Vísir - 05.09.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1931, Blaðsíða 2
VÍSIR stórt og sterkt, á lijólum, sérstaklega vel lagað til fjárböðunar, verður selt með tækifærisverði. Símskeyti —o--- Osló, 4. sept. United Press. FB. Leitin að Nautilus. Ríkisstjórnin hefir gert ráð- stafanir til þess að hjálparleið- angur geti farið af stað með litlum fyrirvara. Riiser-Larsen liefir flugvélar reiðubúnar i Bergen til- þess að taka þátt í leitinni. Búist er við að eimskipið Veiding, sem nú er í Hammer- fest, fari og leiti að Nautilus. Sé skipið á þeim slóðum sem menn ætla, verður Veiding sól- arhring á leiðinni þangað. Síðar: Veiding er nú útbúið öflugum loftskeytatækjum og fer að því búnu rakleiðis norður á bóginn að leita að Nautilus. (Þessi seinasta frcgn er frá Ad- vent Bay og má því vera, að rangl sé, að Veiding sé, þar, en .ekki í Hammerfest, eins og seg- ir í fyrra skeytinu). Oslo 4. sept. United Press. FB. Ljós, sem menn eigi vita hv.ern- 5g á stendur hafa sést vi;5 Ekman Rav, og er bátur lagöur af sta‘5 frá Longyear City til þess að kom- ast aö raun um hvört Wilkins hafi lent þar. Þegar menn seinast vissu'til Nautilus var hann í nánd \ io Wide Bay, en nú er tali‘5 fært. milli Wide Bay og Ekman Bay, og ætla menn þvi. aö eigi sé úti- lokað að Wilkins sé kominn þang- a‘6. — GæsluskipiS Fridthjof Nan- sen er fariö frá Harstad aö leita aö Nautilus. Tromsö 5. sept. United Press. FB. Nautilus kominn í leitirnar. Veöurathugunarstööin. kveöst hafa haft samband viö Nautilus í morgun. Alt i besta lagi á kaf- kafbátnum. Santigo, 4. sept. United Press. FB. Frá Chile. Nokkur kyrð* virðist vera að koma á aftur. Lögregluliðið og herlið á verði hvervetna i l)org- inni. Kaupm.höfn 4. sept. United Press. FB. F orvaxtahækkun. Forvextir hafa hækkað úr í 414%■ Barcelona 5. se])t. United Press. FB.‘ Verkfallinu í Barcelona lokið. Allsherjarverkfallinu er lokiö. Vinna liefsl í dag. j||j Alþjóðasamhjálp SQ verkalýðsins. „TDRR8ÍB“ rússnesk kvikmynd í í) þáttum, eftir leikstjórann Turin, verður sýnd að til- lilutun A.S.V. í Nýja Bíó sunnudaginn ö. sept. kl. 2 e. li. Á undan sýniugu flytur Einar Olgeirsson stult erindi. Aðgöngumiðar kosta kr. 1,50 og verða selctir í bókaverslun Sigf. Ey- mundssonar og við inn- ganginn. lok. íþaldsmenn munu léggja á- herslu á aö kosningar fari fram bráölega. Norskar loftskejtafregnir. —o-- NRP., 4. sept. FB. Menn ótfast alment allmjög um afdrif kafbátsins Nautilus, sem ekkert liefir frést frá siðan á laugardag. Samkvæmt skipun frá landsímastjóranum er hlust- að eftir Nautilus frá Svalbarða, Fauske og Rundeman loft- skeytastöðvunum, en allar til- raunir til þess að komast i loft- skeytasamband við hann liafa reynst árangurslausar. Jæger, skipstjóri á kolaskipinu „Inger III.“, sem kom. til Longyear- bæjar í gær, segist hafa lieyrt loftskeytamerki Nautilus, en þau hafi verið óskýr og eigi gerlegt að skilja þáu. Hoel do- cent segir í viðtali við Tidens Tegn, að ef mörg dægur liði svo, að ekkert fregnist af Nau- tilus, verði að hefjast handa og senda leitarleiðangur án tafar. Gæsluskipið Fridthjof Nansen frá Harstad verður ef til vill sent. Jafnvelþó kafbátnum hafi hlekst á er ekki útilokað, að erin sé liægt að hjarga áliöfninni. Helland Hansen prófessor lield- ur, að engin ástæða sé til að ótt- ast um afdrif Nautilus enn sem komið er. Áðm* en Wilkins fór af stað hafi hann lálið í ljós, að hann mundi leggja áhers-lu á að tefla ekki lifi manna sinna í liættu og jafnvel þótt ekki frétt- ist til kafbátsins um nokkurt skeið, væri óþarft að gera út hjálparleiðangra. London 5. sept. United Press. FB. Frá Bretlandi. Snowden fjármálaráðherra flyt- ur fjárlagaræöuna á fimtudaginn. Kaupsýslumenn búast viö auknum skatti á tei. bjór, tóbaki og skemt- tmum þar sem samkomulag hefir nú náöst innan stjórnaririnar, um fjárhagsmálin, er búist viö aö þing veröi rofiö, þá cr þaö hefir.af- greitt sparnaöarmálin, og nýjar kosningar fari fram fvrir október- NRP. 4. sept. FB, Á árshátiö háskólans í Oslo í gær tilkynti ’Saeland rektor, aö Throné Plolst forstjóri hefði gef- iö háskólanum 200.000 kr. til þess aö launa prófessor í „Ernærings- fysiologi“. Atkvæöagreiöslur i verkalýös- félögunum hófust í gær. Blööin telja líkur til þess, aö meirihlutf verkamanna muni fallást á tillög- ur sáttaseinjara'. Snoppa Edda á ný-nopsku. —o— Eigi mun Snorra Sturluson hafa órað fyrir þvi, að Edda hans færi eins vítt um lönd, í Útgáfum og þýðingum, og raun ber vitni. Árið. sem leið gaf Gustav E. Raabe, bóksali i Osló, úl skrá yfir allar þær útgáfur, sem kunnugt er um af höfuðrit- um Snorra — Heimskringlu og Eddu lians. Eru þar taldar 69 útgáfur af hinni fyrri, en 51 af þeirri síðari. Einnig sýnir skrá Raábes það, að nefnd rit liafa þýdd verið á eitthvað 12 tung- ur. Það er því ekki ofsögum sagt, að l>au hafi orðið óvenju- lega yíðförul. Frændþjóðir vorar á Norður- löndum hafa lengi átt Snorra Eddu i mörgum útgáfum og þýðingum. En það má með tíð- indum leljast að i liitt eð fyrra kom þessi merkisbók fyrsta sinni út á ný-norsku. Fyrir mörgum árum siðan (1912) hafði skáldið Ivar Morlensson- Egnund þýtt ágætlega á ný- norsku úrval úr Sæmundar Eddu. Ný-norska þýðingin á Snorra Eddu nær eigi heldur yfir nema nokkurn hluta frumrits- ins, Gylfaginning og kafla úr Skáldskaparmálum. Enda nefn- ist hún: Snorre Sturlason. Den Norröne Gudeheimen. Gylfa- gínning og Gudesegnene i Skáldskaparmál or Snorre- Edda. Þýðandinn er Enok Op- sund, lektor í Skien, fæðingar- bæ Ibsens; en útgefandi er Olaf Norli í Oslo. Þessi er tilgangur lektors O])- sunds með þýðingunni, en ís- lenskum lesendum mun eigi verða skotaskuld úr að skitja ný-noskuna, nema einstaka orð: „Fyreinaalet med denne fyrste umsetjingi til ny-norsk av Gylvaginning og noko av Skáldskaparmál or Snorre- Edda, var á gjeva norske lesar- ar som ikkje makta gamal- norsken, höve til á gjera seg kjende med den gamla gude- trui vár i eit mál sem lág so nær uþp til det gamle lijá Snorre som det var mogleg for ei umsetjing.“ Auk þess bendir þýðandi á, að i hinni ágætu bók P. A. Munchs Norröne Gude- og- Heltesagn séu goð- sagnirnar endursagðar en ekki þýddar. Bók Opsunds fyllir því autt skarð í norskum bókment- um. í þýðingunni er fylgt annari útgáfu Finns prófessors Jóus- sonar af Snorra Eddu (1926). Hefir þýðandinn því auðsjáan- lega viljað byggja traustlega hvað textann snerti. Hann liefir einnig valið kaflana úr skáld- skaparmálum með hliðsjón af þeim liluta þeirra, sem er í hinni dönsku þýðingu Finns prófessors af Gylfaginning' (1902). Hvernig hefir lektor Opsund tekist þýðingin? Hönum farast svo orð í formála sínum: „Eg hev freista á leg'gja umsetjingi av versi so nær upp til báde formi og innlialdet i dei gamle som mogleg“. — Eg fæ ekki bétur séð, en að liann hafi leyst verk sitt prýðilega af hendi. Þýðingin er nákvæm og jafn- framt lipur, en langl er frá, að þeir kostir haldist ávalt i hend- ur í þýðingum. Hann stóð líka betur að vígi öðrum þýðend- um þegar til málsins lcom; ný- norskan er, eins og hann víkur að í formálanum, næsta lík is- lenskunni. Þár með er þö engri rýrð varpað á það, live vel þýðandinn hefir unnið verk silt. Eg tilfæri sem dæmi þýðingu lians á er- indinu alkunna úr Völuspá, „Sól tér sortna“, þar sem lýst er svo ógleymanlega örlögum efnis- lieimsins, en þannig er ]iað á ný-norskunni: „Sol mun svartna, sökk jord i hav, lcverv frá kvelven kláre stjérnor; eimen geisar og eldcn yr, liefen liögl mot himmelen leikar.“ Hugsun, formi og blæ frum- kvæðisins nær þýðandinn hér ágætlega, og nefna mætti fjölda mörg önnur dæmi vandvirkni lians og málsmekks. IÞað eitt þykir mér á vanta, að livorki fylgja þýðingunni stuttur inngangur né gagnorðar skýringar, á borð við þau, sem eru í Gylfaginningar þýðingu prófessors Finns Jónssonar, er fyr var nefnd. Hygg eg, að þýð- ingin yrði norskri alþýðu ennþá notadrýgri, ef nokkur inngangs- orð' og skýringar liefðu fylgt henni úr lilaði. Útgáfan er snotur að prentun og öðrum frágangi. Eiga þýð- andi og útgefandi þakkir skilið fyrir ræktarsemi sina við is- lensk fræði. Richard Beck. I Erling Krogh. -—o— Erlend uminæli. Politiken 31. april 1931 : ,,Á síöustu Axelborghljómleik- i:m þessa árs mátti heyra hina rniklu og fögru rödd Wagner- tenórsins nörska, Erlings Krogh. I’aö var alveg dásamlegt aö hlusta á hinn ljóðþrungria Wagnerssöng í sinni fegurstu mynd. Hrii tiridr- aneli norðurljósarödd, í senn bæöi styrk og mjúk, haföi á sér ein- hvern dularfullan æfintýrablæ. Þessi Siegmund, þessi Lohen- grin heillaöi míenn. Svo mikinn fögnuð vakti hinn norski lista- maöur, aö hann varö aö syngja aukreitis Walters Preislied." Aftenposten 28. júní 1931: ,,I gærkveldi söíig Erling Krog'h aðalhlutverkiö í söngleiknum Bajadser. Fögnuöuririn var geysi- mikill, og var ]ietta glæsilegasti söngurinn, sem heyrst hefir í leik- húsinu þennan mánuð. Trlvert sæti var s'kipað, og mikill fjöldi stóö. Listamanninum var klappað lof i lófa meö svo miklum fögnuöi og látum, sem söngleikur einn. og hann verulega góöur, megnar aö framkalla. Hlutverk Canios var framúrskarandi vel sungið. Erling' Krogh sigrar meö miklum ljóma i hlutverkinu, meö drengskap sín- um og eldmóöi, og fyrst og fremst, auðvitað, meö hinum mikla og fagra .söng. Erling Krogh sigrar altaf.“ Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 10 árdegis, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5 síðd. síra Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju : Hámessa kl. g árdegis, og kl. 6 síöd. guðsþjón- usta meö þrédikun, í spítalakirkjunni i Hafnarfiröi: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guösþjónusta meö prédikun. Veðrið í morgun, Hiti í Reykjavík 6 st., ísafirði 8, Akureyri 6, Seyðisfirði 8, Vestmannaeyjum 8, Stykkis- hólmi 8, Blönduósi 4, Hólum i Hornafirði 8, Grindavík 7 (skeyti vanlar frá Raufarhöfn, Hjaltlandi og Kaupmanna- höfn), Færeyjum 9, Juliane- liaab 10, Angmagsalik 2, Jan Mayen 2, Tynemouth 11 st. — Mestur liiti hér i gær 11 st., minstur 3 st. Sólskin 12,5 stund- ir. Háþrýstisvæði yfir íslandi, hafinu fyrir suðvestan land og Suður-Grænlandi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður, Vestfirðir, Norðurland: Norðvestan gola. Bjartviðri. — Norðausturland,, Austfirðir: — Norðvestan gola. Úrkomulaust og viða léttskýjað. Suðaustur- land: Stilt og bjart veður. Eggert Guðmundsson listmálari opnaöi í gær sýningu á myndum sínum í Goodtemplara- húsinu. Rúmar 70 myndir eru á sýningunni, graphikmyndir, vatns- litamyndir og olíumálverk. Egg- ert hefir'haldiö 2 sýningar áöur hér í Reykjavík og vöktu þær mikla athygli. Síöan hefir hann tekið miklum framförum í list sinni, enda stundaö námiö af elju og atorku. Afhjúpun minnisvarða. Á morgun kl. 3 e. h. verður afhjúpaður m-innsivarði sá, sem unglingast. „Unnur“, og st. „Víkingur“ liafa i-eist yfir Þór- dísi sál. Ólafsdóttur. Við það tækifæri talar sira Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur. Eins og allmörgum er kunnugt, tók Þórdís Ólafsdóttir mikinn og margvíslegan þátt í félagsstörf- um beggja þessara stúkna. Hún gékk með heilum lmg að verki og rækti störf sín bæði á þessu sviði og öðrum með dugnaði og *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.