Vísir - 05.12.1930, Blaðsíða 5
VISIR
Föstudaginn 5. des. 1930.
Ljósoghiti
er það sem hvert heimili þarfaast.
P R I M U S
lugt.
PRIMUS PRIMUS
borðlampi. ofn.
Þópöup Sveinsson & Co.
Umboðsmenn.
Nýi I»ór.
Nyjar bækur.
Hamsun: August, ób. 10.00, ib. 15.00.
G. Gunnarsson: Jón Arason, ób. 10.70, ib. 14.50.
Kr. Guðmundsson: Sigmar, ób. 7.30, ib. 9.70.
Bðkaverslon Sigfásar Eymnndssonar.
Nýkomið:
MATBORÐ, BORÐSTOFUSTÓLAR, SMÁBORÐ allskonar,
BARNARÚM.
Stærsta úrval.-Lægst verð.
Daglega verða teknar heim allskonar heppilegar jólagjafir.
Fólk er fyrir löngu búið að fullvissa sig um það, að úr-
valið er stærst, best og ódýrast i bænum í
Hnsgagnaversl. við Dúmkirkjnna.
Svar til Morgunblaðsins 4. þ. m.
MorgunblaÖið birtir í gær langa
grein um hi'ð nýkeypta eftirlitsskip
„Þór“, þar sem mjög er ráðist á
hin gerðu kaup. Virðist blaðið að-
allega hafa vísdóm sinn frá hr. Gísla
Jónssyni vélfræÖing. Mun eg í eft-
irfarandi athugasemdum sýna fram
á, hversu þessi sérfræðingur blaðs-
ins hefir gersamlega hlaupi'S á
hundavaði með upplýsingar sínar.
1. Gisli Jónsson talar um, að
skipið sé hygt á þeim tíma, þeg-
ar „skipasmí'ðar Þjóðverja voru
mjög af vanefnum gerðar".
Um þessa staðhæfingu skal eg
ekki fjölyrða, en mun gefa kunn-
ugum mönnum í Þýskalandi tæki-
færi til að segja sitt álit um hana
innan skamms.
2. Gisli Jónsson segir í Morgun-
blaðinu: „T. d. er hvergi harðvið-
ur í íbúðum skipsins, heldur aðeins
fura“. Hér skjátlast G. J. hrapar-
lega, þiljúrnar í bústöðum yfir-
manna (káetunni) eru úr eik.
3. G. J. segir í Morgunblaðinu:
„Flestar pipur i vélinni, sem venju-
lega eru úr kopar, eru hér úr stáli
og þvi miklum mun endingarminni
en venja er til.“ Einnig hér fer G.
J. rangt með, þvi að nær allar þær
pípur, sem mega vera úr kopar, eru
það. óliklegt er, að fræða þurfi
G. J. um að yfirhitunarpípur mega
ekki vera úr kopar.
4. G. J. segir í Morgunblaðinu:
„Ketilreisn skipsins er ekki einasta
mjög veikbygð frá upphafi, heldur
eru og plöturnar á henni margbætt-
ar.“ Ketilreisnin er, eins og alt ann-
að í skipinu, bygð eftir reglum Ger-
maniche Lloyd, 1. flokks, eins og
auðvitað er, j>ar sem skipið var bygt
til að stunda fiskiveiðar norður i
Hvítahafi.
„Bæturnar", sem G. J. talar um,
eru ekki aðrar en þær, að „lúga“
hefir verið flutt til á ketilreiminni
og plata sétt yfir opið. Þetta kallar
G. J. að ketilreisnin sé mlargbætt.
5. G. J. segir i Morgunbl.:
„Skipið hefir enga akkerisvindu.“
Um þetta er það að segja, að „ný
akkerisvinda” er með i kaupunum
og verður sett í skipið innan skatns.
6. G. J. segir í Mbl.: „Loft-
skeytatæki eru engin og ekkert rúm,
sem þeim er ætlað.“ Hér skjátlast
sögumanninum enn hraparlega, því
að rúm fyrir loftskeytatækin er þeg-
ar útmælt í kortaherberginu aftan
við stýrishúsið, og verða sett þar
niður í þessum mánuði.
7. Þá segir G. J„ að ljósavél
skipsins sé ekki nægilega stór til að
lýsa skipið og gefa straum til loft-
skeyta.
Einnig hér fer G. J. með rangt
mál, ljósavélin framleiðir 3 kw.,
sem er nægilega mikið fyrir nýtísku
lampastöð, þó að skipið verði jafn-
frarnt lýst sem best má, og furðar
mig, að G. J. skuli ekki vita slikt,
ef þessi ummæli eru rétt höfð eftir
honum i blaðinu.
8. Þá minnist G. J. á ljóskast-
ara, sem nauðsynlegt sé að fá á
skipið. Það er vitanlega rétt, að
ljóskastari er nauðsynlegur, enda er
nú verið að setja í skipið nýjan ljós-
kastara, og er hann einnig með í
kaupverðinu.
9. Loks kemur G. J. að kaup-
verði skipsins, segir, hann að skip-
ið kosti hingað komið um 200 þús.
kr. ísl. Hér fer sögumaður með
rangt mál, eins og áður. Skipið kost-
ar rúm 8000 £, eða um 180 þús.
kr., hingað komið, og er innifalið
í kaupverðinu:
150 smálestir af kolum,
akkerisvinda, ný,
ljóskastari, nýr,
og auk þess ýmislegur kostnaður
við útbúnað til ferðarinnar, sem
G. J. virðir sjálfur 20 þús. kr.
xo. Þá segir G. J. að stjórninni
hafi staðið til boða hér á landi skip
sem að rnörgu leyti sé hentugra.
en það, sem keypt var, og að það
hafi átt að kosta 120 þús. kr. Hér
mun átt við togarann Sindra, sem
bygður er i Þýskalandi á stríðsár-
unum (1915), sem stendur til flokk-
unar (Classering) nú i ár, sem út-
lit er fyrir að hafa muni mjög mik-
inn kostnað i för með sér, t. d. mun
þurfa að endurnýja þilíar skipsins
að mestu eða öllu leyti. Eg hefi t
giskað á, að fulíkomin flokkun þess
skips myndi kosta alt að 60 þús.
kr., og legg eg það óhræddur undir .
dóm þeirra, er til þekkja, hvort þar
Loks vil eg benda G. J. á það,
viðvikjandi „Þór“, að fyrir liggur
ítarleg álitsgerð frá erlendum sér-
íræðingi, sem er viSúrkendur um
Norðurlönd fyrir samviskusemi,
sem er Skibsinspektör Hens frá
firmanu Brosen & Overgaard, en
það firma hefir m. a. haft á hendi
eftirlit bygginga og viðgerða á
skipum Eimskipafélagsins, og hef-
ir að sjálfsögðu miklu meiri
reynslu á öllu er að skipaútbúnaði
lýtur en G. J. að honum ólöstuðum.
Leyfi eg mér hér með að birta
kafla úr umsögn hans um skipið:
„Skipið var rannsakað utan og
innan, og reyndist sérlega traust-
bygt og virðist i góðu lagi. Botn,
stýri og hliðarkilir voru líka athug-
aðir meðan skipið stóð á þurru, og
reyndist i góðu lagi. Botninn hefir
verið málaður með ,,patent“-máln-
ingu í október 1930.
Vélin var við skoðunina tekin
sundur að nokkru leyti, sívalningar,
legur, öxull, gufuþéttir og dælur
voru athugaðar og reyndust í góðu
lagi. Ketillinn var skoðaður ná-
kvæmlega, bæði eldstæði og vatns-
geymir og var að öllu leyti í sér-
staklega góðu standi og vel við
haldið.“
Að lokum stendur í álitsgerð
hins erlenda sérfræðings:
„Með tilliti til þess hve skipið er
i góðu ásigkomulagi og ívilnana
sem áður hafa verið nefndar, verð-
ur að álíta að verðið, £ 8000, sé
kaupandanum mjög í hag.“
A dönsku:
„1) Skibet blev besigtiget inden-
bords og udenbords. Det fandtes
at være særdeles godt og solidt
bygget og i velvedligeholdt Stand
overalt. Bund, Ror og Slingerköl
besigtedes da Skibet var paa Bed-
ding og fandtes i god Stand, Bun-
den var malet med Patentíarve i
Oktober 1930. Maskinen var delvis
aabnet op, Cylindere, Lejer, Axel,
Kondensator og Pumper blev be-
sigtet, og alt fantes i god Stand.
Kedlen blev nöje besigtet i saavel
Fyr- som Vandrmn og fandtes
overalt i særdeles god og velholt
Stand.
2) I Betragtning af Skibets gode
Tilstand og ovennævnte Indröm-
rnelser maa Prisen: £ 8000, anses
for meget fordelagtig for Köberen.“
Loks skal þess getið, að þeir hr.
Ólafur Sveinsson skipaskoðunar-
maður rikisins og hr. Ásgeir Sig-
urðsson forstjóri Landssmiðjunnar
hafa báðir verið með mér undir-
rituðum við lauslega skoðun á
skipinu i dag, og geta þeir báðir
borið um að það er rétt sem skýrt
er frá hér að ofan að þvi er við-
kernur aðfinslum þeim er Morgun-
blaðið hefir eftir G. J.
Reykjavík 5. des. 1930.
Pálmi Loftsson,
RJ úpurnar.
Eins og kunnugt er, hurfu
rjúpurnar mjög skyndilega úr
landi fyrir tæpum tveimur ár-
um, að því er mig minnir. Síð-
asta liaustið, sem leyft var að
skjóta rjúpur hér, var afskap-
lega mikið af þeim. Mun það
hafa verið haustið 1928. I jan-
úar 1929 var enn mjög mikið
um rjúpur og liafði þó mikið
verið skotið af þeim næstu mán-
uði á undan. Hér i minni land-
areign liefir jafnan verið litið
um rjúpnadráp, þvi að eg hefi
ekki leyft aðkomumönnmn að
vaða hér um alt með byssur. —
Og sjálfur hefi eg aldrei gert
mér rjúpnadráp að sérstökum
atvinnuvegi. Eg hefi oftast
skotið fáein hundruð á ári og
notað til búsílags heima fyrir.
Hér um þessar slóðir var alt
krökt af rjúpum í janúar 1929.
Leit eg svo til, að þær væri þá
með langflesta móti, eftir því
seni gerst hafði siðustu árin.
Dær voru livervetna í högunum
og jafnvel heima við hæi. En
svo fór eg að veita þvi athygli,
að þeim tók að fækka mjög
skyndilega, og innan litils tima
voru þær allar horfnar. Eg
hugsaði sem svo, að þær hefði
flogið til fjalla, því að löngum
var autt eða snjólétt í bygð
þann vetur, en rjúpur lcunna
best við sig í snjó að vetrinum,
meðal annars vegna þess, að þá
eru þær óhultari fyrir fálkan-
um, sem einatt er á sveimi og
situr um líf þeirra.
En þegar voraði sást engin
rjúpa hér um slóðir. Þær liafa
orpið í tugatali hér í landar-
eigninni, jafnvel í móunum
fyrir utan vallargarðinn, og
engum hefir dottið i hug, að
styggja þær af eggjunum. Hafa
sumar verið svo gæfar, að þær
hafa látið strjúka sig um balc-
ið í hreiðrunum án þess að
hreyfa sig hið minsta. Þær hafa
hara horft á mann „augunum
óttabljúgum“. Hefi eg oft liaft
gaman af þessum vinum mín-
um, er hafa sýnt mér slíkt trún-
aðartraust, að lofa mér að hand-
leika sig á eggjunum. En nú
saknaði eg „vinar í stað“. Eg
sá elcki eina einustu rjúpu alt
vórið og sumarið. Áður var
fjaðrafok og hlaup og trítl og
unaður um alla móa, er ung-
arnir voru konmir úr lireiðr-
unum, en nú var autt og þög-
ult á þessum slóðum.
Og svona er þetla um allar
jarðir. Sumir liafa giskað á, að
drepsótt hafi geisað meðal þess-
ara góðu vina okkar Islend-
inga, en eg hefi enga trú á því.
Hér, í mínu landi, skiftu rjúp-
urnar áreiðaiílega þúsundum,
er friðunartími hófst 1929, svo
að menn hlyti að hafa orðið
vaiár við hræin víðsvegar um
alla liaga, ef þær hefði fallið úr
sótt eða af öðrum orsökum. En
eg liefi ekki séð einn einasta
ræfil eða rjúpuhræ, þar sem eg
liefi farið, hvorki hér i kring
né annarsstaðar. Hins vegar
varð eg þess var, að rjúpur
sýktust og dóu eftir Kötlugosið
síðasta og þá lágu hræin víðs-
vegar, livar sem farið var.
Mér virðist ekki nokkur vafi
geta á þvi leikið, að rjúpurnar
liafi farið úr landi. Þær liafa
fluttst búferlum. En livert hafa
þær farið? Sumir telja líklegt,
að þær liafi farið til Grænlands,
og er það ekki ósennilega til
getið. Þeir telja sennilegt, áð
þær liafi ekki kunnað við sig
hér í -snjóleysinu, vetur eftir
vetur. Þeim sé áskapað að búa
við snjó að vetrinum, meðan
þær eru samlitar honum, en
nú liafi snjórinn brugðist
marga vetur í röð, nema á
hæstu ljöllum og öræfum, en
þar sé sífeldur bjargarskortur,
og rjúpur geti ekki lialdist við á
þeim slóðum. En ef snjóavetur
komi, muni þær leita aftur
hingað heim. —
Siðastliðið sumar fann eg
eitt einasta rjúpuhreiður, og
hefi auk þess haft spurnir af
tveimur eða þremur hér í ná-
grenninu.
Nú hefir vetur lagst að með
fyrra móti og gelur vel orðið
liarður og snjóasamur. Eg
óska ekki eftir fannkyngi og
harðindum, fremur en aðrir
bændur, en gott þætti mér, ef
snjóavetur er í vændum ,að eitt-
hvað fjölgaði liérna í högunum,
þegar fram á kemur, því að
mikill sjónarsviftir er að slík-
um vini og hagaprýði, sem
hlessaðri rjúpunni.
15. nóv. 1930.
E. J.
Deilan um Saarliéraðlð.
Saarhéraðið er í suðvestur-
hluta Þýskalands, svo sem
kunnugt er, á milli Pfalz og
Luxemburg, og nær að landa-
mærum Lorraine (Lotliringen).
Samkvæmt friðarsamningun-
um 1919 var svo ákveðið, að
skipuð skyldi sérstök nefnd, er
hefði höfuðsetur í Saarbriicken,
til þess að hafa stjórn héraðsins
á liendi um 15 ára skeið. Síðar
(1922) var stofriað ráðgefandi
þing með 30 fulltrúum þjóð-
kjörnum, og 8 manna ráð, út-
nefnt af stjórnarnefndinni.
Héraðið er 1921 ferkílómetrar
og ibúatalan er 675 þúsund.
Fyrnefnd ákvæði voru sett í
friðarsamningana Frakklands
vegna, í sárabætur fyrir það, að
kolanámur i Fralcklandi liöfðu
verið gerðar ónotliæfar.Aðþess-
um 15 árum liðnum á þjóða-
bandalagið að ákveða fram-
tið Saarhéraðsins, að afstöðnu
þjóðaratkvæði í liéraðinu. Nú
fer að líða að þvi, að ákveðið
verði, hvað gert verður við
Saarhéraðið. Hefir fyrir nokk-
uru komið fram tillaga, sem
hefir fengið góðan byr i Frakk-
landi, þess efnis, að Saarhérað-
ið verði látið af hendi við
þjóðabandalagið, þar verði
stofnað alþjóðaríki og reist
j höfuðborg Evrópu. Með þessu
vinst þrent: Þjóðabandalagið
fær sitt eigið heimili, ef svo má
að orði komast, stofnun frið-
helgaðs alþjóðarikis milli
Frakklands og Þýskalands
kann að koma í veg fyrir fram-
tíðarstyrjaldir milli Frakka og
Þjóðverja og kemur í veg fyrir
alvarlegar, fyrirsjáanlegar deil-
ur milli Frakklands og Þýska-
lands um héraðið á næstu ár-
um, því Þjóðverjar krefjast
héraðsins, en Frakkar vilja ekki
sleppa eignarréttinum yfir kola-
námunum.
Frakkneska blaðið Temps er
lilynt hugmyndinni. Telur blað-
ið, að Frakkar geti gert sér
góðar vonir um, að mikill
meiri hluti Saarbúa vilji sam-
eina Saar Frakklandi, en blað-
ið telur, að ef samkomulag ná-
ist um framangreinda hug-
rnynd sé það stórt skref í frið-
aráttina og vel til þess vinnandi
fyrir Frakka, að fallast á hana.