Vísir - 09.05.1930, Síða 5
VlSIR
Utför aí Stéra-Núpi.
—o—
Þeir feðgar, sálmaskáldið
Valdimar Briem vígslubiskup
og síra Ólafur Briem voru
jarðsettir í gær. Fjölmenni
mikið var viðstatl ])essa ó-
venjulegu sorgarathöfn, er þeir
voru kvaddir, sálmaslcáldið
þjóðkunna og hinn ástsæli
sóknarprestur. Heyrði eg menn
giska á, að þar mundi verið
hafa á 5. liundrað manna.
Fyrst og fremst fjölmentu þar
sóknarmenn þeirra feðga, en
auk þess var þar margt manna
úr öðrum sveitum Árnessýslu
og næstu héruðum, þar á með-
al sýslunefnd Árnessýslu með
sýslumann í broddi fylkingar.
Af liálfu andlegu stéttarinn-
ar var biskupinn, dr. Jón
Helgason, viðstaddur og með
hoiium 12 vígðir ju'estar'.
Jarðarförin hófst kl. 12 á
hádegi og' var öll virðuleg og
álirifamikil, eins og sæmdi
minningu hinna ágætu manna.
Húskveðju flutti sira Þorsteign
Briem. I kirkjunni fluttu minn-
ingarræður biskupinn og pró-
fasturinn í Árnesprófastsdæmi,
síra Ólafur Magnússon í Arn-
arbæli. Hempuskrýddir prest-
ar báru kisturnar úr kirkju.
Við grafir þeirra feðga talaði
síra Guðmundur Einarsson að
Mosfelli. Yfir grafirnar og um-
liverfis syrgjendurna ljómaði
vorsólin björt og hlý. Sveitin
sem þeim feðg'um var svo kær,
skartaði fyrir þessum óska-
sonum sínum er liún kvaddi
þá. Óll liin alvöruríka stund
andaði hlýrri hluttekningu til
barna síra Ólafs, er svo mikils
Iiafa mist í einni svipan.
Útförin að Stóra-Núpi 8.
maí 1930 mun eigi fyrnast
þeim, sem þar voru viðstadd-
ir. En lengur mun þó lifa
minning þessara mannkosta og
áhrifamanna og áhrifin af þvi
starfi, sem þeir unnu i sveitar-
félagi sínu og söfnuðum og fyr-
ir kristni allrar hinnar íslensku
þjóðar,
Á. S.
—o—
London (UP) 8. mai. I?B.
Enn um fellibylinn í U. S. A.
Frá Dallas í Texas er símað:
Manntjón af völdum fellibylsins er
samkvæmt sí'Öustu skýrslum: í
Nordheim 25, i Frost 23 og nær-
liggjandi sveitum 18.
Vaxtalækkun enn.
Frá Washington er símað:
Bankará'Ö Federal Reserve bankans
hefir tilkynt forvaxtalækkun úr 4% ■
i 3J4% af öllum lánum og víxlum.
Lækkunin gildir frá og með 8. maí.
London (UP) 8. maí. FB.
Óeirðirnar á Indlandi.
Frá Bdmbay er simað : Tveir lög-
regluþjónar drepnir í óeirðum hér.
Allar vínverslanir borgarinnar
brúnnar, nema ein. IJöfðu upphafs-
menn óeiröanna kveikt i þeim.
Nokkrar lögreglustöðvar í borginni
sömuleiðis brunnar.
Allar Evrópukonur og börn Ev-
rópufólks haía verið flutt frá Sho-
lapur á sérstökum lestum, vegna ó-
eirða, sem brotist liafa út þar. Lög-
rcglan varð a'ð fylgja fólkinu til
lögreglustöðvarinnar, og átti fult í
fangi með að verja það árásnm
múgsins.
(Sholapur er burg í Deccan, 164
m. fyrir suðaustan Poona. íbúatala
62.000).
FRAMKÖLLUN og
KOPIERING.
Best vinna. Örugg afgreiðsla.
Lægst verð.
(Háglans ókeypis.)
Sportvöruhús Reykjavíkur.
(Einar Björnsson).
Bankastræti 11. Sími 1053.
Bretar og Egiptar.
Henderson utanríkisráðherra til-
kvnti í neðri málstofunni seinni hl.
dags í dag, að þrátt fyrir mjög vin-
samlegar tilraunir á báðar hliðar um
bresk-egipsku deilumálin, hafi eng-
inn árangur orðið af umleitunun-
um. Bretastjórn sjái sér ekki fært
að verða við kröfum Egiptalands
viðvíkjandi Súdan.
Áthugasemti.
—o--
Það er i sjálfu sér gott og bless-
aö, að fá opinberar tilkynningar
um hitt og ann»S, sem aflaga fer
hér í bænum og fyrirskipun um
að öllu sliku skuli kipt í lag. Eitia
siilca tilkynningu hefir nú lög-
reglustjóri birta látið hér í blöð-
unmn og er hún um það, að borg-
ararnir skuli láta þrífa til í kring
um hús sín, hressa upp á girðing-
ar o. s. frv. Jafníramt er lýst yfir
því, að verði þetta ekki gert mjög
bráðlega, rnuni húseigendur verða
sektaðir og lagfæringarnar fram-
kvæmdar á kostnað þeirra. Þetta
ér ósanngjarnt, Lögreglustjóran-
um eru líklega ekki kunnar ástæð-
ur þær, sem valda því, að víða er
liér miður umgengið í kring um
hús, en æskilegt væri. Ástæðurnar
erp mjög víða þær, að húseigönd-
um reynist ómögulegt, aö fá menn
til að framkvæma smá-viðgerðir,
hreinsa til í görðum og að húsa-
baki o. s. frv. Þessu er svona hátt-
aö. Menn iást alls ekki til þess
háttar verka. Allir segjast vera
önnum kafnir við önnur störf.
Mér finst því nokkuð hart að
gengið, að rokið verði til og beitt
sektum, þó að nokkuð kunni að
dragast um vi'ðgerðir og annað
þess háttar. Hitt er gott, úr þvi
sem gera er, að hið opinbera láti
framkvæma verkin á kostnað hús-
ciganda, ef það hefir mannafla til
þess, en sektum ætti ekki að beita,
þegar mönnumi er ósjálfrátt að við-
gerðirnar dragist. Það er ósæmi-
legt að beita selctum fyrir þær
sak.ir, að húseigandi lætur ekki
framkvæma þau verk, setn hann
getur ekki tengið neinn til aS
vinna. Eg hefi hvað eftir annað
reynt að fá mann til að dytta að
girðingunni við húskofann minn,
en engan getað fengið. Og eg veit
míeð vissu, að margir hafa sömu
söguna að segja. Mér þykir ári-
Lart, að mér skuli liótað sektum að
svc vöxnu máli. Hins vegar væri
mér kært, að fá htjálp — gegn
sanngjarnri borgun auðvitað — til
]>ess að lagfæra það, sem aflaga
fer umhverfis hús mitt.
Vænti eg þess, að hótanir lög-
reglustjóra verði framkvæmdar
með skynsemd og sanngirni. ITann
getur reitt sig á það, að fjöldi hús-
eigenda gerir það ekki að gamni
sinu, að hafa hálf-fallnar girðing-
ar umhverfis lóðir sínar og rusl í
kring um húsin. Og mér skilst,
sem aðalatriðið hljóti aö vera það,
nö fá í lag kipt þvi, semi aflaga
kann, að fara. Sektir eru neyðarúr-
ræöi og þeim á jafnan að beáta
með varúð. Sérstaklega er ótækt
að refsa mönnum fyrir vanrækslu
í íramlcvæmd þeirra verka, sem
.,vFöstudaginn 9, mai 1930
ætlum við að bjóða háttvirtum borgarbúum:
ca. 700 pör af aiskonar sýnlshorimm
sem eiga að seljast með framleiðsluverði.*---- Ennfremur
ca. 500 pör kven-ristarbandaskó, með lágum hælum.
Verð kr. 3.90.
ca. 1000 pör Sandalar með leðursólum. Verð frá 2.95.
(Sandalarnir eru til fyrir fullorðna og börn).
Mörg hundruð pör af Karlmannaskófatnaði, verð frá kr. 7.00
Nolið þessa 2 daga til að fa yður fallega og góða sumar
arskó. Lítið á skóbingina hjá okkur. Hvergi fallegr;
úrval. — Skóverslunin á Laugavee- 25. Eiríkur T.eifsfinn
Fðllegast og (jðl-
breyttast nrval við
sanngjðrnn verði
i
M * • chsster.
ORNíHN.
Model 1930.
ísiands bestu reiðhjúl,
ódýr 00 sterk.
— 5 ára ábyrgð. —
0RNINN,
Laugayeg 20 Sírni 1161
Eggert Ciaessen
hæstaréttar málaflutningsmaður
Skrifstofa: I.ækjargötu 2.
Simi 871. Viðtalstími kl. 10—12.
15
-r símanújmerið ef yður van-
Hngar um góðan bil
BIFRÖST
þeim hefir verið ómóttugt að íá
r.okkurn mann til að vinna.
Húseigandi.
til eigenda vörubíia.
Samkvæmt lögum um ráðstafanir vegna Alþingisliátíðar-
innar, hefir undn-búnmgsnefndin heimild til að taka til afnota
alla þá vörubíla, sem hægt er að nota til fólksflutninga, með-
an hátíðin stendur.
Tilkynnist því bérmeð, að allir vörubílaeigendur í Reykja-
vík skulu fyrir 10. þ. m. senda tilkynningu um bifreiðar sínar
á þar til gerðum 'eyðublöðum, sem afhent verða í „Liverpool"
(versli^iinni) og i öllum vörubilastöðvum.
Þeir eigendur vörubíla, sem ekki sinna þessu, mega bú-
ast við aö sæta seklum, alt að 2000 kr., samkvæmt ofangreind-
um lögum.
Undirbúiiingsnefndin.
Qóðor og ódýrar uörur.
Fallegu og ódýru dyra- og gluggatjaldaefnin eru komin
aftur, stór og falleg dívanteppi frá 11.90, stór veggteppi, mjög
ódýr, tilbúnir morgunkjólar frá 3.45, góð lífstykki á 2.90, soklca-
bandabelti á 1.45, stórt úrval sundliettur og sundskór, mjög
ódýrar sólhlífar fyrir sundfólk, alskonar peysur á drengi og
telpur, góðar karlmannapeysur á 6.85, karlmanna-nærföt á
5.90 settið, falleg karlmannsbindi á 1.95, alskonar nærfatnaður
á kvenfólk, góð sængurveraefni, afar ódýr, efni í morgunkjóla
seljast ódýrt, regnkápur á karlmenn, konur og unglinga.
Komið beina leið og gerið kaup í
KLÖPP
Laugaveg 28.
Bin frægn Radge-Whitworth reiðhjól
(karlmannabjól aðeins) seljum við með alveg sérstöku tæki-
færisverði sökum þess að við erum að liætta reiðhjólaverslun.
Aðeins litlar birgðir um að ræða.
Helgi Magnússon & Co.