Vísir - 23.03.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 23.03.1931, Blaðsíða 3
V I S l R Hampton-skóla, var djúp virö- íng fyrir líkamlegri vinnu. Áð- iir en hann kom þangað, liafði hann, eins og margir a'ðrir, ver- ið j>eirrar skoðunar, að mentun væri ráð til þess að forðast 'vinnu. Þar segist hann hafa fengið ást á vinnu, ekki að eins vegna þeirra launa, sem hún •veitti i aðra hönd, heldur vegna ■þess, að hún gerði menn frjálsa ng færði mönnum sjálfstraust, þegar þeim yrði ljóst, að þeir væri færir um að leysa af hendi nytsamleg störf. Síðar kom hann aftur til Hampton og varð þá kennari þar í kveldskóla, sem stofnað- itr var til þess að hjálpa ung- um blökkumönnum, sem lang- aði til þess að menta sig, en •voru svo fátækir, að þeir höfðu hvorki efni á að sjá sér fyrir fæði né bókum. Þeir urðu að vinna 10 klukkustundir á hverj- um degi i sögunarmylnum eða þvottahúsum, en sóttu skóla ívær stundir á kveldi. Urðu þeir að leggja mikið á sig, en aldrei sagðist Booker hafa kent á- stundunarsamari lærisveiniun. Þeir voru kallaðir „ötulu nám- sveinarnir", og skiftu brátt hundruðum. Vorið 1881 var Booker Was- hington boðið að taka að sér nýjan skóla, sém ætlaður var hlökkumönnum og átti að hafa -aðsetur i smábænum Tuskegee i Alabama-fylk. (Framh.) H Edda 59313247 — 1. Fyrirl. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík -f- 1 st., ísafirði -H- 8, Akureyri -f- 2, Seyðisfirði i0, Vestmannaeyjum 3, Stykkis- hólmi —f- 4, Blönduósi -f- 3, Raufarhöfn -f- 6, Hólum i Hornafirði 1, Færeyjum 0, Julianehaab -f- 7, Kaupmanna- höfn 3 st. (Skeyti vantar frá iiðrum stöðvum). Mestur hiti hér i gær 4 st., minstur -f- 2 st. Urkoma 3,3 mm. Grunn lægð fyrir norðaustan landið en hæð fyi’ir vestan og norðan. Suð- vesturland: Vestan og siðan norðan gola. Léttskýjað. Kald- ara. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Hæg norðan átt. Úr- komulaust og víðast léttskýjað. Norðurland: Norðvestan kaldi. Dálítil snjóél í útsveitum, en féttskýjað i innsveitum. Norð- austurland: Norðvestan kaldi, flnjóél norðan til. Austfirðir, suðausturland: Norðvestan •gola. Léttskýjað. Kaldara. ‘Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlof- iun sína ungfrú Sigríður Guð- uiundsdóttir á Lundum í Borg- flrfii'ði og Kristján Jónsson frá •Garðstöðum, fulltrúi á ísafirði. E.s. Brúarfoss kom i gær frá útlöndum. Farþegar voru þessir: Bene- dik Gröndal og frú, Mr. Bolts og frú, Kjartan Ólafsson, lækn- ir, Ludvig Andersen, konsúll, Sigurður Guðmundsson, bvgg- íngameistari, frk. Ema Eggerz, Mr. Daussv og Einar Égilsson. Ms. Dronning' Alexandrine kom í morgun frá Kaup- mannahöfn. Meðal fárþega voru: Haraldur Árnason kaup- maður, Ámi Árnason verslstj., Magnús Kjaran lieildsab, Carl •Olsen konsúll og frú, Ásgeir íPétursson útgm., Ámi Helga- son læknir, ungfrú Broberg, Axel Ketilsson o. fl. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands heldur fund í kveld kl. 8(4 síðd. i K. R.-húsinu, uppi. Félagskon- ur em beðnar að fjölmenna og ættu helst allar að koma með að minsta kosti einn nýjan fé- laga með sér á fundinn. —• All- ar konur velkomuar á fundinn. Slysavamafélag íslands á skihð að fá stuðning allra, karla og kvenna. Ægir náði i gær á flot enska botn- vörpuskipinu Lord Beacons- field, sem strandaði austan Kúðafljóts i fyrri viku. Hann er ó leið hingað með skipið. Botnía kom frá útlöndum í gær. ,„Farfuglafundur“ verður haldinn annað kveld kl. 8(4 í kaupþingssalnum. Þar verður að vanda ýmislegt til skemtunar og fróðleiks og eru allir ungmennafélagar, sem í bænum dvelja, velkomnir á fundinn. Godetia breska herskipið kom hingað aftur á laugardagskveld. Goðafoss fór frá Hull 21. mars til aust- ur- og norðurlands. Væntan- legur hingað um mánaðamótin. Lagarfoss er á leið frá útlöndum til austur- og norðurlands. Selfoss fór frá Akureyri í gær, áleið- is til Reyðarfjarðar; fer þaðan til Noregs. Dansæfing er i kvöld i dansskóla Rig'- mor Hanson. „Saga“, missirisrit Þorsteins Þ. Þor- steinssonar skálds í Winnipeg, er nýkomin hingað (VI ár. 2. bók). Eru þar fremst nokkurar ástavisur eftir Steplian G. Step- hansson, til Helgu konu hans. Hafa þær ekki verið prentaðar áður og eru ortar á árunum 1870—77. Munu allir vinir Steplians hafa gaman af að sjá vísur þessar. Annað efni ritsins er að vanda mjög fjölbreytt, sögur frumsamdar og þýddar, íslenskar þjóðsagnir, fræði- greinir og ýmislegt smávegis. Sundmót í sundlaugunum. Snetnma í vetur, i september og októbermánuði, hélt sundfélagi'ð Ægir sundmót i sundlaugunum hér. Var það innanfélagsmót. Besti árangur var þessi (28. sept. 1930) : 1000 stiku sund, frjáls aðferð, á 17 min. 24 sek. Jónas Halldórsson sundkappi íslands. — 50 stiku bringusund á 39,2 sek. Þórður Gu'ðmundsson. — 50 stiku sund, frjáls aðferð, á 31,8 sek. Jón D. Jónsson. — 19 stiku sund fyrir telpur, á 15 sek. Klara Jónsdóttir. — 400 stiku sund, frjáls aðferð, á 6 mín. 7 sek. Jónas Halldórsson. -— 400 stiku bringusund, á 6 mín. 47,4 sek. Þórður Guðmttndsson. — 100 stiku baksund á 1 mín. 32 sek. Jónas Halldórsson. — Þ. 3. okt.: 200 stiku bringusund á 3 mín. 45 sek. Þóra L. Grímsdóttir. — 19 stiku sund, frjáls aðferð. fyrir drengi yngTÍ en u ára, á 15,8 sek. Hörður Sigurjónsson. — 50 stiku sund, frjáls aðferð, fyrir drengi, á 41,8 sek. Rögnvaldur Sigurjóns- son. — í>. 12. okt.: 200 stiktt sund, frjáls aðferð. á 2 mín. 51,4 sek. * Jónas Halldórsson. — 50 stiku sund, frjáls aðferð, fyrir konur, á 44,3 sek. Arnheiður Sveinsdóttir. — too stiku bringusttnd, á 1 mín. 25,8 sek. Þórðttr Guðmimdsson. — Þ. 19. okt.: 100 stiku sund, frjáls aðferð, á 1 tntn. 14 sek. Jónas Hall- dórsson. — 200 stiku bringusund á 3 tnin. 13,2 sek. Þórður Guð- mttndsson. —; (í. S. f. — FB.). Frá Wien. Úr einkabréfi frá þýskutn menta- manni. dags. 3. tnars : ..Eins og' yð- ur muti kunnúgt. var hér síðastl. sumar íslandssýning i tilefni af þústtnd ára hátiðinni; aðal sýnend- ttr voru Henning ntálari og dr. v. Jaden. í desember var hér fluttur fyrirlestur um islenska ljóðagerð í alþýðumentafél., sem Urania heitir ; þar söng einnig ungur tslenskur söngvari, Einar Kristjánsson að tiafni (að mig minnir), mjög vel. Virðist mega vænta mikils af hon- um sem tenórsöngv'ara. í vikunni sem leið hélt próf. dr. Jósef Keindl fyrirlestur, er hann nefndi: „Um jtvert ísland", einnig í Uraníu. Hann ferðaðist um ísland síðastl. sumar og rannsakaði svæðið milli Hofsjökttls og Langjökuls (Kjal- veg). Því. miður lá eg' ]>á rúmfast- ur og gat ekki notið hans. Þá má ekki gleyma jtví, að snemma árs- ins 1930 hélt monsignore Jón Sveinsson tvisvar fyrirlestttr unt æsku sína á íslandi; voru þeir trtjög vel sóttir og var gerður hinn besti rómur að þeim. Þér sjáið því, háttv. herra, að það er alls ekki svo sjald- an, sem almenningur hér hefir tæki- færi til að fást við íslensk efni' —.“ Á. Á. Útvarpið í dag. Kl. 19,05: Þingfréttir. — Kl. 19,25 : Hljómleikar (grammófón). — Kl. 19.30: Veðurfregnir. -— Kl. 19,35: Erindi: Snorri goði. T. (sr. Ólafur Ólafsson). — Kl. 19,50: Hljómleikar (Þór. Guðmttndsson, K. Matthíasson. Þórh. Árnason og Entil Thoroddsen) : Islensk lög. — Kl. 20: Enskukensla t t. flokki (Anna Bjarnadóttir, kennari). — Kl. 20,20: Hljómleikar (Þór. Guð- mundsson, K. Matthíasson. Þórh. Árnason og Emil Thoroddsen) : Is- lensk lög. — Kl. 20,30: Erindi: Saga hjónabandsins (Jón Helga- son, bískup). — Kl. 20,50: Óákveð- ið. — Kl. 21: Fréttir. — Kl. 21,20 —25 : Hljómleikar (grammófón) : Stándchen eftir Schubert, sttngið af Slezak: Aría úr Tosca eftir Puccini, sungið af d’Alessio: The lost chord eftir Sullivan, sungið af Carttso; Aría úr Cavalleria rusti- cana eftir Mascagni, sungið af Hislop; Aria úr Bohéme eftir Leoncavallo. sttngið af Hislop. Ferðaáætlun e. s. Suðurlands 1931. Áætlun tæssi er nýkom- in út og nær til júní loka. Gat áætlunin því miður ekki náð yf- ir lengri tíma, vegna þess að á- ætlun fyrir [lóstferðir út um landið er ekki fyrir liendi fyrir lengra tímabil, en við póstferð- iraar er skipið bundið. Athygli skal vakin á því að þessi nýja áætlun sýnir meðal annars burt- farartima skipsins frá Rvík og Borgarnesi í hverri ferð, fyrir tímabilið, þetta er nýtt og mun vafálaust mælast vel fyrir, hjá þeim er ferðast með skipinu, sem fyrst og fremst er nauðsyn á að vita þetta. Eins er reynt svo opt og rið verður komið, að hafa burtfarartíma skipsins frá Reykjavík á þriðjudögum, og föstudögum til Borgamess, t. d. er það þannig allan júni- mánuð. S. Heyþurkun. Af tilviljun kom eg um daginn inn á rinnustofu, þar sem menn voru að rinna að útbúnaði, sem ég STUDEBAKER. „Free Wheeling“ vakti mesta athygli allra á bifreiðasýning- unni i New York. Þessi dásamlega endurbót sparar 12—20% i véíasliti og bensín-eyðslu. Allir Studebaker fólksbilar fást með fríhjóla-fyrirkomulagi án verðbreytinga. Pantið í tíma, því vorið nálg- - ast. Allar upplýsingar viðvikj- andi Studebaker, bæði fólks- og vörubílum gefur aðalumboðsmaður Studebaker: - Egill Yilhjálmsson, Grettisgötu 16 & 18. Sími: 1717, heima 673. KJOOOOÍUKKiCXJOOOOOOíXKSOtXXXJíXSOCOOOOOÍÍOOOOOOOOOQOOOCXJOOt X * Sogamýri: Frá og með deginum á morgun, 24. mars, lækka far- gjöld inn í Sogamýri niður í W aura sætið fyrir fullorðna, og 15 aura fyrir börn. Aðalstööin. k X XSOQOOOOOOOOOCOOOOCOOOOOOOtXXiOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOCXX þekti ekki, og' spur'ði eg hvaÖ það væri. Sá sem svaraSi mér, heitir Sigurlinni Pétursson. Hánn sagÖi. að þetta tæki þurkaði hey. Svo skýrÖi hann fyrir mér. hvernig þessi vél ætti aÖ vinna, er hún væri full- srníÖuÖ, og sýndi mér, hvernig þetta tæki, sem þeir hafa smíðaÖ, þurk- ar heyið, og þótti mér mikið til þess koina. Þeir eru þrír í félagi, sem að þessu standa. Eg spurði, hvort Búnaðarþingið hefði ekki séð þetta tæki. Jú. þeir höfðu séð jiáð, en sáu sér ekki fært, að verða okkur til neinnar aðstoðar, en þótti hins- vegar þetta merkileg nýung. Slíkt sem þetta ætti þó að vera jness ,á- hugamál. Mér finst jafnvel, að Al- jiingi ætti að taka jietta mál til at- hugunar, og st_yðja ]>að, svo að jieir gætu srniðað vélina í fullri stærð, svo að’ þeir þyrfti ekki að fara til annars lands með hugmyndina. Það getur fáum dulist, að aðferðin er rétt, jió máske einhverjir gallar komi í ljós fyrst í stað, þá munu þeir laga þá fljótlega. •— Það yrði mikill hagnaður fyrir bændur, að taka grasið jafnóðum og jiað er los- áð. flytja það i vélina, er jiurkar J>að jafnóðum. Það mundi stjdta heyskapartímann, spara fólkshald og heyið er algerlega óskemt með fullri næririgu til fóðurs. Aðkomumaður. Málfundafél. Óðinn. Fundur i kveld kl. 8(4. á Hótel Borg. Umræðuefni: Lifnaðarhættir íslendinga. Prófessor Abrahamsen flytur fjórða háskólaeriudi sitt kl. 6 i kveld í Kaupjiingssalnum, urn hrynjandi (rythme) í hljómlist. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. AfmælishótíS K. R. fór fram á laugardagskvöldið i íþróttahúsi félagsins, og var þar mikið fjölmenni saman komið. Fyr- ir minni félagsins talaði Erlendur Pétursson. Minni íslands Bened. G. Waage, forseti Í.S.Í. Minúl kvenna Sigurður Baldvinsson póstmeistari. Frá iþróttavinum var Magnúsi Guð bjömssyni afhentur útskorinn bik- ar fyrir Þingvallahlaupið í sumar. Sömuleiðis Magnúsi Maghússyni frái Kirkjuþóli afhentur silfurbikar fyrir Viðeyjarstmdið. Kristján Kristjánsson söng einsöng. Nokkr- ai' smámeyjar úr K. R. sýndu fim- leika uudir stjórn ungfrú Unnar „Brúarfoss" fer héðan á morgun kl. 6 síðd. til Vestfjarða og Akitreyrar, og kemur hingað aftur. Vömr afhendist fyrir liádegi á morgun, og' farseðlar óskast sóttir. Skipið fer héðan um mán- aðamótin til Leith og Kaup- mannahafnar. Jónsdóttur, og tókst það ágætlega. Þá var leikin ný K. R.-revýa eftir Erlend Pétursson. Hét hún „Skúbbi og Reyðspröka" og fór fram í Fær- eyjum. Var hún í tveim þáttum. Vakti hún mikinn hlátur meðal á- horfenda og' höfundur kallaður fram. Haraldur Á. Sigurðsson var leiðbeinandi og leikstjóri. Að lok- tun var dans stiginn til kl. 4. í gær var skemtunin endurtekin fyrir yngri meðlimi félagsins og voru þá saman komin um 300 börn innan 15 ára. Nemenda-matiné ungfrú Rigmor Hanson var end- urtekin í gær, fyrir fullu húsi t Nýja Bíó, og tókst ágætlega. —■ Sýningin verður enn endurtekin, Sjá augl. Hitt og þetta. Graf Zeppelin, þýska loftskipið, sem hingað kom s. 1. sumar, á að fljúga tíl Egiptalands í apríl og yfir Spáa i mai næstkomandi. Nýtt Kyrrahafsmet. „Empress of Japan“, sem er eign Canadian Pacifie eimskipa- félagsins, er hraðskreiðasta skip, sem er i förum á Kyrra- bafinu; var það smíðað 1929. „Empress of Japan“ setti fyrir nokkuru síðan nýtt met. Skipið var 8 daga, 3 stundir og 18 mín- útur frá Japan til Vaneouver, B. C„ Canada.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.