Vísir - 02.01.1930, Blaðsíða 2

Vísir - 02.01.1930, Blaðsíða 2
VlSIR IDMi™ M K OLSEÍN] ((1 Nýkomið: Ostur, Gouda 20, 3( Do. Eidammer 20 )°|o. 1, 30, 40V 99 Sunrise 66 ávaxtasulta f»it hvarvetna, Heildsölubirgðip hefir: Þdrður Sveinsson & Co. T Frk. Bagna Stephensen kenslukona dóttir Magnúsar landshöfCingja Stephensen andaðist í gærkveldi á heimili móöur sinnar eftir lang- vinnan sjúkleik. Hún var 47 ára aö aldri, fædd 26. mars 1882. Hún var ágætum gáfum gædd, vel menntuö, gó'ö kenslukona og mjög vinsæl. Símskeyti London, 1. jan.FB. Hörmulegt slys. Kvikmyndahús brennur og 71 menn farast. United Press tilkynnir: 1 kvikmyndahúsi í Paisley, sem brann í gær, biðu 71 áhorfandi bana, en 37 meiddust, margir þeirra hættulega. Úpptök elds- ins voru þau, að kviknaði í filmu í sýningarklefanum. Á meðal áliorfenda voru mörg böm á aldrinum 18 mán. til 14 ára. Þegar áhorfendur sáu reyk leggja út úr sýningarklefanum, komst alt í uppnám í leikliús- inu og æddu menn óttaslegnir að einu útgangsdyrunum á leik- húsinu. Yarð þai- þröng mikil og tafsamt um útgöngu, enda breiddist og reykurinn skjótlega um alt húsið. Að kalla öll dauðsföllin orsökuðust af köfnun og meiðslum. Fjöldi barna og niðurtroðin barnahk lágu í dyngjum við útgöngu- dymar, er sjúkrabifreiðir komu á vettvang. Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan leik- húsið. Mæður, hálfsturlaðav af örvæntingu, leituðu að börnum sínum. — Síðustu fregnir herma, áð 150 hafi meiðst. (Paisley er borg í Renfrew- sliire, Skotlandi, rétt fyrir vest- an Glasgow). Rússar hefja Ieit,að Eielson flugmanni. Flugmálasérfræðingar ráð- stjómarinnar rússnesku og ýmsir helstu embættismenn ríkisins söfnuðust í dag saman á járnbrautarstöðinni í Moskwa tjl þess að vera viðstaddir brott- för rússneska flugmannsins Shuknovsky og félaga hans, sem ætla að gera tilraun til þess að bjarga ameríska flug- manninum lautinant Eielson. Auk fymefndra manna hafði mikill földi safnast á stöðina til þess að hylla flugmennina og óska þeim lieilla á hinum hættulega björgunarleiðangrj. ■— Eielson flaug 9. nóv. s. 1. 50 mílur enskar til suðausturs frá Cape North í Síberíu til þess að bjarga skipshöfninni á loðfelda- skipinu Nanuk, sem var þar fast í ísnum. — Shuknovsky, foringi rússnesku björgunarleiðangurs- mannanna, gat sér mikið orð við björgun Nobilemanna, eftir að „Italja“ fórst. (Eftirprentun bönnuð). Iíhöfn, 31. des. 1929. Frá Indlandi. Frá Lahore er síinað: Mót- spyrna er nú hafin á ráðstefnu indverskra þjóðemissinna gegn hinum róttæku kröfum Ghan- di’s. Breytingartillaga við tillögu Ghandi’s var feld með örlitlum atkvæðamun. Frá Madras er simað: Lands- félag frjálslyndra Indverja hefir samþykt að láta í ljós ánægju yfjr yfirlýsingu Irwins vicekon- ungs um að markmið bresku stjórnarinnar sé að veita Ind- landi réttindi sjálfstjómarný- lendna. Landsfélagið kveðst reiðubúið til j>ess að taka þátt í áfomiaðri ráðstefnu til þess að ræða breytingar á stjórnar- fari Indlands. Daudet náðaður. Frá París er símað: Daudet, foringi frakkneskra konungs- sinna hefir verið náðaður ásamt nokkurum kommúnistum. Dau- det flýði úr fangelsinu fyrir hálfu þriðja ári siðan og komst úr landi. Hefir hann dvalið er- lendis síðan. Leitin að norsku flugmönnun- um. Frá Osló er simað: Leitin að flugmönnunum Lier og Schrei- ner hefir reynst árangurslaus hingað til. Leitinni er haldið áfram, en litil von er um að flugmennimir finnist. Sumir álíta ]m> hugsanlegt, að þeir hafi neyðst til ]>ess að lenda á Scott’s- ey i Rosshafi. Nýtt fréttasamhand. / Fréttastofa Blaðamaimafélagsiiis semur um skeytasendingar við „United Press“ Útlend símskeyti, sem Frétta- stofa BlaSamannafélagsins hefir fengið, hafa frá upphafi komið frá Kaupmannahöfn. Hefir Fréllastof- an haft þar íslenskan fréttaritara til þess að annast skeytasending- arnar, og hefir það vitanlega veriS hjáverkastarf og mjög illa launaö. Oft hefir verið talað um að breyta þessu fyrirkomulagfi og fá skeyti frá einhverri fréttasfcofu, og nú er svo komið, að Fréttastofan hefir gert samning um skeytasendingar við „United Press“ frá 1. janúar, og gildir hann árlangt. „United Press Associations of America" er eitthvert voldugasta íréttafélag í heimi. ASalaSsetur þess er í Bandaríkjunum, en þaö hefir fréttaritara i öllum löndum, þar á meðal í Reykjavík, og annast aö staðaldri skeytasesndingar til 46 landa, víösvegar um heim. HöfuS- skrifstofur þess hér í álfu eru í Luhdúnum og Berlín, og verSa Islands-skeytin send frá skrifstof- unni í Lundúnum. „United Press“, eins og þaö er kallað i símske)dum, hefir oft ver- if> nefnt i fréttaskeytum til blað- anna hingað, og er þaS vegna þess, aö þaö hefir oft veriö á imdan öörum fréttastofum aS flytja stór- tiSindi. Er þaS svo voldugt félag, aS þaS þarf hvorki aS spara fé né fyrirhöfn til þess að hafa fréttarit- ara þar til taks, sem helst er aö vænta mikilla frétta. í samningi þeim, senr Frétta- stofa BlaSamannafélagsins hefir gert viS „United Press“, er svo um samið, aS send veröi til jafn- aSar 150 orö á degi hverjum, alla virka daga, en borgun fyrir þessar skeytasendingar er mjög sann- gjörn. Vísir ‘væntir þess, aS breyting þessi verSi lesöndum blaösins til ánægju, ekki síst vegna þess, aS íregnir munu nú berast fljótara en áöur. „United Press“ í London sit- ur vitanlega betur fyrir fregnumen dönsk blöS, sem veriö hafa aöal- heimild þeirra, sem sent hafa Fréttastofunni símskeyti. Þess skal getiö, aS °keytasam- bandi Fréttastofunnar við Kaup- mannahöfn er ekki algerlega lokið, því aö þaöan verða, eins og áöur, símaöar helstu fregnir frá NorS- urlöndum. Norðnr í landi. Eftir Stafkarl. VII. Skag'firSingar hafa fengiö orö fyrir, aS vera allra íslendinga montnastir, að Þingeyingum und- anteknum. Mér hefir nú aldrei fundrst, aö SkagfirSingar væri sér- lega montnir, en þeir eru léttir í lu.nd og sumir nolckuö rniklir á lofti. Samt skal því ekki neitaö, aS þeir hafi veriö dálítiS upp meS sér af hestum sínum til skams tíma, en nú 1>er miklu minna á slíku, og þykir mér þaö slæmt. Eg er hrædd- ur um, aö ástin á góShestunum sé að dofna, en ef hún dofnar til rnuna, fækkar áreiSanlega hinum skagfirsku gæSingum og góöhest- um þessa lands. Á fyrri öldum voru SkagfirS- ingar hreyknir af biskupsstóli og skóla á Hólum, þó að oft væri róstusamt i héraöi á þeim tímiuni, og margir ætti um sárt aö binda. En nú er dýrSin horfin, friöur í héraöi og frægSin oröin gömul saga. Húnvetningar hafa aldrei feng- iö orö fyrir aS vera montnir. Samt er mér nær aS halda, aö þar sé til ríflegur foröi laun-drýginda, sem slagi hátt upp í skagfirska mont- iö. Húnvetningar eru miklir bú- menn, dulir í skapi og löngum vel stiltir, þungir fyrir, ef þeir mæta andstööu, höfðingjar heim aS sækja, og hafa þaS til að vera gamansamir og góSir af sjálfum sér, ef þeir eru viö öl. —■ Fyrir 50—60 árum var mikil brennivíns- drykkja í Húnavatnssýslu og margt ágætra drengja. Nú er brennivíniö horfiS, en mennirnir halda áfram aö vera góöir, og fara meira aS segja batnandi. Eg hélt fótgangandi sem leiS liggur vestur yfir Stóra-Vatns- skarð. Þegar eg kom niöur í Langadalinn, rakst eg á gamlan uppgjafa-bónda, framan úr Þingi eSa Vesturhópi. Hann sat þar í grænni laut og sagSist vera aS hvíla „folana" sína. Hann haföi tvo til reiðar og voru báSir hest- arnir fallegir. Skildist mér á karli, aö annar þeirra mundi tvímæla- laust besti hestur í Húnavatns- sýslu og þó aö víðar væri leitaö. Samskonar fullyrSingar heyrði eg síöar vestar í sýslunni, um alt aSra hesta, og ræð eg af þvi, aS fleiri hafi það til, að tala vel um hesta sína, en Skagfiröingar. ViS höföum ekki setið lengi, er karl dró flösku upp úr vasa sín- um, saup á henni varlega og bauö mér. Eg' færöist undan. Ekki sak- ir þess, aS eg væri bindindismaS- ur, þvi aö þaö er eg ekki, en eg var gangandi, og vildi ekki neyta áfengis. Eg þóttist sjá, að karli mundi líka undirtektir mínar hiö besta. Hann stakk flöskunni í vas- ann og fór aö tala um, aö hann gæti varla án þess veriö, þegar hann færi á hestbak, aö hafa ein- hverja ofurlitla lögg meS sér. En væri hann gangandi á ferS, eins og eg, mundi sér ekki detta í hug aS dreypa á víni, enda langaSi sig aldrei i þaö, nema þegar hann sæti á „folunum" sínum. Þá fyndist sér alt ónýtt, nema flaskan væri með. Þetta væri ,,blöndu-skratti“, sem liann hefSi herjaS út á Ósnuni í morgun og yrSi aS endast sér þangaö til annaS kveld. ViS sátum lengi og röbbuSum um hitt og þetta. AS lókum spuröi eg karl, meS hverjum hann væri nú í pólitíkinni. „Og ekki meö neinum, maSur guSs og lifandi! — Eg var meö Birni mánutn Jóns- syni, meðan hann liföi, en síSan liefi eg ekki skift mér af neinu, nema hvaS eg er alveg á. móti Dönum, og þaS erum viS allir.“ „Þú hefir þó kosiö siöast?“ „Eg? Nei-ónei — eg lét þaö vera! Andskota-atkvæSiS þeir fengu frá mér — ekki heldur en liggur hérna í lófa mínum! — Ekki þar fyrir — mér er vel viö þá báða, Guðmund minn og Þór- arin —■ en svo er aftur á hinn bóg- inn sín skömmin aS hvorum þeirra. GuSmundur var meS Birni og Skúla, en nú er hann meS Jónasi, og Þórarinn minn var á móti „mínum mönnum“ í gamla daga, og þess vegna gat eg ekki kosiö hann.“ Hann seildist í bartn sér og tók glasiS, skoöaöi þaö vandlega og sá, aS lítiS var eftir. Svo rak hann tappann lengra niSur í stútinn, stakk glasinu í vasann og sagöi: „Sá„ sem yfirvinnur freistingarnar --------Já, þaö var nú þaS-------- Nei, þetta eru engir þingmenn nú á dögum.--------Og nú er Bjami farinn, eins og hinir.------Altaf man eg eftir honum á SveinsstaSa- fundinum 1908.--------Nei, þetta eru engir þingmetm — aldeilis engir þingmenn. — Þú hefðir átt aS sjá þá, gömlu skörungana, t. d. Benedikt Sveinsson. — — Eg sá hann einu sinni. Eg ætla það væri ”77, heldur en '75. Eg átti þá heima í Stóradal um tíma, unglings-grey cg umkomulaus. Svo var þaS einn morgun, seint í júní, aS Benedikt kemur þar um fótaferðartíma. Hann var þá á leið til þings. HafSi verið á ferö alla nóttina, og sloSr- aö yfir Blöndu hér fram frá, lík- lega á' Finnstungu-vaSi. Og ekki var þreytuna á honum sjá, þó að hann væri tekinn að reskjast.Hann haföi son sinn með sér, Einar Benediktsson, ungan dreng. Eg man hvaS augun í stráknum voru falleg, og þó gat hann varla hald- iö sér uppi fyrir svefni. —• Bene- dikt fór inn í bæ og beið eftir kafíi. Hann lék á-als oddi og eg hefi aldrei heyrt þvílika mælsku. — En svo rauk liann af staö, þeg- ar minst varði, og reiS í loftinu. Eg sá hann aldrei eftir þaö, og diænginn ekki heldur, en nú er hami víst orSinn stórfrægur maS- ur. — Kæmi slíkir menn hér í sýsluna, skyldi ekki standa á mér aS kjósa. — En mér er bölvanlega viö alt þetta smælki, sem nú veS- ur upþi.“ Hann var allur á lofti, karlinn, er hann hafði lokið þessaiá tölu, þreif glasiS úr vasa sínum og saup á því vænan sopa. — Svo stóS hann upp og sagði: „Jæja — þá er líklega best aö halda af staS. En fyrst ætla eg að hafa hesta- skifti.“ Hann bauS' mér aS sitja á öðr- uin „folanum" út dalinn, en eg hirti ekki um þaS. Eg kunni vel viS mig, einn og fótgangandi. „Þú mn þaS,“ sagði karlinn. „En taktu nú eftir, hvernig RauSur minn „skiftir um“, þegar eg fer af stað. „Eg ætla aS ríöa ofurlítinn spöl til baka og hleypa honum svo hérna fyrir framan nefiö á þér." Hann lét þann rauSa tölta fram eyrarnar. — Þá sneri hann viS, og hesturinn greip stökkiö lítinn spöl. Þá lagSist hami til skeiSs, teygði sig fagurlega, og brunaði fram hjá. Mér duldist ekki, aS þarna færi reglulegur góShestur. Eg horföi á eftir þessum glaSa hestamanni og fór aö hugsa um allan þann unaö, sem góöhestarn- ir hafa veitt Islendingum frá önd- verSu. Svo labbaSi eg í hægömn mín- um út dalinn. Reikningar bænda. Herra ritstjóri. Eg fekk fyrir slcönimu bréf frá kunningija minum, búsett- um á Austurlandi, og segir hann þar nokkuð af afkomu sinni á þessu ári, sem nú er að líða. Niðurstöður hans eru svo furðu- legar, að eg get ekki stilt mig um að skýra frá þeim með fám orðum. Vœnti eg þess, að þér ljáið línum þessum rúm í heiðr- uðu blaði yðar. Það er kunnugt af mörgum skrifum fyrr og síðar, að bænd- ur eru „alt af að tapa“. Eg hygg, að vart hafi liðið svo nokkurt ár nú um langt skeið, að ekki hafi ‘birst á prenti eitthvað af grein- um um þessi eilífu töp bænda. Samt er það nú svo, að bændur komast af einhvern veginn, og sumir þessara manna, sem alt af eru að tapa, virðast græða árlega. Ýmsir liafa byrjað með „tvær hendur tómar“, en komið upp myndarlegu og skuldlitlu biii á fám árum. En eins og all- ir geta séð, hlýtur eitthvað að vera bogið við það, að bóndi, sem var félaus að mestu eða öllu, er hann hóf búskapinn, skuli vera orðinn sterk-efnaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.