Vísir - 04.10.1929, Blaðsíða 2
V I S I R
Vetrarfrakkar
failegir og vandaðir nýkomnir.
Manchester.
Sveitabændur I
Verslun undirritaðs er nú svo vel birg af allskonar varningi,
að aldrei liefir í annan tíma verið meir.
---:: MIKIÐ ÚRVAL. — LÁGT VERÐ. ::-----
Hér verður aðeins fátt eitt greint af mörgu: Búsáhöld, Bygg-
ingarvörur og Smíðatól — feikna útval, Steinolíulampar og alt
þ. t. h. 25% undir verði annara, hvít Skilvinduolía á kr. 1,50
pr. ltr., Nautabönd 1,25, galv. Bandajárn, Borðbúnaður af öllu
tæi, þ. á. m. hnífar á 55 au., Taurullur — Tauvindur og Mjólk-
urbrúsarnir orðlögðu 20% undir verði annara. Hárklippur, af-
bragðs tegund á 4,00, Rakvélar 1,50 og alt annað þessu likt.
Hin mikla vaxtahækkun bankanna snertir ekkert vöruverð
vort, þar sem verslunin vinnur einvörðungu með eigin
fé. — Vöruinnkaup manna hljóta þar af leiðandi í bráð og
lengd að reynast happasælust í
Versl. B. H. BJARNASON.
Símskeyti
Khöfn, 3. okt. FB.
Stresemann látinn.
Frá Berlín er síma'5: Strese-
mann utanr,íkismálaráöherra and-
a'Sist í morgrm. Banamein hans
var hjartabilun.
Frá Berlín er símaö: Einn
stjórnarflokkanna, nefnilega Stre-
semannsþjóöflokkurinn, er and-
vigur tillögum hinna stjórnar-
flokkanna viövíkjandi atvinnu-
leysislögunum. Miiller ríkiskansl-
ari hefir hótað aö segja af sér, ef
þjóöflokkurinn greiöi atkvæði á
móti lögunum. Stresemann var
ósammála þjóðflokknum í þessu
máli og ætlaöi aö gera tilraun til
þess að koma í veg fyrir, að af
stjórnarfalli yrði. Stresemann hef-
ir legið í kvefveiki að undanförnu,
er> fór á fætur í gær, til þess að
reyna að koma í veg fyrir mót-
spymu ' þjóðflökksins gegn at-
vinnuleysislögunum, en seint i
gærkveldi fékk hann aðkenningu af
slagi og lamaðist þá líkami hans
hægra megin. í morgun fékk hann
slag aftur og reið þaö honum að
fullu.
Stjómarskifti og nýjar kosningar
í Egiftalandi.
Frá London er simað: Stjórnin
í Egiptalandi hefir læðist lausnar
og er nú búist við, að þingræðis-
stjórn komi í stað einræðisstjórn-
arinnar. Líklega verður bráða-
lrirgðarstjórn mynduð til }>ess að
gangast fyrir nýjum kosningum.
Aðalmál kosninganna verður
bresk-egipski samningurinn. Búast
menn helst við, að þjóðernissinnar
komist til valda að kosningum af-
stöðnum. t
Sköhlífar
í afar stóru úrvali.
Karla frá 4,75
Kvenna frá 5,75
Barna frá 3,00
Kventáhlífar á 1,50
Hvannbergsbræður.
Khöfn, 4. okt., F.B.
Stjórnarskiftum afstýrt í Þýska-
landi.
Frá Berlín er símað: Ríkis-
]>ingið liefir samþykt atvinnu-
leysislögin, og verður þannig
komist hjá stjórnarfalli.
Bráðabirgðastjóm í Egiftaiandi.
Frá Cairo er símað; Fyrver-
andi stjórnarforseti Adly Yeg-
hen pasha, sem hlyntur er starf-
semi wafd-flokksins, hefir tekist
á hendur að mynda stjórn, sem
menn búast við að verði við
völd þangað til þingkosningar
liafa farið fram.
KonungssambaDdið
og blekkingar stjórnarliða.
—o---
- I.
Inngangur.
Siðastliðið vor hófust blaðadeil-
ur með þeim Jokobi Möller og
Idaraldi Guðmundssyni. ritstjóra
Alþýðublaðs'ins, uni kouungs-sam-
band íslands og Danmerkur. —
Deilur ]>essar féllu niður, er Har-
aldur fór úr bænum, til þess að
taka þátt i fundahöldum úti á
k.udi.
Um nokkurt skeið var svo hljótt
um málið í blöðunum. En er svo
var um líðið, að líklegt mætti
lykja, að -deilur þessar væri
gleymdar þorra manna, tók Har-
aldur til máls á nýjan leik. Hann
hætti sér þó ekki langt út á þann
hála ís, er hann hafði verið stadd-
ur á, þá er deilurnar við J. M. féllu
niður. Hann grcip til þess hand-
hæga ráðs, að fullyrða, að Sjálf-
stæðismenn mundu þess albúnir,
að ,,halda í“ konungssambandið við
Danmörku, eftir að sambandslög-
in væri úr gildi fallin.
Haraldur Guðmundsson var
ekki einn um ]>essar fullyrðingar,
þó að undarlegtpnegi virðast. —
Ritstjóri „Tímarís" gerðist þegar í
stað sporgöngumaður hans i þessu
máli og hóf sama sönginn. Hann
endurtók staðhæfingar Flaralds og
bar þær á borð fyrir lesendur
..Timans“.
Sannleikurinn er sá, að Sjálf-
stæ'ðismenn hafa hvorki lýst yfir
því, né gefið í skyn með einu orði,
að þeir vilji hafa konungssam-
band við Danmörku eftir 1943.
— En þeir hafa sagt, að konungs-
sambandið félli ekki niður með
sambandssáttmálanum, og ena-
fremur, að það gæti orðið hættu-
legt, að rugla þessum tveimur
málum saman.
Með því að skilningur stjórnar-
liða á þessum máluin virðist ærið
þokukendur, ef ekki er um vísvit-
andi blekkingar að ræða af þeirra
hálfiú, þykir rétt að skýra hér með
fáum orðum frá áliti fræðimanna
á konungssambandinu. —
II.
Konungssambandið fyrir 1918.
íslendingar hafa jafnan litið svo
á, sem konmigssamband íslands og
Danmerkur væri til orðið af hend-
ingu, en ekki méð samningi eða
samkvæmt ósk landsmanna. Og
erlendir þjóðréttarfræðingar, svo
sem þeir Franz von Liszt, Niko-
laus Gjelsvik og Ragnar Lund-
borg, hafa algerlega fallist á þessa
skoðuti íslendinga. — Knud
Berlin játar, að íslendingar hafi
ekki samið um konungssambandið,
en vill ekki fallast á fyrnefnda
skoðun að öðru leyti. En álit hans
skiftir engu máli í þessu sambandi,
sakir þess, að hann telur, að
grundvöllur konungssambandsins
hafi hrunið árið 1918, þegar ís-
land varö sjálfstætt riki. Hann
fullyrðir, að semja hefði þurft af
nýju um konungssambandið 1918,
til þess aö það stæði áfram.
En samband, sem orðið ter til
af hendingu, en ekki „umsamið
eða viljað“, fellur niður, ef annar
hvor aðili gerir ráðstafanir í þá
átt.
íslendingar geta því sagt upp
konungssambandinu, þegar sam-
bandslögin eru fallin úr gildi, ef
þau hafa ekki gert neina langvar-
andi breytingu á því.
Skýpsla
um „Hinn almenna Mentaskóla"
skólaárið 1928—1929 er nýlega
komin út. í byrjun skólaársins
voru nemendur 240 alls (126 i lær-
dómsdeild og 114 í gagnfræða-
deild). Á föstu kennaraliði skól-
ans varð sú breyting, að Johannes
yfirkennari Sigfússon lét af
kenslustörfum. Iiafði hann verið
ketmari við skólann því uær aldar-
fjórðung. Sjóðir skólans, undir
umsjón rektors, eru þessir:
Bræðrasjóður kr. 48712,14; Legat
dr. Jóns Þorkelssonar rektors kr.
1377,68; Minningarsjóður 25 ára
stúdenta frá Reykavíkurskóla kr.
6988,02; Legat dr. Jos Cal. Poes-
tions kr. 247,68; Gullpennasjóður
kr. 5539,15; Verðlaunþsjóður P.
O. Christensen lyfsala og konu
hans kr. 3600,96. „Nokkrar ný-
ungar“ nefnist einn þáttur skóla-
skýrslunnar og er þar m. a. sagt
frá breytingum þeini og endttr-
bótum, sem gerðar hafa verið á
skólahúsinu og kensluáhöldum
skólans siðustu misserin. — Þá
er og minst á Hornafjarðarförina
í vor, er stjórnin veitti nemöndutn
5. bekkjar ókeypis far þangaðaust-
ur á öðru strandvarnarskipi ríkis-
irís. Mun sú för hafa veriö bæði
fróðleg og skemtileg. „En frá
sjónarntiði skólans mundi annar
tími hefur fallinn til slíks ferða-
lags en júnímánuður, er prófannir
(gagnfræðapróf og stúdentspróf)
eru hvað mestar“, segir í skýrsl-
ttnni. — Þá er það og talið meðal
nýunga, að rektor hafði fyrir
skömmu !borist bréf frá kenslu-
málaráðuneytmu, þar sem fyrir-
skipað er, að stærðfræðikensla
sktfli falla niðjir næsta vetur í
máladeild skólaus, en í stað hennar
skuli kend bókfærsla „og eftir
þennan vetur aukin franska, sem
svarar stærðfræðitímum í 5. og
6. bekk“.
Málverkasýniug.
—o—
Hér i borginni er útlendur mað-
itr, sem heldur málverkasýningu,
málarinn Helge Zandén frá Sví-
þjóð. Hann hefir ferðast til Norð-
urlands í sumar, en lengst af búið
á Þingvöllum, til að ransaka list-
gildi náttúrunnar þar. Er eftirtekt-
arvert að sjá, hvemig hann skilur
þetta verkefni sitt. Með mörgtmi
fallegum teikningum af kletta-
landslaginu þar, sýnir hann okkur
snildarlega vinnusemi og undir-
6ygging til frjálsrar sköpunar, á
mismunandi stórum flötum, með
formi og birtu. í lit er hr. Zandén
sannsöglismaður, sem bræðir lit-
ina frjálslega á léreftin, enda þaul-
kunnugur í „komposition" og mis-
munandi efnisþyngd landslagsins.
Reykvíkingar myndu auka skiln-
ing á íslenskri málaralist með að
kynna sér þessa fínu sýningu.
Jóh. S. Kjarval.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 0 st., ísafirði
1, Akureyri 2, Seyðisfirði 1,
Vestmannaeyjum 3, Stykkis-
hólmi 1, Raufarliöfn 0, Hólum
í Hornafirði 4, Grindavík 4,
Færeyjum 3, Julianehaab -4-1,
Angmagsalik -4-6, Jan Mayen
-4- 3, Hjaltlandi 7, Tynemouth
7 (engin skeyti frá Blönduósí
og Kaupmannahöfn). — Mestur
hiti hér í gær 5 st., ininstur -4-1
st. Úrkoma 13.7 mm. — Víð-
áttumikil og grunn lægð fýrir
suðvestan Island, á mjög hægri
hreyfingu norðaustur eftir. —
Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói, Breiðafjörður, Vestfirðlr:
1 dag og nótt sunnan og suð-
austan kaldi. Skýjað loft og
sumstaðar dálitil snjóék hjorð-
urland, norðausturland, Aust-
firðir I dag og nótt sunnan og
suðaustan gola. Úrkomulaust að
mestu. Suðausturkmd: 1 dag og
nótt sunnan kaldi. Skúrir eða
krapaél.
Stúdentafélag Reykjavíkur
hélt fund í gærkveldi i íþrótta-
húsi K R.. til þess að mótmæla
setningu Pálma Hannessonar i
rektorsembættið. Thor Thors
tók fyrstur til máls og var búist
við snörpum umræðum. En svo
undarlega vildi til, að þær fór-
ust fyrir með öllu, þrátt fyrir
mjög ítrekaðar áskoranir af
hálfu fundarstjóra og fleiri.
En samþykt var þessi tillaga
með öllum ]>orra greiddra at-
kvæða:
„Stúdentafélag Reykjavíkur
mótmælir setningu Pálma
Hannessonar í rektorsembætti
Mentaskólans, og telur að með
henni hafi verið brotnar regl-
ur þær, er gilt hafa og gilda
eiga um embættaveitingar.“
Eggert Stefánsson.
Nokkrar fleiri myndir á list-
gildi hans, eftir tvær seinni söng-
skemtanirnar, sem vegna anna
ckki gátu birst fyr en nú, en les-
endur.eru beðnir vdvirðingar á.
Hið óþekta og tvíræða við hinn
stóra persónuleik söngvarans hér
hefir sett nýja liti á ókunnugleik-
ann og talið fram spegilmyndir
náttúrunnar í margbreyttum tón-
um, sem fylla hugann minningum
um mál, sem er í ræktun, um þjóð,
sem veitir sjálfri sér athygli.
Fa/Ies
}t y*
«
rt
É.k K.&Á #
ff**
M kli
JJaialduijflinateMi