Vísir - 20.04.1931, Blaðsíða 3
VISIR
g SlcPMíiylclai* og tengup JJ
M eru ómissandi vid alla vélavinnu. M
I Dmboðsmeiui: ÞÚRSUR SVEINSSON & 00. 1
M ^
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
bunclin konungssljórn, en cl'
þingrofið giltli verði hér næstu
tvo mánuði þinglaus konungs-
stjórn. Þegar um væri að ræða
konungsvald og þingvald, —
hvoru megin vill þá þjóðin
standa? liingað til hefir þjóð-
ín aldrei staðið koniings meg-
ín. Nú væri beðið eftir orð-
sendingu konungs og lrekari
ákvarðanir verði þá teknar.
Lauk J. Þ. ræðu sinni með því
að segja: „Munum kjördag-
inn 12. júní, hvernig sem fer.
Stöndum samhuga um að
koma þvi til leiðar, að þeir
sem traðkað liafa á þings og
jþjóðarvaldi i skjóli konungs-
valdsins komist aldrei aftur til
"valda. Burt með þá!“
Margar ræður aðrar voru
fluttar. M. a. töluðu þeir Jó-
hann Jósefsson alþm., Einar
Arnórsson prófessor, Thor
Thors, Sigurður Kristjánsson
ritstjóri, Sig. Eggerz alþm. og
Helgi Ilallgrímsson kaupm. I
ræðu sinni sannaði Einar Arn-
ársson skýrum rökum, að
þingrofið er skýlaust stjórnar-
skrárhrot. Og prófessorinn
upplýsti menn um það, að
hann hefði nýlega hlaðað
gegnum 13. kafla liegniugar-
laganna (um afbrot í embætt-
Ssfærslu) — og ekki fund-
ið þar eina einustu grein, sem
stjórnin ekki hefði brolið, ef
ráðherra annars gæti brotið
hana.
Um sama leyti og borgara-
fundurinn liófst, var fundur
settur í Kaupþingssalnum, og
'voru þar saman komnir nokk-
urir tugir Framsóknarmanna.
Eigi hefir Vísir frétt hvað
gerðist á þeim fundi. Munu
þarna hafa verið saman komn-
ír þeir, sem fengið hafa feita
bita og hein hjá stjórninni og
munu liafa viljað sýna lit á að
standa með henni í raunum
hennar. En hafi einhver tillaga
verið þarna samþykt, mun það
vera eina „hughreystingin“ af
slíku tæi, sem stjórnin liefir
fengið síðan hún komst út á
hina hálu braut þingrofsins.
En léleg hughrevsting er það,
hafi þá nokkuð verið samþykí
á fundarnefnu þessari, að fá
að eins stuðning keyptra fylg-
ísmanna.
Veörið í morgnn.
Hiti um land alt. 1 Reylcjavík 7
■St., ísafirði 4, Akureyri 8, Seyðis-
fir'ði 4, Vestmannaeyjum 6, Stykk-
íshólmi 7, Blönduósi 9, Hólum i
HornafirÖi 6, (skeyti vantar frá
'Raufarhöfn, Grindavik, Juliane-
haah, Angmagsalik og Tynemouth),
Fœreyjum 5, Jan Mayen -4- 3,
Hjaltlandi 5, Kaupmannahöfn 4 st.
-— Mestur hiti hér í gær 12 st.,
minstur 3 st. — Úrkonta 1,2 mm.
— Hæg sunnan átt og góðviðri um
.allt land. Loftþrýsting hæst yfir
hafinu fyrir suðaustan landið. Eng-
ar fregnir frá Grænlandi. — Horf-
t/r: Suðvesturland. Faxaflói.
Breiðaf jörður, Vestfirðir: Hæg
sunnanátt. Skýjað loft og lítilshátt-
ar rigning öðru hverju. Norðurland,
norðausturland, Austfirðir, Suð-
austurland: HægViðri. Úrkomulaust
og sumstaðar léttskýjað.
Afmæli.
Ekkjan Guðrún Tómasdóttir er
í dag 72 ára, nú til heimilis á Elli-
heimilinu.
Sumargleði stúdenta
verður haldin að Hótel Borg síð-
asta vetrardag og heíst nteð horð-
haldi kl. 7 að kveldi. Aðgöngumið-
ar verða afhentir í lesstofu Háskól-
ans í dag frá kl. 5—7 og á sama
tíma á morgun.
Keppinautar
heitir nýútkomin knattspyrnusaga
eftir síra Friðrik Friðriksson. til-
einkuð knattspyrnufélagi K.F.U.M.
„Val“. Verður hennar nánara
minst siðar.
Fundur
í Óðni kl. 8)4 í kveld.
Frá Hafnarfirði.
Mai kom af veiðurn í morgun
með 90 föt lifrar, eftir 6 daga, og
Sviði með 78 föt eftir 4 daga (hef-
ir aflað 1500 skpd. á 15 dögum).
Rán kont með 60 föt eftir 6 daga.
Línuveiðarinn Papey kom með 13°
skippund og Sæhjörg með 170 skip-
pund.
Af veiðum
kom Skallagrímur i gærkveldi. en
i morgun Baldur, Gyllir, Skúli fó-
geti. Hilmir og Hannes ráðherra,
allir með ágætan afla.
Es. Vard
kom í nótt með sementsfarm.
Es. Island
kom i morgun norðan frá Akur-
eyri. Meðal farþega var Böðvar
Bjarkan gæslustjóri.
Súðin
var á ísafirði i rnorgun.
Verslunarmannafél. Merkúr
heldur Sumarfagnað síðasta vetr-
ardag kl. pþú siðd. i K. R.-húsinu.
Sjá augl.
.Botnia
kom til Leith kl. 6 síðd. í gær.
Fiskbirg-ðir
voru þ. 1. apríl samkvæmt reikn-
ingi gengisnefndar 102,454 þurr
skpd., en á sama tima í fyrra 113.-
145 þurrskpd.
Af ísfiski
var flutt út i janúar—mars fyrir
kr. 2.398.780, en á sama tíma í
fyrra fyrir kr. 1.075.000.
Af frystu kjöti
voru flutt út 362.552 kg. i jan-
úar—mars, verð kr. 297.220, en á
sania tíma i fyrra 289.000 kg.,
verð kr. 260.000.
Af saltkjöti
voru flutt út 749 tn. í janúar—
mars, verð kr. 76.980, en á santa
tíma í fyrra 1.806 tn., verð kr.
174.100.
Kærkomnar
Snmargjaflr!
Nýtísku kvenveski, feikna
birgðum úr að velja.
Samstætt scðlaveski og
seðlaveski og budda. —
Nýjar gerðir og litir, úr
besta skinni.
Nýtísku buddur, fleiri
liundruðum úr að velja.
Myndaveskin marg eftir-
spurðu,
Snyrtiáhöld, til að hafa í
vasa eða tösku. Inniheld-
ur: Skæri, liníf og nagla-
lireinsara, óvenju fallegt
og vandað.
Yasaspeglar og vasabækur,
fallegt úrval.
Ferðaáhöld í skinnliylkj-
um og töskum.
Visitkortamöppur.
Skjalamöppur.
Handtöskur fyrir dömur í
fallegum tískulitum.
Hin margeftirspurðu
cigarettu og vindlaveski
eru komin; nýjasta gerð.
Barnatöskur, nýjasta líska.
LeSurvörmleild
Hljnðfærahússins.
og
Útbóið
á Laugaveg 38.
er selt í 250 gr. pokum með
þessari mynd prentaðri á.
Útvarpið í dag.
Kl. 19,25: Hljómleikar (Gram-
mófón). — 19.30: Veðurfregnir.
— 19,35: Upplestur (Sig. Skúlason,
magister). — 19.50: Hljómleikar
(Þór. Guðmundsson, K. Matthias-
son, Þórhallur Arnason, Emil Thor-
oddsen): Alþýðulög. — 20,00:
Enskukensla í 1. flokki (Anna
Bjarnadóttir. kennari). — 20,20:
Hljómleikar (Þór. Guðmundsson,
K. Matthíasson, Þórhallur Árnason,
Emil Thoroddsen) : Alþýðulög. •—•
20,30: Erindi: Tannskemdir og
fæði (Guðm. Hannesson, prófess-
or). — 20,50: Óákveðið. — 21,00:
Fréttir. — 21,20-—25: Samleikur á
píanó (Emil Thoroddsen og Mark-
ús Kristjánsson): Ungverskir dans-
ar eftir Brahms.
Af ull
var flutt út í janúar—mars
301.306 kg., verð kr. 387.590, en
á saina tíma í fyrra 10.517 kg., verð
kr. 20.750.
Af frostfiski
var flutt út i janúar—mars
41.836 kg., verð kr. 8.280. Á sama
tima í fyrra var enginn frostfisk-
ur fluttur út.
Seljum sement næstu daga frá e.s. Vard. — Biðjum þá,
er keypt hafa frá skipi, að eiga tal við okkur sem fyrst.
B. Benediktsson & Co.
Sími 8 (fjórar linur).
Tilkynning
um veidileyfi og söltunarleyfi.
Allir þeir, sem á árinu 1931 ætla sér að veiða sild lil út-
flutnings, verða fyrir 15. mai næstkomandi að liafa sólt uitt
veiðileyfi til Síldareinkasölu íslands á Akureyri. Ilverri um-
sókn fylgi skilriki fyrir því, að framleiðandi hafi tök á að veiða
])á síld, sem hann óskar veiðileyfis fyrir. Skal í því skyni til-
greina nöfn og tölu þeirra skipa og báta, er nota á til veiðanna,
og hver veiðitæki þeim er ætlað að nota. Umsækjandi tilgreini
og aðra aðstöðu sína til veiðanna, eftir því sem framkvæmdar-
stjórn einkasölunnar krefst. Er umsækjendur óska eftir að
leggja síldina upp til verkunar á ákveðnum stað, skal það
fram tekið i umsókninni.
Þeir, sem óska að taka að sér söltun og kryddun á síld
við Siglufjörð og Evjafjörð, eru einnig ámintir um, að gefa
sig fram við Síldareinkasölu íslands fyrir 15. mai, og tilgreina
aðstöðu sina til verkunar.
Bæði veiðileyfi og söltunarleyfi verða tilkynt hlutaðeig-
endum svo fljótt sem auðið er. Skipaeigendum ber að tilkvnna
Síldareinkasölunni tafarlaust, ef þeir hætta við að gera skip
sin út á síldveiðar, eða óska eftir að skifta um sldp. Sé skip-
ið ekki komið á veiðar 1. ágúst, fellur veiðileyfi þess niður,
nema sérstakt leyfi sé fengið til, að það megi bvrja veiðarnar
síðar. — Söltunarleyfi telst niður fallið, ef leyfishafi liefir
ekki gert skriflegan samning um söltunina fyrir 1. júni n.k.
Veiðiléyfi verður að eins veitt eiganda ski])s eða þeim er
hefir sannað umráðarétt sinn yfir skipinu vfir síldarvertíðina,
P.t. Reykjavík, 10. apríl 1931.
Fyrir hönd útflutningsnefndar Síldareinkasölu íslands.
Erlingur Friðjónsson.
Matvðruverslim
sem er í fullum gangi, við miðhæinn, er iil söln nú þegar, af
sérstökum ástæðum, Vörubirgðir ca. 6000 krónur. — Ágætir
greiðsluskilmálar. — Eignaskifti á góðri liúseign, gætu kom-
ið til mála. --- Tilboð, merkt: „Atvinna“, sendist Vísi fyrir
25. þessa mánaðar.
imilllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIIIHIIIIIBIH
Notiö tækifæriö T
Næstu daga seljum við veggfóður með allt að 50 prósent af-
slætti. — Mörg hundruð tegundum af ensku, þýsku og belg-
isku nýtisku veggfóðri úr að velja.
Guðm. Ásbjörnssön.
Laugaveg 1. Sími 1700.
HHHiHimiiiiiiiiiiMiiiniiMiiiiiiiiiiiMHiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiB
Verslunarmannafél. Merkúr.
Sumaríagnað
lieldur Merkúr síðasta vetrardag
í K. R. liúsinu kl. 9síðdegis.
Skemtiatriði:
1. Einsöngur, Kr. Kristjánsson.
2. Upplestur, Friðf. Guðjónsson.
3. Minni sumarsins: Frú Guð-
rún Lárusdóttir.
4. Gamanvísur: Bjarni Björns-
son.
5. Ræða: Þorvaldur Stephensen.
6. Dans til kl. 3 að morgni.
Hljómsveit Hótel Islands.
Aðgöngumiðar, sem kosta 3 kr.,
eru seldir i Tóbaksversluninni
London.
Stjérnin.
Kærkomin
SDMARGJÖF
er góð
grammöf ónplata.
Vinsælast í augnablikinu
er:
FRÁULEIN GRETE.
LYTTERV ALSEN.
ERIKA.
Skumringsvalsen, Julia
Hopsa. Nýjar Hawaiian-
plötur. Banjo solo o. fl.
ol fl.
Hljóðfærahúsið
og útbúið.