Vísir - 01.07.1931, Side 2

Vísir - 01.07.1931, Side 2
VISIR * Grpaf Zeppelin kom til Reykjavíkur í morgun. Reykvikingar vöknuðu við mikinn gný i morgun kl. (P/2, þegai*'„Graí' Zeppelin14 sveif yf- ir bæinn. Hans var í gærkveldi von um hádegi í dag, en varð þetta á undan áætlun. Fólk ]>usti á fætur, ungir sem gamlir, og þaut úl á göfur, sumt fáklætt, til þess að liorfa á loftfarið. Fn áðuí en varði var Zeppelin horfinn og kominn á livarf við Akrafjall, en kom aft- ur um kl. 8, og fór þá hægt og hljóðlega vfir bæinn. A meðan ])essu fór fram, hafði fjöldi manna safnast sam- an á Skólavörðuholtinu og suð- ur á Eskihlíð, og þangað var póstur fluttur í bifreið og leið- armerki sett á háhæðina. Um kl. 8 flaug Zeppelin yfir Eskildið og fleygði út póstpoka i fallhlif, og kom liann nið- ur á hæöina skamt vestan við Hafnarfjarðarveginn. Síðan var kaðli rennt niður úr loftfarinu, og tókst að handsama Iiann i annari atrennu, en mannfjöld- inn laust upp fagnaöuropum á meðan loftfarið sveif yfir liæð- inni. Póstpokarnir voru síðan fest- —o— Madrid 30. júní. United Press. FB. Frá Spáni. Sljórnarskrániefnd sú, sem skipuð var af bráðabirgð&lýð- veldisstjórninhi, til þess að semja uppkasl að stjórnarskrá fyrir hið spánverska lýðveldi, lauk störfum á mánudag. I nefndinni voru eingöngu lög- fræðingar og var forseti nefnd- arinnar Angel Ossorio. í stjórn- arskrárfrumvarpinu eru ströng ákvæði til þess að tryggja rétt- indi einstaklingsins. Þjóðþing- ið verður i tveim deildum, full- trúadeild, og efrimálstoFa eða öldungadeild (senat). Þing- mannatala 240. Þingið kemur saman 2. október ár hvert. Efri málstofan og fulltrúadeildin lcjósa forseta lýðveldisins til sex ára i senn. Forseti getur rofið fulltrúadeildina, en ekki efri málstofuna, en sé fulltrúa- deildin rofin, verður að kalla þing saman aftur innan sex- tíu daga. I stjórnarskrárfrum- varpinu er einnig gert ráð fvr- ir aðskilnaði rikis og kirkju og kosningarrétli kvenna. Saloniki ,‘>(). júní. United Press. FR. Óeirðir í Saloniki. Tíu menn biðu bana, en fim- ir við kaðalinn og dregnir upp i loftfarið í einu lagi, en eftir það lagði Zepjtelin af stað um kl. 8,15 og hélt suður yfir Reykjanesfjallgarð, austanvert við Krýsivik, og sá það síðast til hans, að liann bélt austur með ströndinni og hvarf á bak við fjöllin. í póstinum, sem héðan var sendur, voru: 4360 ábyrgðarbréf, 3480 ábyrgðarpóstspjöld, 1728 almenn bréf og 2322 almenn bréfspjöld. og var allur póstflutningurinn um 70 kg. að þyngd. Einhverjum miðum varflevgt út úr loflfarinu, en ekki veit Vísir, hvað á þá var letrað. Veður var gott, en alskýjað loft. Þó mun hafa verið sæmi- lega gott skygni úr loftfarinu. Fánar voru dregnir á siöng viðsvegar um bæinn, og vakti koma loftfarsins mikla alhygli, og þótti svipmikil sjón að sjá það líða vfir bæinn. Þegar það var næst jörðu, mátti glögglega sjá far])egana, sem veifuðu kveðjum lil bæjarbúa. tíu særðusl, er Gyðingum og Grikkjum lenti saman eftir vikulangar deilur. í uppþoti í gær meiddust einnig tuttugu og fimm menn. - Kveikt var í mörgum liúsuin i Gyðinga- hverfinu. Tvö hundruð hús hafa verið lögð i eyði. Margir meiddust í búsbrununum. . Khöfn 30. júni. (Frá fréttarilara FB.). Deilan um Austur-Grænland. Margir heimta, að Noregs- stjórn viðurkenni landnám norsku veiðimannanna. Áform stjórnarinnar enn þá óviss. Stjórnarblaðið Nationen býst við því, að Noregsstjórn heimti að Danir afsali sér rétti til yf- irráðaframkvæmda á meðan núverandi samningur er í gihii, annars muni Noregáktjórn við- urkenna landnám veiðimann- anna. Fairbanks 30. júní. United Press. FB. Heimsflugið. Posl og Gatty lentu kl. 11,25 (Kyrrahafstími) hjá Nome, fóru þaðan kl. 4,32 e. h. Lögðu af stað kl. 3,20 áleiðis til New York um Cleveland, Ohio, eða Edmonton, Alberta, C’anada. Búast við að komast til Néw York á miðvikudag, og hafa þá lokið hnattfluginu á átta dögum. • 1. júlí er símað frá Edmon- ton: Post og Gatty lentu hér kl. 6,30 í gærkveldi. CJtan af landis Siglufirði 30. júní. FB. íþróttaflokkur K. R. fór frá Akureyri í gær kl. 4, á Goða- fossi, áleiðis til Húsavikur. Mörg hundruð Akureyringa fylgdu þeim að skipshlið og árnuðu þeim fararheilla, en formaður K. R. þakkaði Akur- eyringum, og þó einkum K. A. fyrir hið rausnarlega boð þeirra til Akureyrar og liinar ágætu viðtökur þar. Komið var til Húsavíkur um kl. 9 og kl. 10 um kvöldið hófst glímu- ke])ni og fimleikasýning í sam- komuhúsi kaupstaðarins. Tók- ust sýningarnar vel og var þeim vel tekið af áhorfendum, sem voru cins margir og hús- ið tók. Kl. 11% var háð knatt- spvrnuæfing við Húsvíkinga og stóð hún yfir fram undir kl. 1 um nóttina. Friðþjófur Pálsson sá ágætlegá mn móttöku K. R. á Húsavik. Ymsir félagar fóru út um sveitir í smá-skemtiferð- ir, því veður var unaðslegt. Kl. 2VÍ um nóttina voru allir komnir um borð og var þá lagt af stað hingað til Siglufjarðar. Héðan verður farið kl. 4 í dag áleiði^ lil ísafjarðar, með við- komu á Hesteyri. Mentaskólanum var slitið í gær, og luku þessir stúdentar prófi: _ Máladeild: Árni Jónsson, Baldur Magn- ússon, Bjarni Bjarnason, Egill Sigurgeirsson, Eljsabet Isleifs- dóttir, Erlingur Þorsteinsson, Friðþjófur (i. .Tohnsen, Geir Borg, Guðrún Jónsdóttir, Gunn- ar Corlez, Gunnar Möller, Hulda Jakobsdóttir, Ingólfur Blöndal, Jens Benediktsson, Jón Eiríksson, Jón Magnússon, Magnús V. Magnússon, Magn- ús Runólfsson, Oddgeir Magn- ússon, Pétur Johnson, Pétur Ólafsson, Snæbjörn Kaldalóns, Sveinn Þórðarson, Sölvi Blön- dal, Þormóður Ögmundsson, Þorsteinn Björnsson, Þórunn Hafstein, Þuríður Briem. Uianskóla: Egill Kristófersson. Stærðfræðideild: Áki Jakobsson, Baldvin Jóns- son, Edvard Árnason, Gunn- laugur Björnsson, Halldór Jónsson, Hólmgrímur Jósefs- son, Ingólfur Þorsteinsson, Kjartan Þórðarson, Kristján Guðm. Guðmundsson, Leifur Bjarnason, Pétur Sigurðsson. 25 ára stúdentar afhentu rektor brjósflíkneski Jóns Sig- urðssonar, og þakkaði hann gjöfina og kvaddi að lokum nemendur með ræðu. Útvarpið í dag. Kl. 19,30: Veðurfregnir. — 20,10: Erindi: Síldarleit úr lofti (dr. Alexander .Tóhannes- son). — 20,30: Grammófón- hljómlcikar: Bralnns: Quartett op. 51, nr. 1, a-moll. — 21: Veðurspá og fréttir. — 21,25: Grammófónhljómleikar (Kór- söngur): Kringum heyvagninn og Rússn. Barcarolo (rússneslc þjóðlög), sungin af kvartetl. I). M. Johansen: Skjenkersvei- nen og Conradi: Solnedgang, sungin af Gulbergs Akademiske Kor. Rússneskt þjóðlag: Ivó- sakka-vögguljóð, sungið af Don Kósakkakómum. íslenskar landlagsmyndir. Þenna og næsta mánuð látum við heilan myndaflokk, Nr. 55—100, af hinum fallegu brúnu Teofani ljósmynd- um (lanúslagsmyndum) fyrir 25 arðmiða úr SWASTIKA cigarettum. Að eins heill myndaflokkur aflientur í einu. Gildir til 1. ágúst. Þópdup Sveinsson & Co. Hafnarstræti 10. « Grænlandsflng von Gronan. Þess hefir áður verið getið i Vísi, að von Gronau’s sé von hingað i þessum mánuði. Verð- ur það í þriðja sinni, sein von Gronau l'lýgur hingað. Fyrsta flug hans hingað var kallað skólaflug, en von Gronau cr flugskólastjóri. Leyndi það sér þó ekki tii lengdar, að annað og meira vakti fyrir Iionum en það eitt, að þjálfa nemendur sina á langflugi. Þjóðverjar hafa lengi liaft mikinn áhuga fyrir því, að koma flugsam- göngum sínum við aðrar heimsálfur í gott liorf, enda standa þeir þjóða fremstir á sviði flugmálanna. Hins vegar heí'ir það allmjög háð fram- kvæmdum af þeirra hálfu á ])essu sviði sem öðrum, live fjárhagur þeirra er örðugur siðan eftir heimsstyrjöldina. Þegar v. Gronau kom hing- að öðru sinni i Dornierwal- flugbát sínum, lét liann held- ur eigi annað uppskátt en að um skólaflug væri að ræða. Áður hafði þó kvisast, að hann mundi ætla sér alla leið til Vesturheims, en þvi neitaði hann. Þá fyrst, er liann var kominn nær miðja vegu vfir Grænlandshaf var það vitað með vissu, að liann var á leið til Vesturheims um Grænland. Þótti sú l'lugferð hin frækileg- asta. Nú kemur von Gronau liing- að bráðlega i þriðja sinn og flýgur héðan til Grænlands. Þar ætlar hann svo að fljúga með ströndum fram og yfir Grænlandsjökla. Tilga'ngurinn er að kynnast sem best stað- Iiáttum á Grænlandi, veður- og lendingarskilvrðum. Mun óhætt að fullyrða, að ef von Gronau kveður upp þann dóm, að skilvrði séu fvrir liendi í Grænlandi til þess að útbúa öruggar flughafnir, að sá draumur rætist nú innan langs tíma, að reglubundnar flug- ferðir hefjist að sumarlagi milli Evrópu og Ameríku, um ísland og Grænland. Eins og í fyrri flugferðum sínum tveim norður á bóginn, leggur' von Gronau einnig upp frá eyjunni Sylt við vestur- strönd Slésvíkur. Ráðgerir liann að leggja af stað þ. 20. þ. m. Notar hann nýjan Dor- nierwal-flugbát, sem í eru tveir 700 hestafla hreyl’lar. Bensín getur liann tekið til 10—12 klst. flug's. Flugbáturinn getur farið með alt að 170 kílómetra hraða á klukkustund, og því má vel vera, að von Gronau fljúgi frá Sylt til Reykjavikur á einum degi. Þýski veðurfræðingurinn dr. Baumann mun nú vera lagður af stað sjóleiðis frá Kaup- mannahöfn til Grænlands. Tek- ur hann þátt í rannsóknaflug- ferðum von Gronau’s þar í landi. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., Isafirði 10, Akuréyri 13, Seyðisfirði 10, Vestniannaeyjum 8, Stykkishólmi 10, Blönduósi 9, Hólum i Horna- firði 11, Grindavík 10, (skeyti vant- ar frá Raufarhöfn, Julianehaab og Tynemouth), Færeyjum 13, Jan Mayen 1, Angmagsalik 10, Hjalt- landi 10, Kaupmannahöfn 12 st. Mesttir hiti hér í gær 15 st., minstur 5 st. Sclskin 6,5 stundir. Grunn lægð fyrir vestan land og norðan, en víðáttumikil háþrýstisvæði fvrir sunnan og suðaustan. — Horfnr: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- f jörður, Vestfirðir : Sunnan og suð- vestan gola. Skýjað loft og sum- staðar lítilsháttar rigning. Norður- land. norðausturland, Áustfirðir, suðausturland: Hægviðri. Urkomu- laust og víðást léttskýjað. Gullbrúðkaupsdag' eiga í dag frú Vilborg M. Andrésdóttir, fyrrum ljósmóðir í Ólafsvík og Bjarni Þorkels- son skipasmiður. Þau lijónin fóru í morgun austur í Laugar- dal, sér til skemtunar. Hjúskapur. Á laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðs- syni ungfrú Ólafía Sigurðardóttir og Gústaf A. Gíslason. Heimili ungu hjónanna er í Hvammi við Laugarnesveg. Sama dag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Þórlaug Sigurðardóttir og Ivristófer Óskar Vigfússon. Heim- ili þeirra er á Skólavörðustig 42. Trúlofanir. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Sigríður Jónsdóttir, Hrafn- tóttum, Holtum, og Ingvar Þórð- arson. trésmiður, Efribrekku við Brekkustíg. Einnig hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Dagmar Hulda Þor- björnsdóttir, Klemenssonar tré- smiðs í Hafnarfirði, og Eiríkur Kristjánsson, Norðurkoti á Vatns- leysuströnd. Lúðrasveit Beykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 8Ví> í kveld, ef veður leyfir, undir stjórn Páls ísólfssonar. Gagnfræðaskóla Reykvíkinga var slitið i gær. Þar luku 29 nememlur gagnfræðaprófi, 13 náðu æðra marki með einkun frá 7.19 til 5.69 og 16 með eink- un frá 5.49 til 3.78. Þeir, sem æðra marki náðu, fá aðgang að

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.