Vísir - 22.04.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 22.04.1931, Blaðsíða 5
VlSlR Miðvikudaginn 22. apríl 1931. F YRTRLIGG J ANDI: MAÍSMJÖL MAÍS HEILL IIÆNSNAFÓÐIJR BL. HVEITIKLÍÐ RÚGHRAT. Nýkomið Rullupylsur á 1 krónu % kg., saltkjöt á cina litla 50 aura V2 kg., gulrófur. Kjötbúðin í Von. Sfmskeyti —o--- Ponta del Gada, Azoreyjum. 20. apríl. United Press. FB. Frá portúgölskum uppreisnar- mönnum. Portúgölsku uppreis tarmenn- irnir liafa látið kúgasl, er stjórnin setti þeirn úrslitakosti. Margir lögðu á flótta á skipinu Pededo Arenquer og vita menn ekki annað, en að ætlun þeirra \ ar að fara úr landi. Madrid, 20. apríl. United Press. FB. Frá Spáni. Lýðveldisstjórnin liefir ákveð- ið að taka ekki lánstilboði því (60 dollaramiljónir), sem fáan- legt var fyrir tilstilli Spánar- banka, J. P. Morgan og fleiri alþjóðabankamanna. Madrid, 21. apríl. United Press. FB. Fjármálaráðlierra lýðveldis- ins hefir tilkynt, að þjóðþing (eortes), sem kosið er á sam- kvæmt stjórnarskránni, komi saman innan þriggja mánaða. - Verður það fyrsta þjóðþing, sem kemur saman á Spáni um átta ára skeið. París, 21. apríl. United Press. FB. Frá Alfonsó. Alfonsó fyrverandi konung- ur og Miranda hertogi lögðu af stað til London á þriðjudag til viku dvalar. — Samkvæmt á reiðanlegum upplýsingum, sem United Press hefir fengið, ætlar Alfonsó að setjast að i Frakklandi. N.R.P., 20. apríl. FB. Vinnudeilurnar í Danmörku. Miðlunartillögur samþyktar at' verkalýðsfélögunum með yf- iignæfandi meiri hluta og er scnnilegt, að þessi úrslit liafi áhril' á lausn vinnudeilnanna i Noregi. (Orðið: málamiðlunar- tillögur, cr sctt inn i samkvæmt ágiskun, vanlar orð i slceytið). Tollbáturinn Örnen hefir tek- ið mótorskip frá Lithaugalandi, „Hoffnung“, sem var á leið frá Rolterdam, og flutt til Kristian- sand. í lestum skipsins voru 10,000 lítrar af spiritus. Tollbáturinn varð að skjóta aðvörunarskotum, áður en skipið var slöðvað. Skipsböfn- in gerði enga mótspyrnu. Sjávarútvegsnefnd stórþings- ins samþykti i gær að leggja til, að sjómannaheimilinu i London yrði veittar 15,000 krónur. Barnadagnrinn. —o-- Barnavinafélagið Sumargjöf gengst fvrir skemtunum lili og inni bér í bænum á morgun, og hefjast þær kl. 10 árd. Vei'ð- ur þá farin barnaskrúðganga frá gamla barnaskólanum til hins nýja og þar i garðinum sýndar iþróttir og vikivakadans- ar barna. Kl. 2 leikur Lúðra- sveit Reykjavíkur á Austurvelli, en Asgeir Ásgeirsson fræðslu- málastjóri flytur ræðu af svöl- um Alþingishússins. Siðan verða skemtanir í Nýja Bíó, Iðnó og tvær i Iv.R.-húsinu kl. 5 og 8V2, og vísast að, öðru leyti til auglýsingar um það efni. Barnavinafélagið Sumargjöf nýtur ágóða af skemtunum þessum, og verður honum var- ið til þess að koina upp dag- heimili handa börnum hér í bænum. Öllum cr kunnugt, að mikil nauðsyn er á slíku lieinx- ili, og starfsemi félagsins „Sumargjafar“ er þegar orðin svo kunn hér í bæ, að óþarft ætti að vera að hvetja menn til þess að sækja skemtanir þessar, ]>ar sem annars vegar er mikil ánægja fjæir þá, sem þangað koma, en hins veg'ar brýn þörf félagsins til þess að ná saman meira fé en það liefir til þess að koma í framkvæmd þeirri fögru hugmynd, að stofna hér til dagheimilis barna. Munið nauðsyn félagsins, munið skcmtanirnar á morgun og fjölmcnnið þangað! V. Athugasemd. —o— Hr. ritstjóri! Mér kemur það nokkuð ó- kunuglega fyrir, að sjá i Vísi í dag, þar sem talað cr um slú- dentafundinn í gær (sunnudag), að eg' Iiafi virst „ekki hafa hugmynd um það, að stjórnar- skráin sjálf mælir svo l'yrir, að stjórnarskrárbreytingar skuli bornar undir atkvæði kjósenda, að cngin stjórnarskrárbreyting getur því náð fram að ganga, nema samþykt liafi verið á tveini þingum og kosningar farið fram á milli“. I upphafi ræðu minnar fór eg einmiít nokkrum orðum um þetta atriði, vegna þess að frum- mælandi taldi þingrofið vera þingræðisbrot. Þeir, sem sctt liafa stjórnarskrána, liafa ein- mitt viljað takmarka þingræð- ið, en auka þjóðræðið, með því að setja ákvæði um þingrof inn í stjórnarskrána. Er það sett til þess að hindra, að „paladsrevo- lutionir“, eins og þá, er jal’nað- armenii ætluðu að fremja, geti átt sér stað, og að lítill flokk- ur geti ákveðið um mál, sem þjóðin hefir ckki haft tækifæri lil að láta uppi álil silt um. Þvi gelur ríkisstjórnin einmitt rof- ið þing hvenær scm liún vill, en stjórnarskráin heimtar, að hún geri það þegar svo mikils- varðandi lagabreytingar, sem s t j ór nar sk rárbr ey t ingar h 1 j ó t a altaf að vera, liafa verið sam- þvktar. Býst eg við, að flestir fundar- menn geti borið um, að orð féllu á þessa leið, því að ])etta atriði var uppistaðan i ræðu minni til að sýna, að þingrofið væri sjálfsagt. Þar cð greinarhöfundur virð- ist bera nokkrar brigður á lög- fræðiþekkingu mína, vil eg geta þcss, að við, sem tekið höfum pröf í hagfræði óg stjórnalaga- fræði við Ilafnarbáskóla, lær- um licldur meiri stjórnlaga- fræði heldur en lögfræðingar þar, en jafn mikinn stjórnskip- unarrétt (Statsret). Er það fag löluvcrt umfangsmeira þar, en við háskólann hér. Taldi eg það því enga goðgá, þó eg lýsli máli þessu frá minum bæjardyrum séð, enda töluðu aðrir á fund- inum, sem ekki höfðu sérment- un í lögfræði. Reykjavik, 20. april 1931. Helgi P. Briem. Aths. Yísis. Af framanrituðu sést, að sam- kvæmt „uppistöðunni“ i ræðu bankastjórans hefir honum vcr- ið ljóst, að þingrofsgerræði stjórnarinnar var óþarft, vegna breylinganna á stjórnarskránni. „Ivafið“ virðist hinsvegar al- veg hafa ruglað hann i ríminu og sannast á honum það, sem skáldið kvað: „Misskilur heimur mig. Misskil ég einnig hann. Sig skilið sist hann fær. Sjálfan skil ég mig ei.“ Úr Rauðasandshreppl. 4. apríl. FB. 1. okt. s. 1. áltu þau gullbrúð- kaup Halldóra Gísladóttir og Eggert Eggertsson á Hvallátr- um. Var boðið þangað fjöl- menni og var þar ágæt veisla haldin, enda skemtu boðsgestir sér vel. Gullbrúðhjónin fcngu ágælar gjafir frá börnum sín- um og sveitungum. Eiga þau fjögur börn, öll gift og til heim- ilis á Ilvallátrum. Stóðu þau fyrir veislunni. Jarðbönn og liagleysur hafa verið hér í vetur meiri cn marga undanfarna vetur. Kom fé á gjöf sncmma í nóvember á mörgum bæjum, en svo eru jarðir hér misjafnar lil sauð- ljárbeitar, að lömb voru ekki tekin á gjöf fyr en með þorra á útbeitarjörðum. í febrúar var um tíma haglaust með öllu og er það óvanalegt á útigangsjörð- unum. Hreppsbúar munu sæmi- lega birgir að lieyjum, nema vorharðindi vcrði mikil. Lítið er keypt af fóðurbæti. Skepnu- höld eru góð. Ilér í hreppi er sparisjóður, sem starfað hefir í tuttugu ár og er nú innstæðan 1 sjóðnum 1 10,000 þús. kr. Hefir sjóðurinn ávalt verið undir góðri stjórn. Eru nú flestir stofnendur sjóðs- ins og fyrstu ábyrgðarmenn dánir eða l'luttir burtu úr hreppnum. Útvarj) er komið á 3 heimili í hreppnum, en fleiri geta notið þess, af þvi að stutt cr á milli heimilanna. Inflúensa gengur liér, en er væg í flestum tilfellum. Hiöjið um TOBLER SPOBT Pakkiim 1 kpóna. Lanðsins mesía nrval af rammalistim. Myndir innrammaðar fljótt og vel. — Hvergi eins ódýrt. Snðmudir Asbjðrnsson. --- Laugavegi 1. - Motiö tækifæpiö! Næstu daga seljum við veggfóður með allt að 50 prósent af- slætti. — Mörg hundruð tegundum af ensku, þýsku og belg- isku nýtislui veggfóðri úr að velja. [Guðm. Ásbjörnsson. Laugaveg 1. Sími 1700. Vestur- Skaftafelissýsia. —o--- Mörgum kom það á óvart, er þeir fréttu, að séra Björn O. Björnsson hefði i smíðum bók um Yestur-Skaftafellssýslu. — Enda var allmikið í ráðist, eí' shk bók álti að takast svo vel, scm æskilegt væri. Þó býst eg við, að mörgum liafi farið líkt og mér, að þcim hrygði enn meira, er þeir sáu bókina og lásu hana, svo langt ber hún af þvi, sem hægt var að von- ast eflir með nokkurri sann- girni. Það er sama, livort litið cr á ytri frágang eða innihald, til hvors tveggja er prýðilcga vcl vandað. Bókin er prentuð á ágætan myndapappír, prýdd fjölda myirda, og eru margar ágætar. Og livert er þá inni- Iialdið? Það cr í stuttu máli lýs- ing lands og fólks, vinnubragða og' menningar í sýslunni. Og það er ekki einhliða lýsing' eins manns, heldur hcfir sira Björn fengið i lið með sér fjölda manna viðsvegar um sýsluna, bæði lærða menn og ólærða, og skrifar Iiver um það, sem hon- uni er hugleiknast. Sjálfur á síra Björn margar greinar víðs- vegar um bókina, auk þess sem hann hefir ráðið nokkru um efnisvalið allt og raðað ölln nið- ur og steyjil i eina heild. Flestar greinarnar eru i frásöguformi. en ekki þurrar lýsingar og upp- talningar. Hér skal ekki rakið nánara efni bókarinnar eða gert upp á milli höfundanna, það verður best gert með því að lesa bókina. En því vildi eg þó við bæta, að mér virðist svo scm Skaftfellingar geti brugðið fleira fyrir sig en að ríða jök- ulvötn. En ekki hef eg vitað það fyrr en eg las bókina, að þeim leikur jafnlipurlega i liöndum pennastöngin eins og vatnastöngin suinum hverjum. Það er vorhugur í þessari bók, bjartsýni og traust á land- ið og fólkið. Það andar frá hcnni fegurð fjallanna, krafti vatnanna og tign endalausra ör- æfanna. Freysteinn Gunnarsson. Hitt og þetta. Arnold Bennett. Breski rithöfundurinn Arn- old Bennett andaðist þ. 27. mars að kveldi á heimili sinu í Ghil- tern Court, 63 ára gamall. Arn- old Bennett var einn liinna kunnari breskra rithöfundá á siðari timum. Ilann var fæddur í Shelton i maí 1867. Hann var af snauðum kominn og átti lit- inn kosl mentunar í æsku. Þeg- ar liann var 21 árs fór liann til London og fekk atvinnu við skrifstofustörf. Um þessar mundir fór liann lítilsháttar að skrifa í blöð og nokkuru siðar varð liann aðstoðarritstjóri við timaritið „AVoman“. Þrennir áruin síðar varð hann ritstjóri, en i frístundum sinum frá rit- sljórnarstörfunum vann liann að skáldsagnagerð. Fyrir alda- mót gaf hann út þessar bækur: Tlie Gates of Wratli, Polite Par- ces, Love and Life, Tlie Truth aboul an Autlior, Fame and Fiction, A Man from the Nortli og Journalism and Women. Aldamótaárið hætti liann blaðamensku og flutti til Frakk- lands. Yar hann búsettur þar um álta ára skeið. Lagði liann nú stund á að skrifa skáldsög- ur frá æskustöðvum sínum („Tlie Five Towns“), t. d. Anna of tlie Five Towns og' Tlie Grim Smile of tlie Five Towns. Mikla frægð lilaut liann fyrir The Old AVives Tales, sem útg. var 1908. Þvínæst komu Clay- hanger sögurnar, llilda Less- ways og These Twain. — Ýms- ar aðrar slcáldsögur samdi hann. Bennett varð fyrir all- mikhun áhrifum af frakknesk- um realistum. Lýsingar hans voru ofl snjallar og skemtileg- ar; en mest er um vert lýsingar lians i sögnum frá æskustöðv- um hans. Behneft var kvæntur frakkneskri konu. Auk þess að vera snjall rithöfundur var Bennett margt annað til lista lagt. Hann var góður píanisti og málari. — Á striðsárunum var liann um. tíma stjórnandi upplýsingadeildar stjórnarinnar (Ministry of Information). Hafði Bennett mikla skipulags- liæfileika. Saga lians, Lord Raingo, gerist í ófriðnum. — Nokkur leikrit lig'gja eftir liann, sem mikið þótti til koma. Seinasta bók lians mun vera Imperial Palace, gefin út i fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.