Vísir


Vísir - 20.01.1930, Qupperneq 4

Vísir - 20.01.1930, Qupperneq 4
H I S I A Eins kg. dós fiskibóllur á 1.30, y2 kg., hveiti 25 aura V2 kg., hrísgrjón 25 aura x/2 kg., riklingur á eina krónu. Sykur og aðrar matvörur ódýrari í stærri kaupum. Jóhannes Jóhannsson, Spítalastíg 2. Sími 1131. - -mwm er vlnsælast. BUICK er sú eina bifreið sem til íslands hefir flust sem ekld eru skiftar skoðanir um. Allir vita að liún hefir reynst traustari og ábyggilegri en nokkur önnur tegund. Fyrstu BUICK bifreiðarnar fluttust til íslands árið 1921 og eru enn í notkun og ganga vel. BUICK 1930 er komin með mörgum endurbótum. meðal annars þessum: Aflmeiri vél, mýkri gangur og betri vinsla. Vatnsþéttir hemlar (bremsur) á öllum hjólum, og hemlarnir innan í skálunum. Sterkari fram- og aftur-fjaðrir og 2 „cylinder“ hristingshemlar (strekkjarar) á hverri fjöður svo bifreiðin er fádæma þýð á holóttum vegi, en slær þó ekkí niður. Endurbættur stýrisumbúnaður svo stjórna má bifreiðinni með litla fingri. Högg og hristingur finst ekki upp í stýrishjólið. Útlit bifreiðarinnar hefir verið fegrað mjög og marg- ar aðrar endurbætur gerðar en hér eru taldar. Vænlanlegir kaupendur eru vinsamlega beðnir að draga ekki of lengi að panta, því það tekur 2—3 mánuði að fá bifreiðar frá Ameríku. BUICK fæst með GMAC hagkvæmu greiðsluskilmál- um eins og aðrar General Motors bifreiðar. Aðalumboð Jðh. Ólafsson & Co„ Reykjavík. TJósMyND/iswFA yfuiiursiræit /V. Opw kl 10—7. Su nnud. 1~'7. Tælílfæri, Kjöt- og matarverslun, með áhöldum og vélum, til sölu. Tilboð merkt: „Framtíð“, sendist afgr. Vísis. Nokkrar taukörfur seljast fvrir hálfvirði hjá Yald. Poulsen. Klapparstíg 29. Sími 24. ■■■ mmm i Þegar yðui? vant- ^ ar vörublfjpeia | ** þá hringið í síma 1971 Q Við afgreiðum með ánævju >-< S j»fnt smáar sem stórar § ölrnKoiKnix i ðkubeiðnir. Hóflent verð. „Lltla Vörobflastööin* ( bá Norðdalatstíúsi) 1971 tierbergi til leigu fvrir ein- hleypa Grettisgötu 72. (503 Sólarstofa með húsgögnum og sængurrúmi til leigu. Vesturgötu 24. (498 Upphituð herbergi fást fyrir ferðamenn ódýrast á Hverfis- götu 32. (385 I KENSLA 1 Sökum íorfalla annarar vil ég taka stúlku senn lærling á sauma- stofuna í Veltusundi 1, Helga Guðmundsdóttir. (504 TAPAÐ=FUNDIÐ Úr týndist í Nýja Bíó i gær. Úppl. í síma 1185. (512 ' Lítið gólfteppi fundið vitjist á Klapparstig 44 gegn greiðslu auglýsingarinnar. (511 Silfurnæla (með spennulagi, út- lend smíði) tapaðist á föstudag- inn. Skilist Lingholtsstræti 18. Fundarlaun. (5 07 Gulur sjálfblekungur tapaðist á kvennafundinum í Varðarhúsinu á laugardagskvöld. Skilist i versl. Kristínar Sigurðardóttur, gegn fundarlaunum. (506 r KAUPSKAPUR Hænsni til sölu á Sólvallagötu 33*______________________(475 . Ódýrustu fata- og frakkaefnin. Fataefni tekið til sauma. Guð- sieiun Eyjólfsson Laugaveg 34. Simi 1301. (508 Góður ofn !(sem hæjgt jer hð halda heitu á) óskast. A. v. á. (501 Ef yður vantar skemtilegt sögubók, þá komið á afgreiðslo Vísis og kaupið „Sægammur inn“ og „Bogmaðurinn“. Þal eru ábyggiiega góðar sögur, serr gaman er að lesa. (193 I FÆÐI 1 Nokkrir menn geta fengið keypt fæði i Garðastræti 21. (499 Gott og ódýrt fæði geta 2 til 3 menn fengið. Uppl. í síma 2212. (514 Félagsprentsmiðjan. VINNA 1 Sjómenn, landmenn, ráðskona og þjónustustúlka óskast suður með sjó. Ólafur Guðnason, Lindar- götu 43. 9—10 árd. og 8—10 síðd. (513 Stúlka óskast um óákveðinn tíma. Uppl. á Bragagötu 33, niðri. (5io Stúlka óskast um óákveðinn tima að Hesti í Borgarfirði. Uppl. u Klapparstíg 27. Sími 238. (509 Stúlka óskast nú þegar, gott kaup, Njálsgötu 29. (466 Stúlka óskast i vist. Hildur Si- vertsen, Þingholtsstræti 28. (47Ó Takið eftir: Saumum fötin ykk- ar fljótt og vel. Hvergibetrihreins- un og pressun. Lægst verð. Litið inn hjá Bjarna & Guðinundi, Pósthússtræti 13 (næsta hús við Hótel Borg). (261 ’ Kvenmann vantar til afgreiðslu í búð í fjarveru lannars manns óákveðinn tíma. Uppl. í sima 186. (505 Dugleg hárgreiðslukona óskast „Holljrwood". (5 02 Stúlka óskast í vist til Guðm ísleifssonar, Mýrargötu 7, niðri. (497 Stúlka óskast til Keflavíkur, Upplýsingar í Vonarstræti 8 B. (496 Duglegur og áreiðanlegur mað- ur, sem löngtin hefði til að stunds þægilega verslunaratvinnu annað hvert. sjáífur (eða hefði góðan pilt eða stúlku með sér), getur fengið atvinnu nú þegár. Sá serrj getur lánað gegn tryggingu (eða vill verða parthafi með öðrum á- byggilegum manni) 5 þús. krón-- ur, til aukins reksturs í 3—4 mán- uði, gengur fyrir. Viðkomandi beðinn tiltaka í umsókninni hvert hann geti gengið að ofannefndu, Tilboð leggist nú þegar á afgi'. blaðsins mierkt: „20. janúar 1930.“ (43& úbS&sti St. FRAMTÍÐIN. Fundur í.kvöld kl. 8y2. (500- rqfr- SKILTAVINNUSTOFAN Bergstaðastræti 2. (481 Líftryggið yður í „Statsan- stalten“. ódýrasta félagið. VesU urcötu 19. Simi: 718. (86®- Leyndardómar Norman’s-hallar. er að spyrja um mig. Farmer sagði mér, að Redarrel biði mín í reykingaherberginu. Enn sat eg í lága stólnum, nærri hálfa stund í þetta sinn, og sagði Redarrel frá því, sem eg hafði komist að um morguninn. Hann skrifaði skýrslu mína og lét mig svd skrifa undir hana. Þegar eg gerði það gat eg ekki varist þeirri hugsun, að ef til vill hefði eg þar mcð skrif- áð undir dauðadóm Móhammeðs. Því næst var kallað á Helenu og var hún látin gefa skýrslu um það, sem fyrir okkur hafði borið úti í garð- inum. Eg sá hana að eins andartak, er hún gekk inn í reykingaherbergið. Hún leit ekki á nokkurn mann, hneigði höfði og var áhyggjufull og raunamædd á svip. Þegar hún loks kom aftur fór fa'ðir hennar með hana inn í viðhafnarstofuna og loka'öi hurðinni á eftir sér. Eg beið átekta. Á meðan eg beið var • farið með Mó- liammeð inn í reykingaherbergið. Biðin var löng. Jeffer- son og Helena sátu lengi á eintali í viðhafnarstofunni. Og Redarrel hafði margs að Spyrja Móhammeð. Á meðan eg beið koin Sir Ambrose. Hann gaf sig á tal við okkur Martin. „Eg geri ráð fyrir, að því verði slegið á frest að taka máli'ð fyrir rétt, svo lögreglan geti aflað sér frekari upp- lýsinga. Það er vanagangurínn í svona málum.“ Eg sagði Sir Ambrose frá því, sem eg hafði uppgötvað viðvíkjandi Móhammeb og hann virtist á sama máli og eg, að Móhammeð væri á einhvern hátt við morðið riðinn. Martin lagði ekkert til málanna. Hann hlustaði þög- ull á tal okkar. Farrner kom nú út me'ð Móhammeð og l>að Martin aö' fara á fund Redarrels. Á meðan Martin var fjarverandi, stóðu þeir í einu horni forsalsins, Egyptinn og Farmer lögregluþjónn. — „Hann vildi fá mig til þess að gefa sér ítarlegar upp- lýsingar um Móhammed," sagði Martin, þegar hann kom. Bannister færöi sig nær. „Góðan daginn, Sir Ambrose,“ sagði hann. „Áttuð þið Redarrel langt tal saman í gærlrveldi ?“ „Já, við ræddum lengi saman,“ svaraði Sir Ambrose. „Hann var hjá mér góða stund." „Um hvað voruð þið að tala, — beinagrindur ?“ „Um ýmislegt í sambandi við tnorðið," svaraði Sir Am- hrose. Farrner kom nú aftur út úr reykingaherberginu, eu þang- að hafði hann farið aftur með Móhanuneð. Eg heyrði, að Farmer bað þjóninn um kerti og undirskál. „Hvað ætlið þér að gera við þetta?“ kallaði Bannister til hans. „Eg þarf að ná eftirlíkingu af fingraforum Móham- meðs,“ svaraði hann. Enginn okkar varð undrandi yfir því, er Redarrel til- kyuti, að hann hefði handtekið Móhammeð. ■ „Hann er handtekinn fyrir að hafa af ásettu ráði eyði- lagt ríkiseigu, það er að segja símaleiðslurnar.“ Fanner ók á brott með Móhammeð í bifreið Jcffersons.- Það fór eins og Sir Antbrose hafði spáð. Réttarhöldun- um var frestað um vikutíma. Jefferson var eini maðurinn í Normans-höll, sem leidd- ur var fyrir rétt. En hann var aðeins kallaður fyrir rétt til þess að bera það, hver hinn myrti væri. Lögreglulækn- irinn lýsti því yfir, að hinn myrti hefði verið rekinn hnífi' me'ð injög mjóu blaði í hjartastað. Þegar svo var komið,- stóð Redarrel upp og fór fram á, að réttarhaldinu værí frestað, til þess að lögreglan gæti aflað sér frekari upp- lýsinga í málinu. Rannsóknardómarinn spurði Rcdarrel, hvort hann ósk- aði eftir leyfi til þess að láta grafa hinn myrta. „Ekki enn,“ svaraði Redarrel. „Líkið verður nú fiutt 1' líkhúsið.“ Réttinum var því næst slitið og kom það allflatt upp á' menn. Dreifðust menn þegar; aðeins nokkrir blaðamcnn og ljósmyndarar hinkruðu við í þeirri von, að eitthvað frekara gerðist. En Redarrel virtist líta þá hornáuga og gerði það, sem hann gat, til þess að losna við þá sem fyrst. Farmer hafði þrjá lögrégluþjóna með sér, er hann konr aftur úr íör þeirri, er hann fór með Móhammeð í héraðs- fangelsið. Seinni hluta dags rannsökuðu lögreglujijónarnir höllina hátt og lágt undir yfirumsjón Redarrels. Redarrek /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.