Vísir - 25.04.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 25.04.1931, Blaðsíða 2
VlSIR K—A—U—P—M—E—N—N. Ef ykkur vantar? JARÐARBERJA-SULTUTAU (1 lbs. & 2ja Ib. gl. & 7 lb. dnk). BLANDAÐA SULTU (1 lb. & 2ja Ib. gl. & 7 Jb. dnk.). APPELSÍNU-SULTU (1 Ib. gl.) þá hringið í síma 45 (3 línur). Bændaveldið. —o--- Kjördæmaverslun Framsóknar. Smásala. — Heildsala. —o— Stjórnin lætur jtaó í veðri vaka, að hún haí'i rofið þingið sökum þess, að uppvíst hafi orðið, að í ráði væri að gera svo stórfeldar breytingar á kjör- dæmaskipuninni, að bændur hefðu verið sviftir þeim álirif- um á stjórnmál landsins, sem þeir bafi haft um nær 100 ára skeið. Og Framsóknarflokkur- inn mun nú ætla sér að slá á þá strengi, í kosningabaráttu þeirri, sem fer i hönd, að bænd- ur verði að slá skjaldborg um þá menn, sem varðveita vilja þau helgu „réttindi“, sem bin gamla kjördæmaskipun lands- ins veiti þeim. Það eitt, að kjördæmaskipun- in er orðin því nær 100 ára gömul, er nú auðvitað nægilegt til að sanna það, að hún hlýtur að vera orðin ranglát og úrelt, svo stórfeldar breytingar sem orðið bafa í landinu á þessu árabili. Enda er ranglæti kjör- dæmaskipunarinnar svo aug- ljóst, að engin þörf er á að rök- ræða það. Og foringjar Fram- sóknarflokksins reyna heldur ekki að verja það ranglæti, sem þessi kjördæmaskipun hefir í för með sér, með öðru en því, að með því séu bændum trygð yfirráðin i landinu. En nú er það svo, um bænd- ur, eins og aðra menn, að þeir skipa ekki allir einn flokk. Bændurnir hér á landi skiftast aðallega í tvo flokka. Sumir þeirra fylgja Framsóknar- flokknum en aðrir Sjálfstæðis- flokknum. Það mun láta nærri, að þeir skiftist til belminga milli þcssara tveggja flokka. Nú berjast þessir tveir flokkar um völdin í landinu, annar helm- ingur bændanna á móti hinum. Sjálfstæðisflokkinn fyllir, auk bændanna, allur þorri ibúa í kaupstöðunum. En ranglát kjördæmaskipun veldur því, að sá flokkur kom ekki að, i síð- ustu kosningum, nema 14 þing- mönnum, en sá helmingur bændanna, sem fyllir Fram- sóknarflokkinn, kom að 18 þingmönnum. Hver þingmaður Sjálfstæðisflokksins liafði þó að baki sér tvöfalda kjósendatölu á við hvern þingmann Fram- sóknarflokksins. Þannig er ]>að augljóst, að það eru að eins „Framsóknar“- bændur, sem njóta góðs af ' ranglæti kjördæmaskipunar- innar. Aðrir bændur landsins eru svo að segja réttlausir. Og hin 100 ára gamla kjördæma- skipun getur á engan hátt trygt bændastéttinni yfirráðin í land- inu; hún gefur að eins þeim bændum, sem fylla Framsókn- arflokkinn meiri rétt en hinum, en hún tryggir þeim þó ekki heldur yfirráðin. Og foringjar „Framsóknar“- flokksins, sem með engu móti vilja unna þeim helmingi bænd- anna, sem Sjálfstæðisflokkinn skipar, jafnréttis við Framsókn- arbændurna. Þeir hafa sýnt það, að þeim er ekki annara um bændaveldið i landinu en svo, að ]>eir cru altaf reiðubúnir að versla við jafnaðarmennina, og selja þcim meira og meira af þeim réttindum og þvi valdi. sem ])eir lála í veðri vaka, að þeir vilji láta bændurna sitja að. En þessi vershin við jafnaðar- menn er þó þeim skilmálum bundin, að Framsóknarflokkur- inn fái að fara mcð völdin. Framsöknarflokkurinn komst til valda, með stuðningi jafn- aðarmanna, eftir síðustu kosn- ingar. — Jafnaðarmenn seldu stuðninginn fyrir ýms fríðindi, en þeir kröfðust auk þess fleiri þingsæta. — Framsóknarmenn voru fúsir að versla við þá, en vildu þó ekki gera neina gagn- gerða breytingu á kjördæma- skipuninni, af ótta við það, að Sjálfstæðisflokkurinn nyti góðs af því. í fyrstu reyndu þeir að friða jafnaðarmenn með því, að selja þeim rétt ])eirra i smásölu. Þannig samþyktu þeir, að gera Hafnarfjörð að sérstöku kjör- dæmi og taka þingmanninn af íbúum Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Þó að bændur í Gullbr.- og Kjósarsýslu væri með því sviftir áhrifum og bændaveldið rýrt, ])á skifti það ekki máli, af því að þar átlu Sjáffstæðismenn í hlut. En Jafnaðarmenn lctu sér þetta ekki lynda. Þeir vildu fá þingmannatölu í hlutfalli við kjósendatölu sína. — Þá fóru Framsóknarmenn að undirbúa heildsölu á kjördæmum í hend- ur jafnaðarmanna. Sú verslun var fyrirhuguð þannig,,að land- kjörið skvldi lagt niður og þeim þingsætum, sem þannig losn- uðu, síðan skift á milli jafnað- armanna og framsóknarmanna, með stofnun nýrra kjördæma og fjölgun þingmanna i kjör- dæmum, þar scm örngt væri, að jafnaðarmenn eða framsókn- armenn væri í meiri liluta eða nvti þingmannafjölgunarinnar. Þannig var það boðið fram, að gera Siglufjörð og Neskaup- stað i Norðfirði að sérstökum kjördæmum, fyrir jafnaðar- menn, og jafnvel að bæta við einum þingmanni í Reykjavík. Og i ráði mun bafa verið, að bæta við einum ])ingmanni i Suður-Þingevjarsýslu. Foringjar Framsóknarflokks- ins voru þannig ekki að eins reiðubúnir að gcra brevtingar á kjördæmaskipuninni, með fjölgun kjördæma, þeir voru þess albúnir að svifta bændur áhrifum, með þvi að leggja nið- ur landkjörið. Þeir voru þess al- búnir, að rýra vald bændanna og auka vald iafnaðarmanna. Þeir voru ])ess albúnir að taka upp heildsöluviðskifti við jafn- aðarmenn á þeim grundvelli, að taka réttindi og áhrif af Sjálf- stæðisbændum og fá þau í liend- ur jafnaðarmönnum í kaupstöð- unum. — Þannig standa þeir á verði um bændaveldið í landinu, foringjar Framsóknarflokksins. Það var augljóst, að jafnaðar- menn og framsóknarmenn liöfðu bohnagn til þess í þing- inu, að fá það samþykt, að leggja niður landkjörið. Þegar af þeirri ástæðu var Sjálfstæðis- flokkurinn tilnevddur að taka upp samninga við jafnaðar- menn, um breylingar á kjör- dæmaskipuninni, auk þess sem þeirri kröfu liefir ár frá ári ver- ið að aukast fylgi meðal Sjálf- stæðismanna, að' kjördæmaskip- un og kosningalögum yrði breytt þannig, að allir kjósend- ur, hvar sem er á landinu, fengi jafnt atkvæði um landsmál. Símskeyti —o---- Paris 24. apríl. United Press. FB. Dánarfregn. Látin er hér Isabella, frænka Al- fonso fyrrverandi konungs, áttatíu ára gömul, eftir langvarandi las- leika. Hún kom hingað eftir að Al- fonso afsalaði sér völdunúm. Madri 24. apríl. United Press. FB. Þjóðþingskosningar á Spáni. Búist ér við, að kosningar til þjóðþings fati fram 21. júní. Ca- bellero, verkamálaráðherra, hefir verið falið að útbúa boðskap um að veita öllum kosningarrétt, sem hafa náð tuttugu og þriggja ára aldri, i stað tuttugu og fimm ára. Einnig hefir verið hafið undirbúningsstarf um tilhögun þingkosninganna. NRP 24. apríl. FB. Bæjarrekstur á kvikmyndaleik- húsum. Hagnaður af kvikmyndasýning- um í Osló varð kr. 736.000 árið sem leið, eða 100.000 meira en árið þar á undan. Tvö hundruð þúsund krónum af ])essári upphæð verður varið til menningarmála. NRP 24. april. FB. Dómur í máli Diisseldorf- morðingjans. Dússeldorf-morðingmn, sem á- sakaður hafði verið um að hafa framið fjölda glæpa, var fundinn sekur um níu morð, og var dæmd- ur til lífláts. Ottawa 24. apríl. United Press. FB. Frá Watkinsleiðangrinum. Stjórnarvöldin liafa tilkynt, að ógerlegt sé að freista þess frá Canada, að gera tilraun til að koma til hjálpar Augustine Cortauld, sem er ])átttakandi í leiðangri Watkin’s hins breska til Grænlands. Leiðang- ur þessi var farinn til þess að athuga flugslcilyrði á leiðinni milli Canda og Bretlands um Island og Grænland. Seinast, er menn vissu til Courtauld’s, var hann 140 sjómílur frá Ang- magsalik. London: í ráði er að senda flugvélar til Austur-Grænlands, um Færeyjar og Island, til að- stoðar Watkins-Ieiðangrinum. Srnjdr og smjOrllki. :-O-- Fyrir nokkrum árum auglýsti smjörlíkisgerð i Rvík fjörefni (vitamin) í smjörlíki sinu. Heil- brigðisnefnd bæjarins lét þá prófa þessa vöru, með dýratil- raunum. Útkoman varð sú — eins og við mátti búast — að fjörefni var ekki í smjörlíkinu, sem neinu nam. Rottuyrðlingar, sem fóðraðir voru á því, tóku sjúkdóma (avitaminosis), og vesluðust upp. Nákvæm lýsing á tilraununum birtust í Lækna- bl. 1925, 8. tbl. Á síðustu árum hafa verið gerðar ýmsar tilraunir, til þess að smjörlíkið yrði jafngilt smjöri, að þessu leyti. Aðferðin sú, að blanda smjörlíkið efnum, sem verksmiðjur bafa fram- leitt og talið fjörefnarik. Ýmsar sm jörlikisverksmiðjur erlendis liafa varið miklu fé til slikra tilrauna. En svo má heita, að allt bafi komið fyrir ekki. Staðhæfingar smjörlíkisgerð- anna um fjörefni hafa ekki staðist rannsóknir á ábyggileg- um visindastofnunum. Hið sanna í málinu mun vera þetta: í verksmiðju má fram- framleiða smjörlíki, sem jafn- gildir nokkurn veginn vetrar- smjöri, að því er fjörefni snert- ir. En framleiðslan verður svo dýr, að því fer fjarri, að hún svari kostnaði. Þess vegna verða menn — enn sem lcomið er — að kaupa smjör, til þess að tryggja sér fjörefni í viðbitinu. Nýlega auglýsti ein verk- smiðja í Reykjavík fjörefni í smjörlíki. Var gefið í skyn, að framleiðsla verksmiðjunnar jafnaðist að ])essu leyti á við smjör, og liefði jafnvel í sér enn fleiri tegundir fjörefna en smjör! Þetta hefði einliverstað- ar erlendis þótt saga til næsta bæjar. En viti menn. Jafnharð- an auglýsa liinar verksmiðjur bæjarins, að þeirra smjörlíki sé lika auðugt að fjörefnum! Eg efast um, að svo ógætilega orðaðar auglýsingar mundu látnar óátaldar annarstaðar á Norðurlöndum, af heilbrigðis- völdunum. Engin af þessum verksmiðjum hefir fært sönnur á staðliæfingar sínar. Því miður eru allar líkur til, að fullyrð- ingar þessar séu ósannar, og skyldi enginn leggja trúnað á auglýsingar um f jörefni i smjör- líki, nema vottorð fylgi frá ransóknarstofu erlendis, er heil- brigðisstjórn landsins tekur gilda. Að jafnaði taka menn ekki lil þess þótt kaupsýslumenn kríli liðugt í auglýsingum sin- um, frekar en ])restur sem tal- ar yfir dauðum manni. Það er ekki fárast um, þótt eínhver kaupmaður auglýsi besta sæl- gætið í bænum eða bestu vind- lingana. En öðru máli er að gegna um lýsing framleiðanda á fjörefn- um 1 matvælum. Eins og hög- um þjóðféjagsins og matarliæfi nú er komið, verður heilbrigði kynslóðarinnar að byggjast á réttum hugmyndum, um hita- gildi og fjörefnagildi aðalfæðu- tegundanna. Káupmenskan fer of langt, þegar revnt er að raska staðreyndum vísindanna í þessu efni. Eg lcyfi mér hér með að skora á heilbrigðisriefnd bæjarins, að láta gera fjörefnarannsókn á smjörlíki því, sem framleitt er liér i bænum. Rannsókn þessa er ekki unnt að gera hér á landi, en verður að fela vísindastofn- ÍXÍOÍXSÍSÍSÍÍOiKXKÍÍÍriOOOOOOriOOÍX MOTORLAMPAR x X jj ern á&yggilegastlr. Umboðsmenn: Þórðnr Srelnsson & Co. SOOOOOOOOOOiXXXXXÍOOOOOOOOÍ Girðinganet galv. í 50 lengdar yds. rúllum, með %—3 þml. möskvum eru ný- komin. Verðið er miklu lægra en nokkru sinni fyr. VERSL. B. H. BJARNASON. un erlendis, sem laka má gilda til þessara athugana. G. Cl. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson (ferm- ing). Engin síðdegismessa. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. og kl. C síðd. guðs- þjónusta með prédikun. 1 spítalakirlcjunni í Hafnar- firði: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með pré- dikun. Slys. Sigtryggur Eiríksson lög- regluþjónn, datt af hestbaki um ld. 2 í gær, og meiddist all- mikið. Hann ætlaði upp í sveit ásamt tveim mönnum öðrum sér til skemtunar, og reið ung- um og fjörugum hesti. Réði hann ekki við hestinn og liljóp hann á bifreið á gatnamótum Laugavegs og Barónsstígs. Sig- tryggur bentist fram af hestin- um, yfir bifreiðina og kom nið- ur á andlilið í götuna og meidd- ist mikið á höfði, en hestinn sakaði lítið. Skíðamennirnir komnir fram. Tómas Bjarnason bóndi í Helludal kom i nótt að austan, og segir að skíðamennirnir Guð- mundur Skarphéðinsson skóla- stjóri á Siglufirði og Torvö skíðakennari hafi komið að Gigjarlióli á sumardaginn fyrsta. Ilöfðu þeir skilið eftir farangur sinn í nánd við Blá- fell. Færð var vond, en menn- irnir þó ekki þjakaðir til muna, samkvæmt síðari fregnum. „Verkin tala.“ Það hefir löngum verið erfitt og kostnaðarsamt að komast austur yf- ir Hellisheiði. Og ekki virðist sá kostnaður fara minkandi síðustu ár- in, að minsta kosti ekki þegar „stór- höfðingjar“ og „máttarstólpar þjóð- félagsins“ eiga hlut að rnáli. Samt hafa fargjöld með bifreiðum lækk- að. Síðastliðið ár kostaði ekki nema 5 kr. að sitja i ágætis hifreið austur að Selfossi, eða xo kr. báðar leiðir. Einn af höfðingjum stjórnarflokks-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.