Vísir - 25.03.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 25.03.1931, Blaðsíða 5
VlSIR Miðvikudaginn 25. mars 1931. NÝTT! NÝTT! Dr. Oetkers kökuefni „G u s t i n“, viðurkent besta bökunarefni í sandkökur. - Dr. Oetkers „V a n i 11 e-s y k u r“. Hvert bréf er jafngildi tveggja stanga af Vanille. Biðjið kaupmann yðar um þessar vörur. Bréf úr Árnessýslu. (Laugardal). —o— „Héðan fátt að frélta. Vetur- inn ætlar að verða nokkuð gjaf- feldur; lömb voru tekin hálfan mánuð af vetri og „útifénaður“ skömmu síðar. Hefir lengst af siðan verið jarðleysur, og ísar og áfreðar með mesta móti. lley voru létt og mikilgæf eftir síðasla sumar, en víðast tals- verðar heyfyrningar frá fyrri árum; liafa þö bændur hér kevpl mikinn fóðurbæti til upp- bótar á liin léttu liey. Munu því flestir bjargast með hey fram að sumarmálum fyrir „útifénað" sinn. Fénaðarhöld dágóð; bráða- ])est með minna móti og alls ekkerl farist þar, sem l)ólusett var með hinu nýja bóluefni Dungals læknis. Lungnapesl í sauðfé hefir óvíða gert vart við sig'; aðeins á einum bæ í Grimsnesi liafa þegar farist nokkurar kindur, og allmargar veikar enn. Ileilsufar fólks hefir verið gott. Væg inflúensa gekk i Laugarvatnsskóla undanfarið, og hefir ekki hreiðst út enn þá. Meðal framfara má teljast, að hér hafa verið á þessu ári bygðar 5 rafstöðvar, auk Laug- arvatnsskóla, 4 hér í sveit og ein á næsta hæ utansveitar, það er líflegt að ferðast um í Laugar- dalnum í kveldhúminu, þar sem all blikar úti og inni af raf- magnsljósum. Enginn veit fyr en reynt hef- ir, hve afar mikil þægindi og bætandi líðan fólksins þetta hefir í för með sér, fyrst og fremst að hafa bjart og hlýtt i kringum sig, og í öðru lagi að losna við hina miklu og slæmu vinnu, sem liggur i eldiviðar- vinnu, bæði að afla hans og kynda honum. Þá er lika mikils virði, að fá lil áburðar alla þá sauðaskán sem liefir orðið að þurka til eldsneytis, og ef nokk- uð er til, sem gæti stöðvað flutning unga fólksins úr sveit- unum til kaupstaðanna, þá eru það rafstöðvarnar. Þá er ekki hvað sísl lítandi á hinn afarmikla vinnusparnað sem fæst með rafmagninu, eink- um nú á tinnim, þegar engin hræða fæst nema fyrir ])á afar- kosti, sem engri ált ná. — Allar þessar stöðvar hefir liinn frá- bæri snildar- og hugvits-mað- ur, Bjarni Runólfsson frá Hólmi, bygl eða séð um bygg- ingu á. í sambandi við framanritað virðist ein brýnasta nauðsyn, að bætf yrði bráðlega úr lána- kjörum þeim, er menn verða nú að búa við í „Ræktunarsjóði íslands“. Aðeins helmingur af virðingarverði stöðvanna fæst lánaður (til 10 ára). Viðreisn sveila og landbúnaðar yfir höf- uð vcltur afarmikið á þvi, að rafmagnsmöguleikar verði hag- nýttir. —■ Horfur í sveitum eru dauf- legar. Alt að verða einskisvirði, sem menn hafa handa milli og Blóma og jurtafræ nýkomið. VALD. POULSEjN. Klapparstig 29. Sími 24. drepandi okurvextir bankanna, sem bændur, því miður, eru flestir stórskuldugir við.“ Karlakór Reykjavlkur ætlar að efna til samsöngs i dómkirkjunni n. k. föstudags- kveld kl. 9 e. b. Kórinn hefir nú að undan- förnu æft með aðstoð 36 kvenna og 18 manna hljöm- sveitar. Mcðal viðfangsefna kórsins má nefna nýtt lag fyi’ir bland- aðan kór eftir Sigv. S. Ivalda- lóns við kvæði úr hátiðaljóðum Jöhannesar úr Kötlum: „Ö, guð, þú sem rikir á himnunum liáu“, er liann orti i tilefni af Alþing- ishátiðinni s. 1. sumar. Lagið cr tileinkað síra Bjarna Jónssyni, dómkirkjupresti. Þá syngur kórinn einn kafla úr kantötu vestur-islenska tónskáldsins, Björgvins Guðmundssonar við ellefta kafla liátíðarljóða Dav- íðs Stefánssonar: „Við börn þin, ísland, blessum þig i dag“, samin fyrir blandaðan kór með slaghörpu undirspili. Þá má nefna „Ave Maria“ eftir Kahn, sem birtist hér í nokkuð öðrum búningi en vér höfum áður átt kost á að lieyra. — Þetta undurfagra lag ætlar hinn góðkunni baryton — einsöngv- ari kórsins, Erling Ólafsson, að syngja með aðsloð hljómsveit- ar. Ennfremur má nefna „Píla- grímssönginn“ úr „Tannháus- er“ eftir Wagner, kóral-lag eftir Joh. S. Bacli: „Kom, dauðans blær“ og „Litanei“ eftir Fr. Sclmbert. Þrjú síðustu lög söng- skrárinnar eru úr hátiðarkant- ötu söngstjórans, Sigurðar Þórðarsonar. Kaflarnir sem sungnir verða að þessu sinni eru: 1., 2. og 7. kafli kantötunnar. Fyrsti kafl- inn, sem er lofsöngur: „Þú mikli, eilífi andi“, verður sung- inn af blönduðum kór með að- stoð hljómsveitar. Annar kafl- inn: „Þér landnemar, hetjur af konungakyni“, er saminn fyrir karlakór og liljömsveit. Sjö- undi kaflinn: „Sjá dagar koma, ár og aldir líða“ er einsöngs- kafli, sem hr. Daníel Þorkels- son syngur, meö undirleik hljómsveitar. Eins og gefur að skilja þá eru margir örðug- leikar við að æfa svo erfiða söngskrá sem þá, er Karlakór Revkjavíkur hefir nú ráðist i að þessu sinni. Eg átti kost á því s. 1. föstu- dagskveld að hlusta á æfingu i dómkirkjunni hjá kórnum og minnist þess ekki að hafa heyrt hér áður jafn glæsilegan kór- söng, enda mun liér vera að ræða um einn liinn fjöhnenn- asta blandaðan kór, sem vér böfum átt kost á að hlýða á hér i bæ til þessa. Söngfólkið mun vera nær 70 talsins auk liljóm- sVeilarmanna og þriggja slag- liörpuleikara, þeirra Emils Thoroddsen, E. Gilfer og Bjarna Þórðarsonar. Les. —■ iiim » Útlenda kjötið —o— Fi/rirspurn. Fyrir alþingishátiðina hafði, að tilhlutun hátíðárstjórnar- innar verið keypt talsvert af útlendu kjöti til vara, ef visla- föng revndust af skornum skamti. — Ráðist hefir verið á landstjórnina fvrir að leyfa þetta, en úr því sem ráða var fyrir hana í þann svipinn, þá virðist þetta eigi aðeins afsak- anleg heldur jafnvel forsjál ráðstöfun. Innlent kjöt rcvndist að vi'su nóg og miklu meira en vænta mátti eftir árstímanum, og liefði vissulega verið æski- legt, að hátíðarstjórnin befði vitað það fvrirfram, en úr þvi að svo var ekki, þá var ekki nema skiljanlegt, að liún léit- aði tryggustu aðferðarinnar til að forðasl kjötskort. — Nú er sagt svo, að mikið af þessu útlenda kjöti liggi hér enn í ísliúsum óselt. Og þá liggur nærri að spyrja liverju slíkt sæti. — Er ekkert gert til að koma því út? Aldrei sést það auglýst, svo mikið er víst. — Varla getur maður látið sér detla slíka fjarstæðu í hug, að þeir, sem hafa hönd yfir þess- um kjötbirgðum, ætli að bíða eftir því að þær verði ónýtar og verði fleygt i sjóinn? Ilvað á anriars að hugsa, þeg- ar ekki er húið að selja kjötið eftir allan þennan tima? —- Er því haldið of dýru, svo að fólk geti ekki keypt það? — Sú cin- kennilega tilgáta hcfir heyrst, að ekki mætti selja kjötið til þess að spilla ekki fyrir sölu á íslensku kjöti! En hvi þá ekki að selja það heldur, og gefa Slátui'félagi Suðurlands and- virðið! — Annars verðum við að segja, að okkur finst ekki Sláturfélaginu um vandara en fisksölum bæjarins, sem missa spón úr askinum sínum við það að fá ekki að sclja fiskinn, sem varðskip rikisins afla. Og ef Þórsfiskurinn spillir ekki fyrir sölu á nýjiim fiski, þá spillir hátíðakjötið ekki frekar fvrir sölu á íslensku kjöti. — Nú er þetta kjöt kevpt og komið inn i landið. — Hvað á að gera við það? — Hvar fæst það? — Um það spyrjum við! Nokkrir bæjarmenn. Önnur hliðin er björt. Undir nafninu ,,Den lyse Side“ ritar danski höfundurinn Harald Tandrup í Berlinga TíÖindi, það seni hér fer á eftir (lauslega þýtt úr norsku blaði) : Símað er frá New York: Þrjú þúsund söngmeyjar atvinnlausar! Fólkið, sem sækir' leikhúsin, er orðið dau'Öleitt á „silkisokka marg- fætlunum“, sem í nokkur ár hafa veriÖ látnar trítla i hópum, inn og út, í öllum kvikmyndum og skraut- sýningum leikhúsanna. I New York voru að staðaldri 15 fjölmennir „skop-annálar1‘ (sbr. Reykjavíkur-annáll), enn eru nú aðeins 6. í Hollywood hafa veriö Hessian. Bindigarn. Sanmgarn. Veröid mikið lækkað. Þörður Sveinsson & Co. gerÖar samjryktir um aÖ smíða eða siiíða nú ekki fleiri dans-filmur. MaÖur gctur vorkent aumingja stúlkunum, sem höfðu varið tíma og kröftum í danssýninganámiÖ. En maður verður aÖ viðurkenna, að heilhrigð skynsemi áhorfenda hefir unnið stórsigur. Leikhúsgestir láta ekki bjóða sér alt. Þeir eru nú fullsaddir á „negra hoppi", silkisökkaleggjum og „gljá- myndakvenfólki“, með kringlótt augu ög stútlaga munn. Listasmekks hofróðurnar og sundurgerÖar-hrókarnir í fremstu sætum leikhúsanna, hafa sína sér- stöku nautn af skrautsýningastúlk- unum. Smekkbreyting almennings, kemur jiersónulega hart niÖur á þessum stúlkum og i fjárhirslum leikhúsanna tala tölurnar s'mu máli. 3000 dansmeyjar reknar út úr músteri listarinnar! ÞaÖ er gamla sagan, aÖ ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvenær verða 20.000 — tuttugu þúsund — ný- tískumálurum, \ 0.000 — tíu þúsund —- tralltónskáldum, akfeitum reyf- arahöfundum og pólitískum skof- fínum gerÖ sönm skil? Áheyrendur og áhorfendur eru þolinmóðastir allra manna, að því er virðist. En ]>egar þeir taka sér eldhússdag, má búast við undrum og stórmerkjum! Tandrup minnist ekkert á jazz- hljóðfærasláttinn og rökkurdansinn á kaffihúsuuum (eins og hér tiðk- ast). Ástæðán er sú, að þess hátt- ar þekkist ekki framar á sœmileg- um sainkomusiöðum i siðmenning- arlöndum. Negraruir hoppa aúÖvit- aÖ sem áður, en hvitt fólk er að mestu hætt ])cssu, nema í Reykja- vík! P. J. Takið það itógu v snemma. ‘ Biðið ekki með að takn Fersól, þangað nl þér eruð nrðin lastnn. Kyrsetur og inniverur hafa skaö- leg áhrif á líffærin og svekkja lík- amskraftana. Það fer að bera á taugaveiklun, maga- og nýrnasjúk- dómum. Gigl i vöðvum og liðamót- um, svefnleysi, þreytu og of fljót- um ellisljóleika. Byrjið því strax i dag að nola FERSÓL. Það inniheldur þann lífs- kraft, sem likaminn þarfnast. Fersól B er heppilegra fyrir þá, sem hafa meltingarörðugleika. Varist eftirlíkingar. Fæsl hjá héraðslæknum, lyfsölum og — c3 U "fl o S _ 3 5 O 1(0 L 4) 3 C'JJ O) .2 s «4-1 fl o > c/í 'S a £ 3 a 33 rfl O) — z « iS »-s i « £ rö 8 pq g I P—I C3 rj c -9 ’S "3 < c U r—i s 3 ‘S a «4—1 o u u a 3 Jh JH <D O fl 73 Sh 3 cö 2 'Qfi s C3 S/D «S 3 <D Sh ’ O SO r* ‘O fl 8 ÖD s S5- 1 73 «4H 73 u cs « PH S <u ‘O a A i ÍO r, 73 r* a II >0 3 h x £ CS M )’« % K> (- •fl, fl roS * . ■ CQ & Hitt og þetta. Flugslys á síldveiðum í Noregi. Fyrir skömmu vildi það slvs lil á síldveiðum út af Flórey í Noregi (norðanvert við Sogn- sæ), að önnur flugvéla þeirra, er þar voru í sildarleit, féll niður og brotnaði. Voru 3 menn i flugvélinni og fórst flugstjórinn, ungur lierforingi Styhr að nafni. Sat liann fast- ur í sætinu, en vélin var öll á kafi í sjó að framan, er að var komið. Hinir mennirnir lær- brotnuðu háðir og meiddust allmikið, en er þó hugað líf. Talið er að vindliviða hafi hvolft vélinni. Slys á Jan Mayen. Fyrir skömmu vildi það slys til á norsku veðurstofunni á .Tan Maycn, að brytinn þar datt á hálku og meiddi sig allmikið, m. a. fór liann úr axlarliðnum. Héraðslæknirinn i Tromsey fekk heiðni um að senda lækn- isráð loftleiðis. Læknirinn gerði svo, en frétti skömmu siðar, að þrátt fyrir leiðbeiningar hans hefði eigi lekist að koma öxl- inni i lið. Taldi læknirinn ófært að láta þetta dragast, þar eð af- leiðingin mundi verða sú, að maðurinn yrði ófær lil vinnu æfilangt, ef hann gengi lengi svona. Var upphaflega í ráði að scnda vcstur annaðhvort" varð- skipið „Michael Sars“ eða „Heimdall“, ef þörf gerðist. En þareð fréttist, að ís sæist hvergi úr eynni, var liallast að þvi að leigja til fararinnar selveiða- skip, ef það fengist gegn sann- gjarnri leigu. Á öðrum degi eft- ir að lijálparbeiðnin kom, var afráðið að leigja ishafsskútu, er farið gæti vestur á 4 dögum, og var sendur læknir með henni. Selveiðaskipið „Heimland“ frá Tromsö var fengið til fararinn- ar. Rússar ætla sér að fara fram úr Japönum í fiskveiðum. Um fiskiveiðar sínar næsta ár hafa Rússar gert þá áætlun, að veiða samtals 2,2 milj. smá- lesta, eða 200.000 smálestum meira en Japanshúar, sem nú eru fremsta fiskiveiðaþjóð í lieimi. Árið 1930 veiddu Rúss- ar 1,3 milj. smál., en 1929 að eins 0,6 milj. smál. Ætla þeir sér að nota öll nýtísku hjálp- artæki í farkostum og veiðar- færum. Vélskipafloti þeirra er sem stendur 350 skip, en nú á að auka hann upp i 3400 skip. Skipasmíðastöðvarnar á Múr- manskströndum geta í ár smið- að 90 hotnvörpunga jafn stóra liinum hestu amerísku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.