Vísir - 26.07.1930, Side 2
VlSIR
Með e.s. Goðafoss
höfum við fengið aftur liinar eftirspurðu hollensku
Kartöflup.
Pantið i dag. — Á morgun er það ef til vill of seint.
| Klemens Jdnsson |
fyrv. ráðherra
andaðist á heimili sinu síðastlið-
inn sunnudag (20. þ. m.) 68 árai
að aldri, og lauk þar óvenjulega
starfsamri ævi.
Klemens var fæddur á Akureyri
27. ágúst 1862. Var faðir hans Jón
Jónsson Borgfiröingur bókbindari,
•og síðar lögregluþjónn í Reykja-
vik (d. 1912) og kona hans Anna
iGuðmundsdóttir (d. i88x), dóttir
GuSmundar bónda Sigurðssonar á
Vöglum t Fnjóskadal. Var faðir
'Klemensar hinn merkasti maður.
Hann haföi að vísu litillar ment-
-unar notið, en frábærar gáfur og
ósvikin eðlishneigð til menta jafn-
aði það upp áður en latik, svo að
Jóns mun lengi verða getið sem
fræðimanns. En þaðan mun sonum
hans, Klemensi og Finni prófessor,
vera erfð tilheigingin til fræði-
starfa. Jón átti við tnjög þröngan
kost aö búa nyrðra, og tli þess að
bæta hann eitthvað, réðist hann til
lögregluþjónsstöðu í Reykjavík og
íluttist hingað 1865. Var honurn,
aö því er hann segir sjálfur frá,
það verk mjög ógeðfelt, en hann
átti eins og á stóð ekki annars úr-
kostar, enda var hann í þeirri
stöðu í 23 ár. Fyrir Klemens varð
það ntjög afdrifaríkt, að faðir hans
fluttist suður, þvi að hann gerðist
nú Reykvíkingur, og mega Reyk-
vikingar hrósa þar happi, því að
enginn annar hefir lagt eins ntikla
rækt við sögu þeirra sem hann.
Jón Borgfirðing hafði það alla
daga bagað, að hann hafði ekki
verið settur til rnenta, og gerði
hann nú alt til þess að syni hans
skyldi ekki á bresta i þeirri grein,
enda voru þeir allir til menta sett-
ir, þótt þröngt væri i búi heinxa
fyrir.
í lærða skólann settist Klemens
1878, og kornu þegar í ljós ágætir
hæfileikar og þrautseig elja, sem
auðkendi hann til dauðadags. Á
vetrum var hann við nám, en á
sumrum við ýmiskonar vinnu, þó
' emkutn búðarstörf. Stúdent varð
hann 1883 og fór þá til Kaup-
mannahafnar til lögfræðináms. Þá
])ótti það litill vegur tii góðrar
fjárhagslegrar afkomu, að leggja'
stund á íslensk fræði eða annað
svipað, en lögfræðinánt var í þá
daga hinn breiði og fljóti vegur til
embættis. Hafði Klemens óefað
hug til þess, að nema íslensk fræði,
en um lögfræðinánt hans mun
nokkru hafa valdið, aö Finnur
prófessor bróðir hans hafði fyrir
skemistu farið að leggja stund á
forntungurnar, Iatínu og grísku.
Er út kom, fór Klemens eins og
aðrir íslenskir stúdentar á Garð,
og komst hann þegar í álit þar,
bæði hjá löndum sínum og Dönum.
Um þær mundir voru í Danmörku
viðsjár ntiklar með mönnunt.Hafði
Estrúp ráðherra fengið ]tar nær
alræðisvald og mátti svo heita unt
skeið, að við stjórnarbyltingu lægi.
Höfðu stjórnmálin þá afarmikil
áhrif á svo að kalla alt borgara-
legt líf, og meðal annars fór Gar-ð-
lífið ekki varhluta af ]t\i. Stúd-
entar skiftust þar i hægri menn
og vinstri menn og fyltu Islend-
Nf ítölsk jarðepli
á 1S anra 7* kg.
Hermann Jðnssnn,
BergjiórDgðtu 2.
Símt 1994.
ingar auðvitað síðari flokkinn, en
þeir voru fjölmennir og skiftu at-
kvæði þeirra miklu máli við all-
ar kosningar á Garði. Árlega kusu
Garðbúar mann til þess, að vera í
íyrirsvari fyrir sig út á við, nefnd-
ist sá ntaður hringjari (klukkari),
og þótti þaö út í frá hin mesta
virðingarstaða. 1886 varð Klemens
fyrir því að vera kosinn í þá stöðu,
og hefir enginn íslendingur ann-
ar komist í hana, hvorki fyrr né
síðaf.
1888 lauk Klemens embætt.is-
prófi í lögfræði með ágætri eink-
unn og var síðan aðstoðarmaður
í íslensku stjórnardeilc’inni i
Kaupmannahöfn 1889—9T. Seint á
því ári var hann settur sýslumað-
ur i Eyjafjarðarsýslu og bæjar-
fógeti á Akureyri, en veitingu
fyrir því embætti fekk hann árið
eftir. Ávann Klemens sér mjög
fljótt hylli héraðsbúa, enda var
liann bæði sem embættismaður og
maður gjörhugall um þeirra hag.
Flann gerðist forgöngumaður
ýmsra. framfarafyrirtækja og lagði
mikið kapp á, að Akureyri byggi
sæntilega um höfn sína, féltk því
og mörgu öðrtt til þrifa ráðið. Það
var því ekki nema að vonum, að
béraðsbúar kusu hann þegar á
þing, og var hann þingmaður Ey-
firðinga frá 1893 til 1903 að hann
yfirgaf embættið, og var hann eitt
sinn kosinn með öllum greiddum
atkvæðum.
I stjórnmálum fylti Klentens
flokk Benedikts Sveinssonar og
síðar Fleimastjórnarflokkinn, er
hann tók viö sjál fstæðismálinu, og
var einn áhrifamesti maður þar.
Hefur hann nokkuð greint frá því
í síðustn ritsmíðinni, er birtist frá
hendi hans, ritgerð i siðasta Skírni
um Alþingi árið 1903. Hvers álits
hann naut á þingi rná sjá á þvi, að
hann var kosinn forseti neðri
deildar á þingunum 1901, 1902 og
1903, en þó ekki síður á hinu, að
er stjórn landsins fluttist heim
1903 var hann gerður að landrit-
ara, sem var nokkurs konar vara-
ráðherra-embætti. Sá böggull
fylgdi þó skammrifi, að Klemens
varð við ])að að láta af þing-
mensku, því að það þótti vissara
til þess að tryggja hlutleysi og
samræmi í stjórnarstörfunum.
Landritaraembætti gegndi hann
td 1917, að það starf var lagt nið-
ur. Þefta var að visu virðulegt,
vandasamt og ábyrgðarmikið
starf, en svo sem umbúið var hlaut
])að að vera unnið í skugga ])eirra
ráðherra er við völd sátu, eiáþeim
])ótti hins vegar ])ægilegt að g'eta
beitt Iandritara fyrir, ti! þess að
hlífa sjálfum sér, svo að oft var
þéim skotum beint aö landritara,
sem hæfa hefðu átt ráðherra að
réttu lagi. Staðan var þvi ekki alt-
af jafn vinsæj og hefir Klemensi
bklega verið lítil eftirsjón í henni.
I forföllum ráðherra sat Klemens
á þingi 1907, 1909. 1913 og 1914.
þnrkud kirsuber
U
fyrirligoj andl.
ÞÓRÐUR SVEINSSON & Co.
A þeim árum, sem Klemens. .var
landritari, sat hann í tveitn merki-
legum milliþinganefndum. 1907
var hann formaður í miíliþlnga-
nefnd um skattamál og 1911 for-
maður í milliþinganefnd um fjár-
mál. Bæjarmálin lét Kiemens sig
og skifta um þetta leyti og var
hann um skeið í bæjarstjórn
Reykjavíkur og um hríð var hann
í niðurjöfnunarnefnd.
Klemens var ágætur cmbættis-
maður, röskur og úrskurðarfljótur
cg skrifstofumaður með afbrig'ð-
um.
Árið 1917 hófst nýtt tímabil í
ævi Klemensar, ef til vill hið
merkilegasta. Svo mundi hafa
farið fyrir mörgum manni, sem
komist hefði á eftirlaun á besta
skeiði, að hann hefði lagst í mak-
ræði og aðgerðarleysi, en öðruvísi
fór um Klemens; hann var of
mikill iðjumaður til þess, að geta
unað því. Það var rétt eins og
vaknaði eitthvert frumeðli í hon-
um, sem sofið hafði hingað til,
þvi að hann fór nú að gefa sig við
íslenskri sagnfræði og iitstörfum
af mesta kappi. Hann hafðí að vísu
áður fengist Iítilsháttar við rit-
störf, t. d. verið útgefandi að
, Lögfræðing“ með Páli amtmanni
Briem og ritað þar ýmislegt. En
nú var eins og hann væri kotninn
að sinu hugðarstarfi. Hann brá sér
að vístt inn í stjórnmálin aftur og
varð ])ingmaður Rangæinga 1924
—27 og' atvinnumálaráðherra í
ráðuneyti Sigurðar Eggerz X922—
24 og' fjármálaráðherra um leið
frá 1923—24, og sinti og nokkur-
um öðrum opinberum störfum, var
t. d. 1918 fulltrúi íslands til samn-
inga við Bretastjérn, en hann
virðist liafa horfið frá þeim störf-
um tfl sagnfræðistarfanna aftur
með gleði. í stjórn Sögufélagsins
og gjaldkeri þess var hann mörg
ár og alt til dauðadags, og var
hann heiðursfélagi þess félags. í
orðunefndinni hafði hann verið frá
1925, og í skattanefnd var hann
skipaður 1929.
Af ritstörfum hans er merkileg-
ust „Saga Reykjavikur“. og hefir
sá, er þetta ritar, áður minst henn-
ar i þessu blaði. Hann hefir og rit-
að sögu Grundar í Eyjafirði og
hlaut verðlaun fyrir úr sjóði Jóns
Sigurðssonar; birtist hún hjá
Sögufélaginu. Sögu Akureyrar
hefir hann og samið og mun hún
birtast innan* skamms, en sögu
prentlistarinnar á íslandi, sem
hann var nýbúinn að ljúka við, er
vtrið að prenta. Atik þess hafa
birst eftir hann fjölmargar sögu-
lcgar ritgerðir hér og ]»ar, Lög-
fræðingatal og einnig skemtilegir
endurminningaþættir frá æsku
hans hér í Reykjavik, og er mein
að það skuli ekki hafa oröið meira.
Frásaga Klemensar er lifandi og
skemtileg og var hann manna
glöggastur með að kunna deili á
því, hvað væri aukaatriði og hvað
aðalatriði.
Auðvitað fór Klemens ckki var-
hluta af heiðursmerkjum. Hann
var stprriddari Fálkaorðunnar með
stjörnu, konunandör af prússnesku
krúnuorðunni, heiðursfylkingunni
ívönsku og Dannebroge og hafði
stórkross Oranje-Nassau-orðunnar
bollensku. Hann var og um langt
skeið yfirmaður Oddfellowregl-
unnár hér á landi.
Klemens kvæntist 1S89 Þor-
björgu dóttur Stefáns Björnsson-
ar. síðast sýslúmanns í Árnessýslu,
en hún andaðist 1902. Lifir eitt
barn af því hjónabandi, Anna,
kona Tryggva Þórhallssonar for-
sætisráðherra. 1908 kvæntist hann
Ónnu Maríu Schiöth, dóttir
Schiöths bankagjaldkera á Akur-
eyri tog lifir hún mann sinn og
einn sonur ]>eirra, Agnar, stud. jur.
Klemens var mikill vexti og
karlmannlegur, sópaði mjög að
honum hvar sem hatm fór, enda
hafði hann á sér veraldarmanns-
brag meira en títt er um íslend-
inga. Vafalaust var hann ör í geði,
])ótt hann færi vel með það, og
fastur var hann fyrir i andúð og
samúð, vinur vina sinna, en örðug-
ur óvinum.
Það er ógerningur að lýsa jafn-
rnargþættri ævi og ævi Klemens-
ar var undirbúningslaust og í
stuttu máli. Það verður að bíða
betri tíma — og betri manna.
G. J.
Símskeyti
—o—-
London (UP) 25. júli. FB.
Erkibiskup látinn.
Helsingfors; Gustav Johanson
erkibiskup andaðist á fimtu-
dagskveld 8(5 ára að aldri.
Fellibylur á Italíu.
Treviso; Seinustu fregnir
herma, að 27 menn hafi beði'ð
bana, er öveðrifS reið yfír Monl-
ellohérað. Stórgripir fórust i
þúsundatali.
Þórshöfn i Færeyjum,
25. júli. FB.
íslenski knattspyrnuflokkkur-
inn kominn til Færeyja.
Komnir til Færeyja glaðir og
hressir eftir ágæta ferð. Mikill
fólksfjöldi á bryggjunni tók á
móti okkur, en Nielasen rit-
stjóri hélt ræðu fyrir minni Is-
lands. Erlendur Pétursson svar-
aði með ræðu fyrir minni Fær-
eyinga og á eftir sungu knatt-
spymumennirnir „Þú alfagra
land mitt“, og var höfundurinn
Simun av Skarði sjálfur við-
staddur. Förum a'ð Kirkjubæ á
morgun. Fyrsti kappleikur á
sunnudag.
Fararstjóri.
NBP., 25. júlí. FB.
Ólafshátíðin í Noregi.
Undirbúningnum undir hina
miklu Ólafshátið í Niðarósi og
Veradal er um það hil lokið.
Búast menn við um 5000 Norð-
mönnum, sem búsettir eru er-
lendis, á liátiðina, og eru flestir
þeirra eða 90% frá Vesturheimi,
en á hátiðina koma einnig
Norðmenn frá Asíu, Ástralíu,
Suður-Afriku og fleiri löndum.
E.s. Bergensfjord kemur a
laugardag frá New York með
livert farþegarúm skipað. Skip-
ið fer norður til Niðaróss og
stíga þar 500 farþegar á land.
NRP, 25. júli. FB.
íþróttaiðkanir Norðmanna.
Bláðið Aftenþosten beinir at-
hygli manna að því, að Norð-
menn ráði yfir nyrstu og syðstu
íþróttasvæðum jarðar. Á hverju
sumri (i Suðurhöfum) fara
fram meistaramót milli norskra
livalveiðamanna i Suður-Geor-
gíu. Eru ágætir iþróttavellir
suður ]>ar, l. d. í Grytviken og
Leith Harbour. Árlega er mikið
iþróttamót haldið i febrúar og
fer það fram í Suður-Georgiu
og Icept í knattspymu og fleiri
iþróttimx. — A síðasta „Suður-
hafasumri“ keptu fimm flokk-
ar í knattspvTnu um meistara-
tlgnina og fór 1. þáttur móts-
ins fram í Grytviken. — Flokk-
urinn frá Leith Harbour vann
sigur á flokknum frá Prins OI-
avs Havn með 11 ; 1, en þvínæst
vann Grjdrikenflokkurinn í
leiknum við Strömnes-flokkinn
með 3 : 2. Orshtakappleikm*imi
fór fram á íþróttavellinum á
Strömnes milli Leith Harbour-
flokksins og Grylriken-flokks-
ins. L. H. vann með 4 ; 1 og
vann i annað sinn umférðabikar
hvalvei'ðafélagsins norska.
Messur á morgua.
í dómkirkjunni kl. 11 árdegis:
E. Jörgensen, prestttr aö Vallö t
Danmörku.
Engin messa í fríkirkjunni.
Landakotskirkja; Hámessa kl. 9
árdegis.
Spítalakirkjan í HafnarfirSi:
Hámessa kl. 9 árdegis.
Hjátpræöisherinn. Samkomur á
tnörkun kl. 11 árd. og 8)4 síöd.
Utisamkoma á Lækjartorgi kl. 4
s'iöd. allir velkomnir.
Veðrið í morgun.
Reykjavík hiti 14 st., ísafirði 1,0.
Akureyri 13, Seyöisfiröi 10, Vest-
mannaeyjum 11, Stykkishólmi 12,
Blönduósi 11, Raufarhöfn 9, Hól-
uni í Hornafirði 12, Grindavík 13.
Færeyjum 1-2, Julianehaab 10, Jan
Mayen 7, Angmagsalik 7, Hjalt-
landi 12, Tynemouth 13, (skeyti
vantar frá Kaupmannahöfn). —
Mestur hiti i Reykjavík 15, minst-
ur 11 st. Úrkonta 10.0 ntm. Alldjúp
læg.ð vestan viö Bretlandseyjar, á
hreyfingu norðaustur. Háþrýst-
svæöi yfir noröaustur Grænlandi.
— Horfur: Suðvesturland: Austan
stinnings kaldi. Dálitlar skúrir
sumstaöar. Faxaflói, Breiöafjörö-
ur: Austan og norðaustan kaldi.
Úrkomulaust og léttir heldur til.
Vestfiröir, Noröurland: Norðaust-
an og austan gola. Úrkomulaust og
sumstaöar léttskýjaö. Norðaustur-
land, Austfiröir, suöausturland:
Suðaustan kaldi. Dálitil ngning.
Dettifoss,
hinu nýja skipi Eimskipafélags-
ins, var hleypt af stokkunum þann
24. ]). m. — Skipið verður full-
smíöaö laust eítir miöbik septem-
bcrmánaöar og leggtir af stað í
fvrstu ferð sína frá Kaupmanna-
höfn þ. 27. sept. og er væntanlegt
hingað ]). 11. október.
Flugferðirnar.
Súlati flaug vestur í gær, tó
Stykkishólms, Dýrafjaröar og ísa-
fjarðar, og sömu leið hingað afe-
1:1. Hafði hvert farrúm verið skíp-
al' báðar leiöir. Ráðgert var. að
Súlan færi tíl Vestmannaeyja í