Vísir - 02.06.1930, Page 2

Vísir - 02.06.1930, Page 2
V I S I R Hðfum fyrirliggjandi: Kaffi Rio« - KaffibætiF L» D, Hringið til okkar þegar yðup vantar þeisar vöfuf Nýkomið: Hvítkál, Gulrætur, Blaðlaukur, Rauðaldin (To- matar) og ný Jarðepli. NÝLENDUVÖRUDEILD Jes Zimsen. Sfmskeyíi London (UP), 31. maí, FB. Stjórnarskifti í Svíþjóð. .Stokkhólmi: Neðri deild þings- ins hefir fallist á álit landbún- aðarnefndar deildarinnar við- víkjandi tillögum stjórnarinnar um hækkun tolla á innfluttum kornvörum. 85 greiddu atkvæði með nefndarálitinu, en 55 á móti. Nefndin var mótfallin til- lögum stjórnarinnar og búast menn því við, að Lindman- stjórnin muni fara frá völdum. (Skeyti frá Khöfn 1. júni herm- ir, að báðar þingdeildir hafi greitt atkvæði á móti tillögum stjórnarinnar. Lindman muni biðjast lausnar á mánudag, en likindi séu lalin til þess, að Ek- man reyni að mynda frjálslynda stjórn). Fjármál Itala. Rómaborg: Mosconi fjármála- ráðherra hefir gert fjárlögin og ríkisfjárhaginn að umtalsefni i þinginu. Kvað hann útgjöldin aukin um 773 milj. hra, sbr. við núgildandi fjárlög, þar af 420 milj. líra til launahækkana em- hættismanna og annara starfs- manna rikisins, 139 milj. líra til lierskipasmíða o. s. frv. Mosconi gerði ráð fyrir, að tekjuafgang- ur fjárlaganna yrði fimm milj. líra. Loks gat hann þess, að rík- isskuldirnar erlendis hefði minkað um 35 milj. líra, en inn- anlands um 50 milj. líra. London (UP), 1. júní, FB. Kafbátasmíði í Finnlandi. Ábo: Fyrsta kafhát Finnlauds var hleypt af stokkunum hér i gær. Kafbáturinn er 450 smá- lestir brúttó. Finnland á tvo aðra kafbáta í smíðum. Síðar i sumar verður lileypt af stokk- unum í Helsingfors minsta kaf- bát heimsins; liann verður 93 smálestir að stærð. Utan af landi Siglufirði, 1. júní, F'B. Blíðuveður. Ágætis þorskafli. Öll skip full. Reknetjasíld veidd- ist í morgun. Jón Þorláksson hélt hér lands- málafund í gærkveldi við góða aðsókn. Sakamálsrannsóknin gegn borgarstjdra Reykjavíknr. —o--- Framh. Það er alls ekki úr vegi að rifja upp aftur fáein atriði úr þessu máli um „misfellurnar“ á bæjarreikningunum. Rétt fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar i vetur finna F'ramsóknar-for- kólfarnir þessar „misfellur“, narra forsætisráðherra til að taka þátt í þvi kosningabragði, að neita að svo stöddu að sam- þykkja fjárhagsáætlun bæjarins og til að skipa rannsóknarmenn á „reikningshald borgarstjór- ans“, en eins og menn vita, lief- ir hann ekki reikningsliald bæj- arins með liöndum, heldur sér- stakur gjaldkeri. Það kann vel að vera, að þeir hafi náð til sín einhverjum atlcvæðum með þessari „bombu“, en hvellurinn af henni varð ekld eins mikill og við liefði mátt búast, eftir kosningarnar. Rannsóknin leiddi sem sé til þess, að fjárhags- áætlun bæjarins var þá staðfest umyrðalaust, og að yfirleilt var lokið lofsorði á bólchald hæjar- ins. Einhver minni liáttar atriði i skýrslunni um rannsókn Helga Briem og Eysteins Jónssonar þótti atvinnumálaráðuneytinu rétt að bera undir borgarstjóra og sendi honum þvi skýi-sluna til umsagnar. En að grunur væri um nokkurt glæpsamlegt athæfi af hálfu horgarstjóra í sam- bandi við reikningshald bæjar- ins — nei, þvi fór fjarri. Ef svo hefði verið, lilaut atvinnu- málaráðuneytið vitanlega þegar í stað að hlutast til um saka- málsrannsókn gegn borgarstjór- anum. Þetta kom því auðvitað aldrei til liugar. Þvi datt ekki einu sinni í hug, að hiðja horg- arstjóra að hafa hraðan á með athugasemdir sínar. Samvisku ráðherrans i þéssari deild ráðu- neytisins var, vegna atburðanna um kosningarnar, best borgið með því, að þetta mál gengi sem liægast og yrði jafnað á sem friðsamlegastan liátt. En þá kemur ritstjóri Tímans alt í einu eins og „skollinn úr sauðarleggnum“, og vill friðlaus fá að sjá skýrslu Helga Briem, til að vita, hvort hann geti ekki krækt þar i eittlivert niðrandi orð um borgarstjóra. Ráðherr- ann segir honum sem er, að skýrslan liggi til athugunar hjá borgarstjóra. Með þetta verður liann að fara frá forsætisráð- herranum. Og hann liraðar sér yfir til Jónasar Jónssonar dóms- málaráðherra og fær honum bréf um það, að borgarstjóri hafi ekki svarað atvinnumála- ráðuneytinu, og að það megi til að senda pólitíin á hann. Ekki er á það minst í bréfinu, hvað sé svona óttalega grunsamlegt lijá borgarstjóra. Nú liefði inátt búast við þvi, að dómsmálaráðherra snéri sér til þess ráðuneytis, er málið hafði til meðferðar, og fengi að vita þess álit. En það sést ekki á bréfinu til lögreglustjóra, að neitt slíkt liafi komið til inála, og það er auðséð á öllu, að það hefir ekki verið gert.Dómsmála- ráðherrann á íslandi getur ekki verið að tefja sig á því, að fræð- ast af öðruni ráðuneytum um það, hvernig liggur í málum, sem þau hafa betri aðstöðu til að þeklcja. Hitt er miklu ein- faldara, að hæta nafninu á ein- um stj órnmálaandstæðingnum enn á skrána yfir þá, sem saka- málsrannsóknir eru á ferðinni gegn. Og ráðlierrann velur þessa óbrotnu leið, að skipa Hermanni Jónassyni lögreglustjóra að hefja rannsókn út af „misfell- um“ á reikningum Reykjavíkur- bæjar; — það er ekkert verið að efast um það, í bréfi ráðlierr- ans, að „misfellur“ eigi sér stað! Og auðvitað eiga þær „misfell- ur“, ef til eru, að vera borgar- stjóra að kenna! Svona lítur hún út, þessi mynd af réttarfarinu á íslandi árið 1930, þegar verið er að reyna að nota ákæruvaldið til þess, að hlaupa undir bagga með mönn- um, sem hafa gerst sekir við ákvæði hegningarlaganna um ærumeiðingar, og standa uppi varnarlausir og volaðir, þegar heimlað er að þeir færi sönnur fyrir orðum sínum. Niðurl. Alþýðurit. —o— Steingrímur Thorsteinsson: Ljóöaþýöingar I. Reykjavík 1924. II. Reykjavík 1926. Útgefandi Axel Thorsteinsson. H. C. Andersen: Saga frá Sand- hólabygðinni. íslensk þýöing eftir Steingrím Thorsteinsson. Reykja- vík 1929. Útgefandi Axel Thor- steinsson. Rit þessi bárust mér eigi alls fyrir löngu til umsagnar. Er mér ljúft aö geta þeirra að nokkuru. Fáir eru fremur velgerðamenn bókmenta vorra en þeir, seni með vandvirkni og snild, snúa á ís- lenska tungu merkum erlendum skáldverkum og ljóðum. Þeir brúa hafið; veita frjófgandi straumum inn á hugarlönd þjóðar sinnar. Steingrímur Thorsteinsson var á því sviði einna mikilvirkastur allra skálda vorra að fornu og nýju, og að sama skapi góðvirkur. Átti hann og til að bera hina helstu kosti góðs þýðanda: málsmekk, fegurðartilfinning og nákvæmni. Skáldinu entist því miður eigi aldur til að safna ljóðaþýðingum sínum í eina heild og gefa þær út. Hefir sonur hans, Axel, tekið sér fyrir hendur að vinna það verk. Hefir hann þar með áunnið sér þökk allra þeirra, er góðum ljóð- um unna. Tvö fyrstu bindi þýð- ingasafnsins eru nú komin út. Munu fleiri á eftir fara. Það er eins og að koma á alls-. herjar skáldaþing, að lesa þetta safn þýðinga Steingríms. Hér er að finna kvæði eftir rúm fimtíu skáld frá þrettán þjóðum heims, alt frá Bíon og öðrum skáldum forn- grískum, til nítjándu aldar. Auk þess eru kvæði eftir ónafngreinda höfunda. Og þýðandi hefir ekki ráðist á garðinn, þar sem hann var lægstur; hann hefir auðsjáanlega kunnað vel samvistum við andlega höfðingja. í safni hans eru meðal annara kvæði eftir þessa öndvegis- hölda í ríki ljóðlistarinnar: Saffó, Hórazíus, Shakespeare, Byron, Burns, Goethe, Schiller, Heine, Petöfi, Tegner, Öhlenschlæger, Björnsson og Longfellow, fer þó fjarri, að allir séu taldir. Fjöl- Netagarn, Sanmgarn, Bindigavn, fyflrilgfj andl. ÞÓRÐUR SVEINSSON & Co. Tilboð óskast í geymsluhús h.f. ísland s við Tryggvagötu. — Húsið er ágætt til salt- eða fiskgeymslu, en á að flytjast i hurt um miðj- an júní. — Tilboðum sé skilað fyrir 8. júní til undirritaðs, sem einnig gefur freltari upplýsingar. GunnaF Þopsteinsson Sími 1023 og 108. breytni er hér þvi mikil í kvæða- eínum og efnismeðferð; og margt er hér merkiskvæða. Ef dæma má eftir fjölda þýðinga úr ljóðum ein- stakra skálda, er svo að sjá, sem Goethe, Byron, Petöfi, Schiller, Heine og Burns hafi verið Stein- grími kærastir. Er slíkt eigi að undra. Svo sem þýðandinn, fylgdu þeir hinni rómantisku stefnu, þótt ólikir væru annars að ýmsu. Þeir unnu heitt ættlandi, fegurð og frelsi; vegsömuðu glæsileik fornra tíða, ástina og hina ytri náttúru. Ekki verður annað sagt, en að þýð- ingarnar séu yfirleitt mjög góðar, margar ágætar, nákvæmar, liprar og íslenskar vel. Ekki ósjaldan likjast þær fremur frumorktum kvæðum en þýðingum. Endá eru mörg þessi kvæði orðin alrnenn- ings eign fyrir löngu síðan; hafa „sungið sig“ inn \ hjarta þjóðar- innar. Er hún að þvi skapi auð- _ i * J Að ytra frágangi er útgáfan snotur. Nokkrar skýringar fylgja þýðingunum (þó að eins fyrsta bindinu), höfundaskrá og efnis- yfirlit. Fyllri hefðu þó mátt vera frásagnirnar um sum merkisskáld- in, svo sem Blicher, Ingemann og Uhland, að nokkurir séu nefndir. Ónákvæmt er það að segja, að „The Courthship of Miles Stand- ish“, eftir Longfellow, sé skáld- saga; það er söguljóð (narrative poem). Prentvillur eru fáar. Góö mynd af þýðanda er framan við hvort bindi. „Saga frá Sandhólabygðinni", er ein hinna styttri frásagna æfin- týraskáldsins heimsfræga, H. C. Andersens. En hann ritaði all- niargar skáldsögur, eigi ómérkar, víðlesnar á sinni tíð. Saga þessi gerist aðallega á Jótlandi, en þar var höfundurinn kunnugur, bæði íbyggllegan sendlsveln, 12-14 ára vantar E,. Einarsson Vitastíg 10. landsháttum og íbúum. Er frá- sögnin fjörleg, og eigi óskemtileg, þótt sagan sé raunasaga. Koma hér fram ýmsir bestu kostir Andersens stm söguskálds: hin skarpa at- h.ygli hans, auðugt ímyndunarafl og djúp samúð með mönnum. Þýð- ingin er góð, svo sem vænta mátti; frágangur allur hinn prýðilegasti. Richard Beck. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 9 st., ísafirði C, Akureyri 12, Seyðisfirði 9, Vest- mannaeyjum 8, Stykkishólmi 10, Blönduósi 10, Plólum í Hornafirði 7, Grindavík 8, Færeyjum 8, Hjalt- landi 9, Tynemouth 8, Kaup- mannahöín 12, Jan Mayen 6, (eng- in skeyti frá Raufarhöfn og Græn- land). Mestur hiti í Reykjavík í gær 13 st., minstur 6 st. Úrkoma 0,3 mm. Lægðin, sem var við Suðuf-Grænland í gær, nálgast nú suðvesturland og mun valda vax- andi suðaustan átt með rigningu. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Vaxandi suðaustan átt, sennilega allhvass með nóttunni. Rigning. Breiðafjöröur, Vestfirðir: Vaxandi suðaustan átt. Rigning öðru hvoru. Norðurland, norðausturland, Aust- firðir: Hægviðri í dag, en vaxandi Okkar raikiö eftirspurða Peysufatasilki er nú loks komlö aftar. Peysufataklæöi. Möttlasiiki og kiæði, svart. Cashmeresjöl, ljómandl falleg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.