Vísir - 09.01.1930, Blaðsíða 2

Vísir - 09.01.1930, Blaðsíða 2
VlSIR Smjörlíkið „PRIMA“ Er ódýrasta smjörlíkið sem selt er í landinu, en þö jafn gott og annað. + Konan mín, Þorbjörg Þorkelsdóttir, andaðist í morgun að lieimili okkar, Þórsgötu 4. Reykjavik, 8. janúar 1930. Árni Helgason, skósm. Jarðarför Sæmundar Gíslasonar fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 10. þ. m. og hefst með húskveðju á Laugav. 42 kl. 1. Katrín Hafliðadóttir og systkini. Elsku litli drengurinn okkar, Jón Bergmann, andaðist þriðju- daginn 7. jan. Jarðarförin er ákveðin föstudaginn 10. þ. m. og hefst kl. 11 f. h. með bæn frá heimili okkar, Ránargötu 11. ’Jakobína Jakobsdóttir. Hjörtur Jónsson. Jarðarför manssins míns, Stefáns Jónssonar múrara fer fram frá fríkirkjunni laugardaginn 11. þ. m. og liefst með hús- kveðju frá heimili hans, Hverfisgötu 87, kl. 1 e. li. Sigriður Sigurðardóttir. Umhyggja Framsöknar fyrir Reykjavík. Framsóknarflokkurinn hefir skyndilega farið a‘5 finna ákaflega sárt til þess, hve illa Reykjavíkur- bæ væri stjórnað, og komist að þeii-ri niðurstöðu, að hann yrði að hefja einhverja viðreisnarstarf- semi hér í bænum. Og hann ætlar nú að taka völd- in í sínar hendur! — Fyrir munn efsta mannsins á B-listanum, Her- manns Jónassonar, lögreglustjóra, hefir flokkurinn lýst því, að það sem mest á ríöi sé að bæta upp- eldi æskulýSsins í bænum og' til þess að það sé unt, verði fyrst og fremst aS bæta húsakynnin. Það ter nú fróðlegt aö athuga, hver af- skifti Framsóknarflokkurinn hef- ir haft af þessum málum á undan- förnum árum. Á Alþingi 1922 var borið fram frv. um einn faSteignaveðbanka fyrir alt landiö, Ríkisveðbanka ís- lands. Veðdeild Landsbankans átti að leggjast niður og engin önnur fasteignalánastofnun að vera i landinu. Framsóknarflokkurinn beitti sér af alefli fyrir þrd, að ibannað yrði með ölllu að veifta Reykvikingum lán úr þessum banka, eða að þeir yrðu þar að minsta kosti algerlega á hakanum. Með þessu átti algerlega að koma í veg fyrir það, að Reykvíkingar gæti fengið nokkur lán til húsa- bygginga með viðunandi kjörum. Á þingi 1927 var stjórninni heimilað að taka lán til aÖ kaupa veðdeildarbréf Landsbankans. Var það gert í því skyni að greiða úr fasteignalánaþörf landsmanna yf- irleitt, og þar á me'ðal í þvi skyni a<3 gera- mönnum kleift að fram- kvæma nauðsynlegar húsabygg- ingar i Reykjavík. Stjórn Fram- sóknarflokksins var algerlega mót- fallin þessari heimild, enda neit- aði hún að nota hana þótt hún væri samþykt. Framisóknafflokkurinn á þingi hefir þannig ekki á nokkurn hátt viljað greiðá fyrir því, að húsa- kynni í Reykjavík gæti orðið við- unanleg, heldur þvert á móti beitt sér af alefli gegn því. — Það er því nærri því broslegt, að flokk- urinn skuli nú leggja mesta áherslu einmitt *á þetta mál, og raunar auðsætt, að þar er um ekkert ann- að en blekkingar að ræða. Öðru höfuðáhugamáli Fram- sóknarflokksins nú i kosningunum, lýsti Helgi Briem, skattstjón', á fundinum i fyrrakveld. Það er ræktun bæjarlandsins. — Ræktun bæjarlandsins hefir nú skilað fmðulega áfram síðustu árin, án allrar forgöngu af hálfu Framsókn- arflokksins og án alls stuðnings af hans hendi. Og sannleikurinn er sá, að sá flokkur hefir til þessa sýnt því máli sama fjandskapinn eins og húsbyggingamálinu. Þessu til sönnunar nægir að minna á það, að bannað er alger- lega að veita lán úr „Byggingar og landnámssjóði" til að reisa ný- býli og rækta land innan takmarka bæjarlandsins. Fasteignalánadeild Búnaðarl>ankaus má heldur ekki veita lán til slíkra framkvæmda. Aðeins einn einasta vott nokk- urrar viðleitni til þess að greiða úr húsnæðiserfiðleikum Reykvík- 1 inga, hefir Framsóknarflokkur- inn sýnt, en það eru lögin um ' verkamannabiistaði, sem samþykt | voru á síðasta þingi. En þegar flokkurinn jafnframt girðir fyrir það eða reynir af fremsta megni að girða fyrir það, að Reykvík- ingar geti fengið viðunandi lán út á fyrsta veðrétt í húsum sínum, þá er það ljóst, hve afskaplega lítils- vert það er, þó að ríkissjóður leggi fram 25 þús. króna til verka- mannabústaða á ári. Hér hafa ver- ið bygð hús fyrir miljónir króna undanfarin ár. 25 þúsundir króna í viðbót eru eins og dropi í hafið og hafa engin áhrif um það, að bæta úr húsnæðisvandræðunum. Hitt væri auðvitað margfalt meira tím vert, að bæjarbúar ætti greið- an aðgang að hentugum lánum til húsabygginga. En gegn því hefir Framsóknarflokkurinn lagst af al- eíli. Og enn ber þess að gæta, að því fer mjög fjarri, að Fram- sóknarflokkurinn hafi af eigin livötmn sýnt þennan lit á vilja til þess að bæta úr húsnæðisvandræð- unum í Reykavík, sem lögin tun verkamannabústaði eiga að teljast. Framsóknarfl. gerir það tilneydd- ur, vegna þess að það gat varðað hann valdamissi, ef hann léti þetta ekki eftir bandamönnum sínum, jafnaðarmönnunum. En á hinu hlýtur menn að furða stórlega, hversu afskaplega lítilþægir jafn- aðarmennirnir á þingi voru, er þeir létu sér nægja þennan hé- góma til þess að flagga með frammi fyrir kjósendmn sínum. Það er nú af framansögðu aug- Ijóst, að mnhj’ggja Framsóknar- flokksins fyrir hag Reykríkinga, er alveg ný af nálinni. En „batn- andi manni er best að lifa,“ og það væri nú vitanlega að eins hugsan- legt, að flokkurinn hefði tekið sinnaskiftmn og ætlaði að bæta ráð sitt i framtíðinni og snúa sér af alefli að því að bæta kjör Reyk- víkinga með húsabótum og" ræktun bæjarlandsins. — En hér við er það að athuga, aði öll saga Fram- sóknarfloklcsins, öll fortíð hans, öll starfsemi hans fyrr og síðar gerir honum gersamlega ómögu- legt aö snúa þannig við blaðinu. Flokkurinn stendur og fellur með fylgi sínu í sveitunum. Þessa fylg- is hefir hann aflað sér með því, aö kenna það, að bæirnir og þá fj’rst og fremst Reykjavík sé átu-. mein þjóðfélagsins og að fólks- flutningurinn úr sveitunum til Reykjavíkur, sé versta bölið sem þændur eigi nú við að stríöa. Og nú ætti flokkurinn að fara að beita sér af alefli fyrir því, að gera Reykjavík að ehn glæsilegri veru- síað og aðdráttarafl hennar á íbúa sveitanna enn þá sterkara, með því að bjóða þeim upp á ótakmark- aðar húsabætur í bænum og rækt- að land til afnota umhverfis hann eítir þörfum ! Auðvitað dettur ekki nokkrum ráðandi manni flokksíns slíkt í hug. Þó að þeir séu að gera bæjarmönnum þessar gyllingar nú um kosningarnar, þá mega Reyk- víkingar eiga það víst, að viðhorf Framsóknarflokksins við hags- munamáJum bæjarins verður ná- l'.væmlega það sama eftir sem áðttr. Það hefir verið eitt hið mesta áhugamál Framsóknarflokksins, að gera þennan bæ sem óbyggi- legastan, ,srro að hann hefði minna aðdráttarafl fyrir íbúa sveitanna og geti siður dregið frá þeim vinnukraftinn. Og þetta verður á- reiðanlega eitt hið mesta áhuga- mál flokksins í framtíðinni og það cr ekki annars að vænta af full- trúum hans í bæjarstjórn en að þeir vinni einnig að þessu áhuga- máli flokksins eftir sinni getu. Af verkum þeirra sknluð þér þekkja þá. Við þekkjum verk þeirra i fortiðinni og þurfum von- andi ekki að hafa nein kynni af þeim í framtíðinni í bæjarstjórn Reykjavíkur. Símskeyti FB. 8. jan. Hátíðahöld í tilefni af brúðkanpi Umberto krónprins og Marie José komingsdóttur. United Press tilkynnir: Frá Nevv York borg er sírnað: Mikill fjöldi iBaseææææææææææææææææææææææae ÚTSALA í Vepslun M. Thorbepg, BANKASTRÆTI 7 Alt vepðup selt með miklum af slætti — 20-50% Meðal annars sem selt verður eru: Nærföt barna og kvenna. Sokkar barna og kvenna. Vettlingar barna og kvenna. Prjónaföt á börn. Golftreyjur, Jumpers, Svuntur, Vasaklútar, Ilmvötn, Blúndur. Einnig allskonar áteiknaðar vörur. Prjónasilki með miklum afslætti og fleira og fleira. Okukensla. Þeir, sem ætla sér að læra akstur og með- ferií bifretða fyrir vorlð, ættu að tala vlð mig sem fyrst. — — Steingr. Gannarsson, Vesturgötu 57 A. Sfmi 973, Sfmf 973. Best aS anglýsa í VlSI. ítalskra og belgiskra félaga i Bandaríkjunum efnir til hátíðahalda i kveld í tilefni af brúðkaupi Marie José, dóttur belgisku konungshjón- anna, og Umberto, krónprins í Italíu. Eru þau gefin saman í Rómaborg í dag. Frá Washington er síma'Ö: Sendihcrra Belgíu í Washington, Albert Deligne prins, hefir boÖ inni í dag í tilefni. af brúðkaupinu. Á meðal gesta hans er ítaiski sendi- herrann í Washington. ítalski sendiherrann hefir aftur á móti boðið ti-1 dansleiks í kveld, i tileíni af brúðkaupinu, þar sem æðstu embættismenn • Bandaríkjanna og fulltrúar erlendra ríkja verða við- staddir. Frá Rómaborg er símað : Hjóna- vígsluathöfnin hófst kl. 10 í morg- Un í Pauline kapellu í Quirinal- höll. Rómaborg hefir veriö fagur- lega skreytt og viðhöfn og viðbún- aður svo mikill, að ekki eru dæmi til í sögu borgarinnar síðan fyrir stríð. Á meðal lirúðkaupsgestanna eru konungar og prinsar frá ýmsum löndum og margt annað stórmenni. Á Ouirinal-torgi var margföld röð hermanna, þegar veislugestununi var elcið til kapellunnar kl. g{—io. Þegar hjónayígsluathöfnin hófst dró frá sól, en alþýða manna í ítalíu telur það heillamerki midir slíkum kringumstæðum. Þrír flug- vélaflokkar flugu yfir Ouirinal- höll og hyltu brúðhjónin. Brúðarkjóllinn var úr hvítu silki- flaueli. Brúðkaupsdagurinn er 57. afmælisdagur ítölsku drotningar- innar Vígsluathöfninni var lokiö kl. 10.55 og gengu brúðhjónin þá fyr- ir páfa og veitti hann þeim blcssuu sína. 1 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.