Vísir - 24.06.1930, Qupperneq 2
VlSIR
)) feTMNl & Olseini B!
Nýkomnir niðursoðnir ávextir:
ANANAS,
FERSKJUR,
APRIKÓSUR,
JARÐARBER,
PERUR.
Munið að birgja yður upp fyrir Alþingishátíðina.
f
Bogi Signrðsson
kaupmaður í Búðardal,
andaðist að lieimili sínu í g'ær.
Æviatriða lmns verður síðar
getið liér i blaðinu.
Símskeytl
—o—
London (UP), 23. júní. FB.
Slys.
Frá Helsingfors er sírnað: Her-,
íiugvél hlektist á viS flugsýningu
nálægt Perthösterbotten á sunnu-
dag. Varð hún að lenda í miðjum
hópi áhorfenda. Tvær konur bi'Su
hana af. en átta meiddust hættu-
legá.
London (UP.), 23. júni, FB.
Skip ferst í ís.
Osló: Norska selveiðaskipið
William Booth frá Hammerfest
hefir farist í ís .við strendur
Grænlands. Fjórtán menn fór-
ust. Skipið liðaðist alveg i sund-
ur.
London (UP). 24. júni. FB.
Flugmaður heiðraður.
Brookland : I miðdegisverði sem
haldinn var til heiðurs flugmannin-
um Bernt Balchen, var hann sæmd-
ur Ólafsorðunni norsku. Dr. Char-
les Johnson afhenti heiðursmerkið
fyrir Noregskonung.
„Southern Cross“ á Atlantshafsflugi.
Dublin: Flugvélin Southern
Cross lagði af stað kl. 4.25 frá Port
Marnock til New York á leið til
San Francisco, til þess að ljúka
fluginu kringum hnöttifln.
Galway: Flugvélin Southern
Cross fór fram hjá Costello björg-
unarstöðinni kl. 6.30. Fór flugvél-
in hátt og með miklum liraða og
tók stefnu á haf út.
Hátíðarblað Vísis
verður borið til kaupanda i dag
og selt á götum bæjarins. Er það
52 blaðsíður og kostar 50 aura í
lausasölu. Flytur margar ágætar og
fróðlegar ritgerðir, en höfuðritgerð-
in er eftir Einar prófessor Arnórs-
son: Sijórnarsaga íslands. Mun
það tvímælalaust einhver allra fróð-
legasta og merkasta ritgerð, sem
birst hefir í íslensku blaði.
Veðurhorfur.
Veðurstofan spáir hægri norö-
lægri átt um land alt í dag og nótt.
Snæbjörn Kristjánsson,
hreppstjóri í Hergilsey er nýkom-
inii til bæjarins, en ekki liggur leið
hans austur á Þingvöll. heldur í
sjúkrahús. Hann slasaðist í vetur
á hendi og vérður nú að taka af
honum einn fingur.
Yegna hátíðargesíanna,
sem staddir eru í bænum,
verða bæði Þjóðminjasafn-
ið og Náttúrugripasafnið
opin frá kl. 1—3 síðdegis á
hver jum degi, fram til mán-
aðamóta.
Norræna stúdentamótið
hefst á morgun kl. 10% fyrir
framan háskóla Islands.
Troðningur.
Jafnan fer íhjög illa á því,
þar sem fólk keniur saman, að
hver troðist frani fyrir annap.
Ber iðulega á þessu hér, t. d.
þar, sem aðgöngumiðar eru
seldir og yfirleitt við flesl tæki-
færi, er fólk safnast saman. Ætti
fólk að varast slíkt á Þingvöll-
um hátíðardagana og eins liér,
við farmiða sölur og þess liátl-
ar tækifæri. Fólk á að skipa
sér í raðir við miðasölurnar og
bíða rólegt, þar til að því kem-
ur. Með því móti gengur af-
greiðslan best.
Hellirigning
var annað veifið á Þingvöllum i
gær, er á daginn leið. Vegirnir aust-
ur eru nú orðnir sæmilegir um-
ferðar.
„Hellig 01av“
kemur í kvöld kl. 10.
Lögreglan í Reykjavík.
Út af aðsendri smágrein i Vísi í
gær um það, að óráðlegt mundi
vera að fækka lögregluþjónum
bæjarins hátíðardagana, hefir lög-
reglustjóri skýrt svo frá, að allir
lögregjuþjónar bæjarins gegni
störfum sínum hátíðardagana,
jafnt sem aðra daga, og að auk
þess veröi 50 leynilegir lögreglu-
menn að starfi. Má því telja, að
vel sé fyrir Jæssu séð, og mun al-
menningur kunna hlutaðeigöndum
þakkir fyrir.
Guðmundur Kristjánsson
söng í Garnla Bíó í gærkveldi.
Emil Thoroddsen aðstoðaði. —
Aheyrendur voru allmargir og
skemtu sér vel. Söngvarinn varð
að endurtaka sum lögin. Rödd
Guðmundar er jtýð og meðferð
lians á viðfangsefnunum fullkom-
in. Hann hefir söngleikni óvenju-
mikla. — Guðmuridur hlaut ekkí
aðsókn aS verðleikum aS þessu
sinni og má óefaS kenna undir-
húningnum undir hátíSahöldin.
Trúi eg ekki öSru en aS hann megi
vænta enn betri aðsóknar, ef hann
efnir til söngskemtuar hér, þegar
um hægist.
h—.
Eggert Stefánsson
söngvari er núvominn hingaS íil
bæjarins.
Heimdellingar.
MuniS eftir fundinum kl. 8ýú í
kveld.
Knattspyrnmót íslands.
Annar kappleikur mótsins fór
fram í gærkveldi. Keptu þá K. R.
og Vestmannaeyingar. \'ar leikur
þessi hinn fjörugasti og endaði á
þá leið, að K. R. vann Vestmanna-
eyinga með 4 gegn 2. Næsti
kappleikur mótsins fer fram næst-
komandi mánudag. Er mótinu f rcst-
að vegna Alþingishátíðarinnar.
Alliance Frangaise
hafði miSdegisverSarhoS inrii
í gærkveldi á Hótel Borg fyr-
ir fulltrúa Frakklands á Alþingis-
hátíSinni og yfirmennina á her-
skipinu „Suffren". RæSur fluttu:
Senator Lancien, höfuSmaður
skipsins og ungfrú Thora FriS-
riksson. —- SamsætiS fór hiS besta
fram.
Fyrir alveg sérstök óhöpp
og misskilning tókst svo illa til,
að ‘engin var við í herberginu í Iðn-
skólanum i gær, fyr en kl. 5, til
þess að taka á móti þvi sem sent
var þangað til veitinganna i kvenna-
tjaldinu. — Eru allar jiær góðu kon-
ur, sem sendu þangað með kökur,
beðnar mikillegá afsökunar á þessu.
í dag verSur tekið á móti, og væri
það vel gert, ef konur, þrátt fyrir
annríkið, sem nú er hjá öllum, gæti
komið því við að senda þangað ein-
hvern tíma rnilli 1 og 6.
»
Nemendur Hvítárbakkaskóla.
Af tilefni 25 ára afmælis Hvit-
árbakkaskóla ætla gamlir nemend-
ur skólans og kennarar að hifctast
á Þingvöllum fyrsta dag Alþingis-
hátíðarinnar. Fundurinn verður í
tjaldi íþróttamanna og hefst kl.
5)4 e. h. Er þess vænst, að hátíS-
argestir, sem verið hafa nemendur
á H vítárbakka eða kennarar, mæti
þar.
Kjötbúðirnar.
Athygli almennings skal vakin
á augl. um lokun kjötbúða meðan
á hátíðinni stendur. Hefir lokun-
artímanum nú verið brejrtt frá því
sem áður var auglýst. Verða kjöt-
búðirnar lokaðar allan daginn á
fimtudag 26. og föstudag 27., en á
nriðvikudag 25. opnar til kl. 4 síð-
degis og á laugardag 28. allan
daginn.
Skipafregnir.
Brúarfoss kom hingaS í gær-
morgun frá útlöndum um Aust-
firSi.
Goðafoss kom kl. 11 í gærkveldi
frá VestfjörSum og BreiSafirSi.
Gullfoss kom hingaS kl. 5^2 í
niorgun frá ísafirSi.
Selfoss fer frá Hamborg' í dag.
Súðin kom frá VestfjörSum í
gær.
E.s. Tjaldur
kom í morgun. Á skipinu komu
hátt á annaS hundraS hátíSargesta,
þar á meSal Joannes' Paturson og
fiú hans.
Áheit á Strandarkirkju
afhent Visi, 25 kr. frá V. G.
Utan af landi.
Vestm.eyjum 24. júni. FB.
Konungshjónin komin til Vest-
mannaeyja.
Konungsskipin komin. Konungs-
hjónin í landi. Konungur hefir
farið í heimsókn til bæjarfógeta.
Akureyri 24. júní. FB.
Deila hefir staðið yfir milli
verkamanna og Krossanessverk-
smiðju um verkalaun. Vildi verk-
smiðjan gjalda undir kauptaxta fé-
lagsins. Verkfalli hótað, ef kröfun-
um fengist ekki framgengt.
Megn óánægja yfir því, að verk-
smiðjunni hefir verið heimilað að
flytja inn 20 erlenda verkamenn.
Eftir nokkurt þref félst verksmiðj-
an á að gjalda samkvæmt kaup-
taxta félagsins.
Upptalning landkjörsatkvæða er
lokið, í sýsluunni 1092. i hænum
9L5-
Eneinn
farang ur
verðar tekinn með farjegum í blfreiðum þðiai,
sem flftja fólk til Þiupalla.
Ökuskriístofin.
Akstur
frá Ökuskrifstofunni um Alþingishátíðina á aðra staði
en til Þingvalla.
Þar sem allar bifreiðastöðvar verða lokaðar 25. júní
að morgni til 29. júní að kveldi, annast Ökuskrifstofan
IV
í húsi Mjólkurfélagsins akstur til staða nærlendis og
gefur skrifstofan nánari upplvsingar um tilhögun ferð-
anna.
Allir sem ætla að aka til Hafnarfjarðar og annara
staða, verða að fara í bílana hjá Ökuskrifstof-
u n n i. — Enginn sóttur heim. !
Oknskrifstofai.