Vísir - 09.02.1931, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1931, Blaðsíða 4
VlSIR „Frá Hðtel ísland“. Fúntudagskveldið 29. jan. síðastl. var margt fólk saman komið á „Hótel Island“. Þegar klukkuna vantaði fáar mínút- ur til að vera hálf tólf, og' margt fólk var að dansa þar milli borðanna, hætti hljóm- sveitin alt í einu að leika dans- lög, en byrjaði að leika „Ó, guð vors lands“. Flestir gestanna urðu víst hálfhissa, þvi hingað tíl hafa hljómsveitir hótelanna aldrei leikið þjóðsöng okkar fyrir kveldgestina, svo mér sé kunnugt um. Má næstum kalla það lán, að enginn byrjaði að dansa eftir þessu lagi, því sennilega hafa einhverjir ekki áttað sig strax á því, hvaða lag var að byrja. Svo leiðinlega tókst þó ekki til að neinn dans- aði. en aftur á móti gerðu marg- ír g'estanna sig seka í þeirri ó- kurteisi að standa ekki upp meðan þjóðsöngurinn var leik- Inn, og aðrir klöppuðu hann niður. Mér þótti þessi nýbreytni Wjómsveitarinnar einkennileg, en fekk síðar að heyra, að i Þýskalandi væri það siður að hliómsveitimar á hótelunum enduðu leik sinn á kveldin með þvi að spila þýska þjóðsönginn (hljómsveit þessi er þýsk). En vart trúi eg því, að Þjóðverjar sýni ekki þjóðsöng sínum meiri virðingu en svo, að þeir sitji sem fastast meðan hann er leikinn, eða klappi hann niður. Og einnig þykir mér ósennilegt, að öll hljómsveitin sitji á með- an, en það leyfði hljómsveitin á Hótel tsland sér að gera með- an hún lék okkar þjóðsöng. Viðstaddur. Utan af landi. Keflavík, 7. febr. FB. Afli liefir verið tregur að undanfömu, bátar fengið um 4 skippund í róðri og upp í 8 þeir liæstu. Fiskurinn hefir verið rýr. I dag fékk einn bát- ur 5—fi skippund af vænum fiski. Benidir það til þess, að - I -KOL-I - Uppskipun stendur yíir í dag og á morgun á hinum frægu „Best South Yorkshire Hard Steain-kolum“. —. Kolaverslan Ólafs Úlatssonar. Sími 596. nú fari að glæðast. Flestir bát- ar róa sennilega i kvöld. Enskur botnvörpungur er hér og kaupir nýjan fisk til út- flutnings. Jónas Jónsson ráðheina var hér staddur i dag, og hélt fund með hreppsnefndum Suður- nesja. (Togari sá, sem um getur í skeyti þessu, heitir „Spider“ og er frá Grimsby. Hann er á veg- um hr. Helga Zoéga). Hitt og þetta. Smásaga frú Ferlín. Bifreiðarstjóri nokkur ók all- hratt fram hjá hóp manna á gangstétt við eina hhðargötu borgarinnar. Bleyta var mikil á götunni og pollur stór rétt þar hjá sem fólkið var. Bifreiðar- stjórinn var ekkert að hafa fyr- ir því að krækja fyrir pollinu. enda fekk fólkið á gangstétt- inni ókeypis „leirbað“. Af því þetta var i Berlín, höfuðhorg Þýskalands, en ekki í Reykja- vik, þá létu menn sér ekki nægja að bölva í hljóði og láta þar við sitja, heldur fóru menn rakleitt til lögreglustjóra og kærðu bifreiðarstjórann. Var hann tekinn fyrir rétt og sann- aðist, að hann liefði hæglega getað ekið frámhjá pollinum, og hlaut hann sekt nokkra og áminningu um að hegða sér framvegis eins og siðuðum manni sæmir. Champlain heitir mótorskip sem Frakkar eiga í smíðum í Saint-Nazaire. Skipið er eign Frakkneska eim- skipafélagsins (Frencli Line). Skipið er 195 metrar á lengd, smálestatala 28,627. Skipið verður útbúið með 25,000 hest- afla diesel-vélum. Stærsta mót- orskip, sem nú er í förum á Til minnis. Borðlinífar, ryðfríir irá . 0,60 Hnífapör, parið frá .... 0,50 6 teskeiðar 2 turna i ks. . 2,50 Matskeiðar og gafflar 2 t. 1,20 Matskeiðar og gafflar alp. 0,60 Gafflar alum.......... 0,10 Barnadiskar m. myndum 0,40 Bollapör. postulín frá .. 0,40 Matarstell 12 m. postul. 80,00 Rosenthal kaffistell 12 m. 36,00 Kventöskur frá............ 5,00 Bónvax, dósin frá....... 0,80 5 handsápur fyrir....... 0,80 Matardiskar dj. og gr. . . 0,40 Skólpfötur email. ...... 1,80 Skrautpottar frá ......... 2,80 Blómavasar frá............ 0,60 Þvottastell frá ......... 11,00 Hitaflöskur á............. 1,20 Vatnsflöskur á ........... 0,40 Naglasett frá ............ 1,80 Burstasett frá............ 2,40 Saumasett frá ............ 2,00 Sápu- og ilmvatnsks. frá 0,80 Búsáhöld — Borðbúnaður — Gler- Leir- og Postulínsvörur — Tækifa>risgjafir — Barnaleik- föng og margt fleira, afar ódýrt ú útsölunni, minst 20% afslátt- ur af öllu — eina útsala ársins. K Imm s BjDrnsson. Bankastræti 11. nyrðri siglingaleiðum á Atlants- hafinu er breska skipið Britan- nic (26,943 smálestir). Hjarta-ás smjfirlfkiS er vlnsælast. ÁsgarSnr. Fallega tálípana hyacintur, tarsettur og páska- liljur fáið þér hjá VALD. POULSEN. Klapparstíg 29. Sími 24. Nýtt I Hveiti, Alexandra i 50 kg. léreftssekkjum, verð 15 kr. sekkurinn, einnig í litlum pok- um á 2,25 pokinn. - Alexandra- I hveiti er tvimælalaust besta hveiti sem til landsins flyst. — Lægsta verð á íslandi. Von. KAUPSKAPUR Bókahilla eða skjalaskápur, notaður, óskast. Sími 1340. (201 Heimabakaðar kökur fást á Túugötu 34, uppi. (188 Notuð íslensk frímerki er» ávalt keypt hæsta verði í Bóka- búðinni, Laugaveg 55. (605 TILKYNNING Munið Nýju Bifröst í Varð- arliúsinu, síma 2199. Fljót og góð afgreiðsla. (159 Viðtækjavinnnstofa Reijkja- víkur er flutt frá Skólastræti 4 í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfé- lagshúsið, 3. hæð, herbergi 5). Sími 999, kl. 5—7. (107 | TAPAÐ-FUNDIЙ| Skíðasleði fundinn ú Baróns- stig 11. (20Ö Peningabudda tapaðist frá Laugavegi 12 að Grettisgötu 13, Finnandi vinsamlega beðinn að skila henni á Grettisgötu 13 B gegn fundarlaunum. (196 p HÚSNÆÐI Góð forstofustofa með eða án húsgagna til leigu nú þegar, Öldugötu 27. (203 Ibúð. Nýgift hjón óska eftir 2 góðum herbergjum og eldhúsi, Bað og önnur þægindi fylgi, Tilboð með tiltekinni mánaðar- leigu leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir kl. 7 á morgun, merkt „Marz“. (198 Forstofustofa til leigu strax á Bergstaðastræti 66. (194 Einhleyp stúlka í góðri stöðu, óskar eftir 2 herbergjum og eld- húsi 14. maí. Tilboð merktí „Einhleyp stúlka“, sendist afgr. Vísis. ' (193 1 skrifstofuherbergi í mið- bænmn til leigu. Uppl. i síma 799. U92 íbúð óskast frá 14. maí. Ole P. Blöndal, Vesturgötu 19. Sími: 718. (506 p VINNA Unglingsstúlka eða roskin kona óskast i vist nú þegar. Kaup eftir samkomulagi. UppL á Bræðraborgarstíg 35. (199 Stúlka óskast nú þegar. Krist- ján Guðmundsson, Vesturgötu 35 A. Simi 1913. (197 Sendisvein vantar í Mjólkur- búð Ölvesinga, Grettisgötu 28, (195 Jjjjjggr-Duglegan dreng vantar til að bera út Vísi um vesturbæinn. Komi á afgreiðsluna nú strax, (136 Stofustiilka ó’skast strax. A. v. ú. (59 FÉLAGSPRENTSMIÐJ AN Hvert stefnir ? Hvert er viðhorfið nú, að *því er snertir framleiðslu og bjargræðisvegu íslendinga? Eftir síra Magnús Bl. Jónsson. Tæplega verður gert ráð íyrir því, að ríkið, eða láns- stofnanir, þess, geti ætlast til, að einstaklingar leggi fram sinn síðasta eyri, til þess að halda áfram a'Ö hakla uppi framleiðslu landsins, eins og þeir hafa gert síðastl. ára- tug, — enda haldið lífinu i þjóðinni — öllum að þakkar- lausu, að því er virðist, og vanþaklcað af þeim, sem þeir hafa veitt mesta atvinnu. Og þetta svo sömu einstakling- arnir, sömu athafnamennirnir, sem ekki hafa fengið eyri í vexti eða arð af fé sínu, á meðan hið opinbera og að- vinnendur voru að eta höfuðstól þeirra upp til agna. Þetta er ekki hér sagt, af því eg viti þess neinar von- ir, að þetta forna úrræði sé nokkrunt í huga, heldur til þess að reyna að fyrirbyggja, að mönnum detti það í hug, sem framkvæmanlegt, þar sem það mundi dreifa hugunum frá þvi, að leita heilbrigðari úrræða. Aukning hlutafjár gæti haft þýðingu, ef reksturinn kæmist á heil- brigðan grundvöll. En þá þyrfti hennar tæplega, nema ef ltugsað væri, að það létti undir með bönkunum um framlög rekstursfjár. En það gæti heldur ekki orðið til nuina, þvi að hlutaaukinn yrði að mestu frá þeim tek- inn, annaðhvort með lánum eða útteknu innstæðufé, svo að það væri úr öðrum vasanum í hinn. Aftur væri hluta- fjárauki, að óbreyttum reksturshætti, mjög skammgóður vermir. Hann yrði aldrei svo mikill, að ekki yrði fljót- uppétinn. Og svo stæði alt í sama farinu. Það eru engin ráð til að halda uppi sjávar-framleiðsl- unni hér, önnur en það eitt : að cndurskapa (reorganisera) alt fyrirkomulag rekstursins, eins og áður er tekið fram. Alveg hið sama kæmi fram, þó bankar eða ríki færu að reka útgerð. Það gæti engu fremur staðist með gamla reksturshættinum, eftir að afurðirnar eru svo stór-falln- ar í verði, sem nú. — Hér er alt þýðingarleysa eða fálm, annað en það eitt: að færa niður kostnaðinn. Komist reksturinn í heilbrigt horf, fyrir samvinnu út- gerða og sjómanna, með tilstyrk bankanna, og máske ein- hverjum tilhliðrunum frá opinberri hlið, ])á er öllu borg- ið, og það fyrirbygt, að útgerðirnar hrynji niður sem flugur. Ættu bankarnir þá annaðhvort að fella niður þann hluta af skuldum tæpustu útgerðanna, sem hvort sem er eru tapaðar, eða veita þeim „moratorium“, meðan þær væru að rétta við. Væri þetta miklu heilbrigðari aðferð, en að gera útgerðirnar upp og korna þeim á nýjar, óreynd- ari hendur, hvort sem vel eða illa hefði verið á haldið. Og með þessu væri gömlu hlúthöfunum, mönnunum, sem reistu þessa framleiðslu, og haldið hafa henni uppi á erfið- ustu tímum þjóðarinnar (eftir-stríðs-tímann), og sem hún ]iví á mikla þakkarskuld að gjalda, gefið tækifæri til, eða þó von um, að geta máske með tímanum unnið upp aft- ur eitthvert smábrot af því, sem þeir hafa í sölurnar lagt. Þessa aðferð tel eg réttasta, heppilegasta og mannúð- legasta, enda hrotaminsta, þar sem ávalt hljó'ta að fylgja umróti og gjaldþrotum aukið erfiði og óþægindi, einnig íyrir ])á, sem telja sig knúða ti) að ganga að. Það mundi vafalaust mælast hest fyrir meðal allra rétthugsandi manna, að ])essi aðferð yrði upp tekin. En til þess að hún geti náð tilgangi sínum, og orðið til hlessunar, er eitt einasta ráð: „að bankarnir taki svo föstum tökum á umbótastarfinu, -helst með, en einnig, ef svo snerist, á móti öðrum aðstandendum, að hvergi hniki“. Það er þrekvirki. En það verður að innast af hendi, ef alt á ekki að lenda í óviti. Allir sem nokkurt skynbragð hera á þessi mál, og nokkuð þekkja til útgerðarmála, vita, áð alt stendur og fellur, með meira eða minna viturlegum og röggsamlegum afskiftöm þeirra. Og til þeirra horfa því nú spyrjandi augu alls fjölda manns: „Hvað gera þ e i r ?“ Sjöundi gjaldaliðúr útgerðanna var opinber gjöld, og skal athuga þau nokkuð. Því verður þá tæplega neitað, að þing og löggjöf hafa verið all-haröhent á útveginum um álögur og kvaðir. Vera má, að þetta stafi að nokkru leyti af hinu samá, sem aðr- ar ónærgætnari kröfur: að, hálaunahátturinn benti á all- mikið gjaldþol. Enda er það nokkur vorkunn, þótt mönn- um ekki hugkvæmist ])að, að atvinnurekstur, sem úm margra ára skeið hefir legið í fjörbrotunum, berist svo mjög á í launagreiðslum. En hafi þetta, eða eitthvað því líkt, ósjálfrátt eða óbeint haft áhrif, þá eru nú síðustu forvöð, aö skifta um stefnu, — að opna augu fyrir þvír að hér þarf að gæta alls hófs. Og ekki síður fyrir hinu. aS einnig hér skiftir aðferðin öllu máli. Nú eru lagðir heinir skattar á útveginn sjálfan, bæði tekju- og eignaskattur, og er tekjuskatturinn mjög svo athugaverður, eins og hontiin nú er fyrir komið. Rekstur er þess eðlis, að hann gengur mjög misjafnt, eftir nús- munandi veðurátt, fiskigöngum o. s. frv. Ef vér nú setj- um, að af hverjum 5 árum sé tvö, þar sem afli og kostn- aður mætast, tvö, þar sem talsverður skaði verður á rekstr- inum, og eitt verulegt gróðaár, þá er það sýnt, að árin verða að geta jafnað sig upp, ef reksturinn á að geta hald- ist við, án þess að sökkva í óviðráðanlega skuldasúpu. Frarnh;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.