Vísir - 17.01.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 17.01.1931, Blaðsíða 2
VlSIR Maggi's lðgnr & — teningar Bætir smekkinn. Eykur næringurgiidið. Biðjið verslun yðar um Maggi’s vörur i dag Símskeyti —o-- Londoií, 16. janúar. l'nited Press — FB. Suður-Ameríkuför prinsins af Wales. Prinsinn af Wales og George prins flugu í dag frá Hendon til París, en þaðan fara þeir til Santander á Spáni, og þaðan á skipinu Oropesa til Suður-Ame- riku. Ferðast þeir víðsvegar um Suður-Ameriku, í því skyni, að stuðla að aukinni vináttu og viðskiftum milli Suður-Ame- ríku-þjóðanna og Rreta. Bresku alríkisvörusýninguna í Buenos Aires opna þeir 14. mars. London, 17. janúar. United Press — FB. Kosningasigur verkamanna í Bristol. Aukakosningin í Bristol fór þannig, að Cripps (jafnaðarm.) fékk 19.261 atkvæði, Cliapman (íhaldsm.) 7.937 atkv. og Baker (frjálsl.) 4.010. Meirihluta at- kvæði jafnaðarmanna 11.324. — í viðtali um kosningasigurinn hefir Stafford Cripps látið svo um mælt, að úrslitin séu sönn- un þess, að stjórnin hafi verka- lýðinn að baki sér. Helsingfors, 17. janúar. United Press -— FB. Látinn sendiherra. Látinn er Werner Söderlijelm, fyrrverandi sendiherra Finn- lands i Kaupmannahöfn, Oslo og Stokkhóhni. Qtan af landi, Úr Mýrdal er FB. skrifað laust fyrir jól, að tíð hafi vcrið óstöðug og hraksöm, oftast frostlaust og snjólaust að mestu, en rigning- ar og hvassviðri tíð. Símahil- anir óvanalega miklar, allmikið af staurum brotnað. Þ. 31. des. er skrifað úr sömu sveit: Tið ágæt undanfarna daga, þurr- viðri og væg frost. Ekki farið að gefa fullorðnu fé neitt á ut- ustu bæjum í sveitinni. — Menn eru setn óðast að fá sér radíó- tæki. Höfðabrekku, 5. jan. FB. Botnvörpuskipið „Harvesle- hude“, sem strandaði í Álfta- veri í byrjun des. s. 1. hefir verið selt Álftveringum fyrir kr. 510,00. Liggur skipið á hlið- inni i flæðarmáli og er fult af sandi og sjó. Útlit fyrir, að það muni sökkva þar niður. Tíðarfar sæmilega gott og hefir sauðfé lítið eða ekki ver- ið gefið í landlietri sveitum liér í sýslu. Trjáreki enginn frá því í ágúst í sumar. Brúarlirauni, 11. jan. FB. Veturinn byrjaði snemma liér um slóðir. Urðu allir að taka fé sitt í hús viku af vetri. Veðrátt- an liefir þó verið betri en á horfðist í fyrstu, því snjólaust hefir verið öðru hvoru á lág- lendi. Útvarpiö þykir nýstárlegl og merkilegt. Eru viðtæki komin á 2 bæi hér í grend, Stóralirauni og nýbýlinu Grund. Ungmennafélagið „Eldborg“ liefir nokkra undanfarna vetur leikið smáleiki, og aðsóknin verið góð. Hefir sótt ]>að aðal- lega fólk liéðan úr hreppnum, en einnig úr öðrum hreppum. Síðast var leikið 27. des. Gaf ungmennafélagið allan ágóðann frádráltarlaust til endurbygg- ingar Kolbeinsstaðakirkju. í ]>að skifti seldi kona ein hér i hreppi veitingar og gaf ágóðann frádráttarlaust til kirkjunnar. Sira Árni á Stórahrauni liélt þá ræðu og livatti menn til að vinna að því af kappi, að kirkj- an yrði bygð. Kvað hann það ánægjulegt, að nýjar bygging- ar væru að rísa upp á mörgum jörðum, en kirkjan væri gömul og hrörleg og mætti ekki sitja á hakanum. Jafnaðarmannastjárnin breska hefir a5 undanförnu veriö talin völt i sessi. En eftir breskuni blööum að dæma, sem nýlega eru komin bingaS, eru horíurnar þær nú, aö hún veröi viö völd tvö ár enn a. m. k., eöa til næstu reglu- legra kosninga. Frjálslýndi flokk- urinn getur auövitaö felt stjórn- ina með tilstyrk íhaldsmanna hve- nær sem er, en samvinna milli íhaldsmanna og frjálslyndra er vart hugsanleg, vegna ágreinings um tollmálin og fleiri mál. Að rísu er megn óánægja í frjáls- lynda flokknum meö jafnaöar- mannastjórnina, en David Lloyd George, aöalleiötogi flokksins, vill ekki fella stjórnina, sem hefir fieitið kosningalagabreytingum, sem frjálslyndi flokkurinn hefir mikinn áhuga á aö fá framgengt. Vegna núgildandi kosningalaga- ákvæöa fékk frjálslyndi flokkur- inn langtuni færri júngsæti í hlut- falli viö atkvæÖamagn en hinir flokkarnir, í síöustu kosningum, og nú hafa jafnaöarmenn lofaö aö ráöa bót á því óréttlæti, sem frjáls- lyndi flokkurinn varö fyrir, með ]>ví aö breyta kosningalögunum þannig, aö allir flokkar fái ]>ing- mannafjölda í réttu hlutfalli viö atkvæöamagn t þess staö mun David Lloyd George hafa fallist á, að frjálslyndi flokkurinn greiddi ckki atkvæöi meö vantrausti á stjörnina. Á sameiginlegum fundi jafnað- anuannaþingmanna og fram- kvæmdaráðs verkalýösfélaganna var samþykt, aö verða viö óskum D. Lloyd George um kosninga- lagabreytingarnar. Var þetta sam- þykt á fundinuiú meö 133 atkv. gegn 20. Börðust ]>eir mjög fyrir þessu Ramsay McDonald forsætis- ráðherra og Arthur Henderson, utanríkisráöherra. Haföi forsætis- ráðherrann þau orö um, aö óhugs- andi væri, aö jafnaöarmenn næöi hreinum meiri hluta á þingi, ef gengiö væri til nýrra kosninga á nrestu mánuöum. A. Landnámið nýja. —o— Af ]>ví að eg þekki hr. A. og hefi átt tal viö hann um nýja landnám- iö, hef eg ástæðu til að ætía, aö hann deili ekki á greinaflokk minn í Vísi um „Nýtísku landnám“ alveg úl frá eigin brjósti, heldur beiti alþektu blaöamannabragöi, sem notaö er, þegar óskaö er að láta ekki mál falla niöur. Þetta bragö er í því fólgið, aö taka sig til og verja gagnstætt sjónarmiö. —• Þessi aðferö er í raun og veiu góð, því aö hiö frumlega í málinu skýrist betur, og hiö eldra álit, sem oftast á nokkurn rétt á sér, getur kannske bjargaö þeim rétti án þess að hefta framgang hins nýja. Eg tók áöur dæmi af lirfunni, sem siöar veröur aö flugu, og bctra dæmi finn eg ekki til aö heimfæra upp á dreifiyrkjuna gömlu gagnvart sambygöarækt- inni. — Þessi tvö tilveruform skor- dýrsins eiga enga samleiö í lifn- aðarháttum, og er því best aö hvort fylgi sínu eöli. — Þó aö lirf- an lími á sig vængi, þá keinst hún kannske ]>aö lengst, aö geta fok- iö út í veður og vind. En flogið getur hún aldrei og ekki notið sól- skinsins né anganar blómanna. Til- raunin getur kostað hana lífið og aö hún nái aldrei aö veröa fluga á eölilegan hátt. A. bendir réttilega á þaö, aö út- kjálka- og afdalabúskapur komist oft best af, og þaö er rétt. Þar lifir lirfan sínu eðlilega lífi og reynir ekki að líkjast flugunni. — En lif flugunnar á engu minni rét’t á sér fyrir það ]>ótt lirfan megi ekki líkja eftir því, og þótt þaö út frá hennar sjónarmiöi geti tal- ist bæöi útsíáttarsamt og slark- fcngið. Eg er nú ekkert aö berjast fyr- ir ]>ví í sjálfu sér, að tæma sveit- irnar alveg. En kotabúskapinn í dreifbýlinu, sem braskar viö öfl i’eðurs og viiida — einyrkjahokr- iö, sem veröur aö þola átta mán- aöa íslenskan vetur viö fásinni og fjörleysi — þessum kyrkings- gróðri vil eg sannarlega ekki halda viö meö styrkveitingum, heldur l>úa honum hollari jarðveg í vel hirtum nýyrkjureitum. A. skilur það rétt, að eg vil ein- mitt nota afuröir hins nýja íratn- taks til þess að styrkja og bæta hiö nýja. Gamla formiö veröur mestmegnis að passa sig sjálft, eíns og það hefir gért lengst af — ánnað er ekki hægt. Eg held aö víöáttulandnám líkt og hér á sér staö, eigi sér hvergi stað í heiminum, því aö menn hafa víðast lært að fleygja ekki pening- um. Þar meö er þó ekki sagt, aö i víðáttunni þurfi aö vera ólíft. Efnabændur, sem mest búa aö sínu, komast alstaöar af, og því betur ]>vi minna sem nýi tíminn skiftir sér af þeim. Þegar nýtísk- an teygir anga sína út í dreifbýlið með peninga og lánspólitík, þá svíöur hún undan sér gróöurinn. ()g þótt ein og ein jurt standi eft- ir ósködduö, þá sannar þaö ekki annað en þaö, aö þessar jurtir eru sjálfstæöar og þróttmiklar og mundu reyndar njóta sín enn bet- ur i samlendum. Afkoma íslenska ríkisins er komin í það form, aö hún stendur algerlega og fellur með hraövirk- um atvinnugreinum hins nýja kaupstaðalandnáms. Þaö sam- lenduform, sem hér hefir myndast af sjálfu sér, er sem vænta má stórlega vanskapað og ]>ar af leið- andi þróttlaust,. ef á reynir. Þótt mikiö skorti á aö það hafi náö þeiin yfirburðum í formi og fjöri, sem flugan á aö ná yfir lirfuna, þá hefir það samt sýnt stórkost- lega yfirburði yfir hina eldri þjóö- háttu. Það hefir unnið ]>rekvirki í öflun fjárinuna en sýnt algert ráð- leysi um rétta meðferð þeirra. Svo langt er frá því, að tekist hafi aö ávaxta fengið fé, aö hitt er sönnu nær, aö það sé mestmegnis rokið út í veður og vind og taka þurfi bráðlega ný margmiljónalán ofan á öll hin gömlu, til aö endurnýja framleiðslutækin. Iivaö langt kemst nú hiö vítt útþanda bákn brúa, vega, síma, skóla, spítala og samgangna á sjó og landi — o. s. frv. — o. s. frv. í því aö standa strauminn af þessu? — Þaö kemst skamt! Það er satt, sem A. segir, að í þetta alt saman er koiniö mikið fé, en eg segi aö það skuldbindi c.kkur ekki til að halda áfram ]>angaö til alt springur. — Við verðum nú strax að snúa viö og fara að dytta aö máttarstoðum fjárhagsins, atvinnuvegunum, sem gefa tekjurnar, og treysta ramm- ann utan um ]>á. Sá rannni er — samlenduformið á grundvelli nýj- ustu þekkingar. H. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Friö- rik Hallgrímsspn. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju : Hámesa kl. 9 árd. og kl. 6 síöd. guðsþjónusta meö prédikun. í spítalakirkjunni í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síöd. guðsþjónusta meö prédikun. Veðrið í morgun. Frost uin land alt. í Reykjavík 4 st., Isafirði 6, Akureyri 7, Seyð- isfiröi 6, Vestmannaeyjum 5> Stykkishólmi 3, Blönduósi 5, Rauf- arhöfn 8, Hólum í Hornafiröi 6, Grindavík 3, Færeyjum o, Juliane- haab ■-=- 10, Angmagsalik -j- 12, Jan Mayen --- 5, Hjaltlandi 3, Tynemouth 4, Kaupmannahöfn 3 st. — Mestur hiti hér í gær 2 st., minstur -4- 5 st. Urkoma 1,5 mm. — Lág]>rýstisvæöi fyrir austan land, en hæö fyrir norðvestan. — Horíur: Suövesturland, Faxaflói: Breytileg átt, fremur hægur. Sumstaðar dálítil snjóél. Breiða- fjörður, Vestfiröir, Noröurland: Minkandi norðaustan átt. Snjó- koiiia vtöa, einkum í dag. Norö- austurland, Austfiröir: Minkandi noröaustan og noröan átt. Úr- komulítið. Suöausturland: Norð- austan og noröan kaldi. Létt- skýjað. Hljómleikar. Það hefir verið lítiö um hljóm- leika í bænum, þaö- sem af er vetr- inum. Því meira gleöiefni hlýtur ]>að að veröa öllum hljómlistarvín- um, að Hljómsveit Reykjavíkur efnir til hljómleika í fríkirkjunni sunnudaginn 18. ]>. m. Efnisskrá- in er nrjög fjölbreytt og við allra hæfi. Veröa þar leikin tvö orgel- stykki, „Fantasia i G-dúr“ og , Prelúdía og Fúga í C-moll“, hvorutveggja eftir J. S. Bach. Fnnfremur „Partita" eftir I. Ph. Krieger, þýskt tónskáld, er var uppi 1624—1725. Tónverk þetta er frá árinu 1704 og verður leikið af hljómsveitinni. Þar næst er „Kon- sert í A-moll“ fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Antonio Vivaldi, ítalskt tónskáld, er var uppi fyrri hluta 18. aldar, mjög snjall fiöluleikari, er samdi ágæt tónverk fyrir fiölu. Stjórnandi þessa hljómleiks verð- . ur Dr. Franz Mixa og einleikarar Páll ísólfsson og Karl Heller. O. Erindi um Rússland endurtekur Morten Ottesen í Nýja Bíó kl. 3 á morgun. Erindi þella er fróðlegl og skemtilegt og verður væntanlega vel sótt. Eimskipafél íslands er 17 ára í dag, stofnað 17. ianúar 1914. Skip Eimskipafélagsins. Goðafoss var í Húsavík í morg- un á leið til Akureyrar. Lagarfoss er væntanlegur hing- aö kl. 4 í dag, frá útlöndum og Austfjörðum. Pétur Sigurðsson flytur fyrirlestur í Bíóhúsinu í Hafnarfirði á morgun kl. 4 um or- sök og úrlausn viðskiftaerfiðleik- anna; en í Varðarhúsinu í Reykja- vík kl. 8yí urn barnauppeldi. Allir \elkomnir. Samskot veröa tekin. Skipaskeytin. Fréttastofan hefir undanfarin ár tekiö saman daglega fréttayfirlit handa íslensku skipunum og ann- aðist loftskeytastööin útsendingu ]>essara skipaskeyta. Þann tíma, sem loftskeytastööin útvarpaði fréttum frá FB. var nokkrúm hluta frétt- anna „morsaÖ“ til skipanna. Þeg- ar útvarpsstööin tók til starfa var þessu hætt. En vegna þess, áö enn sem komið er hefir ekki veriö komiö fyrir tækjum i skipunum, svo skipsmenn geti notið útvarps- frétta, a. m. k. í fæstum þeirra, undu sjómenn því illa, aö liætt var að „morsa“. FB. færöi þetta því i tal við rétta hlutaðeigendur, og þar sem ekkcrt reyndist til fyrir- stöðu því, að haldiö væri áfram aö „morsa“ fréttum til skipanna, fór FB. þess á leit við settan lands- simastjóra, Guömund Hlíðdal, aö „morsað" væri daglega stuttu fréttayfirliti til skipanna, eins og áður var. Tók hann vel þessarí málaleitan og nýlega er byrjað á þessu aftur. Þess ber þó aö geta, aö hér er um bráðabirgöaráðstöfun aö ræöa, hvort ]>essu veröur haldið áfram eöa hve lengi hefir ekki verið ákveöiö, en það veröur gert fyrst um sinn. Mun aö sjálfsögöu veröa tekið tillit til óska sjómanna í þessu efni. Landssimastjórinn hefir leyft, aö loftskeytastööin „morsi“ ]>essi skipaskeyti endur- gjaldslaust, eins og veriö hefir. Félag íslenskra botnvörpuskipa- eigenda og Fimskipafélag íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.