Vísir - 16.11.1930, Blaðsíða 4

Vísir - 16.11.1930, Blaðsíða 4
VlSIR eftir skamman tíma vera far- inn að segja frá því, að eitt sinn hafi hann talað málið liðugt, en nú sé alt gleymt og grafið. — „Meðan nemandinn getur farið með utanbókar tuttugu af ljóð- unum í þessari bók“, segir Pot- ter, „þarf hann elcki að óttast, að hætta sé á því, að enska hans sé að ryðga“. Óvíða mun meiri þörf á að geta „geymt“ málið á þenna hátt en í afskektu sveit- unum á íslandi. Eftir tilmælum bæði kennara og nemenda víðsvegar um heim hefir Potter einnig samið orða- bók, sem nýlega er komin út og sýnir framburðinn með merkjum Craigies. Hún er bygð á liinni svokölluðu Pocket Oxford Dictionary eftir F. C. og H. W. Fowler, en sú bók er, eins og menn vita, unnin upp úr stóru Oxford-orðabókinni. Yfir höfuð hefir höfundurinn stuðst við allar hinar frægu bækur af þeirri „orðabókarætt“ (The Concise Oxford Dictio- nary, A Dictionary of Modern English Usage og The King’s English). — I þessari orðabók sinni, sem hann kallar English Vocabulary for Foreign Stu- dents, hefir hann lagt aðal- áhersluna á það, að vera í senn ljós og nákvæmur, og hann hefir ekki látið neitt ógert til þess, að gera erlendum nemend- um sem hægast fyrir, enda mun bókin vafalaust reynast þeim mjög gagnleg fyrstu námsárin. Orðin eru aðallega vahn eftir þörfum þeirra, sem nota þær bækur, sem hér um ræðir. Skýr- ingarnar eru á ensku, en stund- um auk þess á þýsku og frakk- nesku, en ennfremur eru not- aðar til skýringar setningar og talshættir, þegar svo þykir henta. En sjálfsagður hlutur er það, að þegar nemandinn er kominn svo langt, að hann geti fyrir alvöru farið að lesa ensk- ar bækur, á hann að hafa aðra- hvora Oxford-orðabókina, Poc- ket eða Concise, við höndina. Textar þeir, er eg mun nota í moi’guntímunum, verða þann- ig English Reading Made Easy og Kenslubók í ensku, en í kveldtimunum verður Every- day English for Foreign Stu- dents lögð til grundvallar. I báðum tilfellum verður farið út fyrir svið kenslubókanna, bæði með stuttum viðræðum og á þann hátt, að lesnir verða kaflar eftir enska og ameríska höfunda. Verður sá lestur að nokkuru leyti upp úr English Verse for Foreign Students og mun tilkynt fyrirfram þegar þörf þykir, hvað lesið verði. Ánægja sú og gagn, sem á- heyrendur kunna að hafa af út- varpstímunum í ensku í vetur, verður að býsna miklu leyti undir því komið, livað þeir leggja sjálfir til þessarar merki- legu fræðslutilraunar íslenskra stjórnarvalda. Eg er þess full- trúa, að hver sá, er leggur fram sainvinnu sína með því, að nota af alúð þau hjálpartæki, sem eg hefi sagt frá liér að ofan, muni ekki að árangurslausu hlusta i enskutímunum. Kjaerstine Mathiesen, M. A. Bifreiða-flúmmí. Hið viðurkenda N ORWALK bifreiða-gúmmí. Stærðir: 30x5 32X6 höfum við fyrirliggjandi. Þórður Sveinsson & Co. Landsins mesta úrval af rammalistnm. Myndir innrammaðar fljótt og veL — Hvergi eins ódýrt. Gnðmnndnr ísbjfirnsson. Laugavegi 1. ŒLiaáai' • er, að það bleikir þvottinn við suðuna, án þess aðy^ skemma hann á nokk- /M urn hátt |l Ék Ábyrgztr áð laustlw ÉbL sé við kiór. í smásölu kr. 0.60 Kærn búsmæðnr! Til að spara fé yðar sem mest og jafnframt tima og erfiði þá notið ávalt hinn óviðjafnanlega gúifgljáa Og skdábnrðinn Fæat í öllum helstu verslunum. nmm xxxxíöoöcöö; x xx x rir XXXXXXXXXXXXXXXÍÖÖÖÍÍÖÖÖÍXX Stndebaker STUDEBAKER vörubílarnir eru nú koinnir og hafa hlotið einróma lof allra bifreiða- stjóra, er séð hafa, enda eru þeir allir sterk- ari en sést hefir hér með svo ódýran bíl. — Burðarmagn er sem hér segir: Fyrir bílstjóra og einn farþega .. kg. 136 Fyrir yfirbyggingu, hús o. fl. ... — 612 Fyrir vöruflutning ............. — 1601 Ef yfirbyggingin er léttari en hér segir, þá má bæta mismuninum við burðarmagnið. Get selt Studebaker með afborgunum. Aðalumboðsmaður: Egill Vilhjálmsson. Grettisgötu 16 & 18. — Sími: 1717. Tejgfödnr. Fjölbreytt úrval mjög ódýrt nýkomið. Gnðmnndnr ísbjðrnsson SlMI: 1700. LAUGAVEGI 1. Gull á hafsbotni. félagsskap í gróðaskyni, líður ekki á löngu, áður en þeir, sem eru núnni fyrir sér andlega, fara að stinga saman nefjum og gera samsæri á móti þeim, sem er ofjarl þeirra að hygni. Þá er tækifærið fyr- ir okkur, að skerast í leikinn.“ Birtles gekk hæglátlega inn í stofuna. „Fyrirgefið herra — það var skip að koma inn á víkina í þessu. Það er líkast dráttarbát.“ Við stóðum upp frá borðum og gengum út að glugganum á matsalnum. Lítið skip, breitt og traustlegt, var nýkomið fyrir oddann. Reykháfur þess var rauður og á hann voru letarðir stafirnir B. G. „Eg hélt. að þeir vildu fá bát með olíuvél," sagði ég. „En þetta skip brennir kolum.“ „Þeir hafa liklega ekki getað fengið skip með olíuvél. Og ég býst við, að blökkumaðurinn, kunn- ingi þinn, sé kyndari. Vonandi getur það tafið hann eitthvað. Eg vildi helst láta setja hann i svartholið. En eins og alt er í pottinn búið, er ekki gott, að koma því í framkvæmd. — Ljáðu mér sjónaukann.“ Skipið sigldi í hægðum sínum inn eftir víkinni og virtist svo, sem því væri beitt alveg upp með skerjunum. „Hamingjan góða. Þeir ætla upp í landsteina,“ sagði ég. „Það er nóg dýpi þarna,“ sagði frændi minn stuttur í spuna. „Já — það er Gonzales, sem er við sfýrið — og ég býst við, að maðurinn með sökkuna sé kafarinn.“ í þessum svifum kom maður í vinnufötum upp úr vélarrúminu á skipinu. Hann þerraði sveitann af enni sér með dulu, gekk út að borðstokknum, og starði á land. „Spike! Eg mundi þekkja hann innan um þús- und menn,“ sagði ég. „Eg trúi því ekki, að þeir sé svo ósvifnir, að taka til starfa alveg við nefið á okkur.“ „Hvers vegna ekki? Ekkert getur komið í veg fj'rir það. Eg get það ekki, að minsta kosti.“ Dave gekk nú á brott úr stafninum og á leið til stýrishússins og þar kom Spike til móts við hann. Þeir stóðu stutta stund á tali við Spánverjann, en því næst gekk Spike aftur á og rendi sér ofan stig- ann í vélarrúmið. Illjóðið í vélinni liafði heyrst glögt inn til okkar, en nú þagnaði það skyndilega. Blökkumaðurinn kom upp á þilfar og hann og Dave hlupu fram á og hleyptu niður akk^rinu, svo að söng og hvein í fest- inni. Stjórnborðs-akkerið var líka felt og sldpið lá nú kyrt. Frændi minn var hugsi og togaði í yfirskegg sitt. Því næst vék hann sér að mér og leit á mig spurn- araugum. „Hvernig líst þcr á, að við gerum þeim heim- sókn? Það er kurteisisvenja, þegar tignir gestir eiga hlut að máli. Er geymirinn á bátnum fyltur?“ „Já, lierra. Eg fylti hann í gær.“ „Það er gott. Komdu Alan.“ „Ætlarðu ekki að taka skotvopn með þér?“ spurði eg- „Eg held, að við þurfum þess ekki — nei,“ sagði frændi minn. Eg hugsaði til þess, sem fyrir mig hafði komið um morguninn og var efst i huga, að mótmæla frænda mínum. En eg áleit það skyldu mína, að fara að vilja lians og fylgdi honum því eftir ofan i húsagarðinn. Við gengum ofan mjóar tröppur og voru dyr við endann á þeim. Þá er dyrnar vorn opn- aðar, tóku við flatar klappir og lá þar vélbátur við festar. Stutt járnbraut lá frá sjónum og upp að nausti, sem gert var á steinlímdum palli, í skjóli klett- anna. Eg steig um borð í bátinn. Frændi minn setti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.