Vísir - 12.04.1931, Side 3
VISIH
arlegurnar á Eyrarbakka til þess að
wrja þær fyrir sandburöi úrölfusá,
sém mjög hefir ágerst i seinni tiÖ.
svo a'Ö höfnin hefir grynnst stór-
tun, og geta vélbátar varla lagst
þar nema um flóð. —- Meiri hluti
sjávarútvegsnefndar lagði til aÖ
jnálið yrÖi afgreitt meÖ rökstuddri
dagskrá, vegna of litils undirbún-
jngs. En minni hlutinn, sem var
Sigurjón, vijdi samþykkja frv. sök-
tun þess að málið þyldi enga bið,
og þessar aÖgerðir yrðu þvi dýrari
sem lengur væri beðið.
Rökstudda dagskráin var feld,
en frv. samþykt og afgreitt til efri
. deildar.
Frumvörp um hafnargerðir á
Akranesi, Sauðárkróki og Dalvík
voru og til umræðu. Varð umræð-
unni lokið, en atkvæðagreiðslu um
öll þrjú frv. írestað. Virðist nú
orðin tíska á Alþingi að fresta at-
jcvæðagrciðslum.
□ EDDA 59314147 — Fyrirl.
Atkvgr.
I O.O.F. 3 = 1124138 = 8l/2- 0.
Vísir
er sex síður í dag.
\reðurhorfur í dag.
Horfur á fremur liægri vest-
anátt með snjóéljum í dag. En
engar fregnir bárusl í gær af
hafinu fyrir suðvestan landið,
svo að ekki verður sagt,. hvort
iiokkurra veðurbreytinga sé að
vænla úr þeirri átt.
Trúlofun.
Á páskadaginn opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Björg
Gunnarsdóttir, Grundarstíg 15
flOg Bergþór Árnason sjómaður,
Baldursgötu 16.
Einar Ástráðsson
læknir hefir verið skipaður
liéraðslæknir í Eskifjarðarhér-
aði, og fór áleiðis þangað á Súð-
tnni. Heimdallur
heldur fund kl. 2 i dag í
Varðarliúsinu og verða á dag-
«krá mörg mál og merk.
Þessi númer
komu upp í Pliolomaton-
þappdrætlinu:
1. vinningur nr. 170
0 - - 712
3. — — 75
4. — 406
5. — 692
6. — — 502 .
7- — 581
8. — — 610
45tvarpið í dag.
Kl. 14: Messa í fríkirkjunni (sr.
Árni Sigurðsson). — Kl. 16,10:
Barnasögur (frú Tngunn Jónsdótt-
ir frá Kornsá). — Kl. 19,25:
Hljómleikar (grammófón). — Kl.
19,30: Veðurfregtiir. — Kl. 19.35:
Upplestur (Sigurður Skúlason,
-magister). — Kl. 20: Eftirherm-
ur og gamanvísur (Bjarni Björns-
son. leikari). — Kl. 20,20: Óákveð-
ið. — Kl. 20.30: Erindi: Nýjustu
fornfræðirannsóknir (Vilhj. Þ.
•Gislason, magister). — Kl. 20,50:
<Óákveðið. — Kl. 21: Fréttir. —
Kl. 21,20—25: Orgelhljómleikar
(Páll ísólfsson, organleikari):
Bach: Pastorale, F-dúr; Bach:
Fantasía og fúga, g-moll.
Kristileg samkoma
á Njálsgötu 1 kl. 8 i kveíd.
.Állir velkomnir.
ninon —
ODID •
SVARTIR KJÓLAR,
úr ull og silki.
frá 25—110 kr.,
MAROCAINEKJÓLAR,
mislitir.
frá 32—82 kr.
Með „Bolerö“
frá 45—66 kr.
ULLAR-MOUSELINE
frá 22—49 kr.
ULLARKJÓLAR,
mislitir,
frá 27—55 ltr.
ULLARKJÓLAR,
plaidmunstraðir,
111501', sterkir, hentugir,
39 kr.
ULLARBOLERÖKJÓLAR
39 kr.
Með silkivcsti, klæðlegir.
GEORGETTEK JÓLAR
svartir og mislitir
frá 65 kr.
Margskonar snið eru til í
stórum stærðum.
Blúsur og pils-
Frönsk, plisseruð pils úr
ullarpoplin komin aftur,
aðeins 16 kr.
„KOMPLETS“
úr ullarprjóni, hentugt í
bílferðir.
frá 49 kr.
ULLARPRJÓNAKJÓLAR
frá 25 kr.
— ALTAF NÝUNGAR. —
______ NINON".
AU.rTUDjTQ^TI • 13
Gjafir
lil bágstadda heimilisins, afli.
Vísi: 10 kr. frá ónefndum, 10
kr. frá N. N., 3 kr. frá M. Þ.
Bpeska
iðnsýningiii,
s O——
London, i apríl. FB.
Seytjánda hreska iðnaðarsýning-
in (British Industries Fair), sem
haldin var í London og Birming-
ham seinni hluta febrúarmánaðar
tókst með afbrigðum vel, þvi að
með henni voru ekki einungis sett
ný met að þvt er snertir stærð,
fjölda sýningargesta o. s. frv.,
heldur einnig að þvi er snertir
fjölcla innlendra og erlendra kaup-
enda. Erlendur' kaupendur voru
4.854 alls, en innlendir 167.259 og
34.679 gestir í Lundúnadeildinni,
en 1.984 erlendir kaupendur,
106.682 innlendir kaupendttr og
14.215 gestir í Birminghamdeild-
inni. Samanlögð tala innlendra
kaupenda á báðum stöðunum hafði
aukist um 30.000 frá því á sýning-
unni í fyrra, e'n tala erlendra kaup-
endá hafði aukist uni 25%.
Á Lundúnadeildina komu versl-
unarfulltrúar frá 75 löndum (70
árið áður). Af 26 Evrópulöndum,
sem áttu fulltrúa á sýningunni,
sendu 21 fleiri kaupendur en áður,
Danmörk þrisvar sinnum fleiri,
Tékkó-Slóvaláa helmingi fleiri, en
einnig mun fleiri frá Spáni, Finn-
landi, Sviss, Þýskalandi og ítalíu.
Árið sem leið var að eins einn rúss-
neskur kaupandi, í ár 22. Helmingi
fleiri en áður komti á sýninguna úr
Asíulöndum. Af nýjum löndum,
sent sendu fulltrúa á sýninguna,
má nefna Arabíu og Afghanistan.
Þátttaka ríkja i Suður-Ameríku
í sýningunni var meiri en áður. Áð-
ur 12 ríki. nú 16. Að eins eitt ríki
í Suður-Ameríku sernli færri kaup-
Útsalan heldur áfram næstn daga.
Meðal annars seljum við stórt parti af káputauum með sérstöku tækifærisverði,
öll silkiefni og kjólaefni seljast með 20% afslætti og sumt fyrir sáralítið verð.
Gardínutau og dyratjaidaefni með 20% afslætti.
Tvisttau frá 65 au. pr. meter. Léreft frá 52 au. pr. meter. Flúnel frá 64 au. pr.
meter.
Sængurverasirs einlit, írá 4-25 i verið.
Hvítt damask 6.30 í verið.
Rekkjuvoðaefni 2.50 í lakið.
Fiðurhelt léreft 1.20 pr. meter o. fl. o. fl.
Marteinn Ginarsson & Co.
Nýkoi
• •
Kartöflur á 8,50 sekkurinn og
gulrófur i stærri og smærri
kaupum. Munið ódýra liveitið.
V O N.
Best að angljsa f VlSI.
endur. Það var lýðveldið Argen-
tína. En orsök þess var sú, að mik-
il bresk i'ðnsýning er haldin um
þessar mundir í Buenos Aires.'
Hins vegar komn nokkuru færri
kaupendur á sýninguna frá nýlend-
unum og Bandaríkjum Norður-
Ameríku.
Iðnsýning þessi var mesta lands-
sýning, sem haldin hefir verið. Sýn-
endur á öllum sýningarsvæðunum
voru 2.370 talsins. Sýningarsvæðin
voru 30% stærri en árið áður.
Tvent átti mestan þátt í að gera
sýninguna í ár fjölbreyttari og
mikilfenglegri en vanalega. í fyrsta
lagi var lögð áhersla á að leiða i
ljós fyrir mönnum ágæti vefnaðar-
vöruframleiðslu Lancashire. Var
sýnt i öllúm greinum hvernig unn-
ið er að framleiðslunni, unnið úr
henni og hvernig hún er notuð. í
öðru lagi var hin árlega sýning á
tilbúnu silki (British Artificial
Silk Goods Exhibition) látin fram
fara í sambandi við allsherjar iðn-
sýninguna. Sýningin á vefnaðar-
vörunum heppnaðist svo vel, að
þegar hefir verið ákveðið að sýna
í enn stærri stíl að ári. Sennilega
verður silkisýningin einnig þá í
sambandi við iðnsýninguna. Og
unnið er að því, að Yorkshire ull-
ariðnaðurinn verði sýndur á aðal-
sýningunni að ári, en sýning á ull-
arframleiðslunni fer fram í Brad-
ford í sumar.
Aðalþýðing sýningarinnar ligg-
ur í 1)ví, að kaupsýslumenn fá tæki-
færi til að kynnast framhoðsvör-
unni, stórkaup fara fram, og fjör
hleypur í viðskiíti. Þannig, svo að
nefnd séu nokkur dæmi, fékk eitt
sýningarfirmað frá Manchester
svo miklar pantanir á vefnaðar-
vöru, að áætlað er, að nægja mundi
til að klæða miljón manna, firma í
Acrington seldi 10 milj. vasaklúta,
af haðhandklæðum var svo mikið
selt, að nægja mundi til notkunar
á öllum heimilum á Bretlandseyj-
um, og rúmteppi sem nægja mundu
öllum íbúum Parísar, Lundúna-
borgar og Nevv York borgar. —
Talið er, að vegha sýningarinnar
ntuni viðskiftaaukning Lancashire
nema 10 milj. sterlingspunda. —
Undirbúningur er þegar hafin und-
ir iðnsýningu að ári og fyrirspurn-
ir um hana eru farnar að berast að
hvaðanæfa. — (Úr tilk. Breta-
stjórnar).
Tilkynnmg.
Eg undirritaður tilkynni hér með, að eg befi selt berra bak-
arameistara D. Bernhöft brauðsöluverslun mína á Bergstaða-
stræti 14 frá 1. april þ. á. Um leið og eg þakka mínum mörgu
viðskiftavinum fyrir öll viðskifti á liðnum árum vona eg, aS
herra Bernhöft fái að njóta sama trausis á þessum stað og eg
hefi notið. |
Virðingarfvlst
Joh. Reyndal.
Með því að mér liefir verið sagl upp frá 14. mai næstk. bús-
næði því í Bankastræti, er Bernhöftsbakarí nú um nærfelt 100
ár bef’ir starfað i, legst bakaríið niður þann dag á þeim stað-
■ En samkvæmt ofanrituðu liefi eg keypt brauðsöluversluuu
lierra Joli. Reyndals, Bergstaðastræti 14, og lióf cg þar bakara-
iðn siðastl. 1. apríl og mun reka hana þar framvegis með út-
sölu á Nönnugötu 7.
Vona eg, að viðskiftavinir mínir, gamlir og nýir, sýni méí
sömu trygð og áður og láti mig njóta viðskifta sinna þrátt fvrir
flutninginn.
Sími 67 á Bergslaðaslræti.
— 83 í Bankastræti.
— 2135 á Nönnugötu.
Virðingarfylst
D. Bepnhöft.
Hreinsilögumnn „Onestaí4.
Nú fara lireingerningarnar í liönd, og þá er nauðsvnlegt að
fá eitthvað sem hreinsar gólfdúkana. — Með „ONESTA“ náið
])ið sérliverjum bletti eða óhreinindum úr linoleum dúkum og
parket gólfum, sem þér getið eigi hreinsað á annan hátt. —
,,ONESTA“ hreinsilögnrinn er í brúsum á 1 kg.
„Onesta“ fæst hjá
J. Þorláksson & Norðmann,
Bankastræti 11. — Simar: 103, 1903 á 2303.
Utan af landi.
Vestmannaeyjum,
4. april. FB.
Flestir bátar á sjó i dag. Afli
á línu góður, alt að 2400 þorsk-
ar. Netjafiskur alment tregur.
Einn bátur, Þorgeir goði, fékk
4500 þorska i net, sem lagt liafði
verið fyrir þremur nóttum.
I. H. Wilhelms, þýski botn-
vörpungurinn, er hér nú i 6.
ferð sinni að kaupa nýjan fisk,
en Frida Sopliia i 5. ferð sinni.
Lord Beaconsfield kaupir einn-
ig. Alls liafa 13 bolnvörpungar
farið samtals 24 ferðir með
nýjan fisk til útlanda, fyrir
utan þrjá, sem hér eru nú. Þeir
ltafa til samans flutt út frá ára-
mótum til 11. apríl ca. 1350
smál. fiskjar, er keyptur var
á 140 lcr. smálest að meðaltali.
Meiri hlutann liafa þeir selt á
enskum markaði, en -nokkuð í
Þýskalandi.
iis-H gerir illi Dliði.
E.s- Vestri hefir losað hér salt
til bænda og kuupfélaga og tek-
ur hér 1000 smálestir af salt-
fiski þessa ái-s, sem seldur er tft
Noregs fyrir 28 aura kg.
Hitt og þetta.
Lík 31,163 breskra hermanna
hafa fundist á vígstöðvunum i
Belgiu og Frakklandi seinustU
11 árin. Aðeins 5,490 lík þektust.
— 630 menn haia stöðuga at-
vinnu við umsjón hreskra lier-
mannagrafreita víðsvegar í ó-
f riðarlöndunum. Fleslir graf-
reitanna eru i Belgíu og Frakk-
landi.