Vísir - 23.09.1929, Síða 2
V 1 S I R
Nýkomið:
flveiti Canadian Maid.
Rúgmjöl, flavnemöllens.
Háifsigtimjöi, flavnemöliens.
Símskeyti
/
Kaupmh. FB, 22. sept
Glímttfaramir.
Frá Berlín er símaiS: Glímu-
mennirnir hafa sýnt íslensika
glímu í Liil)eck, Rostock, Prerov,
Stettin og Danzig og nú í Berlín
viö ágætan oröstír. Blööin hafa
stórhrósað sýningunum og fara að"
dáunaroröuni um leiknina og
sa.mtökin í leikfiminni. Öll blöðin
hylla glímuna sem framúrskarandi
íþrótt.
Flokkurinn héfir fengið af-
bragðs viðtökur allsstaðar. Á sýn-
ingunni í Berlín var fólk stórhrif-
ið og ætlaði fagnaðarlátunum
aldrei að linna. Blöðin flytja
myndir af glímumiönnunum og frá
sýningunum. Kvikmyndir hafa
verið teknar af glímunni og kvik-
myndirnar sendar út um alt Þýska-
land og víðar til sýningar.
3 r (Árni Óla.)
Frá Genf.
Frá Genf er símað: Þingnefnd
Þjóðbandalagsins hefir rætt frakk-
neskbreska tillögu, þess efnis, að
verðtollar verði ekki auknir næstu
tvö árin. Er ætlast til, að þannig
lagað tollahlé verði byrjun almenns
viðskiftafriðar. Nefndin hefjir
samþykt að biðja allar ríkisstjórn-
ir að tilkynna hvort þær vilji taka
þátt í ráðstefnu um framanniefnt
tollahlé.
Ráðsfundur Þjóðbandalagsins,
sem haldinn .verður i janúar, tekur,
svörin til athugunar og ákvarðar
hvort og hvenær tollamálafundur-
inn verður saman kallaður.
Rússar í flugferð.
Frá Moskwa er síinað : Flugvél-
in „Sovietland“, sem er á leiðinni
til Ameríku frá Moskwa yfir
Síberíu, tíl þess að rannsaka skil-
yrðin fyrir reglubundnum ílug-
samgöngum á þessari leið, flaug í
fvrrinótt yfir Beringssundið, írá
Petrapavlosk á Kamsjatka til
Aleuteyjunnar, Altu, á sjö klukku-
stundum. Vegalengdin er tólf
hundruð kílómetrar.
<
Löggæslan
í Reykjavík.
IV.
Viðast livar crlendis mun
það tiðkast, að lialdið sé ttppi
lögregluskólum. — Sumstaðar
kosta rikin og bæirnir skóla
þessa í sameiningu.
Námsgreinir eru einkum
þessar: 1. Þjóðfélagsfræði. 2.
Lög og reglur, sem lögreglan á
sérstaklega að gæta (refsilög-
gjöf, heilbrigðislöggjöf, iðnað-
arlöggjöf, atvinnulöggjöf o. s.
frv.). 3. Frumatriði í rannsókn
lögreglumála og sakamála. 4.
Eínföldustu atriði refsiréttar-
fars. 5. Tungumál. 6. Likams-
æfingar og hnefaleikur. 7. Að
gera við meiðsli og kunna al-
gengar lífgunartilraunir.
Allar eru námsgreinir þessar
meira og minna nauðsynlegar.
Lögregluþjónar eru settir til
þess, að lialda uppi aga og reglu
í þjóðfélaginu, og þeir eiga vit-
anlega ekki að gera það sem
„dautt verkfæri“, lieldur af
þekkingu og skilningi. M er það
og alveg nauðsynlegt, að lög-
regluþjónar geti brugðið fyrir
sig erlendu tungumáli.
Eins og menn vita, hefir lög-
reglan hér í bænum engrar til-
sagnar notið í lögum þeim og
reglum, sem hún hefir verið
sett til að gæta. Þarf því engan
að undra, þó að lienni hafi ekki
farið allir lilutir vel úr hendi.
Þá mun og sumum þykja það
aðfinsluvert, að ekki skuli hafa
verið lagt fram fé til þess, að
kenna lögreglunni leikfimi eða
einföldustu líkamsæfingar. Er
því tæplega hægt að búast við,
að framkoma lögregluþjón-
anna liafi jafnan verið svo
glæsileg, sem æskilegt hefði
verið.
Þess verður ekki krafist með
neinni sanngirni, að lögreglu-
þjónarnir afii sér af sjálfsdáð-
um þeirrar kunnáttu, sem þeim
er nauðsynleg i starfinu.
Ríkið eða bærinn eða báðir
aðiljar í sameiningu, mega því
ekki láta undir höfuð leggjast,
að koma á fót námskeiðum fyr-
ir lögreglumenn eða lögreglu-
mannaefni. Telur lögreglustjóri
að hæfilegt mundi að hafa
þriggja mánaða námskeið við
og við. — Meðan það er ekki
gert, segir hann að íslensk lög-
regla hljóti að verða miklu
miður ment, en lögregla annara
mennin garlanda.
Launakjör íslenskra lögreglu-
þjóna hafa löngum verið bág-
borin, og eru þeir að visu eng-
in undantekning i því efni. —
Laun opinberra starfsmanna
liér á landi hafa yfirleitt verið
svo lág, að furðu gegnir, að
nokkur sæmilegur maður skuli
liafa unað þeim kjörum ári
lengur. —- Byrjunarlaun lög-
regluþjóna eru nú 2000 kr. á
ári og fara hækkandi upp í
3000 kr. — Lögregluþjónar
eiga mjög örðugt með að afla
sér aukatekna, enda samrýmist
það illa starfi þeirra, að vera
á þönum eftir vinnn-snöpum
hingað og þangað.
„Hin lélegu launakjör liafa
valdið því“, segir i tillögum lög-
reglustjóra, „að lögreglan hefir
til þess að geta lifað, orðið að
leita sér aukavinnu á kostnað
löggæslunnar. Þetta er enn einn
þátturinn í þvi, að draga lög-
regluna niður. Það þarf að bæta
launakjör lögregluþjónanna.
Það er betra að hafa lögreglu-
þjónana heldur færri, sæmilega
launaða og sjálfstæða, heldur en
marga illa launaða, ósjálfstæða
og ldaðna aukastörfum.“
Nokkur orð til
upplfsingar
Biskupstitill Marteins Meulen-
berg hefir vakiS óánægju hér á
landi, eftir því sem stóð í Morgun-
bla'ðinu fyrra sunnudag. Bisk-
upinn hefir víst ekki vænst þess, að
þaS mundi móðga íslendinga svo
mjög, sem raun er á oröin, að
hann yrði, aö nafni til, Hólabisk-
up, eða að þaö á nokkurn hátt
gæti óvirt minningu hins siðasta
kaþólska biskups, Jóns Arasonar. í
tilefni af biskupsvígslunni hafa í
nokkrum tímaritum og blöðum
birst miður vingjarnlegar greinar
í garð kaþólsku kirkjunnar.
Menn virðast gleyma iþví, að
lútherskan er síst íslenskari en
kaþólskan. Lúther var þýskur
kaþólskur munkur, sem þóttist
hafa fengið frá Guði köllun til
þess, að gjöra upprersn gegn
kirkjunni og prédika nýja trúar-
kenningu. Hann var langt frá því
að vera þfúður máður. En mælskur
var hann og siðfræði hans líkaöi
áheyrendunum vel.
Þegar Kristján III. Danakon-
ungur ætlaði meö ofbeldi að
lcoma Lútherstrúnni á hér á Is-
landi, mætti hann hinni mestu
mótspyrnu. Enda sendi hann hing-
aö tvö herskip til þess að kúga ís-*
lendinga undir hinn nýja sið. Menn
þekkja afdrif ögmundar Pálsson-
ar og.Jóns Arasonar, liinna síðustu
kaþólsku biskupa. Eftir líflát
Jóns Arasonar tók konungur til
stn allar kirkju- og klaustraeign-
ir á landinu, en tekjurnar af þeim
gengu í hans sjóð, enda var hann
yfirmaður þjóðkirkjunnar og
færðist konungsvaldið þá mjög í
attkana, eins og nienn vita. Aft-
ur á móti getur víst enginn neitað
því, með nokkrum rökum, að hin
kaþólska kirkja vaf miklum mun
þjóðlegri og alla tíð þrándur í götu
konungsvaldsins. Mjög var hin
svo nefnda „siðabót!!“ íslending-
um óþokkuð í fyrstu og hélst það
býsna lengi. Menn hötuðu hina
nýjtt kenning, sem þeim var vald-
boðin. Mönnum var þröngvað til
að taka hina nýju trú. Með þvi að
dreifa út rógburði um kirkjuna,
páfann, klaustrin, aflát og guðs-
móðurdýrkun, tókst smámsaman
að útrýma hinni kaþóku trú, sem^
kafði verið lögtekin á Þingvöllum
árið 1000 og verið hafði trú ís-
lendinga í rúnilega fimm jaldir.
Lútherskan hefir sannarlega ekki
verið blessun fyrir landið. Hún er
það heldur ekki á vorum dögum.
í þjóðkirkjunni vex rugl og sund-
urlyndi út af ýmsum viðurkendum
trúarsannindum. Ef þannig held-
ur áfram, verður að siðustu ekki
mikið eftir af kristnum trúarlær-
dómum. Er það t. d. ekki furðu-
legt, að til séu innan þjóðkirkjunn-
ar jafnvel prestar, sem þora, eins
og Gyðingar og Múhameðstrúar-
menn, að neita guðdómi Krists?
Hér á íslandi, eins og víðar,
virðast menn aðeins hafa hom í
síðu kaþólsku kirkjunnar, en aft-
ur á móti amast enginn við aðvent-
istum, andatrú, guðspeki eða öðr-
urn nýungum; en af hvaða ástæðu,
er óskiljanlegt í jafn trúfrjálsu
landi.
Strangan dóm eiga þeir í vænd-
um, sem ofsækja eða fyrirlíta
kirkjuna. („Sá sem heyrir yður,
heyrir mig; sá sem fyrirlítur yður,
fyrirlítur mig“), —- einkum þeir,
scm neita guðdómi Krists —
(„hver sem afneitar mér fyrir
mönnum, honum mun eg afneita
fyrir Föður mínum á himnum“).
En vonandi hafa þeir sér það til
A.B. B. A. Hjorth & Go.
Stoekboim.
UmboSsmeim;
Þórðar Sveiusson & Go.
Bæjarakstur
©r ánœjulegafltur ógr ódýfastur
ef ekið ©r í bif?eiðum
STEINDÓHS.
'afsökunar, að þeir vita ekki, hvað
jveir gjöra.
G. Boots.
Ath.
„Visi“ er ekki ant um viðgang
kaþólskrar trúar hér á landi, og
fyrir ])ví sér hann ekki ástæðu til
að neita um rjrm fyrir ofanskráða
grein. — En það viröist liggja
nokkurn veginn í augum uppi, að
slikar ritgerðir sem þessi sé ekki
til j)ess fallnar, að aitka samúð
með kaj)ólsku trúboði meðal ís-
lendinga.
Ritstj.
Dánarfregn.
20. þ. m. andaðist hér í bæn-
um Ólafur A. Jóhannsson, síma-
lagningamaður, Hverfisgötu 64.
— Hann var ættaður úr Húna-
vatnssýslu, sonur Jóhanns Sig-
urðssonar frá Sæunnarstöðum
í Hallárdal.
Eggert Stefánsson
söng í gær íslenska söngva í
Gamla Bíó, fyrir húsfylli. Lög-
in voru gömul og ný, eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Sigvalda Kaldalóns, Björgvin
Guðmundsson, Þórarin Jóns-
son og Markús Kristjánsson.
Hið snjalla lag Markúsar við
„Bikarinn“ hefir orðið hér mjög
vinsælt í meðferð Eggerts og í
gær söng hann tvö önnur ný
lög eftir Marktis, sem áheyrend-
um gast einnig vel að. Eggert
söng íslensku lögin prýðilega,
svo að hann hefir'sjaldan betur
sungið. Viðtökur áheyrenda má
nokkuð marka af þvi, að hann
DRY KHHsH
Er besta tannpastað
[Fæst alstaðar.
varð að endurtaka 6 af 12 lög-
um söngskrárinnar og syngja 3
aukalög, þar af tvö erlend eftir
Beethoven og Verdi og var þeim
einnig ágætlega tekið. Það mun
vera í ráði, vegna hinnar miklu
aðsóknar í gærdag, að söng-
skemtun þessi verði endurtek-
in innan skamms og inngangs-
eyrir þá hafður lægri en venja
er hér.
Veðrið í morgun.
Hili í Reykjavík 4 st„ Isa-
firði 2, Akureyri 5, Seyðisfirði
7, Vestmannaeyjum 5, Stykkis-
hólmi 5, Blönduósi 4, Raufar-
höfn 5, Hólum í Hornafirði 6
(engin skeyti frá Grindavík og
Angmagsalik), Færeyjum 9,
Julianehaab 1, Jan Mayen 0,
Hjaltlandi 12, Tynemouth 13,
Kaupmannahöfn 10 st. - Mestur
hiti hér í gær 9 st., minstur 3 st.
Urkoma 2,2 mm. — Lægð (um
735 mm.) um 300 km. suður af
Reykjanesi, hreyfist hratt norð-
austur eftir. Horfur: Suðvestur-
land; Stormfregn. Hvass austan
og rigning í dag. Gengur senni-
lega í norður með kveldinu.
Faxaflói, Breiðafjörður, Vest-
firðir: I dag allhvass austan og
norðaustan. Rigning. 1 nótt
sennilega hvass norðan. Norður-
land, norðausturland, Austfirð-
ir: í dag vaxandi austan átt.
Rigning. í nótt allhvass og hvass
norðaustan, sennilega bleytu-
hríð. Suðausturland: Storm-
fregn. Austan livassviðri og
rigning í dag. En sennilega
norðan átt með nóttunni
Innbrot.
A siðastliðnum vetri var tví-
vegis brotist inn á skrifstofu
landsmálafélagsins „Vörður“.
Þjófurinn eða þjófarnir stungu
upp skrifborð og skápa og stálu
meðal annars 50 krónum i pen-
ingum og einhverju af flokks-
skjölum. Lögreglan hefir haft
málið til rannsóknar. Þjófurinn
mun enn ófundinn.
Ungfrú Gagga Lund
fer utan með Drotningunni á
miðvikudag. Kveður hún Reyk-
vikinga með hljómleikum ann-
að kveld í Nýja Bió kl.
Sigurður Kristjánsson
bóksali er 75 ára í dag.