Vísir - 02.01.1930, Blaðsíða 3
VÍSIR
ÍttOCOOOCOCSOQOOOOOCÍOOOOOOOO
Best að auglfsa i TÍSI.
SOOOOOOOCOOOOOCiOOOCSOOOOOOO
á gamals aldri, ef hann hefir
alt af verið að tapa 511 búskap-
arárin. En svona hefir iþetta
samt gengið og svona gengur
það enn í dág, og alt af eru
bændurnir að tapa. En jafn-
framt stajkka búin og skuldirn-
ar minka í kaupstaðnum.
En svo að ég víki aftur að
kunningja mínmn, þá er það
skemst af honmn að segja, að
bann hefir stórtapað á þessu ári,
..og hefir alt af verið að tapa.
Hlonimi segist frá eitthvað á
þessí^ leið:
Heimilisfólkið er 9 maims, þ.
<e. þau hjónin og sjö börn Hann
á jörðina að nafninu til, en
skuldar eitthvað af kaupverð-
inu. Allar munu skuldir hans
nema fullum 5 þúsund krónum.
Búið er heldur lítið. Sauðfé um
100 eða tæplega það, auk dilka
;að haustinu. Hann hefir að eins
tvær kýr og nokkra hesta. Hest-
amir hafa engar tekjur gefið.
Þeir hafa bara verið notaðir í
þágu heimihsins. Engin mjólk
hefir verið seld út af heimilinu
«og ekkert smjör. „Allar tekjur
mínar“ segir bóndinn, „hafa
numið 800—900 kr. og þær eru
fólgnar í innleggi minu í kaup-
staðinn. Heimihð hefir engar
aðrar tekjur haft, þegar frá er
talinn dropinn úr kúnum, sem
ekki getur verið mikils virði,
■enda eru kýrnar frekar ómagar
£n hitt.“
Svona er tekjuhiiðin á bú-
reikningi jiessa bónda. Allar
tekjur heimilins eru einar 8—9
hundruð krónur. Og heimilis-
menn eru niu. Sést af þvi, að
heimilið er mjög mannmargt í
hlutfalh við tekjur þess. Tekj-
íurnar eru um 100 lcr. a mann.
En þó má ekki verja þessum
krónum óskiftum til framfæris
fólkinu. Bóndinn verður að
verja nálega helmingi allra
tek'na til vaxtagreiðslu af skuld-
um. Auk þess fer eitthvað í út-
svar og önnur opinber gjöld.
Eftir verður þá liklega sem
svarar 50 kr. eða tæplega það
á hvem heimilismann til matar
og fata allan ársins hring. Sjá
væntanlega alhr, að elcki muni
neitt sældarlif, að hafa einar 50
kr. á ári til allra þarfinda sinna,
nema husnæðis. Sumum kynni
nú að detta í hug, að bóndi sá,
sem liér um ræðir, hefði safnað
skuldum á árinu, en svo mun þó
ekki vera. Hitt er vist, að hann
hefir heldur fjölgað skepnum.
Kindurnar eru dálitið fleiri nú
«en í fyrraliaust, og skuldimar
hafa ekki vaxið. Þær eru jafn-
vel í við lægri nú.
Eg hefi sagt frá þessu dæmi
að gamni mínu. Eg ætla ekki
-að fara út í að lýsa því, hvern-
íg á því muni standa, að ís-
ienskur bóndi skuli ætlast til
þess, að shkum skýrslum um
tekjur af sveitabúi verði trúað.
Og ég ætla ekki heldur að reikna
dæmi bóndans af nýju og sýna
fram 4» í hverju villan liggur.
En auðsætt ætti það að vera
hverjum manni, að engin 9
flianna fjölskylda á þessu landi
getur hfað á &—9 hundr. krón-
ura á ári, staðið straum af 5
þúsund kr. skuld og heldur auk-
18 búið en hitt, án þess að stofna
nýjar skuldir
En þetta segist bóndi þessi
hafa gert.
Kunnugur.
BiJ--
Verslunarmaður í Reykjavík, sem hefir 3600 króna
árstekjur, lýsti því yfir í gær, að hann gæti nú sparað
10% af tekjum sínum, með því að fara skynsamlega
að því að drekka kaffi. Hann greiðir fyrir kaffi —
tvisvar á dag — samtals kr. 2,40, ásamt þjórfé. Hann
hefir nú fundið út, að kaffið er ekki að eins miklu
ódýrara og betra, heldur einnig laust við þjórfé í hinni
nýju KAFFISTOFU BJÖRNS BJÖRNSSONAR, og
telur hann, að spara megi eina krónu daglega
á þvi að drekka kaffi þar. Það verða að minsta kosti
360 krónur á ári, eða 10% af tekjum hans.
Það er því holt fyrir reykvíska borgara að drekka
kaffi í
Kaffistofunni í Pósthússtræti 7.
Cútvarpstæki hafa reynst hér betur en nokkur önnur.
Allar nýungar á sviði útvarpsins koma fyrst fram í
TELEFUNKEN-tækjum. TELEFUNKEN-tæki eru af-
kastamikil, nákvæm (selektiv) og skila tónunum
hreinum. Telefunken-lampar fást í allar gerðir útvarps-
tækja.
Aðalumboðsmenn á Islandi:
Hjalti Bjömsson & Co«
Slys,
—o--
30. f. m. að kveldi vildi það
sorglega slys til, að Hallgrímur
Jónsson druknaði af botnvörpu-
skipinu Draupni, sem var að
veiðum úti fjTÍr Isafjarðar-
djúpi. Hann var bróðir Símonar
kaupmanns Jónssonar og þeirra
systkina, og eru foreldrar lians
á hfi. Hann var að eins 28 ára
gamall, kvæntur fyrii* rúmum
þrem árum Gretu Mariu Þor-
steinsdóttur, og var lieimili
þeirra i Garðastræti 21. Hah-
grímur sálugi var hinn mæt-
asti maður og mjög vinsæU. Er
hið sviplega fráfaU hans mikið
sorgarefni öUum, sem til hans
þektu.
Utan af landi.
—o—
Eyrarbakka, 2. jan., FB.
Slys á Eyrarbakka.
Sorglegt slys vartS hér umi ára-
mótin. Sigvaldi SigurSsson ættab-
ur úr BreiSafirSi, kom hingab
til aS heimsækja konu sína og
barn, en kona hans er vinnukona
hjá Gísla Péturssyni lækni og er
bamiS þar á heimilinu meö henni;
þau hjónin sváfu í ötSru húsi atS-
faranótt þess 31. des., en barnitS
var á heimili læknisins. Er konan
kom ekki til húsverka daginn eft-
ir, var fariö aö sækja hana, en er
komíiS var til var allt fullt af
svækju í herbergi hjónanna en
þau lágu metSvitundarlaus í rúm-
inu. Mun svækjan hafa stafatS frá
kolaofni, og mun spjald hafa fall-
iS fyrir pípuna, svo atS reykinn
lagði imi í herbergitS. Maðurinn dó
i gær, en konan lifir enn, henni er
þó ekki hugað líf.
Landsmálafundur verður hald-
inn að Selfossi 12. jan.
Sfmskeytl
FB. 1. jan.
Deilan um Niðarós.
Frá Osló er símað: Borgin
Þrándheimur heitir Niðarós frá 1.
þ. m. að telja. Fjöldi manna í
Noregi voru naínbreytingunni and-
vígir og hafa ákveðiö að berjast
fyrir því að Niðarósnafnið verði
lagt niður. Halda þeir því fram
að Seib prófessor hafi sannað vís-
indalega að Þrándheimur sé hið
forn norska borgamafn, en Niðar-
ós hafi að eins verið nafn á bisk-
vpssetrinu.
MSK><==K)0<=>0<=>«
» Bæjarfréttir I
§o<=>o oooi
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 1 st., ísafirði
3, Akureyri — 2, Seyðisfiröi o,
Vestmannaeyjum 3, Stykkishólmi
1, Blönduósi 1, Færeyjum 5 st. —
Skeyti vantar frá öllum öðrum
stöðvum. Mestur hiti hér í gær 2
st., minnstur o st. Úrkoma 5,4 mim.
Fremur grunn lægð yfir íslandi,
nærri kyrstæð og fer heldur mínk-
andi. —; Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói, Breiðafjörður: Sunnan
og suðvestan gola. Smáskúrir.
Vestfirðir, Norðurland, norðaust-
urland, Austfirðir: Breytileg átt,
víðast norðaustan kaldi. Sumstaðar
snjókoma. Suðausturland: Breyti-
leg átt og hægviðri. Úrkomulítið.
Svipnhaus
merktur (,,Moiiogram“) B. H.
B., týndist á nýársdag á veg-
inum inn að sandgryfju. Finn-
andi skili vinsamlegast í búðina
í Aðalstræti 7, gegn fundar-
launum.
Guðmundur G. Bárðarson
Mentaskólakennari verður
finuntugur á morgun.
13 nýir lögregluþjónar
hafa verið ráðnir í lögreglulið
borgarinnar frá nýári.
Kjörstjóm
hefir lagt til, að bænum verði
skift í 21 kjördeild við bæjarsjórn-
arkosningamar í þessum mánuði.
FB. 31. des. 1929.
S j ómannakwð jur.
Óskum vinum og vandamönn-
um gleðilegs nýárs með þökk fyr-
ir það liðna. Kærar kveðjur. —
Skipverjar á Gylli.
Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir
það liðna til vina og vandamanna.
Skipshöfnin á Skúla fógeta.
Óskum vinum og vandamönn-
um gleðilegs nýárs með þökk fyr-
ir liðna árið.
Skipshöfnin á Sviða.
Innilegar nýársóskir til vina og
vandamanna. Þökkum hið liðna.
Vellíðan. Kærar kveðjur.
Skipshöfnin á Maí.
Hugheilar nýársóskir til vina og
vandamanna með þökk fyrir liðna
árið.
Skipshöfnin á Gylfa.
Gleðilegt nýár. Þökk fyrir gamla
árið, til vina og vandamanna. Kær-
ar kveðjur.
Skipshöfnin á Þorgeir skorargeir.
Óskum vinum og vandamönn-
um gleðilegs nýárs.
Skipshöfnin á Þórólfi.
Kærar nýársóskir til ættingja
og vina og þökkum hið liðna. Vel-
líðan.
Skipverjar á Karlsefni.
Enskur botnvörpungur
kotn hingað í gær með veikan
tnann.
Þórður Eyjólfsson
cand. juris, fyrrum bæjarfógeta-
fulltrúi, er fyrir skömmu kominn
hingað frá útlöndum, eftir nær
tveggja ára framhaldsnám í Ber-
lín og Kaupmannahöfn.
Trúlofanir.
Nýlega hafa birt trúlofun sína
ungfrú Jónína Ólafsdóttir frá
Hvallátrum og Ásbjörn Jónsson í
Borgarnesi.
Á aðfangadagskveld birtu trú-
lofun sína ungfrú Sigrún Einars-
dóttir, Fálkagötu 23 og Aðalsteinn
Ó. Guðmundsson, rafvirki, Ránar-
götu 7 A.
Tilkynning frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur.
Sjómannafélag Reykjavíkur hef-
ir sagt upp samningum sínum við
Eimskipafélag íslands frá 31.
mars 1930 að telja, sökum þess, að
ekki fékst tryggirig fyrir þvi, að
kaup héldist óbreytt frá 31. mars
að telja.
FB. 31. des. 1929.
Stjórnir Sjómannafélaga Rvík-
ur og Hafnarfjarðar tilkynna:
Sökum þess, að samningar
hafa ekki tekist við útgerðar-
menn linubátanna og málið
liefir verið afhent sáttasemjara
ríkisins í vinnudeilum, þá má
enginn sjómaður ráðast á nefnd
skip fyr en samningar liafa
náðst eða sjómannafélögjn gef-
ið út taxta um kjör þau, er ráða
skuli fyrir.
1. jan. FB.
Selfoss
fór frá Hafnarfirði 30. f. m.
áleiðis til Englands. Farþegi var
Eggert Stefánsson söngvari. Hann
fer fyrst til Lundúna, en síðan til
Kaupmannahafnar, en hefir í
hyggju að koma hingað að sumri,
og mun þá kona hans koma með
honum.
Bæjarstjómarfundur
verður haldimi kl. 5 í dag.
Af veiðum
komu á gamlársdag Bragi og
Gulltoppur.
K. F. U. M.
Afmælisfundur A. D. veröur
haldinn kl. 8y2 í kveld. Margt til
skemtunar. —• Sjá augl.
Til bágstaddra (M. V. J.)
afh. undirrituðum: 100 kr. frá
N. N., 5 kr. frá konu, 3 kr. frá
konu, 5 kr. frá N. N., 15 kr. frá
St., 5 kr. frá N. N., 12 kr. (í vör-
um) frá H., 20 kr. frá Sk., 100 kr.
frá N. N., 15 kr. frá N. N., 200
kr. frá N. N., 50 kr. frá N. N., 10
kr. áheit, 100 kr. frá N. N., 10 kr.
frá N. N., 45 kr. frá N. N., 5 kr.
frá Halldóru. — Kærar þakkir.
M. V. Jóh.
Til fátæku stúlkunnar,
5 kr. frá N. N., 10 kr. frá J. J.
Sendisvein
vantar nú þegar.
Kristileg samkoma
kl. 8 í kveld á Njálsgötu 1. Aliir
velkomnir.
Áheit á Strandarkirkju
afhent Vísi, 5 kr. frá J. S.,
Isafirði, 5 kr. frá G., 5 kr. frá
ónefndum.
Gjöf
til Hallgrímskirkju í Reykjavík,
afh. Vísi: 5 kr. frá S. G.
Til veiku stúlkunnar
á Vifilsstöðum: 5 kr. frá N.
N., 5 kr. frá X. L., 5 kr. frá h L,