hafi,
notuðu ]>á margir hinna nýsigruðu
höfðingja tækifærið og fluttust til
þessa nýfundna lands.
Landið hlaut nafnið Island, og
þjóðin sem þar hefir 'búið síðan
íslendingar.
Hér verður ekki sögð nein ís-
landssaga. Ekki heldur sagan um
hinar nierku bókmentir þj óðarinnar,
sem^ varpa skýru ljósi yfir það
menningarlíf sem lifað var á Norð-
urlöndum og á Bretlandseyjum
fyrir þúsund árum.
Aðeins skal þess getið, að á
næsta ári verður haldiö hátíðlegt
þúsund ára afmæli alþingis, og
mun það vera elsta lög-gjafarþing
í heimi. Verður þá fulltrúum
Breska þjóðþingsins ásamt fulltrú-
um annara nágranna þjóða boöiö
til íslands.
Hinn 3. maí næstkomandi gefst
Lundúnarbúum kostur á að heyra
Ísleíiding syngja íslensk lög í
einni sönghöll borgarinnar.
Söngmaðurinn heitir Eg'gert Ste-
fánsson. Er Eggert leinn þeirra
manna sem þráir að bera hróður
þeirrar menningar út um heiminn,
sem lifað hefir á Islandi í þúsund
ár þrátt fyrir eldgos Heklu, hafísa,
eilenda stjórnarfarskúgun, farsótt-
ir og óblíðu náttúrunnar.
Vér vitum að Eggert hefir tek-
ist þetta með góðum árangri í
ýmsum menningarlöndum.
En land sem á elsta löggjafar-
]>ing véraldarinnar, land sem átt
hefir Snorra Sturluson, bókmenta-
frömuð, sem settur er á bekk með
Shakespeare, land sem á eina hina
glæsilegustu náttúrufegurð, land
sem á jarðhita sem ræktar suöræn
aldini,. svo sem melonur norður
undir heimskautabaug, land sem
flutti út vörur fyrij miljón ster-
lingspundum meira árið sem leið
en innflutningurinn nam, og land
sem þó er ekki búsett nema eitt
hundrað þúsund sálum, þetta land
á það skilið, að menn g'angi úr
skugga um það, hvort það sé bú-
sett Eskimóum.
Eggert Stefánsson er gott sýnis-
horn af íslendingi.
Framanrituð grein, lauslega
þýdd, var rituð i sambandi við
söng (konsert) Eggerts Stefáns-
sonar í Lonclon í vor. Er hún birt
hér vegna þeirrar staöreyndar, að
listamenn vekja hvarvetna á ferð-
um sínum athygli á föðurlandi' sínu
og þjóð. Skilst þá betur að hinni
afskektu og óþektu, litlu íslensku
þjóð muni eigi' alllítið gagn að
þeini listamönnum, sem^freista að
bera hr’óður hennar út um heim-
inn.
Má ekki minna vera en slíkum
mönnum sé veitt góð áheyrn.
þegar þeir koma heim.
Valur.
Jarðarför
- Sigriðar Albertsdóttur fer fram
á morgun kl. 2 frá Vesturbrú 19
i Hafnarfirði.
Veðrið í morgun.
I-Iiti í Reykjavik 8 st., Isafirði
6, Akureyri 7, Seyðisfirði 8,
Vestmannaeyjum 9, Stykkishólmii
9, Blönduósi 7, Raufarhöfn 5>
Hólum í Flornafirði 9, Grindavík
6, Færeyjum 9 (engin skeyti frá
Julianehaab, Angmagsalik, Tyne-
mouth og Kaupmannahöfn), Jan
Mayen 3, Hjaltland 10 st. Mestur
hiti hér í gær 11 st., minstur 3 st.
Háþrýstisvæði fyrir vestan land
og norðan, en grunn lægð milli
NÝJAR VÖRUR
Hjólhestaljósker m. 5 v.
Gasgjafar á kr. 3,50.
Vasaljós m. 5 v. Ijósgj. 2,15.
Öryggistappar 6 amp.
Stórir og litlir á 0,25.
Rafljósakrónur og
Steinolíulampar, afar ódýrt.
Öryðnæmir franskir Borðhníf-
ar., ágæt teg., 0,95.
Alum. vörur af öllu tæi, ágæt
teg. Afar ódýr.
Versl. B. H. BJARNASON.
Færeyja og Noregs. Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói: I dag og
nótt breytileg átfc, víðast norðan
kaldi. Létt skýjað. Breiðafjörður,
Vestfirðir: 1 dag og nótt norð-
austan gola. Létt skýjað. Norður-
land: í dag og nótt norðan gola,
Úrkomulausf en ]>oka með strönd-
um fram. Nórðausturland, Aust-
firðir: í dag og nótt minkandi
norðan átt, þykt loft, en úrkomu-
lit-ið. Suðaustux-land: í dag og nótt
norðan gola. Létt skýjað.
Fyrirlestur
Ársæls Árnasonar í Nýja Bíó
í gærkveldi um Grænlandsför
„Gotta“ var afar-fjölsóttur og
urðu margir frá að liverfa. —
Vanst fyrirlesaranum ekki tími
til, að segja ferðasöguna til enda
og munu margir óska þess, að
Lægst
yerð í
öorgínnl.
kyndisalan
i Hapaldarbúð
befet á mopgam og stendup yfip i fáa daga.
Þá getur marpr gert kostakaup því stórmik li afsláttur verður gefina af öllum Mnum
ágætu vörum verslunarinnar og gríðarmikið af ý jniekoaap vöpum á að seljast fyrír
sáralítid verð. — TÆKIFÆRIÐ BÝÐOR YÐARÍ
í HERRADEÍLDINNI:
verður meðal annars selt af-
armikið af
Mancheítskyrtum með flibb-
um frá 4,00 stk.
Ýmsar stærðir af alsilkiskyrt-
um sem liafa koStað 26,50,
seljast fyrir 10,00 nú. —
Einkum liafa stórir menn
tækifæri til að gera góð
skyrtukaup.
Mikið af alfatnaði verður selt
gjafverði — 25—45 kr. og
Alullar-Sevioíföt, vönduð á
aðeins 58,00 settið.
Nokkur liundruð stk. slakar
buxur, vandaðar, 3 flokkar,
seljast aðeins á 5,00 stk. og
7, 8 og 10,50 kr.
20 dús. linir hattar, gott snið,
fallegir litir, á aðeins 4,50
stk.
Enskar húfur á 1,50.
Afarmikið af nærfatnaði á
2,10 stk.
Sérlega góð kaup á sokkum
frá 0,50 parið.
Milliskyrtur mislitar og
Brúnar skyrtur með tækifær-
* isverði.
Regnkápuú, afar sterkar á
17,00.
Regnfrakkar ódýrir m. m. fl.
I DÖMUDEILDINNI:
má gera sérlega góð kaup á
káputauum frá 2,50 mtr.
Ullarkjólatauum.
Fataefnum í karla og drengja
föt.
Á LOFTINU:
verður margt selt fyrir lítið,
t. d.
Dömukjólar á 8,00 stk.
Danskjólar frá 20,00.
Iíápur frá 12,00.
Regnkápur frá 10,00 stk.
Hvít léreft frá 0,55 :
Flonel, ódýr og
Tvisttau margskonar.
Sérlega mikið af Maraquane íslensk refaskinn á 10,00,
í kjóla, 1% breidd á 1,25
mtr.
Kjólatau á 0,95 mtr.
Morgunkjólatau, vönduð, á
2,75 í kjólinn.
Handklæðadreglar á 0,45 og
0,55 mtr.
Handklæði.
Hvítir borðdúkar, 2 teg. selst
aðeins á 2,90 og 3,90 stk.
Falleg rúmteppi með sér-
stöku tækifærisverði.
Slæður o. fl. fyrir örlítið.
15,00 og 35,00 stk.
Golftreyjur frá 4,90.
Regnhlífar fyrir lílið.
Allskonar prjónaföt afaró-
dýrt.
Gluggatjaldadúkar, stórt úr-
val, verður selt frá 0.50 mtr.
Afmæld Gluggatjöld að eins
frá 4.90 fagið.
Dyratjaldaefni frá 3.50 mtr.
í SKEMMUNNI:
Þar eru
Silkinærföt seld afar ódýrt.
Undirkjólar, sem áður kost-
uðu 7.50, eru nú á 2.50.
Samhengi, áður á 17.50, nú
6.50.
Buxur, áður 7.90, nú 3.00.
Náttföt, áður 21.00, nú 10.50.
Ullarbolir og samhengi á %
verð.
Einnig léreftsföt og
Drengja-ullarföt (ytri).
Misl. kven-ullarbuxur áður á
5.65, nú á 3.50.
Barnalegghlífar á %-virði.
Lífstykki, ódýr og
Peysur.
Ullarklukkur á börn fyrir
lítið.
En albestu kaupin má þó
gera á
Kvensokkum — því að mörg
hundruð pör verða seld fyrir
hálfvirði og minna. Alt frá
0.70 parið.
Komið og gepid góð kaupT