Vísir - 07.08.1930, Síða 2
V I S I P
Nýkomnlr
Enskir Tomatap
i körfum á 12 11)0.
Millennium
hveiti
í smápokam,
ÞÓRÐUR SVEINSSON & Co.
Ný ágœt
jarðepli
á að eins 15 aura Va kg., afar
ódýr í heilum sekkjum.
Jöbannes Jóhannsson.
Spítalastíg 2.
Sími 1131.
Símskeyti
London (UP.) 7. ág. FB.
Frá R—xoo
Toronto: Commander Scott lét
•svo um mælt, er hann kom hing-
a'ð í gær frá Montreal, a'ð R—100
myndi ef til vill fljúga til Eng-
lands aftur í næstu viku.
Kínverskir ræningjar.
Shanghai: nokkur hundruö bóf-
ar gerðu árás á þorpið Wuyuna-
sien í suðurhluta Anwei. Bófarnir
komu íbúunum á óvart. íbúarnir
bjuggust til varnar, en vörn þeirra
stóð eigi lengi. Um tvö hundruS
þorpsbúar féllu og einnig allmargt
af liíSi bófanna. Bófarnir rændu
því næst bú'ðir og híbýli manna
og báru loks eld að. Þrjú önnur
þorp á þessum slóðum hafa bófa-
flokkar lagt í eyði.
Atvinnuleysi eykst í Bretlandi.
London: Vinnmnálaýáðuneytið
hefir tilkynt, að alls séu 2,011,400
menn atvinnulausir í Bretlandi.
Tala hinna atvinnulausu hefir á
einni vilcu aukist um 38,700 og u'm
857,338 síðan um þetta leyti í
fyrra.
Verkfall í Frakklandi.
Lille: 80,000 vefnaðar-verka-
menn í norðurhluta Frakklands
hafa nú gert verkfall gegn nýju
tryggingalögunum (soda1! insur-
ance). Óeirðir halda áfram i bæj-
um á landamærum Belgíu og
Frakklands, sérstaklega nálægt
Menin. Allsherjarverkfall i undir-
búningi, í Halluin hafa smiðir,
jivottahúsaverkamenn og , fll
verkamenn hafið samvinnu um að
hefja ^amúðarverkfall. — Riddara-
lið heldur vörð á götunum.
NRP. 7. ágúst. FB.
Frá Noregi.
Nýja Rosshafs-bræðsluskipið
Sir James Clark Ross, kom til
Sandefjord frá Englandi í gær.
Skipið er 20,000 smálestir á stærð
og getur brætt alt að því 2000 föt
á dag. Geymar skipsins taka 110,
000 föt. Skipið fer áleiðis suður
á hvalaveiðamiðin á mánudaginn
kemur.
Þrír menn, allir búsettir i Berg-.
en, drukknuðu í gær, við silungs-
veiðar í Massfjord.
Fulltrúi soviet-Rússlands í Oslo,
frú Kollontay, hefir verið útnefnd
fulltrúi ráðstjórnarinnar í Stokk-
hólmi.
Herskipið Tordenskjold kom í
gær til Horten úr leiðangri sínum.
Gamalinennaskemtnntn
verður að forfallalausu á sunnu-
daginn kemur kl. 2 til 6 síðd.
Hún verður í og umhverfis
Ellilieiniilið nýja. Þar eru marg-
ir rúmgóðir sahr, svo veðrið
þarf ekki að verða til hindrunar;
og tjöld eru óþörf.
Að öðru leyti alt svipað og
fyrri sumur:
Allir velkomnir ungir og
gamlir, en þó sérstaklega
aldraða fólkið, sem sjaldan
sækir skemtanir, og þvi ætlað-
ar veitingar ókeypis. Aðrir eiga
kost á áð kaupa þær, og böm-
in fá leikvöll, ef fullorðnir eru
i fylgd með þeim.
Þess er vænst að bæjarbúar
fjölmenni og hlynni sérstak-
lega að þessari samkomu, bæði
vegna beiðursgestanna, gamla
fólksins — hlutist til um að
því leiðist ekki, — og vegna
stofnunarinnar, nýja hússins,
sem fær allan ágóða af skemt-
uninni.
Mér leiðist að fj ölyrða
nokkuð imi hvað brýn nauð-
syn er til áð vinir gamla fólks-
ins, sýni nú í verki að þeim þyki
vænt um þetta nýja hús. Eg liefi
lieyrt fjölmarga bæjarbúa tala
vel um húsið nýja, og trú eða
„dirfsku“ jieirra, sem mest hafa
unnið að þvi, og þar eiga ýmsir
verktakendur engu síður hlut að
máli, en forstöðunefndin.
Mig langar til að segja frá
því, sem mér liefir þótt best
sagt um það efni.
Eg spurði bifreiðarstjóra, sem
var að sækja mig, hvert liann
hefði séð Elliheimilið nýja.
„Já, eg kom þar inn um dag-
inn“ svaraði hann, „og mér
fanst einhver lilýindi streyma á
móti mér hvar sem eg fór um
húsið.“
Eg er að vona að langflestir
verkamennirnir, sem unnið hafa
að þessu stórhýsi og miklu fleiri
bæjarbúar eigi þátt í því að gest-
ur verður var við slík hlýindi í
tómu og köldu liúsi. Og þeir
skifta vafalaust þúsundum, sem
óska þess að þreytt og' lasin
gamalmenni verði þar jafnan
vör- við sivaxandi hlýindi á ó-
komnum árum.----------
Við liöfum verið spurðir að
því hvers vegna við höfum ekki
hlutaveltu í sambandi við þessa
skemtun til ágóða fyrir húsið.
Aðalorsök þess er, að við liöfum
engan tíma afgangs til jiess. For-
stöðunefndin hefir orðið að
Iialda 2 til 3 fundi flestar vikur
i nærri 2 ár vegna byggingar-
innar, og Iiefir að því er oss
flesta snertir í raun og veru ekki
haft tómstundir til þess, og því
síður til allrar jieirrar fyrirliafn-
ar sem fylgir stórri hlutaveltu.
Hitt er og, að vér treystum
því að bæjarbúar séu smámsam-
an að ná þeim þroska að þeim sé
ljúft að styðja góð fyrirtæki
með beinum g'jöfum, þótt
„happdráttavon“ sé ekki í boði.
Til minnis og leiðbeiningar
skulu hér talin þau meginatriði
sem koma til greina við þessa
skemtun:
Söngmenn og ræðumenn, sem
vilja skemta, eru beðnir að láta
okkur vita um það, sem fyrst.
Sömuleiðis sjálfboðahðar við
kaffiveitingar. Það þarf einar
8 stúlkur á laugardagskveldið á
undan, kl. 6 til 8, til ýmiskonar
undirbúnings í nýja húsinu, og
miklu fleiri á sunnudaginn frá
kl. 1.
Bifreiðaeigendur, sem vildu
sækja eða flytja fóthrum gam-
almenni, eru beðnir að segja
Ilaraldi Sigurðssymi til sín.
(Sími 135 eða 685). En liins
vegar ættu ekki aðstandendur
jiess fólks að treysta þvi að
nefndin geti séð um flutning,
heldur panta þeim sjálfir flutn-
ing frá bifreiðastöðvunum. —
Þó ættu menn að segja til gam-
alla einstæðinga á laugardag, ef
unt verður að fá bifreið.
Ivaupmenn og bakarar eru
vinsamlega beðnir um vörur,
eins og fyrri, og síst má gleyma
gosdrykkjagerðum. — Vörur
þeirra er kærkominn styrkur.
Ýmsar húsmæður hafa sent
áður „heimabakaðar kökur“, og
gjöra væntanlega enn.
Æskilegt væri að fá ahar gjaf-
irnar til Elliheimilisins nýja á
laugardaginn, en auðvitað verða
þær sóttar, ef óskað er.
Aðalatriðið er þó að allir
komi með hlýindi og góðan hug,
}>á keppast menn við að gleðja
hverjir aðra og fara ánægðir
heim að kveldi.
S. Á. Gíslason.
P.S. Hin dagblöðin eru vin-
samlega beðin að segja frá aðal-
efni þess, sem hér er sagt að
ofan. S. Á. G.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 10 st., ísa-
firði 7, Akureyri 7, Seyðisfirði 7,
Vestmannaeyjum 12, Stykkis-
hólmi 8, Blönduósi 6, Raufar-
höfn 6, Hólum í Hornafirði 10,
Færeyjum 14, Juianehaab 12,
Hjaltlandi 13, Tynemouth 12 st.
Skeyti vantar frá öðrum stöð-
um. Mestur liiti liér í gær 14 st.,
minstur 7 st. — Eægðin fyrir
suðaustan Island er að fyllast
upp. Hábrýstisvæði yfir Græn-
landi. Víðáttumikil lægð suður
af Grænlandi á hægri hreyfingu
austur eftir. Horfur: Suðvestur-
land: Hæg norðaustan átt. Létt-
skýjað vestan til.. Ef til vill
skúrir austan til. — Faxaflói,
Breiðafj örður: Norðaustan
kaldi. Léttskýjað. Vestfirðir,
Norðurland: Norðaustan kaldi.
Þykt loft og rigning i útsveit-
um. Norðausturland, Austfirðir:
Minkandi norðan átt. Rigning.
Suðausturland: Norðaustan
kaldi. Sumstaðar skúrir.
Bæjarstjórnarfundur
verður haldinn í dag kl. 5.
Slökkvistöðin.
Tvær af bifreiðum slökkvi-
stöðvarinnar eru nú, að dómi
slökkviliðsstjóra, orðnar svo úr
sér gengnar, að nauðsyn ber til,
að fengnar séu nýjar bifreiðir
í þeirra stað. Brunamálanefnd
leggur til, að bæjarstjórn sam-
þykki, að kaupa tvær bifreiðir
í þessu skyni, og veiti til kaup-
anna og útbúnaðar bifreiðaima
alt að 7000 kr., til Hðbótar fé
því, sem veitt er á fjárhags-
áætlun bæjarins til viðhalds
slöklcváteekja.
Fljót ferð.
Þeir Helgi Jónasson frá Brennu
og Tryggvi Magnússon, verslunar-
maöur, fóru héöan síöasta laugar-
clagskveld kl. 11 og var förinni
heitið að sæluhúsi Feröafélags-
ins viö Tjamá, skamnit frá Hvít-
árvatni. Fóru þeir í bifreið að
Laug, en þaöan á hestum. Hingað
komu þeir aftur kl. 3 á mánudags-
nótt. Þeir riöu Hvitá á Hólmavaði
báöar leiðir.
Húsnæðisvandræði
munu veröa hér t bænum í
haust meö allra rnesta móti. Hef-
ir mjög litiö veriö reist af nýjutn
húsum 5 sumar, en aðstreymi
fólks til bæjarins i haust
veröur fráleitt minna en verið hef-
ir undanfarin ár á sama tima. —
Munu dæmi til þess, að fólk hafi
reynt í alt sumar að fá sér íbúðir
leigöar til vetrarins, án þess að
þaö hafi nokkurn árangur boriö.
Flugfélagið.
Á fundi hafnarnefndar 30. f. m.
skýrði hafnarstjóri frá þvi, að
dráttarbraut sú, sem Flugfélagið
hefir farið fram á, aö bærinn léti
gera í Vatnagörðum, hafi verið
boöin út og að lægsta tilboð hafi
verið 16500 kr. En Flugfélagið
hefir áætlað allan kostnað við
nauösynlegan útbúnað í þessu
skyni um 40 þúsund krónur og
hefir fariö þess á leit, að höfnin
eða bærinn kosti flugstöð á ofan-
nefndum stað. — Hafnarstjóra og
Olafi Johnson, hafnarnefndar-
manni, hefir verið faliö að tala viö
stjórn Flugfélagsins og gera tillög-
ur um fyrirkomulag flughafnar
fyrir Reykjavik.
Hjúskapur
S. I. sunnudag voru gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Kristin
Gisladóttir (prests frá Mosfelli)
og Pétur Sigurðsson frá Árná-
nesi.
Trúlofun
sína opinberuðu siöastliöinn
laugardag ungfrú Áslaug Ásgeirs-
dóttir (Torfasonar) og Höskuld-
ur Ágústsson vélstjóri.
Hröð ferð.
Tveir ungir húsgagnasmiðir,
Arni Skúlason og Guömundur
Grímsson, fóru með „Esju“ t il
Borgarfjaröar siöast liöinn laugar-
dag (2. ágúst). Þeir félagar fóru
síðan á hjóli víðs vegar um
Borgarfjörð. Þeir lögöu af stað
frá Gilsbakka áleiðis til Reykja-
víkur í gær (miðvikud.) kl. 7 árd,
Uröu þeir aö ganga nærri því alla
leiðina frá Gilsbakka aö Húsafelli
yfir hraunið, og tók það tvo tima.
Síðan hjóluöu þeir frá Húsafelli
til Þingvalla á 5)4 klst. og frá
ÞingvöIIum til Reykjavíkur á 2)4
klst. Alls mun sú leið, er þeir fé-
lagar fóru i gær. um 125 km.;
voru þeir alveg óþreyttir, er þeir
komu til Reykjavikur og létu hiö
besta yfir ferö sinni. S.
Trúlofun.
Nýlega hafa birt trúlofun sina,
ungfrú Sigríður Hrefna Guð-
mundsdóttir, Uröarstíg 14 og
Ingibergur Guömundsson bifreið-
arstjóri, Njálsgötu 13.
Nankinsföt
allar siærðir:
Buxur ú drengi frá 2 ára aldri.
Jakkar og buxur á imglinga frá
8 ára aldri og allar stærðir á
fullorðna.
Jakkar, streng- og smekkbuxur.
Hvítir jakkar og sloppar, fýitr
bakara, verslunarmenn o. s. frv.
og hvitar buxur. — Ennfremur
liinar járnsterku
MOLESKINNSBUXUR
komnar aftur.
HIÍ filllWSfll \ Cl.
Austurstræti 1.
Ttme to Re-tire
Get a FISK
TftAOC MARK REQ. U. S. PKT. Q&
FISK
ágætu dekk og slöngur nýkom-
ið í ýmsum stærðum.
Gæðin alkunn.
BíMjórar! Biðjið um FISE-
dekk, ef þér viljið fá varanlega
vöru með góðu verði á bílbjól
yðar.
1 [Eflill Tilhjálfflsson
Grettisgötu 16.
Dansleikur íþróttamanna.
Það skal tekið fram, að dans-
leikurinn er haldinn sameigin-
lega af hátíðarmótsnefndinni
og knattspyrnumöimum í þeim
tvennum tilgangi að hylla
verðlaunamennina frá Alþiiigia-
hátíðarmótinu og fagna Fær-
eyjaförunum. Aðgöngumiðar aS
dansleiknum fást lijá Haraldi
Ámasyni i dag og á morgun,
og við innganginn, ef eitthvað
er óselt.
Kaattspymumót B-liðsins.
í kvöld kl. 8)4 keppa K. R. qg
Valur. ! '
Kristileg samkoma
á Njálsgötu 1, kl. 8 í kveid.
Allir velkomnir.
Til fátæku ekkjunmr
2 kr. frá Ömmu.
Áheit á Strandarkirkju
afheiit Vísi, 50 kr. frá N. N.