Vísir - 29.08.1930, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1930, Blaðsíða 2
v J S t 3 Niðursoðnir ávextir í heilum og hálfum dósum: P E R U R, FERSKJUR, B L. ÁVEXTIR, JARÐARBER. Bestir og ódýrastir hjá okkur. Símskeyti London (UP) 28. ág. FB. Frú Perú. Lima: Junta fór frá völdum á miðnætti á þriðjudag. Ortega hershöfðingi hefir tekið við stjórninni, uns Sancliez Cerro kemur til höfuðborgarinnar. Cerro er aðalleiðtogi stjórnar- byltingarmanna. Síðar: Alt er nú aflur með kyrrum kjörum í borginni, eft- ir komu Sanchez Cerro, sem hefir myndað liervaldsstjórn. Mikill mannfjöldi, 80.000— 100.000, að því er áætlað er, fögnuðu Cerro, er hann kom í flugvél frá Arequipa. Santiago: Óstaðfest fregn frá Arica (í Perú) hermir, að pre- fektinn af Tacna, Una, hefi ver- ið myrtur. NRP. 28. ág. FB. Frá Noregi. Símastjórnin hefir til athug- unar áætlun um smíði nýrrar loftskeytastöðvar, til skeyta- sendinga til hvalveiðasvæðanna. Ráðgert er, að hin nýja stöð verði á Vestfold við Sandefjord eða nálægt Tönsherg. Uns lokið er endurreisn og viðgerð byggingarinnar í Skaug- um, býr Ólafur rikiserfingi og krónprinsessan í húsi, sem er eign óle Stang, að boði hans. Þorskur gengur milli Grænlands og íslands. Almenningi hér, fiskimönn- urn að minsta kosti, mun kunn- ugt um það, að um langt skeið, eða síðan 1914, hefir verið merkt öðru hvoru liér við land all-margt of þorski, í þeim til- gangi, að fá einhverjar upplýs- ingar um göngur þessa fisks, og þá líka um það, hvort hann mundi fara héðan til annara landa. Merkingar þessar hafa verið framkvæmdar af Dönum, eða að þeirra tilhlutun (á ,Þór‘), eins og liður í samþjóða fisld- rannsóknum þeim sem þeim var falið að gera hér við land, þegar þessar rannsóknir kom- ust í framkvæmd (1903) og framkvæmdastjóri þeirra hefir ávalt verið Johannes Schmidt, prófessor, forstöðumáður Carls- hergs-rannsóknastofunnar í Kaupmannahöfn. Nokkur þús- und þorska liafa verið merkt og allmargir þeirra endurveiðst, en enginn fyrir utan íslenskar fiskileitir, eða við nágranna- löndin, svo að menn viti. Jafnframt þessu tóku Danir að merkja j)orsk við Grænland; fyrst sumarið 1924 og svo öðru l hvoru síðan, alls nálega 2000 j fiska, í sama augnamiði og hér við land, og hafa nokkurir jjeirra endurveiðst. Fyrstu árin veiddust þeir aðeins í nánd við staðina jjar sem þeim var slept, en jiað var við SY-strönd Græn- lands milli 60. og 65. breiddar- stigs. En 23. mars 1927 gerðist sá merkisviðburður, að fiskur með merki, sem sett hafði verið á liaim við Sukkertoppen (65°) sumarið 1927, veiddist á Könt- um í Faxaflóa á skipinu „Nam- dal“, skipstjóri Stefán Jóhanns- son. En þar sem svo leið langur tími, að ekki fengust fleiri merki frá Grænlandi, þótti ekki rétt að hirta neitt um j)að, j)ví að hugsanlegt var, að einhver misgáningur væri um jietta. En í vetur og vor er leið er tekinn af allur efi um það, að þorskur frá Grænlandi liefir lieimsótt ís- lenskar fiskileitir, því að fimm jjorskar, merktir við Grænland, einn 1928 og fjórir 1929 hafa veiðst á íslenskum skipum við Vestur- óg Norðurland, á svæð- inu frá Barða að Gjögurtá, eins og Schmidt hefir skýrf frá í síðasta (7.) tbl. Ægis j). á., hls. 165—170, og síðan bætst við einn, merktur 1926 við Godt- haab og veiddur hér í Víkurál út af Patreksfirði 8. maí s. 1. Mér er ekki kunnugt um, live margir fisk'ar voru merktir við Grænland 1929, en þeir hafa varla verið yfir eitt ])úsund, af þeim hafa 4 veiðst hér, og senni- lega liafa fleiri merktir verið á ferðinni, en j)eir sem veiddust. Ennfremur er sennilegt, að eitt- Iivað, ef til vill miklu fleira, hafi verið með af ómerktum fiski vestan að, J)ví að gera má ráð fyrir ])vi, að þeir þúsund fiskar eða hve margir þeir nú voru, senx merktir voru 1929, hafi aðeins verið fæstir af þeim fiskum, sem J)ar voru í sjónum. Það virðist því svo, sem allmargt af fiski hafi farið milli Grænlands og Islands einhvern- tíma seint á árinu 1929 eða snemma á árinu 1930, og úr J)ví þetta hefir gerst í þetta eða þessi skifti, þá er líklegt, að það liafi gerst eða gerist oftar og j)að jafnvel í dálítið verulegum mæli, einkum í árum eins og hinum síðustu, Jægar hlýindi voru óvenjumikil í sjónum, langt norður um höf og ís með minsta móti, ])ó að ekkert sé reyndar enn auðið að segja með vissu um það. Schmidt getur J)ess til, að fiskur þessi hafi gengið til hrygningar frá Grænlandi til ís- lands, því að eftir stærðinni að dæma hafa ])eir allir getað verið æxlunarj)roskaðir, og má vel vera, að það hafi verið erindi J)eirra. En hvar hafa þeir J)á vex-ið „bornir og harnfæddir“, við Grænland eða við ísland? Þiað veit enginn. En hefði hið síðara verið, þá hc I'ði hér verið um íslenskan þorsk að ræða, sem hefði á yngri árum gengið frá íslandi til Grærdands og svo Ieitað átthaganna, Jxegar hrygn- ingin stóð fyrir dyrum. En eins og vikið var að í upphafi grein- ar J)essai’ar, eru enn engar sann- anir fyrir þvi, að J>orskur gangi frá Islandi til annara landa. I fiskahók minni, bls. 226, liefi eg getið J)ess til, að ekki væri ólíklegt, að J)orskur gengi (á eftir loðnu) yfir liinn mjóa (50—60 sjórn., éða álíka og Faxaflóa breiða) ál, sem slcilur Vestfjarða- og Homstranda- grunnin frá Grænlands-land- grunninu, og yfir á þau, en fyr- ir ])ví er engin sönnun, en J)orskur er á Jxeim að mun á sumrum.1) Eg geri siður ráð fyrir því, að þorskur frá Is- landi gangi langt súður á bóg- inn með Austurstönd Græn- lands, J)ví að J)orskux-inn í Norð- urhöfum leitar á sumrin yfir- leitt norður á bóginn, eftir æt- inu (loðnu o. fl.), og liygg J)ví, að hinir umræddu fiskar, sem mei’ktir voru við Grænland og veiddust hér, niuni fremur liafa verið grænlenskir að uppruna, eins og Schmidt gerir ráð fyrir, en að þeir gætu líka verið í æt- isleit, svona langt (800—1300 sjóm.) frá heimkynnum sínum, áður en þeir liyrfu jjftur til hrygningar við SV-Grænland. En þó að alt sé í óvissu um Jætta atriði, J)á er ])ó J)essi fiski- fræðinýung hin merkilegasta, ekki síst fyrir oss íslendinga og á að hvetja til frekari rannsókna (merkinga), svo að vissu megi J)á um J)að fá, hve mikil brögð muni vera að svona sam- göngum milli landanna. Eg geri líka ráð fyrir að merkingunum verði nú haldið áfram með meira krafti en áður, hæði við Grænland og ísland (Vestfirði), en J)að er ekki nóg að merkja, fiskimenn verða líka að skilja það, að ef merkingarnar eiga að hafa nokkurn árangur, þá verða þeir að lijálpa til með J)ví að gefa nánar gætur að merktum fiskum og vanrækja elcki að koma merkjunum til skila sem fyrst og gefa hinar umbéðnu upplýsingar. Hefðu J)eir heið- ursmenn, sem fundið liafa Grænlandsmei-kin, ekki tekið eftir ])eim, eða vanrækt að skila J)eim, ])á vissu menn elckert um J>að sem J)au nú hafa gefið upp- lýsingar um. Það er ])ví einnig Jxeirra athygli og skilvísi að J)akka, að menn nú vita að þorskur gengur milli Grænlands og íslands, og feira getur vitn- ast síðai', ef fiskimenn vorir hjálpa til. B. Sæm. Gaðmnndiir í Pálshúsnm áttræður. Eg átti fyrir skemstu tal við kunningja minn, gamlan Vest- anbæing, sem fyrir skömmu er kominn vestan um liaf. Barst talið að Vestanbæingum göml- um. Þótti okkur báðum margir gengnir fyrir ætternisstapann, Magnús á Miðseli, Jódís og Ámundi i Hlíðarhúsum, Ólafur frá Vigfúsai-koti og Vilhorg heitin kona lians, Sigurður í Steinliúsinu og kona lians, Sig- r sður í Vesturbænum o. fl. Ein- staka gamall Vestanbæingur sést þó á ferli enn, Þórður í Oddgeirsbæ og Gunnlaugur bróðir hans, Þorlákur Teitsson, Guðjón og Jóhanna í Hábæ (Gúðjón síundar enn sjó, einn 1) Danir hafa merlct lítið eitt af J)orski við Angmagsalik á A-strönd Grænlands, en enginn endurveiðst. Flaked. Oats h&fpamjöl í smípokum e? hið bosta, sem til laadsias flyst. Fæst í Ollnrn matvörnversinnnm. SkrantrOrnverslnnin, Laugaveg 43. Kvenhringar, nýjasta tíska. Armbandskvenúr úr gulli og silfri. Saumasett og handsnyrtiáhöld úr silfri. Nýtísku armbönd og hálsfestar o. m. fl. Þægilegip borgtm&FnskiimilaF I á bát og sér engin ellimörk á þeim hjónum), Guðmundur í Pálshúsum og nokkurir aði'ir. Noklcurum dögum síðar segir kunningi minn mér í fréttum, að innan skamms fvlli Guð- mundur í Pálsliúsum áttunda tuginn. Finst mér rétt, að Jieirra átta tuga sé að einhverju minst — áttatíu ára starfsemi og elju. Guðmundur Þorkelsson er fæddur 29. ágiist 1850 í Bráð- ræði á Bráðræðisholti. Var faðir hans Þorkell Jónsson frá Skild- inganesi, en móðir hans Sigrið- ur Guðmundsdóttir, Gissursson- ar frá Bollagarðakoti á Sel- tjarnarnesi. Guðmundur ólst upp á Lágholti og var þar með móður sinni til þrítugs aldurs. 21 árs gamall byrjaði hann for- mensku og stundaði hana yfir 40 ár og var ávalt við brugðið fyrir stjórnsemi og aflasælni. 12. maí 1876 gekk hann að eiga Þóru Jónsdóttur frá Hofi á Kjalarnesi, hina mestu myndar- konu til munns og handa. Var handavinnu hennar viðbrugðið, enda feklc liún verðlaun fyrir tóvinnu á Iðnsýningunni 1911. Bjuggu J)au saman í ástríku og hamingjusömu hjónabandi í 47 ár. Þau eignuðust 3 börn en að- eins eitt J)eirra lifir, Þorkell járnsmiður, kvæntur Kristinu Jónsdóttur fiskimatsmanns frá Vigfúsarkoti,Þórðarsonar. Jarð- skjálftaárið tóku þau lil fósturs stúlku að austan, Önnu Jóns- dóttur, sem gift er Guðjóni skó- smið Þórðarsyni, Stefánssonar. Dvelur Guðmundur á heimili Jæirra hjóna. Guðmundur liefir gegnt ýms- um J)ýðingarmiklum störfum fyrir bæjarfélagið. Árið 1890 var liann af Halldóri Daníels- syni bæjarfógeta skipaður fá- tækrafulltrúi og gegndi hann J)ví starfi af hinni mestu sam- viskusemi og kostgæfni, eins og öllu þvi sem hann tólc á. Fá- tækrafulltrúi var liann í 37 ár samfleytt, eða til 1927. 1891 var liann skipaður tilsjónarmaður með opnum skipum, sem veið- ar stunduðu úr Reykjavík. I niðurjöfnunarnefnd sat liann árin 1908—1912. Guðmundur liefir alla tíð fylgst af alefli með stjórnmálum. Hann fylli flokk Sjálfstæðismanna í deilumálun- um við Dani og var mikill vin- ur Bjarnar heitins Jónssonar ráðherra og einliver allra harð- snúnasti fylgismaður lians. Guð- mundur er kempulegur maður á velli og friður sýnum, fóthvat- ur meðan kraftarnir voru óbil- aðir og tóku allir eftir honum J)ar sem hann fór um veg. Frán- eygur er hann og ber höfuð sitt hátt. Guðmundur er greindur maður með afbrigðum, orðviss Síórir nýir kassar og spðnull. Fsst með gjafverðl í VERSL. B. H. BJARNASON. og umtalsfrómur, fróður og les- inn vel.. Það er mælt um Vest- anbæinga, að þeir séu grobbnir og þykist aðall Reykjavíkur- bæjar. Þetta er nokkuð ýkt, ea ekki getum við, innbomir menn í Vesturbænum, við J)ví gert, að saman höldum við og metuxn liina eldri menn, sem lifað hafa langa ævi „vestur frá“ Reykvík- ingum til prýði og gagns. Einn J)essara manna er Guðmundur í Pálshúsum, nýtur maður og drengur hinn besti. Lifi hann lieill í Vesturbænum í virðingu allra Jieirra, sem lionum hafa kynst. Hendrik J. S. Ottósson, Sú flugufregn liefir gengið hér um bæinn,, og birst i Tímanum og öðru blaði, að nýtt embætti hafi átt að stofna í Oringe lianda Dr. Helga Tómassyni, en danska stjórnin horft í kostnaðinn og J)ess vegna neitað að stofna em- bættið. Út af Jiessu hefir Morg- unblaðið sent fyrirspurn til Dr. Helweg yfirlæknis í Oringe og spurt livað satt væri í þessu. Svar Dr. Helweg var á þá leið, að aldrei hefði verið ætlunin að stofna nýtt embætti, lieldur hafi Dr. Helgi átt að fá stöðu, sem laus var. gúmmídúkar eru sak- ir endingar og áferð- 88 arfegurðar hið ákjós- 88 anlegasta efni á stiga, sa? ganga, baðherbergi og 86 yfir höfuð alla staði, 88 þar sem mikill um- 88 gangur er. 88 TalSverðar birgðir ® fyrirliggjandi í ýms- um fallegum litum. CO 88 Einkasali á íslandi fý/ayia-áIa^ý?%naóon

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.