Vísir - 11.06.1931, Blaðsíða 3
visiR
■ ........ ..—
1*
Markás Kristjánsssn
píanóleikari.
,*uidaÓisl i morgiin, ei'tir nokk-
arni daga legn i lungnabólgu.
Æfiatriða {w\ssa unga, efni-
lega listamanns verður síðar
getið.
þegn, og því útlendingur.Krafð-
jést italska stjómin þess, að ít-
iilekum Jiegni væri falin yfir-
st jóm Azione Cattolica.
Montevido, 10. júní.
Uuited Press.- FB.
Suðurhafsför Mawson’s.
l>iscovery, skip Sir Douglas
'Mawsons, lagðist fyrir utan
Montevideo á miðv.dag, er það
jcom úr ferð sinni til Suðurhaf-
Æssixa.
f»rír menn drukna við Þerney.
—o—
Um klukkan sjö i fyrrakveld
■vildi til það sorglega slys, að bát
bvolfdi rneð fjórum mönnum
Á Þémeyjarsundi, skamt frá
landi, og druknuðu þrír þeirra,
,en einn bjargaðist á sundi.
Þeir, sem druknuðu, voru
• þessir: Halldór Gíslason bóndi á
Skeggj astöðum, Ásm un d u r
Guðmundsson bóndi i Þerney
4>g Einar Gidtormsson, ung-
Jingsmaður í Þerney, ættaður úr
Holtum.
Fjórði maðurinn var ungling-
■or, sem lært liafði sund árið
1928, og bjargaðist hann til
Jands.
Orsök þessa slyss var sú, að
mennirnir höfðu kú i bátnum,
og varð hún til þess að hvolfa
honum.
1 gærmorgun var sendur bát-
nr héðan að lcita að likunum
<og annaðist lögreglan leitina.
Likin fundust öll og voru flutt
hingað í gærkvekli.
Halldór Gíslason var lcvænt-
ar maðm’ og átti fimm börn.
Foreldrar hans em á lífi og búa
hér í bænum, þau Gísli jám-
amiðm Eyjólfsson frá Dalbæ
og Sigríður Ilalldórsdóttir. —
Halldór var mesti dugnaðar-
maður. Hann fór búferlum að
Skeggjastöðum nú í fardögum.
Ásmundur Guðmundsson var
jsinnig kvæntur maður, og mun
fmfa búið á annað ár í Þernev.
Norskar
loftskeytaffegnir.
—o—
N.K.P.. 10. júní til 11. júni. FB.
Á ráðherrafundi í gær var til
nmræðu málaleitan frá lög-
jreglustjóranum á Þelamörk.
Fór Iiann fram á, að gerðar yrði
frekari ráðstafanir en í bans
valdi var til þess að koma í veg
fyrir óeirðir meðfram í'ljótinu
við Porsgrund. Akveðið var að
senda 2 tundurspilla og 2 tund-
urduflaskip. Skipin komu til
Porsgrund seint i gærkveldi og
voru sett á þá staði í fljótinu,
þar sem mest þörf var taliii á
og hentast til öryggisráðstafana
f gfer var alt með k\Trum
kjörum i Menstad og vinna haf-
Kjörsedill
vid ItlutbundliiaF alþingiskosuingax* í R.vík 12. júní 1931.
A-listi B-listi C-listi X D-listi
Héðinn Valdimarsson forstj. Sigurjón Á. Ólafsson afgrni. Ólafiu- I,'riðriksson ritstj. Jónína Jónatansdótir frú. Guðjón Benediktsson verkam. Ingólfur Jónsson bæjarst. ísaf. Brynjólfur Bjaruason kennari Rósinkranz ívarsson sjóm. Helgi Briem bankastjóri. Jónas Jónsson, alþm. B. Rögnvaldss. bvggingam. Pálmi Loftsson forstjóri. Jakob Möller bankaeftirlitsm- Einar Arnórsson prófessor Magnús Jónsson próf. theol, Helgi H. Eiríksson skólastj.
Þannig lítur kjörseðjllinn út el'tir að listi Sjálfstæðisflokksins hefir verið kosinn.
Sjálfstæðismenn og konur! Munið að setja krossinn fyrir framan D-listann, eins og hér er sýnt, en hvergi annars staðar.
in aftur. Margir lögreglumanna
þeirra, sem særðust, liggja enn
riunfastir.
Leiðbeiningar
fyrir kjósendur í Reykjavík.
—o— I
Kosningin fer fram i gamla
barnaskólanum við Fríkirkju-
veg og hefst klukkan 12 á há-
degi. Kjördeildir eru alls 20, af
þeim eru 19 i barnaskólanum,
en ein á Laugarnesi. Kjósend-
um er skift þannig í kjördeild-
ir:
1. kjördeild: Abelína Ás-
grímur Jóusson.
2. kjördeild: Áslaug Breið-
fjörð.
3. lcjördeild: Briem Er-
lendur.
h. kjördeild: Erlingur -
Guðbrandur.
5. kjördeild: Guðfinna
Guðmundur.
6. kjördeild: Guðni - Guð-
rún Nikulásdóttir.
7. kjördeild: Guðrún Odds-
dóttir — Heiðveig.
8. kjördeild: Helga Ingi-
björg Narfadóttir.
.9. kjördeild: Ingibjörg Odds-
dóttir — Jobnson.
10. kjördeild: Jón Alexand-
ersson — Jörundur.
11. kjördeild: Káaber
Kristján.
12. kjördeild: Kristjana —
Margrét Gunnarsdóttir.
13. kjördeild: Margrét Hall-
dórsdóttir — Ólafson.
l't. kjördeild: Ólafur —
Ragnheiður.
15. kjördeild: Ragnhild —
Sigríður Pétursdóttir.
16. kjördeild: Sigriður
Rafnsdóttir — Sívertsen.
17. kjördeild: Skaftfjeld —
Sörensen.
18. kjördeild: Teitur — Þór-
arinn.
19. kjördeild: Þorbergur —
Örvar.
Mjög er áriðandi, að allir
þeir, sem mögulega geta, kjósi
snemma. Verkamenn og versl-
unartolk á erfitt með að kjósa
fyr en komið er fram á kvöld
og má búast við, að þá verði
mikill troðningur i barnaskól-
anum.
Þegar kjósendur koma inn i
kjördeildina, bér þeim strax að
segja til nafns síns (fyrra
nafns) og hcimilisfangs haust-
ið 1929, því að eftir því mann -
tali er kjörskráin samin.
Sjdlfstæðismenn og konur!
Fjafrhehhið á kjörfund og mæt-
ið snrmma!
Ástandið I bænum.
—o—-
Það er nú varla um annað
meira talað en atvinnuleysið og
húsnæðisvandræðin í Reykja-
vik, enda ekki að ástæðulausu,
þar sem fjöldi handverks- og'
verkamanna gengur atvinnu-
laus um besta tíma ársins, en
sæmilegar ibúðir eru eftirsótt-
ar og yfirborgaðar, sem sjald-
séðir munir, ef í boði eru.
Við vitum að eitt mikilsverð-
asta atriðið í þessum málum er
veðdeildin, sem vegna í'jár-
skorts, kemur'ekki að neinum
notum, og gerir þetta svo til-
í'innanlegt. En þá liggur næst
að atbuga, livort eng'in leið sé
til að bæta úr þessu böli, at-
vinnuleysinu og' húsnæðis-
vandræðunum.
Jú, bvgging' smáhúsa er leið-
in.
Við ættum fyrir löngu að
hafa athugað, hve okkur er
nauðsynlegt að geta bygt smá-
hus, þó engin liúsnæðis eða at-
vinnuleysisvandræði steðji að.
En ef satt skal segja hefir ekki
og er enn ekki hægt að byggja
Inis á sæmilegum stað i Reykja-
vík, sem kostar imdir 25—30
þúsund krómim minst.
Maður sem um margra ára
skeið liefir ke]ist við að draga
saman nokkur þúsund krónur
i þeirri von, að geta með tím-
anum eignast skýli vfir sig og
sína, hefir. litlar likur til þess,
eigi liann ekki 18—30 þúsundir
króna í reiðum peningum.
Þetta er vægt sagt nokkuð stór
galli, og á sinn verulega þátt í
þvi ástandi sem rildr hér í bæn-
um. Okkur vantar nú þegar eitt
til tvö liundruð lóðir imdir smá
liús, smá húsahverfi á viðun-
andi stað í bænum. Og það virð-
ist nix ekki svo miklum erfið-
leikum bundið hvað landrými
sneriir, og þó götutroðningar
væru gerðir og vatn- og' skolp-
æðar væru lagðar í eitt eða tvö
fyrirliuguð götustæði, ætti það
ekki að iþjmgja bæjarfélaginu
svo mjög fjárliagslega, að það
væri ekki vinnandi vegur eins
og' sakir standa.
Eg veit imi marga menn sem
eiga um og yfir 10 þúsund kr„
að þeir hafa reynt ýmsar leiðir
til þess að koma upp húsi, en
allar hafa þær reynst ófærar.
Þessar smábyggingtir mundu
skapa f jölda manns leið til þess
að eigast sitt eigið hvis, auk
l>ess að það mundi draga vlr þvi
vandræðaástandi sem nú ríkir í
liúsnæðis og atvinnumálum
bæjarins.
En þetta mál jiolir enga bið.
Ef við fáum leigðar bygginga-
lóðir á sæmilegum stað, og
megum byggja lvús sem ekki
kosta meira en 10—15 þúsund
krónur. þá er möguleiki ska]i-
aður til þess, að draga lir lms-
uæðis og atvinnuleysi i bænum.
Að slíkt smáliúsahverfi mimdi
skemma útbt bæjarins, nær
engri átt, eg iilit miklu frekar
að það yrði til verulegrar prýði,
auk þess að ætið er skemtilegra
að búa í snotru einbýlishúsi en
innan um margtfólk i leiguhús-
unum.
Eg efast ekki um að allir
bæjarbúar sjái, hve nauðsyn-
legt er að hrinda þessu máli i
framkvæmd og skora því á
bæjarstjórn og bygginganefnd
að gera sitt til, að þetta mál nái
sem f\Tst fram, að gaiiga.
Þorkell O. Ingibergsson.
veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík' 8 st., Isafirði 4,
Akureyri 6, Seyðisfir'ði 5, Vestin,-
eyjum 6, Stylddshólmi 7, Blöndu-
ósi 7, Hólum i Hornafirði 7,
Grindavík 9, Færeyjutn 7, Juliane-
haab 1, Angmagsalik 7, Jan Mayen
3, Hjaltlandi 8 st. Skeyti vantar frá
öðrum stöðvum. — Mestur. hiti hér
í gær 12 st., minstur 4 st. Sólsldn
10,7 klst. — Lægðin yfir Bretlands-
eyjum virðist.hreyfast lítið úr stað.
Hæð yfir Grænlandi og íslandi. —
Horfur: Suðvesturland: Austan
kaldi. Léttskýjað og sennilega þurt.
Faxaflói, Breiðafjörður: Norðan
og norðaustan stinningskaldi. Létt-
skýjað. Vestfirðir. Norðurland:
Norðaustan stinningskaldi. Úr-
komulaust og víða léttskýjað. Norð-
austurland, Austfirðir: Norðaustan
stinningskaldi. Skýjað, en úrkomu-
lítið. Suðausturland: Norðaustan
átt, sumstaðar allhvast. Úrkomu-
laust.
Hjónaband.
Á morgun verða geíin saman i
hjónaband í Kaupmannahöfn, ung-
frú Ingibjörg Stephensen frá
Bjarnanesi og Bjöni Jónsson vél-
stjóri hjá Eimskipafélagi íslands.
Ungu hjónin búa á Grand Hotel í
ICaupmannahöfn, og kpma heim
með „Brúarfossi“ 22. ]j. m.
Prófprédikun.
Garðar Þorsteinsson guðfræði-
kandidat, flytur prófprédikun sína
i dómkirkjunni laugardaginn 13. þ.
m. kl. 11 árd. Allir velkotnnir.
Útborganir Síldarcinkasölunnar.
Heyrst hefir, að Héðinn Valdi-
marsson hafi skýrt frá því á Al-
þýðuflokksfundi í gærkveldi, að
Síldareinkasalan væri búin að greiða
viðbótarútborgun til síldareiganda,
hér. En þessi fregn er tilhæfulaus.
Um hádegi í dag, 11. júní, voru
enn engir peningar komnir að norð-
an til Landsbankans hér. Verður
þetta að teljast ó\’erjandi hirðuleysi
af sildareinkasölurmi, ]>vi að Rússa-
vixlamir voru seldir fyrir nærri
mánuði síðan, fyrir milligöngu ís-
lenska sendiherrans i Khöfn, og
peningarnar hingað . komnir : fyrir
tneira en hálfum mánuði. En eftir
peningunum haía memi beðið síð-
an i haust, og átti einkasölunni að
vera vorkunnarlaust að vera við því
búin að skifta þeim þegar í sta'ð.
er þeir loks komu.
Visir
er sex síður i tlng.
Útvarpið í dag'.
Kl. 19,30: Veðurfregnir. —
20,30: Grainmófónhljómleikar
(strengjakvartett). Beetboven:
Kyartett í f-moll. — 21: Veður-
spá. Fréttir. — 21,25: Grammó-
fónhljómleikar (kórsöngur).
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins
biður alt það i'ólk, sem beðið hef-
ir verið um að aðstoða við kosning-
arnar og svo aðra, er vilja aðstoða,
að mæta i Varðarhúsinu (uppi) kl.
11% árdegis á morgun.
Spegillinn
kemur út á morgun, vegna
kosninganna.
Veitingaleyfi 17. júní.
Þeir, sem gera viljti tilboð i veit-
ingaley.fi á íþróttavellinum 17. júrií
og næstu daga, á íþróttamóti félag-
anna, eiga að koma ]>cim til Erlends
Péturssonar, skrifstofu Sameinaða,
fyrir kl. 6 síðd. á morgun. Sbr.
augl. í blaðinu í gær.
Knattspyrnumót íslands.
3. leikur fór frarn í gærkveldi,
og voru það Fram og K. R. sem
áttust við. Leikmenn voru þeir
sömu og áður. Veðrið var leiðin-
legt og hvorki kappliðar né áhorf-
endur i góðu skapi. —- Framarar
hertu sig samt mikið og voru mik-
ið skarpari en þá er þeir léku á
móti Víldiig. Léku ]>eir yfir höfuð
af miklum dugnaði, en vantaði hina
miklu leikni sem Iv. R. menn hafa
náð. Enda hafði K. R. yfirtökin
í leiknum og vann hann með 5
mörkum gegn 1. Miðframherjar
K. R. þeir Gísli, Þorsteinn Einars-
son og Kragh skoruðu mörkin hjá
Fram. Markið sem Fram gerði hjá
K. R. var fullkomið vafamark.
Dómarinn (Axel) var ekki eins ná-
kvæmur i gær og endranær. Hann
ver'Jjur að muna, a'ð það eru mikl-
ar kröfur gerðar til hans sem dóm-
ara. — Framarar verða að halda
áfram að æfa sig. Þeir eru allir
ungir og efnilegir menn, sem með
góðri kenslu og æfingu geta orðið
agætir knattspymumenn. K. R.
menn leika altaf vél, en trúað get
eg því, að' Víkingur reyníst þeim
erfiður í úrslitakappleiknum á
sunnudaginn, ef þeir herða sig ekki
betijr en í gær.
I kveld kl. keppa Vaiur og
Víkingur og verður það án efa
fjörugur kappleikur.
Þ?i>stw.